Fréttablaðið - 14.10.2007, Blaðsíða 90
Á
nýafstöðnum árs-
fundi Þingmanna-
sambands NATO,
sem fram fór í Laug-
ardalshöll, var verk-
efni Atlantshafs-
bandalagsins í Afganistan eitt af
þeim málum sem mest voru rædd,
enda hefur framkvæmdastjóri
bandalagsins, Jaap de Hoop Schef-
fer, lýst því yfir að verkefnið þar sé
prófsteinn á hvort NATO sé fært
um að standa undir þeim vænting-
um sem 21. öldin gerir til öflugasta
hernaðarbandalags heims.
Síðastliðinn sunnudag voru rétt
sex ár síðan hernaðaríhlutun vest-
urveldanna í Afganistan hófst með
sprengjuárásum Bandaríkjahers
á stöðvar talibana sem þá stjórn-
uðu landinu, en Bretar og fleiri
bandamenn tóku síðan þátt í inn-
rásinni. Í samstilltri sókn innrás-
arliðsins og afganska Norður-
bandalagsins voru talibanar (og
erlendir liðsmenn al-Kaída sem
störfuðu í skjóli þeirra) á innan
við tveimur mánuðum hraktir á
flótta upp í fjöllin næst landamær-
unum að Pakistan, þaðan sem þeir
stunda skæruhernað enn þann dag
í dag.
Þessi skæruhernaður hefur
færzt í aukana á þessu ári. Yfir
5.000 manns hafa fallið í þeim
átökum það sem af er árinu, en
það er mesta mannfall sem orðið
hefur á einu ári frá því innrásin
var gerð. Allt árið í fyrra féllu um
4.000 manns. Flestir hinna föllnu
teljast vera uppreisnarmenn gegn
hinni kjörnu ríkisstjórn Afganist-
ans, sem Hamid Karzai forseti fer
fyrir, og „Alþjóðlega öryggisað-
stoðarliðinu“, ISAF, eins og fjöl-
þjóðaliðið sem NATO stýrir nefn-
ist formlega.
Tæplega 35.000 manns þjóna nú
undir merkjum ISAF í Afganistan.
Þessi liðsafli á mjög erfitt með að
uppfylla það metnaðarfulla hlut-
verk sem honum er ætlað við að
tryggja öryggi, sinna friðargæzlu
og uppbyggingarstarfi í landinu,
enda er framkvæmdastjórinn de
Hoop Scheffer stöðugt að þrýsta á
bandalagsþjóðirnar að leggja
meira af mörkum til að bæta horf-
ur á árangri.
Hann ítrekaði þessa áskorun
sína í ávarpinu í Laugardalshöll á
þriðjudaginn. Daginn áður hafði
hann minnt á hana er hann kom við
í Kaupmannahöfn á leiðinni til
Íslands, og danski forsætisráð-
herrann Anders Fogh Rasmussen
tók undir með honum og sagði það
vera „gríðarlega mikilvægt að við
[bandalagsþjóðirnar í NATO] fylgj-
um skuldbindingum okkar eftir;
við megum ekki láta Afganistan
aftur verða hryðjuverkamönnum
skjól.“
Danir juku í september framlag
sitt til ISAF úr 440 hermönnum í
600. Þeir eru flestir á vettvangi í
Helmand-sýslu í suðurhluta lands-
ins, en þar hafa skæruliðar haft sig
einna mest í frammi. Tveir Danir
féllu í árás talibana á herbúðir
þeirra í Helmand fyrir skemmstu.
Ýmsar aðrar þjóðir, sem lagt hafa
ISAF til liðsafla, hafa gert það með
margvíslegum skilyrðum, svo sem
að þeirra hermenn taki ekki þátt í
aðgerðum í Suður- og Austur-
Afganistan, þar sem hættan er
mest á að lenda í beinum átökum
við skæruliða.
Nú í vikunni var framlag Þjóð-
verja til ISAF til umræðu á þýzka
þinginu, en fram til þessa hafa
Þjóðverjar lagt áherzlu á að taka
ekki þátt í hernaðarlegum árásar-
aðgerðum, heldur aðeins eiginlegri
friðargæzlu. Henni hafa þeir sinnt
í Norður-Afganistan, þar sem miklu
friðvænlegra hefur verið en í suð-
urhlutanum. Þingið samþykkti á
föstudag að framlengja þátttöku
þýzka hersins í ISAF, en í umræð-
unni fyrir atkvæðagreiðsluna kom
skýrt fram að Þjóðverjar vilja hafa
skýra aðgreiningu milli friðar-
gæslu- og uppbyggingarhlutverks
ISAF-fjölþjóðaliðsins annars vegar,
og hins vegar „Operation Enduring
Freedom“ (OEF); bandaríska her-
liðið í Afganistan starfar í umboði
þeirrar áætlunar sem er hluti af
hnattrænu „stríði“ bandarískra
stjórnvalda gegn hryðjuverkum.
Einn af herforingjum ISAF í Kabúl
hefur látið hafa eftir sér að fjöl-
þjóðaherliðið yrði að hafa minnst
160.000 mönnum á að skipa til að
geta uppfyllt hlutverk sitt með
árangursríkum hætti um allt
Afganistan. Í skýrslu sendinefndar
NATO-þingsins, sem heimsótti
Afganistan í byrjun september,
segir að það þyrfti 800.000 her-
menn til að hafa jafnöfluga nær-
veru í Afganistan og bandalagið
hefur haft í Kosovo. Bruce Riedel,
sem var fulltrúi í bandaríska Þjóð-
aröryggisráðinu til ársins 2002,
þykir vera skömm að því að banda-
lagsþjóðirnar skuli ekki hafa reynzt
viljugar til að leggja meira af mörk-
um en raun ber vitni. „Til uppbygg-
ingar lands, sem hefur sætt stanz-
lausu stríði og eyðileggingu í
aldarfjórðung, eyðum við minna fé
á hvern íbúa en í Bosníu eða á
Haítí,“ hefur Der Spiegel eftir
Riedel. „Við reynum að binda um
svöðusár með plástri,“ bætir hann
við.
Eitt höfuðmarkmið uppbygging-
arstarfsins hefur verið að byggja
upp afganska stjórnarherinn og
lögregluna, enda ljóst að það væri
uppskrift að hörmungum ef erlenda
herliðið hyrfi af vettvangi áður en
stofnanir afganska ríkisins – eink-
um og sér í lagi herinn og lögreglan
– eru færar um að standa á eigin
fótum og verjast féndum í eigin
landi. Uppbygging stjórnarhersins
hefur gengið brösulega. Þótt yfir
30.000 manns hafi nú fengið þjálf-
un til þjónustu í honum kvað ekki
vera nema lítill hluti þess fjölda til-
tækur. Fátækt og spilling valda því
að vopn sem stjórnarhernum eru
send lenda gjarnan á svartamark-
aðnum. Lögreglumenn eru uppá-
haldsskotmark skæruliða og hafa
hundruð þeirra látið lífið í árásum
talibana. Spilling er viðvarandi í
innanríkisráðuneytinu; sagt er að
það kosti allt að 150.000 dollara að
kaupa héraðslögreglustjóraemb-
ætti. Sá sem embættið hlýtur er
svo fljótur að hala þann kostnað
aftur inn með því að beita liði sínu
til að rukka fólk.
Almenningur í flestum evrópsku
NATO-ríkjunum er mjög klofinn í
afstöðu sinni til íhlutunar NATO í
Langt í land í Afganistan
Forysta Atlantshafsbandalagsins álítur friðargæzlu- og uppbyggingarverkefni þess í Afganistan prófstein á að bandalagið standist
kröfur 21. aldar. Í grein Auðuns Arnórssonar kemur fram að blikur eru á lofti hvort NATO reynist unnt að standast þessa prófraun.