Fréttablaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 18
2 sport Mons Ivar Mjelde Aldur: 39 ára Þjóðerni: Norskur Staðreyndir: Mons Ivar Mjelde tók við liði Brann í janúar 2003 eftir að Teitur Þórðarson hafði verið rekinn frá liðinu. Mons fékk þjálfarastöðu hjá Brann árið 2001, þegar leikmannsferli hans lauk. Í fyrstu stjórnaði hann vara- og ungliða- liðum Brann en fékk óvænt tækifærið sem aðalþjálfari liðsins eftir aðeins rúmlega eins árs þjálfaraferil. Sem leikmaður spilaði Mjelde sem framherji og skoraði alls 114 mörk í 250 deildarleikjum í norsku og austurrísku úrvalsdeildinni. Hann lék 3 landsleiki fyrir Noreg á ferlinum og skoraði tvö mörk. Hann varð markahæsti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar árið 1993 og var valinn framherji ársins 1996. Eini stóri titill Mjelde sem þjálfari var þegar hann stýrði Brann til bikarmeistaratitilsins í Noregi árið 2004. LEIKSTÍLL BRANN BYGGIST Á EIGINLEIKUM KRISTJÁNS Brann spilar mjög framar- lega miðað við mörg önnur lið í Noregi og beitir gjarnan hápressu á andstæðinga sína. Fyrir vikið er mjög skemmtilegt að horfa á leiki Brann, liðið skorar mest allra í norsku úrvalsdeild- inni en um leið hefur aðeins eitt lið fengið á sig færri mörk á tímabilinu. Einhverjir kynnu að halda að varnarlínan yrði berskjölduð gagnvart skyndisóknum andstæðinganna við slíkar aðstæður en Mons Ivar Mjelde, þjálfari Brann, sagði við Sport að í tilviki Brann væri hættan á því lágmörkuð eins og hægt er. Ástæðan er Kristján Örn Sigurðsson. „Hann er svo rosalega fljótur og svo gríðarlega öflugur maður gegn manni að við þurfum oftast ekki að hafa áhyggjur af því að beita hápressu. Ef við missum boltann og það er sótt hratt á okkur hleypur Kristján andstæðingana uppi í 9 af hverjum 10 tilvikum. Það eru margir fljótir framherjar í Noregi en Kristján tekur þá alla á sprettinum og það endar oftast á því að hann tekur boltann af þeim. Þetta getur enginn annar miðvörður í Noregi og þessi eiginleiki gerir Kristján að þeim besta í þeirri stöðu í Noregi, að mínu mati,“ útskýrir Mjelde. Kristján Örn hefur blómstrað í stöðu miðvarðar Brann á tímabilinu í ár eftir að hafa spilað í stöðu hægri bakvarðar, líkt og hann gerir venjulega með íslenska landsliðinu, frá því að hann gekk í raðir norska liðsins frá KR eftir sumarið 2004. Hann er eini leikmaðurinn sem hefur spilað alla deildarleiki Brann á tímabilinu, 23 talsins, og hefur Kristján skorað í þeim fjögur mörk. VARNARMAÐUR Á HEIMSMÆLIKVARÐA „Við misstum Paul Scharner til Wigan á síðasta ári og settum þá Kristján í miðvörðinn. Í dag er hann orðinn einn allra mikilvægasti leikmaður Brann. Allir vita að Kristján hefur ákveðna veikleika, til dæmis sendingagetu og tækni, sem gera það að verkum að það hentar honum ekki eins vel að vera bakvörður. Í miðverðinum skipta þessir þættir ekki eins miklu máli og hann bætir alla veikleika upp með því að vera hrikalega góður varnarmaður. Maður gegn manni er Kristján á heimsmælikvarða – ég fullyrði það,” segir Mjelde og bætir við að félagi Kristjáns í vörninni, Ólafur Örn Bjarnason, bæti hann upp að mörgu leyti. „Í Ólafi erum við með mann sem er öruggur á bolta og yfirvegaður. Þeir smellpassa saman.“ Mjelde staðfestir að nokkur stærri lið frá meginlandi Evrópu hafi spurst fyrir um Kristján upp á síðkastið en ekkert formlegt tilboð hafi enn borist. Kristján er samningsbundinn Brann til 2009 og ítrekar Mjelde að félagið vilji ekki missa hann. „Það þarf virkilega gott tilboð til að við föllumst á að selja hann,“ segir Mjelde. Kristján Örn hefur spilað frábærlega í vörn Brann á tímabilinu og hefur auk þess verið afar skæður í föstum leikatriðum. Kristján Örn hefur skorað alls 4 mörk í 23 leikjum. SPORT/SCANPIX „Þeir hafa reynst okkur gríðarlega vel og það er mikil ánægja með þeirra störf,“ segir Gunnar Svanlaugsson, skólastjóri Grunnskólans á Stykkishólmi, en hann er yfirmaður þeirra Justin Shouse og Anders Kattholm, sem eiga það sameiginlegt að vera leikmenn með körfuboltaliði Snæfells og kennarar við grunnskólann. Bandaríkjamaðurinn Shouse er kennari að mennt og er að leika sitt annað tímabil með Snæfellinum. „Shouse kom að forfallakennslu síðasta vetur og stóð sig frábærlega og því vildum við endilega fá hann í fasta kennslu í vetur,“ segir Gunnar, en Shouse kennir ensku í skólanum. Kattholm er menntaður uppeldis- fræðingur og kom til landsins fyrir tilstilli Justin Shouse og Anders Kattholm eru í hópi vinsælustu kennara skólans, enda sóma þeir sér einkar vel við kennslutöfluna. ERLENDU LEIKMENNIRNIR KENNA Í GRUNNSKÓLANUM Brann í Bergen á norska meistaratitilinn í fótbolta næsta vísan og yrði það í fyrsta skipti í 44 ár sem liðið hreppir titilinn. Þrír Íslendingar leika með liðinu, Kristján Örn Sigurðsson, Ólafur Örn Bjarnason og Ármann Smári Björnsson, og spilar sá fyrstnefndi sérlega stórt hlutverk í liðinu. Þjálfarinn Mons Ivar Mjelde segir Kristján vera besta miðvörðinn í Noregi. EFTIR VIGNI GUÐJÓNSSON MJELDE UM ÓLAF ÖRN OG ÁRMANN SMÁRA: Mjelde ber hinum Íslending- unum í liði Brann, Ólafi Erni og Ármanni Smára, einnig einkar vel söguna. „Íslending- ar hafa reynst Brann mjög vel í gegnum árin og við vitum nokkurn veginn alltaf hverju við eigum von á. Íslending- arnir hafa allir fallið mjög vel í hópinn, læra tungumálið vel og fljótt og leggja sig alltaf 100% fram á æfingum. Það er mjög stór þáttur í þessu öllu,“ segir Mjelde. Óvíst er hvort Ólafur Örn verði í herbúðum Brann á næstu leiktíð en félagið hefur enn ekki boðið honum nýjan samning. Mjelde segir öll leikmannamál í biðstöðu þar til tímabilinu er lokið en viðurkennir að það verði söknuður að Ólafi, kjósi hann að róa á önnur mið. „Hann hefur staðið sig mjög vel á tímabilinu þrátt fyrir allt og það hefur bitnað svolítið á Ármanni. Við keyptum Ármann sem varnarmann þó svo að við vissum að hann gæti spilað í sókninni. Og í ár hefur hann hentað okkur betur í sóknarleiknum. Hann hefur skorað mikið þegar hann hefur fengið tækifæri og skapar mikla ógn í föstum leikatriðum. En ég vil sjá Ármann grimmari og ákveðnari í sínum leik – og ég er alltaf að segja honum það,“ segir Mjelde og hlær. „Staðan gæti breyst á næstu leiktíð ef Ólafur fer. Hver veit nema Ármann taki hans stöðu við hlið Kristjáns í vörninni?“ skólans og körfuknattleiksdeildar Snæfells. „Við áttum í erfiðleikum með að fá dönskukennara og ég tók því höndum saman við Geof Kotile um að fá öflugan kennara til starfa og það myndi ekki skemma fyrir ef hann kynni körfubolta. Við fundum Kattholm og erum mjög sáttir með hann.“ Gunnar segir að erlendu leikmennirnir tveir séu mjög vinsælir innan veggja skólans. „Þeir eru strax búnir að sanna að það er mögnuð aðferð að vera með kennara sem talar bara tungumálið sem verið er að kenna. Fremstu nemendurnir verða þannig eins konar aðstoðarmenn og þeir læra íslenskuna mun fyrr í gegnum nemendurna. Þetta gæti ekki verið betra.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.