Fréttablaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 2
50% afsláttur af þurrkublöðum með afmæliskorti Olís Þú færð afmæliskortið á næstu Olís-stöð. Magnús, varstu hljómplatað- ur? Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur, sagði í Kastljósþætti Ríkis- sjónvarpsins á mánudag að honum hefði verið ljóst að hlutur Orkuveitu Reykjavíkur í Hitaveitu Suðurnesja (HS) ætti að renna inn í Reykjavík Energy Invest (REI). Það er í mótsögn við það sem haft var eftir honum í Fréttablaðinu miðvikudaginn 10. október. „Það hefur staðið til að við keyptum meira af Hafnarfirði og það samkomulag stendur. Hafnfirðingarnir hafa ekkert gefið uppi um hvað þeir ætla sér en ef við keyptum þann hlut, þá færi hann ekki í REI. Það er ekki inni í mynd- inni, alls ekki,“ var haft eftir Vilhjálmi þá. Í Kastljósþættinum, þar sem Vilhjálmur og Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður REI, fóru yfir málið, sagðist Vilhjálmur hafa vitað af samkomulagi um að eignar- hlutur Orkuveitunnar rynni inn í REI. „Ég vissi um það, og það var alveg ljóst í mínum huga, að hlutur okkar [Orkuveitu Reykja- víkur] í Hitaveitu Suðurnesja ætti að renna inn í þennan pakka [Reykjavík Energy Invest].“ Vilhjálmur hefur jafnframt neitað staðhæfingum Hjörleifs Kvaran, forstjóra OR, Hauks Leóssonar, fyrrverandi stjórnar- formanns OR, og Bjarna Ármannssonar, stjórnarformanns REI, um að hann hafi verið upplýstur um atriði samnings sem fól í sér sameiningu Geysis Green Energy og REI. Laun útvarpsstjóra hafa næstum tvöfaldast frá því Ríkisútvarpinu var breytt í opin- bert hlutafélag 1. apríl síðastlið- inn. Páll Magnússon útvarpsstjóri er með 1,5 milljónir á mánuði en fyrir breytinguna á Ríkisútvarp- inu var útvarpsstjóri með um 800 þúsund krónur í mánaðarlaun. Þetta staðfesti Ómar Benedikts- son, stjórnarformaður RÚV ohf. við Fréttablaðið í gær. Ómar segir launakjör útvarps- stjóra taka mið af breyttu starfs- sviði frá því sem áður var. „Innan þessarar tölu [1,5 milljónir] eru heildarlaun fyrir öll störf. Þar með talinn fréttalestur og ýmislegt annað sem ekki var áður á starfs- sviði útvarpsstjóra. Kostnaður við yfirstjórnina hefur ekki aukist þrátt fyrir þessa breytingu á laun- um útvarpsstjóra. Það voru átta yfirmenn áður, þar sem eru fimm núna, og við þessa breytingu hefur náðst góður árangur sem skilar sér í betri afkomu. Yfirstjórnin er skilvirkari en hún var.“ Undanfarna fimm mánuði hefur RÚV ohf. verið rekið með hagnaði, að sögn Ómars, en meðaltalstap RÚV á ári síðustu fimm árin hefur verið um 220 milljónir. Ómar segir þetta sýna að breytingarnar séu að skila árangri. „Það er mikil- vægt að horfa yfir heildarmynd- ina og skoða hvort árangur hafi náðst. Reksturinn er í betra horfi en hann var áður og svo hefur inn- lend dagskrárgerð eflst til muna, og hún á eftir að eflast enn frekar í framtíðinni.“ Laun útvarpsstjóra næstum tvöfaldast við breytinguna Karl Hólm, íbúi á Sauðárkróki, er ósáttur við framkomu Símans. „Síminn hjá mági mínum bilaði fyrir um viku. Hann er einbúi, eldri maður og hálfgerður sjúklingur og því finnst mér ekki gott að viðgerðin dragist svona,“ segir Karl en mágur hans, Hreinn Guðjónsson, er búsettur í nokkurri fjarlægð frá annarri byggð í Skagafirði. Karl segist óttast að lands- byggðin sé látin sitja æ oftar á hakanum í fjarskiptamálum. Linda Björk Waage, upplýsinga- fulltrúi Símans, segir það vinnureglu að gera við bilanir eins fljótt og auðið er. „Sumt er þó þess eðlis að viðgerð getur dregist ögn,“ segir Linda sem segist ekki eiga vona á öðru en að búið verði að gera við símann hjá gamla manninum innan skamms. Símasambands- laus einbúi 96 prósent foreldra barna sem tóku þátt í sumar- starfi Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur voru ánægð með starfsemi ráðsins. Þetta kemur fram í viðhorfskönnun meðal foreldra sem gerð var í sumar- lok. Jafnmargir voru ánægðir með viðfangsefni sumarnámskeið- anna. 94 prósent svarenda töldu að barninu þeirra hefði þótt gaman á námskeiðinu. Viðhorfskönnunin var tölvu- póstkönnun og var svarhlutfall rúmlega 60 prósent að því er kemur fram í tilkynningu. Ánægðir með tómstundastarf Ekki er hægt að koma í veg fyrir að eigendur ein- býlishúsa í Fossvogi loki göngu- stígum um lóðir sínar að sögn skipulagsyfirvalda í Reykjavík. Þessi afstaða kemur fram í umsögn skipulagsfulltrúa sem á árunum 2004 og 2005 heimilaði eig- endum einbýlishúsa í tveimur fjög- urra húsa klösum í nágrenni Foss- vogsskóla að loka gönguleiðum um lóðirnar. Í báðum tilfellum var óskað eftir lokun vegna ónæðis af návíginu við skólann. Í Kvistalandi 9-15 var sögð vera mikil umferð bíla inn í botnlangann þegar for- eldrar óku börnum í skólann. Í Haðalandi 18-24, sem er lengra frá skólabyggingunni, sögðu húseig- endurnir hins vegar að kennarar og starfsmenn Fossvogsskóla leit- uðu inn á lóð þeirra til að standa þar undir húsvegg og reykja. Því fylgdi sóðaskapur. Báðar þessar umsóknir voru samþykktar og svo mun verða um allar aðrar slíkar umsóknir ef allir fjórir húseigendurnir á viðkomandi lóð eru sammála um að loka stígn- um hjá sér. Skipulagsfulltrúi segir að stígarnir séu á deiliskipulagi og að lóðarhafarnir eigi að borga fyrir þá en hins vegar séu hvorki kvaðir um stígana í lóðaleigusamningum né á mæliblöðum. „Augljóslega má telja að niður- staða þessi sé fordæmisgefandi fyrir sambærilegar lóðir neðst í Fossvogsdal. Þrátt fyrir að öllum sambærilegum stígum yrði lokað þá yrði enn fyrir hendi fullnægj- andi stígakerfi um hverfið að Foss- vogsdal,“ segir í umsögn Margrét- ar Leifsdóttur, arkitekts hjá skipulagsfulltrúa. Kristín Helgadóttir leikfimi- kennari, sem er einn frumbyggj- anna í Fossvogi og lýst hefur and- stöðu við lokanir þessara stíga, furðar sig á niðurstöðu skipulags- fulltrúa. Hún hafi frá upphafi litið þannig á kvöð væri á lóðunum um stígana. „Hvers vegna var hver einasti botnlangi skikkaður til að gera göngustíg ef þeir voru óþarfir?“ Og hvernig er hægt að breyta skipu- laginu án þess að hafa grenndar- kynningu?“ spyr Kristín, sem kveðst hafa vissan skilning á því að aðstæður í einstaka tilfelli geti verið þannig að loka þurfi leiðum. Það sé á hinn bóginn afar slæmt ef allir loki hjá sér. „Það verður að vera flæði þannig að börn geti hlaupið um hverfið án þess að fara um stofnbrautir. Þau eiga að geta hlaupið um og farið á ská og þvers og kruss um hverfið. Það er alveg út í hött að þau megi ekki ganga framhjá þessum húsum.“ Allir mega loka á stígana í Fossvogi Reykjavíkurborg segir að ekki sé kvöð um göngustíga á einbýlishúsalóðum í Fossvogi og því verði leyft að loka stígunum. Stígakerfið í hverfinu sé fullnægj- andi þótt öllum slíkum leiðum yrði lokað. Út í hött, segir frumbyggi í hverfinu. Maðurinn sem lést í vélhjólaslysi í fyrradag hét Magnús Jónsson. Hann var á leið í beygju inn á Bláfjallaveg en ók út af og hafnaði í hrauni. Magnús var 32 ára gamall, búsettur í Jöklaseli í Reykjavík. Hann var barnlaus en lætur eftir sig sambýliskonu. Lést í vélhjóla- slysi í Krýsuvík Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, oddviti Sjálfstæðis- manna í borgarstjórn, lagði til á borgarstjórnarfundi í gær að tekið yrði undir bókun Svandísar Svavarsdóttur, oddvita Vinstri grænna, á eigendafundi Orkuveitu Reykjavíkur 3. október þess efnis að óljóst væri hvort fundurinn væri lögmætur þar sem ekki var boðað til hans með nægilegum fyrirvara. Lagði Vilhjálmur til að borgar- stjórn myndi styðja málsókn Svandísar en Ragnar H. Hall hæstaréttarlögmaður fer með málið fyrir hönd Svandísar. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánudag. Styður málsókn Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsam- taka Íslands, hlaut verðlaun fyrir starf sitt í þágu dýralífs og náttúruverndar í Lundúnum í gær. Verðlaunin veitti alþjóðlegur sjóður fyrir dýravernd. Í tilkynningu frá sjóðnum segir að Árni hafi starfað í yfir tvo áratugi að umhverfis- og dýra- verndunarmálum, sér í lagi gegn hvalveiðum. Hann hafi einnig gegnt lykilhlutverki í baráttunni gegn náttúruspjöllum Alcoa á Austurlandi vegna álvers. Íslendingar beri virðingu fyrir Árna og hlustað sé á rödd hans í umdeildum málum. Árni Finnsson verðlaunaður

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.