Tíminn - 01.03.1981, Blaðsíða 21

Tíminn - 01.03.1981, Blaðsíða 21
Sunnudagur 1. mars 1981 29 fram bornar af einstökum þing- mönnum. Þeim er visað til þing- nefnda sem starfa allt árið meira og minna, til ráðherra- nefndarinnar og rikisstjórna allra norrænu landanna. Þá koma venjulega fram álitsgerð- ir um tillögurnar. Umsagna um þær er leitað mjög viða. Aðrar samstarfsstofnanir, senda og frá sér skýrslur og álitsgerðir. 1 þessum skýrslum er að jafnaði gert rækileg grein fyrir sérsviði eða sérvanda allra hinna norrænu rikja og þannig áfram utan enda. Að sjálfsögðu er hér farið að reglum lýðræðis. Sú spurning hlýtur þó að vakna hvort ekki megi með einhverjum hætti gera málsmeðferðina auðveld- ari og greiðari. Ekki hefur tekist að skapa enn sem komið er hentugan farveg til upplýsinga og fréttamiðlunar á öllum þessum álitsgerðum. Skýrslum er dreift i ýmsar áttir. Það er svo að sjá að ekki sé um samræmdar aðgerðir að ræða. Á stundum fær maður sama efnið frá mismunandi aðilum. Litur út fyrir oft á tiðum að skipulag skorti á dreifingunni. Þannig ber það við að sami mót- takandi fái allt frá álitsgerðum um öxulþunga vörubila til til- lagna um hátiðarhöld á barna- ári. Þetta ómarkvissa dreifingar- kerfi gefur þó hugmyndir um rikuleg fjárráð: þegar starfs- hópar sem málin varðar hreint ekki neitt fá allt að þvi hálft hundrað álitsgerða á ári hverju, sem betur væru komnar á öðr- um stöðum. Þörf er á að gera athugun á þvi, hvort samstarfsstofnanirn- ar gætu ekki dregið úr útgáfu- kostnaði. Það kynni þó kannski að vera hentugast að byrja á þvi ai koma lagi á dreifinguna á þvi efni sem skrifstofur norrænt samstarfsstofnananna láta frá sér fara. Endurskoðun á hlutverki Námskeið og ráðsteínur eru rikir þættir i norrænu samstarfi. Aðþeim standa samstarfsstofn- anirnar og norræni menningar- málasjóðurinn. Það má ljóst vera að beint persónulegt sam- band almennings á Norðurlönd- um eins og til er stofnað með námsskeiðum er einn happa- drýgsti grundvöllur að norrænni samvinnu. Það er þó að sjálfsögöu ekki eina ástæða þess að efnt er til námsskeiða. Meðal þeirra norrænna nám- skeiða sem efnt er til um þessar mundir eru of mörg, sem ekki leiða til frekari aðgerða. Námskeiðshald verður aö fela i sér verkefni og möguleika á, að efna til enn nýrra persónu- legra kynna og þannig eiga námskeiðin beinlinis að verða grundvöllur að auknum þátttak- endafjölda — auknum kynnum. Nú ber helst á þvi að sama fólk- ið sé um of þaulsætið á nám- skeiðsbekkjunum — einn þáttur i stofnanamennskunni. Jafnvel má merkja aö farið sé að bera á skorti á ákjósanlegu umræðuefni á námskeiðum þeim sem stofnanir Norður- landaráðs beita sér fyrir. Það er ef til vill ekki rétt að skella skuldinni á samstarfsstofnan- irnar og norræna menningar- málasjóðinn, þegar námskeiðin verða léleg. Fulltrúar menningarmálasjóðsins telja sig geta fullyrt að skortur sé á nýjum hugmyndum — en nóg sé af peningum til nýunga. Ég er hreint ekki sannfærður um að hin opinbera samstarfs- vél detti alltaf ofaná nýjar hug- myndir sem brjóta i blað. Alla jafnan stinga mikilvægar hug- myndir upp kollinum hjá stofn- unum lægra i stiganum hjá samtökum almennings. Það er lika sjálfsagt holt fyrir Norrænu félögin að taka til fordóma- lausrar endurskoðunar hlutverk sitt og starfshætti alla. Stöðugt eru timarnir að breytast og félagasamtökum ber að laga sig að nýjum aðstæðum til þess að efla og auka bein tengsl sin við allan almenning i öllum þjóð- félagsstéttum á Norðurlöndum. Nauðsynlegur þáttur þinghaldsins Á seinni árum hafa hin árlegu þing Norðurlandaráðs verið nefnd annað slagið i fréttablöð- um, ráðstefnurnar á dansgólf- inu. Nafngiftin er villandi. Auk hinna tveggja þátta þingstarfanna, almennu um- ræðnanna og umfjöllunar um sérstök mál þingsins er efnt til hádegisverða, kvöldverða og móttökuhalda. Það hefur tiðk- ast frá upphafi og er mikilvægt. Almennu umræðurnar, með- ferð mála og önnur samskipti er allt þrennt jafnþýðingarmiklir þættir þinghaldsins. Það verður aðveramathverseinstaks hvað hann telur mikilvægast. Það er einsdæmi að fremstu stjórnmálamenn fimm þjóð- landa, smærri þjóða og þjóðar- brota skuli geta óþvingað borið saman bækur sinar án umtals- verðra tungumálaörðugleika. Sá tungumálavandi sem oft má finna i öðru alþjóðasamstarfi þekkist vart meðal Norður- landaþjóða. Þessi staðreynd veldur þvi, að samskipti utan reglulejra funda verða mikil- vægur og nauðsynlegur þáttur þinghaldsins. Viljimenn draga upp mynd af frosnum frammámönnum i norrænu samstarfi er sist að finna þá meðal þingmanna á Norðurlandaráðsþingi. Lokaorð Skoðanir almennings á norrænu samstarfi endurspegla stefnu hverrar þjóðar um sig. Ef hin almennu viðhorf til norrænnar samvinnu eru já- kvæð, koma þau fram i vali og athafnasemi þjóöfuiltrúa þeirra sem kjörnir eru til setu á þing- um Norðurlandaráðs. Norræn samvinna er að hluta þjóðfélagsstörf, sem kostuð er af opinberu fé. Þvi hærra sem þegnarnir meta norrænt sam- starf þvi meira fjármagn fáum við til þess. Við skyldum þó hafa i huga að samvinnan byggir ekki einvörð- ungu á opinberum samstarfsað- ilum eða starfsemi sem rikis- valdið eitt annast og ræður. 1 umræðum um norræna sam- vinnu er á stundum á það bent að ekki hafi alltaí tekist að koma á þvi samstaríi, sem stefnt var að. Minnt er á Nordek (Efna- hagsbandalag Norðurlanda), Volvo-fyrirtækið og Norðmenn, já og nú þessa stundina nefna menn Nordsat (Norræna sjón- og hljóðvarpshnöttinn). Opin- berum samstarfsaðilum er eng- in launung á þessu, en lögö er á- hersla á það, að tekist hefur t.d. að ná svipuðum árangri og ætlað var með stofnun Efna- hagsbandalags Norðurlanda, i nokkrum áföngum. Vist mundi það draga úr von manna og trú á norræna sam- vinnu, ef stórmál eins og sam- starfið um Nordsat næði ekki fram að ganga. Mjög er mikil- vægt að skapa jákvæð viðhori meðal almennings með þvi að> efla þá starfsemi sem til hans höfðar. Ekkert er meira virði en bein persónuleg tengsl i þessum efnum sem öðrum. Væri ekki ráð að efla þátt Norrænu félag- anna i norrænni samvinnu? Á 25 ára afmæli Norðurlanda- ráðs var Norrænu félögunum falið það verkefni að kynna starfsemi þess og stofnana þess. meðal allra samstarfsþjóðanna Talið er að þessi kynning hafí tekist vel i hvivetna. Okkur er nauðsyn á þvi að kynna hin merku störf Norðurlandaráðs; og stofnana þess betur öllum al- menningi. Ég tel vist að þá muni áhugi vaxa á Norðurlöndum öllum á þvi einstæða starfi sem unnii) er. Ennfremur mundi þá geta skapast aukin tækifæri alls al- mennings til þess að hafa áhrif á störf fyrrgreindra aðila norrænni samvinnu til aukinna heilla. lljálmar Ólafsson. Saltkjöt og baunir Lítið við í verslunum okkar Stórmarkaðurinn Skemmuvegi 4a KRON Fellagörðum KRON Snorrabraut KRON Stakkahlið KRON Dunhaga KRON Tunguvegi KRON Langholtsvegi KRON Álfhólsvegi KRON Hlíðarvegi KAUPFÉLAG REYKJAVÍKUR OG NÁGRENNIS allt undir einu þaki þú verslar í „ húsgagnadeild og/eða og/eða og/eða þúfærd allt á einn og santa kaupsamninginn/skuldabréff og þú borgar allt niður i 20% SEM ÚTBORGUN, og eftirstöðvarnar færðu lánaðar allt að 9 MÁNUÐUM. Nú er að hrökkva eða stökkva, óvist er hvað þetta tilboð stendur lengi lokkur getur snúist hugur hvenær sem er). Þegar þú hefur reitt af hendi útborgunina og ritað nafn þitt undir KAUPSAMNINGINN, kemur þú auðvitað við i .MATVÖRUMARKAÐNUM og' birgir þig upp af ódýrum og góðum vörum. Opið til kl. 22 á föstudögum og til hádegis á laugardögum I Matvörumarkaðnum og Rafdeild. JIS Jón Loftsson hf. Hringbraut 121 Simi 10600 HURDA- HLÍFAR EIR - MESSING - STÁL Hringiö og viö sendum pöntunarseðil með teikningum fyrir möltöku. BIIKKVER BUKKVER SELFOSSI Skeljabrekka 4 - 200 kópavogur - Sími: 44040. Hrísmýri 2A - 802 Selfoss - Sími: 99-2040.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.