Fréttablaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 17.10.2007, Blaðsíða 21
Strákafélagið Styrmir lagði leið sína alla leið til Argentínu á dögunum þar sem heimsmeist- aramót homma í knattspyrnu fór fram. Hannes Pálsson er einn leikmannanna og segir borgina Búenos Aíres undurfagra og eftirminnilega. „Við vorum 24 sem fórum til Argentínu; átján til að spila fótbolta og svo sex gestir sem voru stuðnings- menn og börn keppenda,“ segir Hannes og bætir við að liðinu hafi gengið glimrandi vel í mótinu. „Við vorum í öðru sæti í okkar riðli og kepptum í kjölfarið í sextán liða úrslitum. Það var reyndar útsláttar- keppni og við töpuðum fyrsta leiknum þannig að við enduðum í níunda til sextánda sæti,“ segir Hannes og tekur fram að leikmenn Styrmis grínist með að það sé besti árangur sem íslenskt knattspyrnulið hafi náð á heimsmeistaramóti. Þrátt fyrir skemmtilega keppni í knattspyrnunni segir Hannes að borgin standi upp úr eftir ferðalagið. „Það er merkilegt að fara yfir hálfan hnöttinn og sjá að Búenos Aíres er mjög lík stórborgum í Evrópu. Hún er ofboðslega stór og ægifögur,“ segir hann. Rosalega mikil saga sé í borginni sem sjáist vel á arkitektúrnum. „Þetta var greinilega mikið veldi hér áður fyrr en nú er misskipting gæða alveg greinileg, en borgin er að rísa upp aftur eftir slæmt efnahags- ástand undanfarin ár.“ Hannes segir skoðunarferðir hópsins ekki hafa verið sérstaklega skipulagðar heldur meira þannig að farið var á þá staði sem sérstaklega var bent á. „Svo er náttúrulega ótrúlegt að geta farið út að borða á hverju einasta kvöldi fyrir nánast engan pening. Við borðuðum stórkostlegan mat í glæsilegu umhverfi alla daga og dýrasta máltíðin sem ég fékk mér kost- aði 900 krónur.“ Fótbolti í fjarlægu landi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.