Fréttablaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 8
greinar@frettabladid.is Hringdu í síma ef blaðið berst ekki Á sandi byggt Myndun nýs meirihluta í borgarstjórn Reykja-víkur er áfall fyrir okkur sjálfstæðismenn. Allir þeir sem hafa fylgst með borgarmálum á undanförnum misserum hafa séð breytingarnar á stjórn borgarinnar frá því að R-listinn gafst upp á því að bjóða fram sökum sundrungar, ósamlyndis og vantrausts. Breyttar áherslur í skólamálum, umhverfismálum og skipulagsmálum sýndu svo ekki var um villst að stjórn borgarinnar var í góðum höndum fólks sem hafði bæði sýn og getu til að efla borgina og bæta. Nýi meirihlutinn er stofnaður á grundvelli ágrein- ings á milli Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar- flokksins um hvort peningar borgarbúa eigi að fara í áhættuverkefni í Suðaustur-Asíu, Afríku og víðar. R- listaflokkarnir, sem ekki treystu sér til að bjóða aftur saman fram til borgarstjórnar vegna málefnis- ágreinings, mynda nú samstarf á grundvelli þessa máls. Það er ekki gæfuleg byrjun á sambandi. Vinstri grænir hljóta að hafa ónotatilfinningu í þessu máli og hana töluverða. Þeir taka nú á móti fulltrúa Framsóknarflokksins og tryggja þar með að áfram verði haldið með þau áform sem Vinstri grænir gagnrýndu svo mjög fyrir nokkrum dögum. Ljóst er að ungliðarnir eru að minnsta kosti með fyrirvara á þessu valdabrölti. Í yfirlýsingu þeirra segir: „Ein af forsendum þess að hið nýja samstarf gangi upp er að Björn Ingi Hrafnsson borgarfulltrúi geri hreint fyrir sínum dyrum í orkumálum Reykja- víkur sem allra fyrst.“ Skeytasendingarnar eru strax byrjaðar og meirihlutinn er ekki enn tekinn við! Við þessa yfirlýsingu ungliða VG bætast ummæli Gunnars Smára Egilssonar í Íslandi í dag síðast- liðinn fimmtudag og ættu þau að verða forystu- mönnum VG ærið umhugsunarefni. Gunnar Smári þekkir vel til í íslensku viðskiptalífi og er mörgum þeim hnútum kunnugur sem alla jafna eru ekki almenningi til sýnis. Ummæli hans voru þessi: „Þetta REI-mál er alls ekki búið. Þar eiga eftir að koma ýmsir hlutir fram sem eru ekki við hæfi og ég held að þeir eigi eftir að reynast Birni Inga mjög erfiðir.“ Stuðningsmenn VG hljóta að vera hugsi og velta því fyrir sér hvað það er sem þeir hafa nú tekið að sér að styðja. Ég hef lítið að segja um Samfylkinguna í borgarstjórn í þessu máli annað en það, að afstaða hennar kemur mér ekki á óvart, fyrri orð um siðleysi og spillingu Framsóknarflokksins hljóta þó að vera stuðningsmönnum þess flokks áhugavert lesefni undir háttinn. Okkar sjálfstæðismanna býður nú það verkefni að vera í stjórnarandstöðu í borgarstjórninni. Ég treysti okkar fulltrúum vel til þess að sinna skyldum sínum á þeim vettvangi. Án nokkurs vafa munu þau veita nýjum meirihluta það aðhald sem nauðsynlegt er og reyna að koma áfram þeim góðu verkefnum sem hafist var handa við. Nýtt upphaf Fundurinn þriðja október varð örlagaríkur. Fyrst vegna þess að líkur benda til að hann hafi formlega ekki staðist. Í annan stað vegna þess að þar var ofboðið réttlætiskennd venjulegs fólks. Í þriðja lagi vegna þess að þar voru viðhöfð ótrúleg vinnubrögð. Eftirleikurinn var með ólíkindum. Hámarki náði endaleysan þegar Sjálfstæðisflokkurinn reyndi að kenna Hauki Leóssyni um málin eftir að hafa þegið ráð Valhallar. Sumir halda því fram að ágreiningurinn nú sé um það hvort á að selja hratt eða hægt; hvorugt er rétt. Það er ekki hægt að selja, hvorki hægt né hratt. Nú verður að rannsaka alla ferla í þaula, það verður að skoða málin algerlega í kjölinn og velta við öllum steinum. Það verður væntanlega eitt af mikilvægustu verkefnum nýs meirihluta að ganga í þá skoðun. Þegar niðurstaða þeirrar skoðunar liggur fyrir er hægt að hafa skoðun á því hvort og hvernig á að selja, hratt, hægt, mikið eða lítið. Vinnuhópurinn mun jafnframt móta framtíðar- sýn fyrir Orkuveituna, heildarstefnumótun með hagsmuni almennings og náttúru að leiðarljósi. Sá leiðangur verður spennandi og borgarbúum til gæfu. Nú hefur verið myndaður nýr, kraftmikill meiri- hluti. Það er fjögurra flokka meirihluti. Hér verður því ekki spáð hvernig sá meirihluti endist því það er best að láta verkin tala. Fyrir okkur Vinstri græn er mikilvægast að meirihlutinn nýi sýni heiðarleika í verkum sínum gagnvart borgarbúum og sjálfum sér, opin og heiðarleg vinnubrögð þar sem allt er uppi á borðinu. Nýi meirihlutinn þarf að verða meirihluti félagslegra viðhorfa, kvenfrelsis og grænna lífsgilda. En umfram allt er nýi meirihlutinn um það að bjarga Reykjavík úr tröllahöndum. Vonandi gengur það vel. Meirihlutinn nýtur fylgis 56 prósenta borgarbúa ef marka má síðustu kosningar en fylgið við sjónarmið opinnar og lýðræðislegrar umfjöllunar, fumlausra og yfirvegaðra vinnu- bragða hefur án efa aukist. Sjaldan hefur opin, kraftmikil og almenn umræða áorkað eins miklu. Aldrei áður hefur meirihluti hrökklast frá völdum á miðju kjörtímabili í Reykjavík. Eftir 17 mánaða valdasetu Valhallar steytti hinn reynslulausi meirihluti á skeri. Þau voru ekki tilbúin. Undirtektirnar sem minn málflutningur hefur fengið að undanförnu eru algerlega einstakar; ég er þeim þakklát sem hafa látið í sér heyra eða sent mér bréf og hvatningu. Ég ætlast til þess að þessi nýi meirihluti starfi í samræmi við þá hreyfingu almennings sem nú hefur velt íhalds- meirihlutanum í Reykjavík. Ég mun standa þá vakt. Með þeirri hreyfingu gegn spillingu og fyrir heiðarleika í íslenskum stjórnmálum. Var rétt að mynda nýjan meirihluta í borgarstjórn? A ukin umfjöllun um útrás íslenskra fyrirtækja til Kína er ekki séríslenskt fyrirbæri. Í mörgum erlendum viðskiptablöðum má greina mikla fjölg- un blaðagreina um Kína. Þær greinar eru ekki um hið kommúníska stjórnarfar og mannréttinda- brot stjórnvalda. Sjónir manna beinast nú að mýmörgum viðskiptatækifærum, risasamningum og uppbyggingu þar í landi. Þetta er eðlileg þróun. Kína er mun opnara Vesturlöndum nú og um leið eykst umfjöllun um annað en stjórnarfarið. Sam- hliða komu vestrænna fyrirtækja gera kínversk stjórnvöld kröfu um aukin samskipti milli landa. Komum kínverskra sendinefnda til Íslands hefur til dæmis fjölgað mikið. Og á móti þeim taka embættismenn, sveitarstjórnarfólk, alþingis- menn, ráðherrar og forseti Íslands. Athyglisvert er að í samtölum við þetta fólk er ekki leng- ur gerð krafa um að ræða mannréttindi fólks í Kína. Sam- kvæmt ársskýrslu Amnesty International 2007 hafa ofsóknir á hendur fólki þar í landi aukist. Það er sett í gæsluvarðhald og fangelsi án dóms og laga. Tjáningar- og trúarfrelsi eru settar skorður. Fjölmiðlar og veraldarvefurinn eru ritskoð- aðir. Pyndingar, réttarhöld vilhöll stjórnvöldum og aftökur eru enn hluti af réttarkerfinu. Í stað umræðu um mannréttindi er reynt að skapa gott and- rúmsloft í samskiptum ríkjanna til að stuðla að framgangi fyrirtækja. Á fundum forseta Íslands og Kína í upphafi þessa mánaðar var til dæmis rætt um samstarf á fjölmörgum svið- um. Engar athugasemdir voru gerðar við það. Þegar Vigdís Finnbogadóttir heimsótti ráðamenn í Kína fyrir mörgum árum var spurt um mannréttindi. Hún gaf í skyn að þau væru afstæð. Þá varð allt brjálað. Nú heyrist ekki múkk. Það má færa fyrir því rök að umræðan um mannréttindi í Kína sé ekki jafn knýjandi í dag og hún var áður. Þá er ekki átt við að mannréttindi skipti ekki lengur máli. Það eru aðrar leiðir til að ná fram rétti fólks en með beinni pólitískri íhlut- un. Frjáls viðskipti skipta höfuðmáli í þessari hægfara þróun. Um leið og vestrænum fyrirtækjum fjölgar í Kína eykst efnahagsleg velsæld. Kaupmáttur í stærstu borgum landsins hefur margfaldast og hagvöxtur er mikill. Réttarkerfið hefur tekið breytingum. Fyrir stuttu síðan voru samþykkt lög sem heimila einkaeignarrétt, sem er í algjörri andstöðu við hug- myndafræði Kommúnistaflokksins. Vestræn fyrirtæki hefja ekki starfsemi í Kína af mannúð- arástæðum. Aukin réttindi fólks í kjölfarið eru afleiðing af gildum sem fylgja frjálsum viðskiptum. Annars myndi hið kapítalíska hagkerfi ekki ganga upp. Aukið frelsi og bætt lífskjör haldast í hendur. Stjórnvöld missa í þeirri þróun jafnt og þétt tökin á borgurunum, sem sækja réttindi sín stífar en áður. Stuðningur forseta Íslands við útrásina til Kína er líklega eitt veigamesta framlag embættisins til mannréttindabarátt- unnar þar í landi. Þetta veit Ólafur Ragnar Grímsson. Mark- aðurinn er frelsinu öflugur skjöldur. Frelsisskjöldurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.