Tíminn - 01.03.1981, Blaðsíða 6
6
Sunnudagur l’. mars'1'981
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn.
Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri:
Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdótt-
ir. Afgreióslustjóri: Siguróur Brynjólfsson. —Ritstjórar: Þórar-
inn Þórarinsson, Jón Helgason, Jón Sigurósson. Ritstjórnarfull-
trúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kjartan Jónasson. Blaóa-
menn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefáns-
dóttir, Friórik Indrióason, Frióa Björnsdóttir (Heimilis-TIm-
inn), Heióur Helgadóttir, Jónas Guómundsson (þingfréttir),
Jónas Guómundsson, Kristinn Hallgrimsson (borgarmál),
Kristin Leifsdóttir, Ragnar örn Pétursson (iþróttir), Ljósmynd-
ir: Guójón Einarsson, Guójón Róbert Agústsson. Myndasafn:
Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: FIosi Kristjánsson, Kristin Þor-
bjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. — Ritstjórn, skrif-
stofur og auglýsingar: Sióumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300.
Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387,86392. — Veró I lausa-
sölu 4.00. Askriftargjald á mánuói: kr. 70.00. — Prentun:
Blaóaprent hf.
Einhvers konar skeytí?
Sú tillaga Sjálfstæðisflokksins i stjórnarskrár-
málinu að landinu verði öllu skipt i einmennings-
kjördæmi hefur óneitanlega vakið mikla athygli og
snúið málinu inn á nýjar brautir. Reyndar hefur
ekki komið fram nákvæm lýsing tillögunnar, og
mun helst eiga að skilja hana sem valkost til um-
ræðu fremur en formlega og endanlega samþykkt
Sjálfstæðismanna.
Reyndar vekur það furðu manna að Sjálfstæðis-
flokkurinn skuli vekja máls á þessari lausn kjör-
dæmamálsins, en sem alkunnugt er höfðu einmitt
Sjálfstæðismenn á sinum tima forgöngu um að
taka upp hlutfallskosningar i stórum kjördæmum.
Að visu var það vitað á þeim árum að skoðanir
voru skiptar innanflokksins,enda þótt stuðnings-
menn einmenniskjördæma hefðu þá látið undan.
Það er athyglisvert um þessa tillögu Sjálfstæðis-
flokksins nú að hún gerir ráð fyrir þvi að landinu
verði öllu skipt i einmenniskjördæmi, en ekki að
kjördæmakerfið verði blandað eins og áður var.
Hér á landi tiðkaðist nefnilega ekki hreint ein-
menniskjördæmakerfi, heldur voru hlutfallskosn-
ingar bæði i Reykjavik og i tvimenniskjördæmun-
um frá 1942 til 1959. Hin nýja hugmynd Sjálfstæðis-
manna er með öðrum orðum alls ekki i þvi fólgin
að hverfa skuli aftur til þess sem var fyrir kjör-
dæmabyltinguna 1959.
En það er margt fleira sem athuga verður áður
en þessi hugmynd verður rædd i alvöru. Ein-
menniskjördæmakerfi eru nefnilega eins ólik og
mismunandi eins og þjóðirnar eru margar sem
tiðka þau i stjórnkerfi sinu. Þannig er helmingur
þingsins i Vestur-Þýskalandi kosinn af landslist-
um flokkanna, en aðeins helmingur i einmennis-
kjördæmunum. í Frakklandi verður frambjóðandi
að hljóta hreinan meirihluta i kjördæminu til að ná
kjöri i fyrri umferð kosninga. í Bretlandi hins
vegar er þannig staðið að málum að myndast get-
ur meirihluti á þingi er aðeins styðjistvið svo sem
þriðjung greiddra atkvæða almennings.
Það er sennilega þessi siðast nefnda útgáfa ein-
menniskjördæmakerfis sem menn hafa i huga
þegar þeir hafna einmenniskjördæmum algerlega
á þeirri forsendu að þau hljóti að fela i sér mjög
mikla mismunun milli flokka og landshluta. Og
það hlýtur að vera óhætt að fullyrða i eitt skipti
fyrir öll að þess háttar hugmyndir um breytt kjör-
dæmakerfi á islandi njóta hvergi fylgis og eru
gersamlega út i hött. Með óskum um breytingar
hafa menn þvert á móti haft i huga aukinn jöfnuð
og aukið lýðræði.
Óneitanlega læðist að mönnum sá grunur að
Sjálfstæðismönnum sé ekki full alvara með þess-
ari tillögu um einmenniskjördæmakerfi. Vitað er
aðt.d. núverandi forsætisráðherra, sem jafnframt
er formaður stjórnarskrárnefndar, hefur lengi
verið andvigur einmenniskjördæmum og yfirlýst-
ur stuðningsmaður hlutfallskosninga i stórum
kjördæmum. Það læðist að mönnum sá grunur að
þessi tillaga eigi að vera einhvers konar skeyti til
hans frá flokksbræðrunum i liði Geirs Hallgrims-
sonar. Ef svo er, mun óþarft að taka tillöguna
alvarlega.
JS
Þórarínn Þórarínsson:
Erlent yfirlit
Hvernig fellur þeim
Evans og Murdoch?
Um það er rætt í brezka blaðaheiminum
HINN 10. marz næstkomandi
kemur Times i London út i
fyrsta sinn undir stjórn hins
nýja eiganda sins, Ástraliu-
mannsins Ruperts Murdoch. Aö
visu segist hann ekki ætla aö
hafa nein afskipti af ritstjórn
blaösins, en fjárhagsleg stjórn
þess veröur i höndum hans.
Menn trúa þvi þó varlega, aö
hann muni ekki hafa nein af-
skipti af ritstjórninni, þvi aö
hann hefur haft meiri og minni
afskipti af ritstjórn þeirra
blaöa, sem hann hefur gefið út.
M.a. hefur hann lagt áherzlu á,
aö þau væru söluvara og þvi
hafa flest þeirra einkennzt af
æsifréttum og umdeildum ljós-
myndum.
Þau blöð, sem Murdoch hefur
fest kaup á nú, hafa hins vegar
ekki verið æsifréttablöö, heldur
i röö vönduöustu fréttablaöa,
jafnhliöa þvi, sem þau hafa lagt
stund á ábyrg skrif um hvers
konar menningarmál. Þau hafa
jafnframt kappkostað aö hafa
sem ritfærasta menn i þjónustu
sinni.
Þessi blöð eru Times og
Sunday Times. Fjárhagslega
hefur Sunday Times staðið
miklu betur og ekki vantað
nema hezlumuninn til að gera
það að fjárhagslega traustu
fyrirtæki. Allt ööru máli gegnir
um Times, þvi aö góður frétta-
flutningur þess viröist ekki
höfða til fjöldans. Þaö hefur lika
leitt æsifréttir að mestu leyti hjá
sér.
Murdoch hefur lagt ofurkapp
á að eignast Times og Sunday
Times. Um tima gerði hann að
skilyröi fyrir fyrir kaupunum,
aö prentarar féllust á breytt
vinnubrögð, sem hefðu mikinn
sparnað i för með sér. Þegar til
kom, lét hann aö mestu undan
prenturunum. Hann vildi ber-
sýnilega ekki eiga það á hættu
að missa af kaupunum.
Murdoch átti fyrir útbreidd-
ustu æsifréttablöö Bretlands,
Sun og News of the World. Eftir
að hafa bætt við sig Sunday
Times og Times er han orðinn
voldugasti blaöakóngurinn i
sögu Bretaveldis.
Það hefur orðið að ráði, að
Harold Evans, sem verið hefur
ritstjóri Sunday Times siðan
1967, taki við ritstjórninni á
Times, en eftirmaður hans sem
ritstjóri Sunday Times verður
nánasti samstarfsmaöur hans
þar.
Ráðningin á Harold Evans er
talin eiga að vera af hálfu Mur-
dochs sönnun þess, að hann ætli
sér ekki að hafa afskipti af rit-
s jórninni. Evans er þekktur
fyrir sjálfstæöi sitt, en hefur
jafnframt reynzt mjög hæfur og
stjórnsamur ritstjóri. Hann
hefur að sjálfsögðu ráðið mestu
um forustugreinar The Sunday
Times, en þær hafa að undan-
förnu veriö mjög óhagstæðar
Margaret Thatcher.
Sennilega geturMurdoch látið
sér það lika meðan andinn blæs
á móti Thatcher, þvi að hann
vill ógjarnan láta blöö sin vera I
andstöðu við almenningsálitið.
Þannig fylgdi Sun upphaflega
Verkamannaflokknum, en
snerist siöar á móti honum,
þegar tók að halla undan fæti
hjá stjórn Callaghans.
Murdoch lagði kapp á, að fá
núverandi aðalritstjóra Times,
William Rees-Mogg, til aö halda
áfram. Rees-Mogg hafði hins
vegar afráðið það áður að hætta
ritstjórninni og haföi ráðið sig i
framkvæmdastjórastarf hjá
stóru fyrirtæki. Hann hefur hins
vegar látið i ljós þá trú, að Mur-
doch ætli ekki að láta Times
hraka, heldur reyna að auka
veg þess enn meira. Það sé hon-
um metnaðarmál.
HAROLD Evans er 52 ára
gamall, fæddur i Manchester og
uppalinn þar. Hann var áhuga-
litill i skóla og byrjaöi á blaða-
mennsku 16 ára gamall. Siðar
var hann kvaddur i flugherinn
og fékk það hlutverk að sjá um
útgáfu á blaði fyrir flugmenn-
ina. Fyrsta eintakiö seldist ekki,
en á forsiðu þess var mynd af
flugvél. Næsta blað seldist upp,
en framan á þvi var mynd af Di-
ana Dors nakinni. Slika blaða-
mennsku hefur Evans lagt á
hilluna fyrir löngu.
Þegar vist Evans hjá flug-
hernum lauk, hóf hann nám við
háskólann i Durham og lauk
prófi þaðan i stjórnmálum og
hagfræði. Strax að námi loknu,
réðist hann til Manchester Even
ing News sem blaðamaður og
varð brátt aðstoöarritstjóri þar.
Nokkru siðar varö hann aðalrit-
stjóri Northern Echo, og vann
sérslikt álit, að hann var ráðinn
aöstoðarritstjóri við Sunday
Times 1966. Ári siöar varð hann
aðalritstjóri þess.
Þótt Evans hafi að sumu leyti
verið strangur húsbóndi, er
hann vinsæll af blaðamönnum,
sem hafa unnið undir stjórn
hans. Hann er óspar á að hæla
þeim fyrir vel unnin verk. Helzti
galli hans hefur þótt sá, að hann
hefur jafnframt heitið þeim
nýju starfi og hefur stundum
komið fyrir, að hann hafi verið
búinn að lofa mörgum þeirra
sömu stöðuhækkuninni.
Evans er fráskilinn og á upp-
komin börn. Hann býr nú með 27
ára gamalli blaðakonu. Hann
stundar talsvert iþróttir, eink-
um sund. í tómstundum les
hann leynilögreglusögur eða
hlustar á klassiska sönglist.
Evans hefur verið spurður að
þvi, hvort hann ætli að gera
miklar breytingar á Times.
Hann segir, að það geti reynzt
vandaverk. Ritstjóri, sem ráðist
i slikt, þurfi að hafa sömu hæfi-
leika og góður skurðlæknir. Það
þurfi að gerast án þess að sjúkl-
ingarnir verði varir viö það, en i
þessu tifelli séu það lesendur
blaðsins.
Rupert Murdoch.