Fréttablaðið - 26.11.2007, Blaðsíða 18
18 26. nóvember 2007 MÁNUDAGUR
timamot@frettabladid.is
Magnús Oddsson ferðamálastjóri
hefur sagt starfi sínu lausu frá og með
næstu áramótum eftir rúm fimmtán ár
í embætti.
Hann hefur sinnt ferðamálum miklu
lengur, eða í þrjátíu og þrjú ár, hefur
víða komið við og upplifað byltingu í
flestu sem lýtur að ferðamennsku.
„Þegar ég lít til baka finnst mér
varla hægt að bera saman ferða-
mennsku fyrir þrjátíu árum og nú. Ég
var til dæmis fararstjóri hóps Íslend-
inga í Betlehem um jólin 1977 og í Róm
um nýárið og eyddi mjög löngum tíma
í að undirbúa ferðina og leiðarlýsing-
una. Las Biblíuna og varð mér úti um
skuggamyndir. Ef ég væri að fara í
dag fengi ég allar upplýsingar á net-
inu. Þetta er allt öðruvísi.“
Magnús er kennari í grunninn og
kveðst hafa byrjað afskipti sín af
ferðamálum sem fararstjóri erlendis
á vegum ferðaskrifstofunnar Sunnu í
jólafríi árið 1974. Síðan hafi hann end-
urtekið það í flestum jóla-, páska- og
sumarleyfum næstu árin og farið með
Íslendinga víðs vegar um heiminn.
„Þetta var mjög sérstakur tími. Ég og
konan mín, Ingibjörg Kristinsdóttir,
vorum saman í þessu og áttum jól og
áramót í átta mismunandi löndum. Það
voru jól í Betlehem, Sviss, Austurríki
og hér og þar,“ rifjar hann upp.
Eitt af því sem breyst hefur til batn-
aðar á umliðnum áratugum eru fjár-
ráð Íslendinga. „Fólk lagði gríðarlega
mikið á sig til að komast í ferðalög til
útlanda fyrir þrjátíu árum. Þegar ég
var á Spáni ́ 77-´79 var fólk að koma ör-
þreytt að heiman því það hafði unnið
myrkranna á milli til að eiga fyrir
ferðinni. Ferðamynstrið hefur líka
mikið breyst. Fólk er orðið svo mikið
á faraldsfæti.“
Eftir fararstjórn og ferðaskrifstofu-
rekstur vann Magnús hjá Arnarflugi
í tíu ár með aðsetur víða um Evrópu.
Síðan tók við uppbygging á móttöku
ferðamanna hér á landi, fyrst sem
markaðsstjóri Ferðamálaráðs og síðan
ferðamálastjóri. Hann segir það mikil
forréttindi að hafa fengið að kynnast
ferðamálum frá mörgum ólíkum hlið-
um. „Þegar ég fór að fylgja hópum
eftir víðs vegar um veröldina þá síað-
ist inn hvað í raun gerði stað að góðum
ferðamannastað. Öll ferðalög byggjast
á því að maður upplifi eitthvað annað
en heima hjá sér. Það er ekki flókn-
ara en það. Þetta þarf að gera af mik-
illi fagmennsku og gæðum þannig að
ferðamaðurinn finni að verið sé að
hugsa um hann af alúð en ekki sem fé-
þúfu,“ segir hann.
Þótt flest hafi orðið til bóta í ferða-
málunum segir Magnús eitt hafa tap-
ast. „Það er búið að taka svolítið ánægj-
una frá fólki af því að sjá eitthvað nýtt
og mun auðveldara var að koma því á
óvart fyrir þrjátíu til fjörutíu árum,“
segir hann.
En hvar hefur honum verið komið
mest á óvart? „Í Betlehem á jólunum
1977,“ svarar hann og lýsir því nánar.
„Á aðfangadag voru hermenn við fæð-
ingarkirkju frelsarans og hún minnti
mig mest á verslunarmiðstöð. Mér
fannst eins ójólalegt þar og hugsast
gat og það kom mér mjög á óvart. En
á Betlehemsvöllunum þetta sama síð-
degi ríkti hins vegar alger friður og
fjárhirðar voru þar að gæta hjarða
sinna. Þar fann maður fyrir því að
eitthvað merkilegt hefði gerst. Auð-
vitað átti það ekki að koma á óvart en
það snart mig dýpra en mig hafði órað
fyrir. Þetta hvorutveggja er einhver
mesta upplifun á ferðalagi sem ég hef
orðið fyrir.“
gun@frettabladid.is
MAGNÚS ODDSSON : FERÐAMÁLASTJÓRI Í FIMMTÁN ÁR
Erfitt að koma fólki á óvart
MAGNÚS ODDSSON FERÐAMÁLASTJÓRI „Öll ferðalög byggjast á því að maður uppplifi eitthvað annað en heima hjá sér.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Þennan dag árið 1981 samein-
uðust síðdegisblöðin tvö sem
gefin voru út í Reykjavík og bar-
ist höfðu illvígri baráttu um mark-
aðinn frá 8. september 1975.
Óbreyttir starfsmenn þeirra sem
höfðu litið á keppinautana sem
algera fjandmenn voru nú allt í
einu orðnir vinnufélagar því þegar
þeir komu til starfa þennan morg-
un var búið að brjóta niður skil-
vegginn á milli ritstjórnanna í
Síðumúla 12 og 14.
Þeir héldu sig líka sjá ofsjónir
þegar þeir sáu ritstjóra beggja
blaðanna sitja í makindum hlið
við hlið, menn sem höfðu ekki yrt
hver á annan svo vitað væri heldur skipst á hörð-
um skeytum í leiðurunum.
Verkfall Félags bókagerðarmanna
hafði staðið frá 14. til 24. nóvem-
ber og þá hafði hugmyndin að
sameiningu komið upp og gott
ráðrúm fékkst til að undirbúa
hana.
Nýja blaðið hét Dagblaðið &
Vísir en var síðar stytt í Dagblaðið
Vísi og síðar DV.
Ritstjórar voru Jónas Kristjáns-
son sem áður ritstýrði Dagblaðinu
og Ellert B. Schram, áður ritstjóri
Vísis. Reynt var að samhæfa efnis-
þætti blaðanna en smám saman
dró það meira dám af Dagblað-
inu. Fyrir sameiningu var upplag
beggja blaðanna samanlagt 44-
48 þúsund eintök en ári eftir sameiningu var það
37-39 þúsund eintök.
ÞETTA GERÐIST 26. NÓVEMBER 1981
Dagblaðið og Vísir í eina sæng
MERKISATBURÐIR
1594 Tilskipun gefin út um
að Grallarinn skuli vera
messusöngbók Íslendinga.
1922 Howard Carter og Carnar-
von lávarður komast inn
í grafhýsi Tutankamons í
dal konunganna í Egypta-
landi.
1940 Nasistar neyða 500.000
gyðinga til búsetu í gettó-
inu í Varsjá.
1942 Stórmyndin Casablanca
er frumsýnd.
1973 Rose Mary Woods, rit-
ari Nixons, viðurkennir
að hafa þurrkað út bút
af segulbandi með upp-
ljóstrunum um Watergate -
málið.
1981 Veitinga- og skemmti-
staðurinn Broadway við
Álfabakka í Reykjavík er
opnaður.
MAGNÚS JÓNSSON, RÁÐHERRA
OG GUÐFRÆÐIPRÓFESSOR,
FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ
1887.
„Ég reyni að láta liðnu árin
yngja mig upp.“
Magnús var alþingismaður
Reykvíkinga 1921-46 og at-
vinnumálaráðherra Íslands
um tíma árið 1942.
AFMÆLI
GUÐRÚN
ÞÓRA HJALTA-
DÓTTIR nær-
ingarráðgjafi er
53 ára.
INGVELDUR G.
ÓLAFSDÓTTIR,
söngkona og
dagskrár gerðar-
maður, er 48
ára.
Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar,
Þórarinn Kjartansson
Forstjóri Bláfugls, Mýrarási 15, Reykjavík,
sem lést laugardaginn 17. nóvember, verður jarð-
sunginn frá Hallgrímskirkju mánudaginn 26. nóvember
kl. 13.00. Þeim sem vildu minnst hans er vinsamlegast
bent á að láta hjálpar- og björgunarsveitir, Hjartavernd,
Reykjalund eða aðrar hjálparstofnanir njóta þess.
Guðbjörg A. Skúladóttir
Kjartan Þórarinsson
Skúli Þórarinsson
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Kristján J. Þorkelsson
vélstjóri, áður búsettur að Boðahlein 5,
Garðabæ.
lést á Hrafnistu miðvikudaginn 21. nóvember sl.
Jarðarförin fer fram frá Kópavogskirkju miðvikudaginn
28. nóvember nk. kl. 15.00.
Kristján E. Kristjánsson Áslaug Gísladóttir
Brynhildur Kristjánsdóttir Stefán Sigurðsson
Auður Kristjánsdóttir Roger Olofsson
Alfa Kristjánsdóttir Sigmar Þormar
Bárður Halldórsson
Grétar Sveinsson
barnabörn og barnabarnabörn.
80 ára afmæli
Haraldur Magnússon
Byggðavegi 86, Akureyri
er 80 ára í dag.
Hann verður að heiman á afmælisdaginn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
Ögmundur Jóhannesson
lést á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi miðvikudaginn
21. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar.
Kristín Ögmundsdóttir Sigurjón Kristinsson
María Ögmundsdóttir Sæmundur Einarsson
Alda Ögmundsdóttir Erlendur Jónsson
Sigurður J. Ögmundsson Guðrún J. Aradóttir
Jón J. Ögmundsson Unnur G. Knútsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Nýja Biblíuþýðingin, þýð-
ing og stíll verður til um-
ræðu á málstofu Guðfræði-
stofnunar klukkan 12.10 í
safnaðarheimili Neskirkju
í dag. Þýðing Biblíunn-
ar verður rædd í ljósi stíl-
fræðinnar. Varpað verður
fram spurningunni hvort
stílfræðileg sjónarmið
hafi legið nýju þýðingunni
til grundvallar. Eða hvort
ákveðinn stíll hafi orðið til
í vinnu þýðingarnefndar
með textann.
Dr. Gunnar Kristjánsson
prófastur stjórnar mál-
stofunni.
Þýðing og stíll
Biblíunnar
NESKIRKJA Rædd verður nýja
Biblíuþýðingin í safnaðarheimil-
inu í dag.