Fréttablaðið - 14.10.2007, Síða 90

Fréttablaðið - 14.10.2007, Síða 90
Á nýafstöðnum árs- fundi Þingmanna- sambands NATO, sem fram fór í Laug- ardalshöll, var verk- efni Atlantshafs- bandalagsins í Afganistan eitt af þeim málum sem mest voru rædd, enda hefur framkvæmdastjóri bandalagsins, Jaap de Hoop Schef- fer, lýst því yfir að verkefnið þar sé prófsteinn á hvort NATO sé fært um að standa undir þeim vænting- um sem 21. öldin gerir til öflugasta hernaðarbandalags heims. Síðastliðinn sunnudag voru rétt sex ár síðan hernaðaríhlutun vest- urveldanna í Afganistan hófst með sprengjuárásum Bandaríkjahers á stöðvar talibana sem þá stjórn- uðu landinu, en Bretar og fleiri bandamenn tóku síðan þátt í inn- rásinni. Í samstilltri sókn innrás- arliðsins og afganska Norður- bandalagsins voru talibanar (og erlendir liðsmenn al-Kaída sem störfuðu í skjóli þeirra) á innan við tveimur mánuðum hraktir á flótta upp í fjöllin næst landamær- unum að Pakistan, þaðan sem þeir stunda skæruhernað enn þann dag í dag. Þessi skæruhernaður hefur færzt í aukana á þessu ári. Yfir 5.000 manns hafa fallið í þeim átökum það sem af er árinu, en það er mesta mannfall sem orðið hefur á einu ári frá því innrásin var gerð. Allt árið í fyrra féllu um 4.000 manns. Flestir hinna föllnu teljast vera uppreisnarmenn gegn hinni kjörnu ríkisstjórn Afganist- ans, sem Hamid Karzai forseti fer fyrir, og „Alþjóðlega öryggisað- stoðarliðinu“, ISAF, eins og fjöl- þjóðaliðið sem NATO stýrir nefn- ist formlega. Tæplega 35.000 manns þjóna nú undir merkjum ISAF í Afganistan. Þessi liðsafli á mjög erfitt með að uppfylla það metnaðarfulla hlut- verk sem honum er ætlað við að tryggja öryggi, sinna friðargæzlu og uppbyggingarstarfi í landinu, enda er framkvæmdastjórinn de Hoop Scheffer stöðugt að þrýsta á bandalagsþjóðirnar að leggja meira af mörkum til að bæta horf- ur á árangri. Hann ítrekaði þessa áskorun sína í ávarpinu í Laugardalshöll á þriðjudaginn. Daginn áður hafði hann minnt á hana er hann kom við í Kaupmannahöfn á leiðinni til Íslands, og danski forsætisráð- herrann Anders Fogh Rasmussen tók undir með honum og sagði það vera „gríðarlega mikilvægt að við [bandalagsþjóðirnar í NATO] fylgj- um skuldbindingum okkar eftir; við megum ekki láta Afganistan aftur verða hryðjuverkamönnum skjól.“ Danir juku í september framlag sitt til ISAF úr 440 hermönnum í 600. Þeir eru flestir á vettvangi í Helmand-sýslu í suðurhluta lands- ins, en þar hafa skæruliðar haft sig einna mest í frammi. Tveir Danir féllu í árás talibana á herbúðir þeirra í Helmand fyrir skemmstu. Ýmsar aðrar þjóðir, sem lagt hafa ISAF til liðsafla, hafa gert það með margvíslegum skilyrðum, svo sem að þeirra hermenn taki ekki þátt í aðgerðum í Suður- og Austur- Afganistan, þar sem hættan er mest á að lenda í beinum átökum við skæruliða. Nú í vikunni var framlag Þjóð- verja til ISAF til umræðu á þýzka þinginu, en fram til þessa hafa Þjóðverjar lagt áherzlu á að taka ekki þátt í hernaðarlegum árásar- aðgerðum, heldur aðeins eiginlegri friðargæzlu. Henni hafa þeir sinnt í Norður-Afganistan, þar sem miklu friðvænlegra hefur verið en í suð- urhlutanum. Þingið samþykkti á föstudag að framlengja þátttöku þýzka hersins í ISAF, en í umræð- unni fyrir atkvæðagreiðsluna kom skýrt fram að Þjóðverjar vilja hafa skýra aðgreiningu milli friðar- gæslu- og uppbyggingarhlutverks ISAF-fjölþjóðaliðsins annars vegar, og hins vegar „Operation Enduring Freedom“ (OEF); bandaríska her- liðið í Afganistan starfar í umboði þeirrar áætlunar sem er hluti af hnattrænu „stríði“ bandarískra stjórnvalda gegn hryðjuverkum. Einn af herforingjum ISAF í Kabúl hefur látið hafa eftir sér að fjöl- þjóðaherliðið yrði að hafa minnst 160.000 mönnum á að skipa til að geta uppfyllt hlutverk sitt með árangursríkum hætti um allt Afganistan. Í skýrslu sendinefndar NATO-þingsins, sem heimsótti Afganistan í byrjun september, segir að það þyrfti 800.000 her- menn til að hafa jafnöfluga nær- veru í Afganistan og bandalagið hefur haft í Kosovo. Bruce Riedel, sem var fulltrúi í bandaríska Þjóð- aröryggisráðinu til ársins 2002, þykir vera skömm að því að banda- lagsþjóðirnar skuli ekki hafa reynzt viljugar til að leggja meira af mörk- um en raun ber vitni. „Til uppbygg- ingar lands, sem hefur sætt stanz- lausu stríði og eyðileggingu í aldarfjórðung, eyðum við minna fé á hvern íbúa en í Bosníu eða á Haítí,“ hefur Der Spiegel eftir Riedel. „Við reynum að binda um svöðusár með plástri,“ bætir hann við. Eitt höfuðmarkmið uppbygging- arstarfsins hefur verið að byggja upp afganska stjórnarherinn og lögregluna, enda ljóst að það væri uppskrift að hörmungum ef erlenda herliðið hyrfi af vettvangi áður en stofnanir afganska ríkisins – eink- um og sér í lagi herinn og lögreglan – eru færar um að standa á eigin fótum og verjast féndum í eigin landi. Uppbygging stjórnarhersins hefur gengið brösulega. Þótt yfir 30.000 manns hafi nú fengið þjálf- un til þjónustu í honum kvað ekki vera nema lítill hluti þess fjölda til- tækur. Fátækt og spilling valda því að vopn sem stjórnarhernum eru send lenda gjarnan á svartamark- aðnum. Lögreglumenn eru uppá- haldsskotmark skæruliða og hafa hundruð þeirra látið lífið í árásum talibana. Spilling er viðvarandi í innanríkisráðuneytinu; sagt er að það kosti allt að 150.000 dollara að kaupa héraðslögreglustjóraemb- ætti. Sá sem embættið hlýtur er svo fljótur að hala þann kostnað aftur inn með því að beita liði sínu til að rukka fólk. Almenningur í flestum evrópsku NATO-ríkjunum er mjög klofinn í afstöðu sinni til íhlutunar NATO í Langt í land í Afganistan Forysta Atlantshafsbandalagsins álítur friðargæzlu- og uppbyggingarverkefni þess í Afganistan prófstein á að bandalagið standist kröfur 21. aldar. Í grein Auðuns Arnórssonar kemur fram að blikur eru á lofti hvort NATO reynist unnt að standast þessa prófraun.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.