Fréttablaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 8
Í svari Reykjavík Energy Invest, REI, við fyrirspurn Fjármálaeftirlitsins, segir að Starfsmanna- félag Orkuveitunnar hafi óskað eftir kaupum á hlut fyrir hönd starfsmanna. Frumkvæðið hafi komið algjörlega frá einum aðila, starfsmannafélaginu. Stjórn REI hafi ákveðið að verða við óskinni með skilgreindri fjárhæð. Fjármálaeftirlitið fékk í fyrradag svar við fyrir- spurn sinni til Orkuveitunnar frá því fyrir helgina. Spurði eftirlitið hvort hugsanlega væri farið í kringum lög um skráningarlýsingu á bréfum í óskráðu félagi þegar kaupendur eru fleiri en eitt hundrað með stofnun hlutafélags í eigu starfsmanna Orkuveitunnar um kaup á hlut starfsmanna og því hefði útboð þurft að fara fram. „Við brugðumst við óskum starfsmannafélagsins,“ segir Hafliði Helgason, framkvæmdastjóri samskipta hjá REI, „og það er einn aðili í okkar skilningi. Í því ljósi sjáum við ekki að við þurfum að gera útboðslýs- ingu, þetta er ekki almennt útboð. Efnislega höfum við skýrt okkar sjónarmið fyrir Fjármálaeftirlitinu. Framhald málsins er í þess höndum.“ Starfsmenn Fjármálaeftirlitsins munu nú fara yfir svörin og skoða hvort ástæða sé til að taka málið til frekari athugunar. Málið fer í ákveðið ferli innan dyra og það getur tekið tvo til þrjá mánuði. Fræðimaðurinn Chay Lemoine telur að bandarískar leyniþjónustur hafi unnið gegn framgangi Halldórs Kiljans Lax- ness í Bandaríkjunum þar sem þær hafi álitið Laxness leiða þjóðernis- hreyfingu Íslendinga og andstöðu Íslendinga gegn erlendri hersetu. Þetta hafi verið samofið „komm- únistaógninni“ í Bandaríkjunum, en í áður leynilegu yfirliti um ástand mála á Íslandi árið 1948, tekið saman af leyniþjónustunni CIA, virðast ekki vera miklar áhyggjur af kommúnisma. Áhuginn á Halldóri Laxness hjá alríkislögreglunni FBI hafi verið mikill á árunum 1946 til 1947, en ári síðar gaf hann út Atómstöðina. Skjölum um Laxness í safni FBI fækki mjög eftir þetta. Líkleg skýring sé sú að árið 1947 hafi ný stofnun, CIA, tekið til starfa í Bandaríkjunum. Hún hafi séð um utanríkismál og tekið yfir málefni Laxness, enda hafi bækur skálds- ins ekki lengur fengist útgefnar vestra. CIA neitar að láta nokkur leyni- leg gögn af hendi um Halldór Lax- ness og Lemoine telur að þar hljóti að vera talsvert af gögnum, allt fram til 1951, þegar varnarsamn- ingurinn var undirritaður. „Eftir það held ég að afstaðan til herstöðvarinnar hafi snúist að miklu leyti um peninga og að þeir hafi því ekki þurft að óttast stjórn- málamennina,“ segir Lemoine, sem var fyrr í mánuðinum neitað um aðgang að fjórum skjölum FBI um Halldór Laxness. Eitt þeirra er sagt geta „skaðað þjóðaröryggi Bandaríkjanna á alvarlegan eða mjög alvarlegan hátt“. Neitunin kom frá utanríkisráðuneyti Banda- ríkjanna. Þetta segir Lemoine afar óvenju- legt og bendi til að upplýsingarnar séu viðkvæmar fyrir erlend ríki, Borgartún 35 • 105 Reykjavík • sími 511 4000 • fax 511 4040 • utflutningsrad@utflutningsrad.is www.utflutningsrad.is Skráning og nánari upplýsingar veita: Hermann Ottósson, forstöðumaður ráðgjafar- og fræðslusviðs, hermann@utflutningsrad.is og Inga Hlín Pálsdóttir, verkefnisstjóri, inga@utflutningsrad.is. Útflutningsráð Íslands býður ferðaþjónustufyrirtækjum á Vesturlandi í verkefnið HH2 - frá hugmynd til markaðar, sem er sjálfstætt framhald hins árangursríka og vinsæla verkefnis Hagvöxtur á heimaslóð (HH). Markmi› HH2 verkefnisins er a› auka marka›svitund þátttakenda me› þjálfun í árangursríkum vinnubrög›um hva› var›ar vöruþróun, frágang vöru á marka›, marka›ssetningu og sölu. Tilgangur verkefnisins er: Fyrsti vinnufundur verður haldinn á Hótel Glym 23.-24. október 2007 en gert er ráð fyrir að þátttakendur gisti á hótelinu á meðan vinnufundi stendur. Skráningu í verkefnið lýkur 18. október 2007. Þátttökugjald er 37.000 kr. • Að vinna áfram með þróun hugmynda og vörur sem hafa orðið til við samstarf fyrirtækjanna. • Ráðgjafar leiða vöru- og þjónustuhópa, en hlutverk hópanna verður að fullmóta vörur frá svæðinu og fyrirtækjum. • Handleiðsla á markað: Þær vörur sem koma frá nýsköpunar- og vöruþróunarfundum verða síðan tengd fáum, ákveðnum áherslu- svæðum erlendis. Unnið verður að tengslamyndun og markaðs- setningu "djúpt" í markaðinn og horft til uppbyggingar á markaði og tengsla til langs tíma. • Sýningaþátttaka: Áhersla lögð á afmarkaðar ferðasýningar á þeim markaðssvæðum sem valin hafa verið. HH2 frá hugmynd til markaðar framhaldsverkefni fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á Vesturlandi P IP A R • S ÍA • 7 19 25 Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga í samstarfi við Frjálsa verslun og Vísbendingu halda morgunverðarfund á Hótel Sögu, Sunnusal, fimmtudaginn 18. október, kl. 8.30-10.00, um risana í íslensku atvinnulífi. Risarnir dafna? Skrá›u flig strax – takmarka› sætaframbo›! Vinsamlega skrái› flátttöku á vef FVH, www.fvh.is e›a í síma 551 1317. Ver› með morgunmat kr. 3.000 fyrir félagsmenn FVH og 4.900 fyrir a›ra. • Hvar verður næst sótt fram? • Hverjir munu sameinast? • Hver eru eignatengslin? Umræður að erindum loknum. Fundarstjóri: Guðfinna S. Bjarnadóttir, þingmaður F Y R I R L E S A R A R Opnun fundar. Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra Rétt fyrirtæki á réttum tíma. Dvergur í dag, risi á morgun. Benedikt Jóhannesson, framkvæmdastjóri Heims og ritstjóri Vísbendingar Stór fyrirtæki í litlu landi. Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings 300 stærstu fyrirtæki landsins – eignatengsl – helstu áherslur í stjórnun stærstu fyrirtækjanna núna. Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar Vikurit um viðskipti og efnahagsmál Fundurinn er haldinn í samstarfi við Frjálsa verslun og Vísbendingu Unnu gegn Kiljan vegna herstöðvar Chay Lemoine telur að bandarísk stjórnvöld hafi unnið gegn framgangi skálds- ins vestra vegna þess að hann hafi verið leiðtogi þjóðlegrar hreyfingar gegn herstöðinni. Líklega safn af leynilegum gögnum um Nóbelskáldið hjá CIA. Tæplega níu af hverjum tíu mæðrum sem missa barn sitt vegna vöggudauða reyktu á með- göngunni. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn sem vísindamenn við Bristol-háskóla stóðu fyrir og byggði á 21 fyrri rannsókn á fylgni reykinga á meðgöngu og vöggu- dauða. Skýrsla um rannsóknina mun birtast í tímaritinu Early Human Development bráðlega samkvæmt BBC. Reykingar hjá konum á með- göngu hafa dregist saman úr 30 prósentum í 20 prósent undanfarin fimmtán ár. Einnig hefur tilfellum vöggudauða fækkað mikið en vöggudauði sem rakinn er til reyk- inga móður hefur færst í aukana. Í rannsókninni kemur fram að hlut- fall barna sem deyja vöggudauða eftir að mæður þeirra reyktu á meðgöngu hefur aukist úr 57 pró- sentum í 86 prósent. Þessi hlutföll skýrast af árang- ursríku starfi við að fá fólk til að leggja börn sín til svefns á bakinu, sem talið er að hafi komið í veg fyrir fjölda dauðsfalla vegna vöggudauða. Fullkomna fylgni má sjá á milli hættu á vöggudauða og þess hve mikið var reykt á meðgöngunni að sögn Peters Fleming prófessors og eins aðalhöfunda skýrslunnar. „Barn móður sem reykti átta stundir á dag á meðgöngu var átta sinnum líklegra til að látast af völdum vöggudauða heldur en barn móður sem ekki reykti.“ líklega íslensk stjórnvöld. Erfitt sé að sjá hvað geti verið svo hættulegt við Halldór Kiljan Laxness að það skaði Bandaríkin. Lemoine hvetur Íslendinga til að leita í íslenskum skjalasöfnum að upplýsingum um samskipti ríkj- anna á kaldastríðsárunum. Sú saga hafi enn ekki verið skráð til fulln- ustu. Hann hóf eftirgrennslan sína um Laxness fyrir rúmum þremur árum, eftir að hann las Sjálfstætt fólk. Honum kom á óvart að bókin hefði selst í 500.000 eintökum og síðan horfið sporlaust af markaði. Hann spurði sig hvort ríkisstjórn Bandaríkjanna hefði staðið að því að hindra framgang og feril Hall- dórs í Bandaríkjunum. „Niðurstað- an er já, hún gerði það,“ segir Lemoine. Ósk starfsmannafélagsins Efnislega höfum við skýrt okkar sjónarmið fyrir Fjármálaeftirlitinu. Framhald málsins er í þess höndum.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.