Fréttablaðið - 26.11.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 26.11.2007, Blaðsíða 2
2 26. nóvember 2007 MÁNUDAGUR LÖGREGLUMÁL Tæplega áttræður karlmaður er í öndunarvél eftir að hafa misst stjórn á bifreið sinni skammt austan við Vík í Mýrdal á ellefta tímanum í gærmorgun, farið út af þjóðveginum og ekið ofan í lón. Maðurinn var á leið til Reykjavíkur. Björgunarsveitin í Vík kom á vettvang, en þá var bíllinn ofan í vatninu og náði það upp á miðjar rúður. Björgunarsveitarmenn þurftu að brjóta rúðu til að ná manninum út og óku svo með hann í sjúkrabifreið til móts við þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem mætti þeim á Hvolsvelli og flaug með hann á Landspítalann. Manninum er haldið sofandi í öndunarvél. - sgj Fluttur með þyrlu á sjúkrahús: Keyrði ofan í lón skammt frá Vík LÖGREGLUFRÉTTIR Minnstu munaði að illa færi þegar fjörutíu feta gámur fauk á mannlausa rútu um sjöleytið á laugardagsmorgun. Atvikið átti sér stað á athafna- svæði álvers Alcoa á Reyðarfirði. Fjöldi starfsmanna Bechtel hafði komið til vinnu með rútunni, en örskammri stund eftir að sá seinasti hafði stigið úr henni fauk gámurinn í hlið rútunnar. Að sögn lögreglu var yfirmáta slæmt veður og olli rokið slysinu. Enginn starfsmannanna slasaðist en rútan er stórskemmd, að sögn lögreglu. - sgj Óhapp á athafnasvæði Alcoa: Gámur fauk á mannlausa rútu Opið fram eftir á prófatíma Þjóðarbókhlaðan verður opin lengur á yfirvofandi prófatíma Háskóla Íslands. Menntamálanefnd Stúdenta- ráðs afhenti rektor Háskóla Íslands þúsund undirskriftir þar sem hvatt var til lengri opnunar. Háskólinn og Bókhlaðan brugðust vel við. MENNTAMÁL Einar, eru þetta síbrotamenn? „Já, en þeir brotna alveg niður þegar við náum þeim.“ Óknyttaunglingar brutu fimmtíu rúður í strætóskýlum á einni viku í Hlíðahverfi. Rúða var brotin í einu skýli tveimur tímum eftir að hún var sett í. Einar Hermannsson er framkvæmdastjóri AFA JCDecaux, sem rekur flest skýlanna. PAKISTAN, AP Nawaz Sharif, fyrr- verandi forsætisráðherra Paki- stans, sneri aftur til landsins í gær. Hann hefur verið í útlegð síðan Pervez Musharraf herfor- ingi steypti honum af stóli árið 1999. Sharif tók þegar í stað til óspilltra málanna að gagnrýna andstæðing sinn, sagði neyðar- ástandið sem Musharraf lýsti yfir í byrjun nóvember „ekki góðan jarðveg fyrir frjálsar og sann- gjarnar kosningar. Ég tel að endur- reisa þurfi stjórnarskrána og hafa hér réttarríki.“ Sharif reyndi fyrir stuttu að koma til Pakistans en var þá vísað strax til baka á landamærunum. Hann segir endurkomu sína nú ekki byggða á neinum samningi við Musharraf, eins og talið er að annar fyrrverandi forsætisráð- herra, Benazir Bhutto, hafi gert til þess að geta snúið aftur. Í dag rennur út framboðs frestur til þingkosninga, sem haldnar verða 8. janúar. Bæði Sharif og Bhutto hafa hótað því að hunsa kosningarnar, sem væri visst áfall fyrir Musharraf þar sem hann hefur sagst hafa lagt mikla áherslu á að endurreisa lýðræði í landinu. Hitt gæti einnig komið sér afar illa fyrir Musharraf ef þau Sharif og Bhutto tækju höndum saman gegn honum. Nokkur þúsund stuðnings- manna Sharif tóku á móti honum á flugvellinum í Lahore í gær. - gb SHARIF OG BRÓÐIR HANS Nawaz Sharif gagnrýnir Musharraf forseta harðlega. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Nawaz Sharif, sem Pervez Musharraf steypti af stóli, snýr aftur til Pakistans: Sharif kominn úr útlegðinni BANDARÍKIN, AP Slökkviliðsmenn í Kaliforníu glímdu við skógarelda um helgina í gljúfrum og fjöllum ofan við borgina Malibu. Eldarnir, sem brutust út á laugardag, lögðu nærri fimmtíu heimili í rúst en svo virtist sem slökkviliðið hefði náð tökum á þeim í gær. Meira en tíu þúsund manns þurftu að flýja að heiman, margir í annað skiptið á fáeinum vikum. Talið er að eldurinn hafi brotist út á malarvegi og upptökin megi rekja til mannaferða, en þó var í gær ekki komið í ljós hvort vísvitandi hefði verið kveikt í. - gb Skógareldar í Kaliforníu: Fimmtíu heim- ili brunnin REYKJAVÍK Enginn veit hver á að borga fyrir svifflugu sem fyrr- verandi borgarstjóri, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, afhenti Rupert Schuster, nýskipuðum talsmanni Friðarstofnunar Reykjavíkur, í október í fyrra. Svifflugan er í geymslu Svifflugsfélags Íslands í Nauthólsvík, en oft hefur verið brotist þar inn og í eitt skipti bor- inn eldur að skýlinu. Í október í fyrra kynnti Vil- hjálmur hugmyndir um Friðar- stofnun Reykjavíkur, í tilefni af tuttugu ára afmæli leiðtoga- fundar Ronalds Reagan og Mikhails Gorbatsjov í Höfða. Hann bauð Rudolf Schuster, fyrr- verandi forseta Slóvakíu, að fara fyrir stofnuninni og vinna að undirbúningi hennar. Í tilefni af komu Schusters til landsins afhenti Vilhjálmur honum gamla svifflugu af gerð- inni Ka-8. Schuster er mikill áhugamaður um flug og rekur mikið flugminjasafn í Slóvakíu. Schuster fékk öll skjöl um svif- fluguna í hendur og ekki er hægt að fljúga henni án þeirra. Jón Kristinn Snæhólm, aðstoðar maður Vilhjálms, hafði milligöngu um sviffluguna. Hann segir borgarstjóra ekki hafa gefið sviffluguna heldur ein- göngu afhent hana. „Þetta var algjörlega að mínu frumkvæði og ótengt borgarstjóranum,“ segir Jón Kristinn. „Þetta fór aldrei fyrir borgarráð og það stóð aldrei til.“ Jón Kristinn segir sviffluguna vera verðlausa og að aldrei hafi verið rætt um neina borgun. Hann telur hana í mesta lagi kosta hundrað þúsund krónur. Jón Kristinn segist hafa fengið tvö fyrirtæki til að borga flutn- inginn til Slóvakíu og að ekkert hindri að hún geti farið þangað. Kristján Sveinbjörnsson, for- maður Svifflugsfélags Íslands, segir félagið hafa metið svifflug- una á 300 til 400 þúsund krónur. Vélin sé formlega í eigu tveggja félagsmanna. Í ársskýrslu Svifflugsfélags- ins stendur að svifflugan sé „gefin af borginni“ og að uppgjör vegna hennar muni fara fram í tengslum við samning um nýtt húsnæði Svifflugsfélagsins, sem borgin hafi lofað að útvega því. steindor@frettabladid.is Friðarsvifflugan enn ógreidd í Nauthólsvík Sviffluga sem Rudolf Schuster, talsmaður Friðarstofnunar Reykjavíkur, fékk að gjöf við komu til landsins í fyrra er enn í geymslu Svifflugsfélagsins ári síðar. Borgarstjóri afhenti sviffluguna en enginn veit hver á að borga fyrir hana. AFHENDING SVIFFLUGUNNAR Borgarstjóri afhenti Rudolf Schuster, lengst til vinstri, sviffluguna, að viðstöddum forkólfum Svifflugsfélagsins. BARIST VIÐ ELDINN Þyrlum var beitt til að varpa vatni á eldinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AP JAFNRÉTTISMÁL Sextán daga átaki gegn kynbundnu ofbeldi var ýtt úr vör í gær. Vakin verður með ýmsum viðburðum athygli á orsökum og afleiðingum kyn- bundins ofbeldis og mansals. Í tilkynningu frá Mannréttinda- skrifstofu Íslands kemur fram að kynbundið ofbeldi sé alvarlegt vandamál hérlendis. Um þrjú þúsund konur hafa leitað aðstoðar í Kvennaathvarfi frá stofnun þess og til Stígamóta hafa komið um 4.500 konur. Þá verður beint sjónum að mansali og bent á að árlega séu mörg hundruð þúsund konur þvingaðar í kynlífs- þrælkun. - sgj Átak um kynbundið ofbeldi: Alvarlegt vanda- mál hérlendis Bíður ekki boðanna Kevin Rudd, leiðtogi ástralska Verka- mannaflokksins, bíður ekki boðanna og hóf strax í gær undirbúning að því að undirrita Kyoto-bókunina til að draga úr hlýnun jarðar, daginn eftir að hann vann kosningasigur á stjórn íhaldsmanna. ÁSTRALÍA FÉLAGSMÁL Stefnt er að því að líf- eyrissjóðirnir níu, sem boðað hafa skerðingu til öryrkja í byrjun desember, svari í dag eða næstu daga bréfi Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðherra um að falla frá skerðingaráformum gegn allt að 100 milljóna króna greiðslu. Skerðingin nemur um 400 milljón- um króna á ári, að sögn Sigurðar Bessasonar, stjórnarmanns í Gildi. Forsvarsmenn lífeyrissjóðanna eru fámálir um viðbrögð sjóðanna. „Þetta snýst um að framfylgja samþykktum sjóðanna. Við eigum að fylgja þeim leikreglum sem okkur eru búnar og hugsa um hag allra sjóðfélaga, ekki bara öryrkja,“ segir Sigurbjörn Sigur- björnsson, formaður Greiðslu- stofu lífeyrissjóða. Sigurður segir að erindið verði sennilega afgreitt í „sameiginlegu umhverfi lífeyrissjóðanna“ en bréfið sé nýkomið og hafi ekki verið tekið til efnislegrar umræðu. „Það er nokkuð ljóst að ef einhver einn sjóður ákveður að svona erindi sé ásættanlegt þá verði það að vera eins fyrir allan hópinn,“ segir hann. „Ég held að erindi ráðherra sé hugsað til þess að skapa tíma. Nefnd á vegum forsætisráðherra er að skoða breytt matskerfi í því hvernig örorka er skilgreind. Nú á að snúa þessu við og meta getu einstaklings til vinnu í staðinn fyrir örorku þannig að unnið er að því að átta sig á umfanginu. Öryrkjum hefur fjölgað gríðar- lega á mjög stuttum tíma. Við því þarf að bregðast,“ segir hann. Skerðing lífeyrissjóðanna nær til tæplega 1.800 einstaklinga, þar af eru um 230 sem ekki hafa skilað inn skattskyldum gögnum. Skerð- ingin átti upprunalega að koma til framkvæmda 1. desember í fyrra en var frestað. Í framreikningi launa var miðað við neysluverðs- vísitölu en nú launavísitölu. Það þýðir að öryrkjar geta haft mun hærri laun nú áður en til skerð- inga kemur. - ghs Skerðingin á greiðslum lífeyrissjóða til öryrkja nemur 400 milljónum króna: Reyna að svara ráðherra í dag SIGURÐUR BESSASON Segir skerðinguna nema um 400 milljónum króna á ári. Þetta var algjörlega að mínu frumkvæði og ótengt borgarstjóranum. JÓN KRISTINN SNÆHÓLM FYRRVERANDI AÐSTOÐARMAÐUR BORGARSTJÓRA SPURNING DAGSINS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.