Fréttablaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 67
H
u
g
sa
s
ér
!
Neytendastofa óskar eftir að ráða metnaðarfullan tækni-
menntaðan mann til starfa á Öryggissviði stofnunarinnar.
Um er að ræða faglega krefjandi starf þar sem reynir á
tæknilega ráðgjöf um reglur er varða rafmagnsöryggismál,
framkvæmd eftirlits með rafverktökum og neysluveitum,
fræðslu og kynningu á reglum er gilda um öryggi fagfólks
og neytenda. Um er að ræða margvísleg áhugaverð
verkefni er varða löggjöf á sviði rafmagnsöryggis og
eftirlit með framkvæmd þeirra.
Umsjón með eftirfarandi starfsþáttum:
• Tæknileg ráðgjöf og fræðsla um reglur er varða
öryggisstjórnun rafverktaka og neysluveitna, túlkun
og framkvæmd reglna er gilda um rafmagnsöryggismál.
• Skipulagning og framkvæmd lögbundins eftirlits með
rafverktökum og öryggi neysluveitna, þ.m.t. veitingu
starfsréttinda og samskipti við skoðunarstofur.
• Þátttaka í mótun og viðhaldi á gæðastjórnunar- og
öryggiskerfum í samræmi við reglur á rafmagnsöryggis-
sviði og annarra almennra krafna í starfsumhverfi
Neytendastofu.
• Þátttaka í samstarfi í þróun laga og reglna sem gilda um
öryggi neysluveitna og öryggisstjórnun rafverktaka o.fl.
Menntun:
• Rafmagnsiðnfræði (sterkstraumssvið)
• Sveinsbréf í rafvirkjun.
• Reynsla af störfum sem lúta að hönnun og uppsetningu
lágspennuvirkja.
Almenn þekking og hæfniskröfur:
• Góð almenn þekking á tölvum og skrifstofuhugbúnaði
• Góð íslensku- og enskukunnátta og færni í einu
Norðurlandamáli.
• Almenn þekking á íslensku stjórnkerfi og regluumhverfi.
• Skipulags- og samskiptahæfni
• Frumkvæði
Nauðsynlegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Um launakjör fer samkvæmt kjarasamningum opinberra
starfsmanna. Vakin er athygli á 20. gr. laga nr. 96/2000,
um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla.
Umsóknir óskast sendar Neytendastofu, Borgartúni 21,
105 Reykjavík, eða rafrænt á póstfang stofnunarinnar,
postur@neytendastofa.is, eigi síðar en 22. október 2007.
Umsóknir geta gilt í sex mánuði. Öllum umsóknum verður
svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Nánari upplýsingar um starfið veita Tryggvi Axelsson for-
stjóri og Jóhann Ólafsson, sviðsstjóri Öryggissviðs, í
síma 510 1100. Netföng: tryggvi@neytendastofa.is og
johann@neytendastofa.is.
Öryggissvið Neytendastofu hefur umsjón með rafmagns-
öryggismálum á Íslandi, skoðunum á neysluveitum, öryggis-
stjórnunarkerfum rafveitna og rafverktaka. Öryggissvið
annast markaðseftirlit með rafföngum, almennum vörum
og annast skipulagningu þess í samstarfi við önnur
stjórnvöld.
TÆKNILEGUR
SÉRFRÆÐINGUR
Á ÖRYGGISSVIÐI
Borgartúni 21 • 105 Reykjavík • Sími 510 1100 • Bréfasími 510 1101
postur@neytendastofa.is • www.neytendastofa.is