Fréttablaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 20
greinar@frettabladid.is
Fyrir nokkrum misserum kom erlendur ferðamaður inn í
Bókaverslun Eymundsson við
Austurstræti og keypti þar
nokkrar bækur um Ísland til að
taka með sér heim. Hann greindi
stúlkunni sem afgreiddi hann frá
ferðalagi sínu um landið og lýsti
upptendraður því sem fyrir augu
hans hefði borið. Kvaðst þó verða
að viðurkenna að hann saknaði
þess nokkuð að hér væru engar
fornar kirkjur og kastalar sem
hægt væri að skoða.
– Bókmenntirnar eru okkar
fornu kirkjur og kastalar, sagði
stúlkan brosandi um leið og hún
rétti honum bókapakkann.
– Auðvitað! sagði maðurinn –
þetta er hárrétt hjá þér!”
Auðvitað! endurtók hann aftur
og aftur við sjálfan sig, eins og
eitthvað sem hann hefði alltaf
vitað hefði verið rifjað upp fyrir
honum. Ekki var þörf á neinum
útskýringum. Engri útlistun á
ritun fornsagnanna og söguhetj-
um þeirra. Útlendingur skilur
samstundis hvað við er átt og
samsinnir því. Ísland er land
sagnanna.
Fornritin hafa haft umtalsverð
áhrif á sjálfsmynd þeirra sem
lifað hafa í þessu landi bæði á
eymdar- og uppgangstímum og
verið drjúgt eldsneyti í þjóðernis-
kenndina enda eru þau það eina
sem vísar okkur til sætis með
menningarþjóðum fyrri tíma.
„Hvað hefði Ísland annars
verið án sagnaritaranna á fyrstu
öldum byggðar?“ skrifar Þröstur
Helgason í grein um bókmenntir í
Lesbók Morgunblaðsins nýverið,
og það má alveg velta því fyrir
sér. Hefði verið tekið mark á
sjálfstæðisbaráttu fátækrar og
fámennrar jaðarþjóðar á eyju í
Atlantshafi sem dró fram lífið á
sjálfsþurftarbúskap og fiskveið-
um og átti allt annað undir
aðdrætti til landsins? Þó að við
hefðum öðlast nægilegt sjálfs-
traust í glímunni við fátækt og
náttúruöfl til að krefja herraþjóð-
ina um sjálfstæði á sínum tíma og
haft erindi sem erfiði, hver væri
staða okkar í samfélagi þjóðanna
án menningararfsins? Væri
kannski litið á okkur sem þjóðina
sem komst inn í nútímann með
Marshall-aðstoðinni sem ætluð
var stríðshrjáðum ríkjum?
Ísland er enn land bókarinnar.
Hér eru gefnar út fleiri bækur
árlega og í stærra upplagi miðað
við höfðatölu en þekkist annars-
taðar. En við lifum á tímum hljóðs
og myndar. Kvikmyndir, ljós-
myndir, leikrit, tónlist, sjónvarp,
dans og hönnun, allt er þetta
veisla fyrir skilningarvitin þegar
best lætur. Bókin er annars konar
veisla. Hún er kyrrðarnautn.
Þó að hér hafi verið skrifaðar
heimsbókmenntir til forna sem
hver kynslóð af annarri hefur
drukkið í sig er ekki þar með sagt
að okkar bestu rithöfundar standi
framar bestu höfundum annarra
þjóða, en sumir standa að minnsta
kosti jafnfætis þeim, eins og
dæmin sanna.
Í Barcelona mun götum hafa
verið gefin nöfn ljóðskálda sem
ortu á katalónsku. Í því efni
höfum við fyrir löngu sýnt
hetjum fornritanna þá virðingu
að nefna götur í austurbæ
Reykjavíkur eftir þeim. Strætis-
vagninn þangað var á sínum tíma
merktur Njálsgata-Gunnarsbraut
og ég man hvað mér þótti vel til
fundið að krækja þeim vinum
Njáli og Gunnari saman með
þessum hætti. En væri ekki
skemmtilegt að eignast skálda-
hverfi í landi bókarinnar? Geta
gengið um Laxnessgötu, Gunnars-
götu, Þórbergsgötu, Thorsgötu,
Svövustræti, Fríðustíg og
Guðbergstorg, sem og hverfi með
ljóðskáldagötum. Ekki er skortur
á nýjum hverfum og nýjum
götum sem eftir er að gefa nöfn.
Bókmenntasjóður var stofnaður
með lögum á liðnu vori. Þess er
vænst að hann fái fjármagn og
svigrúm til að vera með starfsemi
í líkingu við kynningarmiðstöðvar
bókmennta í öðrum löndum. Allt
frá stofnun Bókmenntakynningar-
sjóðs fyrir 25 árum hefur verið
kallað eftir lögum um sjóðinn og
fjármagni til að standa undir
viðunandi rekstri og styrkjum.
Menntamálaráðherrar hafa sýnt
þessu skilning og undirbúnings-
plögg verið unnin oftar en einu
sinni en jafnan dagað uppi. Það er
því full ástæða til að taka ofan
fyrir Þorgerði Katrínu, sem tekur
af skarið, setur lög um nýjan
Bókmenntasjóð og tilkynnir
skömmu síðar að ríkisstjórnin
muni óska eftir því að Ísland verði
áhersluland á bókastefnunni í
Frankfurt árið 2011. Gangi það
eftir verður það yfirgripsmeiri og
öflugri kynning á íslenskum
bókmenntum, menningu og
viðskiptalífi en fólk almennt áttar
sig á. Bókmenntasjóður og
útgefendur, sem hafa lengi verið
gríðarlega öflugir í réttindasölu
og kynningu á íslenskum bók-
menntum í Frankfurt, verða
væntanlega í lykilhlutverkum í
þessu verkefni sem sagt er að taki
2-3 ár. Þegar því lýkur verður hinn
nýi Bókmenntasjóður búinn að
skjóta rótum og stjórn hans komin
með umtalsverð alþjóðleg
sambönd og víðtæka þekkingu á
öllum hliðum bókmenntakynning-
ar erlendis.
Kirkjur og kastalar
Við þurfum að slökkva þá elda sem brenna heitast,“ segir Margrét
Sverrisdóttir, nýr forseti borgarstjórnar
Reykjavíkur, á bls. 2 í Fréttablaðinu í
gær, „..ég vil hafa flugvöllinn í Reykja-
vík. Það er búið að tryggja að hann verði
í Vatnsmýrinni til 2016 ...“
Hér vísar Margrét til bókunar Ingibjargar
Sólrúnar Gísladóttur þáverandi borgarstjóra og
Sturlu Böðvarssonar þáverandi samgönguráðherra
frá 14. júní 1999: „Í samræmi við markaða stefnu í
Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 þar sem kveðið
er á um að Reykjavíkurflugvöllur skuli vera miðstöð
innanlandsflugs á skipulagstímabilinu, samþykkir
Reykjavíkurborg breytingar á aðalskipulagi og
deiliskipulagi Reykjavíkurflugvallar.“
Ljóst er að form bókunarinnar hefur ekki ígildi
bindandi samnings enda jafnljóst að enginn borgar-
fulltrúi hefur umboð kjósenda til jafnafdrifaríkrar
samningagerðar og Margrét ýjar hér að samanber
umræðurnar nú um málefni Orkuveitunnar. Þessi
misskilningur á bókun borgarstjóra og samgönguráð-
herra er ekki nýr af nálinni, hann var m.a. forsendan
fyrir kosningasigri Frjálslyndra 2006 þar sem
gert var út á örugg atkvæðamið flug-
vallarsinna, gegn augljósum meginhagsmun-
um borgarsamfélagsins.
Sjálft orðalag bókunarinnar undirstrikar
þann megintilgang aðalskipulagsáætlana að
tilgreina landnotkun sveitarfélags á gildis-
tíma skipulagsáætlunar t.d. varðandi hafnir,
miðborgir, flugvelli, iðnaðarsvæði o.s.frv.
Öll ákvæði eldra aðalskipulags glata hins
vegar gildi sínu þegar nýtt aðalskipulag tekur
við en skv. skipulagslögum ber sveitarstjórn að
endurskoða aðalskipulag á fjögurra ára fresti. Þetta
hafa borgaryfirvöld vanrækt og því er endurskoðun
aðalskipulags Reykjavíkur frá 2001, sem nú er hafin,
löngu tímabær.
Rétt er að benda Margréti á skýrslu um framtíðar-
staðsetningu Reykjavíkurflugvallar (samgönguráð-
herra og borgarstjóri, apr. 2007) þar sem tekin eru af
öll tvímæli um að ekki er stætt á að hafa flugvöll í
Vatnsmýrinni því samkvæmt skýrslunni er fórnar-
kostnaður þess að fresta brottför hans amk. 3,5
milljarðar kr. á ári. Skýrsluhöfundar telja Hólmsheiði
í Reykjavík heppilegan stað fyrir nýjan innanlands-
flugvöll.
Höfundur er arkitekt og stjórnarmaður í
Samtökum um betri byggð.
Misskilningur nýs forseta
S
agt er að stjórnmál séu list hins mögulega. Hin hliðin á
sama fyrirbrigði er sú að stjórnmál felist í því að haga
seglum eftir vindi. Stóra spurningin er svo sú eftir
hvaða lögmálum hugsjónir víkja fyrir öðrum hags-
munum.
Fyrir sex árum stóðu Vinstri græn í þáverandi borgar-
stjórnarmeirihluta að ákvörðunum um lögbundinn tilgang Orku-
veitu Reykjavíkur. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins féllst á til-
löguna og gerði hana að lögum. Auk fyrirmæla um hefðbundna
kjarnastarfsemi hefur tilgangur fyrirtækisins samkvæmt því
verið sá að stunda iðnþróun og nýsköpun, svo og viðskipta- og
fjármálastarfsemi. Sérstaklega er lögbundið að Orkuveitunni
sé í þessum tilgangi heimilt að eiga dótturfélög og eiga hlut í
öðrum félögum með einkafyrirtækjum. Jafnframt var Orku-
veitan sögð úr lögum við almennar stjórnsýslureglur.
Nú eru aðstæður með þeim hætti að hluti sjálfstæðismanna
í borgarstjórn var tilbúinn að fórna meirihlutasamstarfi fyrir
þá hugsjón að þetta væri ekki ásættanlegt hlutverk opinberra
fyrirtækja. Vinstri græn hafa lýst því yfir að flokkurinn hafi
verið andvígur þessari lagabreytingu á sínum tíma en fallist á
hana af raunsæisástæðum til að viðhalda meirihlutasamstarfi.
Nú hefur flokkurinn ítrekað þessa hugsjónaafstöðu en sýnist
þó hafa fallist á að víkja henni til hliðar til þess að koma á nýju
meirihlutasamstarfi.
Vinstri græn, Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn hafa
lýst skýrri hugsjónaafstöðu með einarðri andstöðu við að einka-
aðilar eignist orkuauðlindir sem eru í eigu opinberra aðila. Í
öllum tilvikum hefur hugsjóninni verið lýst sem ófrávíkjan-
legri og kjósendur gætu treyst flokkunum til að víkja þeim ekki
til hliðar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lýst svipuðum viðhorfum
en þó með opnari og varfærnari hætti.
Á úthallandi vetri tók Framsóknarflokkurinn með Sjálfstæð-
isflokknum þátt í því í þáverandi ríkisstjórn að selja 15 pró-
senta eignarhlut ríkisins í orkulindum Hitaveitu Suðurnesja
gegn mótmælum Samfylkingar og Vinstri grænna. Á sama tíma
tóku Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Vinstri græn þátt
í því að selja lítinn hlut sveitarfélagsins Árborgar í orkulindum
Hitaveitu Suðurnesja.
Nú hafa fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna myndað
meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur í þeim tilgangi fyrst og
fremst að ljúka með Framsóknarflokknum gerð samnings sem
felur í sér að selja 15 prósenta eignarhlut Orkuveitu Reykjavík-
ur í orkulindum Hitaveitu Suðurnesja í yfirráð einkaaðila.
Á sama tíma og borgarstjóri Samfylkingarinnar axlar það
hlutverk að fullgera samninga um að afhenda einkaaðilum 15
prósenta hlut í orkulindum Hitaveitu Suðurnesja lýsir iðnaðar-
ráðherra Samfylkingarinnar því yfir að nauðsynlegt sé að banna
opinberum aðilum með lögum að ráðstafa orkulindum eða hluta
þeirra til einkaaðila.
Iðnaðarráðherrann virðist ekki fá áheyrn í ráðhúsi Reykvík-
inga með boðskap sinn um þetta efni. Fróðlegt verður að sjá
hvort samstarfsflokkurinn í ríkisstjórn verður samstarfsfúsari
um þetta mál en flokksmenn iðnaðarráðherrans í borgarstjórn.
Af þessum dæmum má ráða að nú sem fyrr er vafningasamt
að skýra hvernig hugsjónir og hagsmunir vega salt í pólitík.
Á vegasalti
Come2 Scandinavia, Vesterbrogade 17
1620 Kaupmannahöfn.
Á leið til Skandinavíu?
Við hjá Come2 Scandinavia aðstoðum þig að finna bestu verðin
á flugi, gistingu, bílaleigubíl og annarri afþreyingu.
Erum með tvær stórar og rúmgóðar íbúðir á Vesterbrogade til
leigu. Frábær lausn fyrir hópa og fjölskyldur.
www.come-2scandinavia.dk - info@come2scandinavia.com - +45 33 25 64 25
COME2 SCANDINAVIA