Fréttablaðið - 27.11.2007, Qupperneq 6
6 27. nóvember 2007 ÞRIÐJUDAGUR
HÚSNÆÐISMÁL Ljósið, endurhæf-
ingar- og stuðningsmiðstöð
krabbameinssjúkra, flytur um
mánaðamótin í nýtt húsnæði við
Langholtsveg 43 í Reykjavík.
Undanfarin ár hefur Ljósið verið
með aðstöðu í kjallaranum í
Neskirkju.
Erna Magnúsdóttir, iðjuþjálfi
og forstöðumaður Ljóssins, segir
að nýja húsnæðið sé 470 fermetr-
ar á stærð og muni rúma alla
starfsemina. Ljósið standi fyrir
handverkssölu sunnudaginn 2.
desember í Neskirkju og fari
ágóðinn í að innrétta nýja
húsnæðið.
„Við erum nú að vinna fyrir
handverkssöluna, vinna við tré,
mála, gera körfur og bútasaum.
Listamenn gefa líka listmuni til
styrktar nýja húsinu,“ segir hún.
- ghs
Tímamót hjá stuðningsfélagi:
Ljósið flytur á
Langholtsveg
VEISLUBAKKAR
MEÐ LITLUM
FYRIRVARA
554 6999 | www.jumbo.is
TORTILLA
& PÓLARBRAUÐ
3.480 kr.
36
BITAR
Hyggstu dvelja á Íslandi yfir
jólin?
Já 91,2%
Nei 8,8%
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Ætlar þú á jólahlaðborð í ár?
Segðu skoðun þína á vísir.is
BRASILÍA, AP Sjö áhorfendur hröpuðu til bana þegar
gólf gaf sig undan þeim á íþróttaleikvangi í brasil-
ísku borginni Salvador á sunnudagskvöld. Íþrótta-
leikvangurinn hafði nýlega verið skilgreindur sem
einn sá verst farni í Brasilíu.
Þriggja metra löng hola myndaðist í steinsteypta
áhorfendabekki þegar áhangendur fótboltaliðsins
Bahia hoppuðu upp og niður í fögnuði yfir því að lið
þeirra gerði markalaust jafntefli sem tryggði því
sæti í annarri deild. Sjö manns hröpuðu fimmtán
metra niður á gangstétt fyrir neðan.
Íþróttaleikvangurinn Fonte Nova var reistur 1951
og var ástand hans metið sem „í rúst“ í skýrslu
Sinaeco, samtaka arkitekta og verkfræðinga í
Brasilíu, sem kom út 1. nóvember. Í skýrslunni
birtust meðal annars myndir af molnandi burðarbit-
um undir áhorfendapöllunum.
Skýrslan var unnin í tilefni þess að Brasilía mun
halda heimsmeistarakeppnina í fótbolta árið 2014 og
vildu samtökin gefa yfirvöldum mynd af ástandi
stærstu íþróttaleikvanga landsins.
Fonte Nova var ekki á listanum sem brasilísk
yfirvöld afhentu Alþjóðaknattspyrnusambandinu
FIFA yfir mögulega íþróttaleikvanga í keppninni.
Þess í stað voru áform um að reisa nýjan leikvang í
Salvador fyrir árið 2011. - sdg
Sjö létust á einum verst farna íþróttaleikvangi Brasilíu samkvæmt nýlegri skýrslu:
Áhorfendur hröpuðu til bana
STEYPAN GAF EFTIR Það glittir í mannfjölda á gangstéttinni
fyrir neðan áhorfendabekkina gegnum holuna sem myndaðist.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ÍRAK, AP Ellefu ættingjar írasks
ritstjóra sem rekur fréttavef í
Jórdaníu voru myrtir í Bagdad í
Írak á sunnudagsmorgun.
Dhia al-Kawaz var staddur í
Jórdaníu þegar grímuklæddir
byssumenn réðust inn á heimili
fjölskyldunnar og myrtu tvær
systur hans, eiginmenn þeirra og
sjö börn á aldrinum fimm ára til tíu
ára.
Starfsfélagi al-Kawas sagði hann
hafa fengið hótanir undanfarið
vegna andstöðu sinnar við veru
Bandaríkjahers í Írak og átök
trúarhópa. Hefur hann sakað Íran
um að reyna að stjórna ríkisstjórn
Íraks. - sdg
Rekur fréttavef í Jórdaníu:
Ættingjar rit-
stjóra myrtir
REYKJAVÍK Ólafur F. Magnússon er
óðum að jafna sig á veikindum
sínum og ætlar að setjast í borgar-
stjórn í síðasta lagi um áramótin.
Hann fær þá sæti Margrétar
Sverrisdóttur, sem hefur verið
varamaður hans. Þau eru fulltrúar
F-lista; lista frjálslyndra og
óháðra.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins hefur verið rætt að Ólaf-
ur snúi aftur strax um næstu mán-
aðamót. Hann vill sjálfur ekki tjá
sig um það og Margrét gat ekki
gefið upp nákvæma dagsetningu,
þegar rætt var við hana.
Hún staðfesti þó að til stæði að
Ólafur kæmi aftur um áramót.
„Og ef hann er orðinn hress getur
hann auðvitað komið fyrr.“
Spurð hvort vænta megi stefnu-
breytingar hjá nýjum meirihluta,
eða í það minnsta breyttum áhersl-
um, segist Margrét ekki sjá það
fyrir sér.
„Ég get varla ímyndað mér að
Ólafur, sem kallaður hefur verið
guðfaðir þessa nýja meirihluta,
fari að hringla mikið með sam-
starfið. Hann átti svo mikið frum-
kvæði að því.“
Margrét mun sjálf hafa nægum
verkefnum að sinna, sem fyrr.
Hún kemur til með að sitja áfram
sem formaður menningarráðs, svo
dæmi sé tekið, og sest að öllum
líkindum í leikskólaráð eftir ára-
mót, þegar Anna Sigríður Ólafs-
dóttir, fulltrúi F-listans, fer í fæð-
ingarorlof. - kóþ
Fulltrúi F-lista, stundum kallaður guðfaðir nýja meirihlutans, búinn að jafna sig:
Ólafur F. snýr aftur í borgina
ÓLAFUR F.
MAGNÚSSON
MARGRÉT K.
SVERRISDÓTTIR
FRAKKLAND, AP Hópur ungmenna
kveikti í bílum, grýtti verslana-
glugga og gerði áhlaup á lögreglu-
stöð með heimagerðum eldsprengj-
um í úthverfi Parísar, höfuðborgar
Frakklands, á sunnudagskvöld.
Yfir tuttugu lögreglumenn meidd-
ust. Bjó lögreglan sig undir að
óeirðaástand myndi skapast á ný í
gærkvöld þegar skyggja tæki.
Ofbeldið hófst á sunnudags-
kvöld eftir að tvö ungmenni létust
þegar bifhjól þeirra lenti í árekstri
við lögreglubíl í úthverfinu
Villiers-le-Bel þar sem arabar og
svartir og hvítir búa í félagslegu
húsnæði. Íbúar segja lögreglu-
mennina hafa farið af vettvangi
og skilið ungmennin tvö eftir.
Stofnun innra eftirlits hjá lög-
reglunni hóf í gær rannsókn á því
hvort lögreglumennirnir væru
sekir um manndráp og að aðstoða
ekki fólki í hættu, að sögn heimild-
armanns hjá lögreglunni sem vildi
ekki láta nafns síns getið.
Nicolas Sarkozy Frakklandsfor-
seti er í heimsókn í Kína þessa
dagana en sendi þau skilaboð heim
að fólk skyldi halda stillingu sinni.
„Ég vil að allir rói sig niður og
leyfi dómskerfinu að úrskurða um
hver beri ábyrgð.“
Í óeirðunum á sunnudagskvöld
meiddist 21 lögreglumaður, þar á
meðal lögreglustjórinn í Villiers-
le-Bel sem var kýldur í andlitið
þegar hann reyndi að ræða við
óeirðaseggi að sögn lögreglu. Átta
voru handteknir.
Árið 2005 kom til verstu óeirða
sem orðið hafa í Frakklandi í 40 ár
víða um land eftir að tvö ung-
menni létust úr raflosti þegar þau
reyndu að fela sig fyrir lögreglu í
rafstöð. Reiði vegna mismununar,
atvinnuleysis og einangrunar
kynti undir óeirðaástandi í þrjár
vikur þar sem ráðist var að lög-
reglu, kveikt í bílum og skemmdir
unnar á verslunum meðal annars.
Francois Hollande, formaður
stjórnarandstöðuflokks Sósíalista,
sagði í gær ofbeldið afleiðingu
„félagslegrar og pólitískrar
krísu“. „Hversu lengi höfum við
verið að tala um „áætlun“ fyrir
úthverfin?“ sagði Hollande og
bætti við að fólk vildi sjá árangur.
sdg@frettabladid.is
Eldsprengjum kast-
að í óeirðum í París
Óeirðaástand skapaðist í úthverfi Parísar eftir að tvö ungmenni létust í árekstri
við lögreglu. Vitni sögðu lögreglumenn hafa skilið ungmennin eftir á vettvangi.
Tvö ár eru síðan til óeirða kom víða um Frakkland sem vörðu í þrjár vikur.
SLÖKKVILIÐSMENN BÖRÐUST VIÐ ELDA Við fregnir af dauða ungmennanna greip um sig mikil reiði meðal hóps fólks sem bar eld
að bílum og kastaði eldsprengjum á lögreglustöð meðal annars. NORDICPHOTOS/AFP
KJÖRKASSINN
LONDON, AP Ímyndin sem bækur og
kvikmyndir um breska njósnarann
James Bond hafa dregið upp af
njósnarastarfinu gerir meiri skaða
heldur en hitt að
sögn yfirmanns
ráðninga hjá
bresku leyni-
þjónustunni
erlendis, Mi6, í
samtali við
breska ríkisút-
varpið.
„Við höfum
ekki leyfi til að
drepa, við berum ekki á okkur
Berettur,“ sagði yfirmaðurinn
sem kom fram nafnlaust vegna
öryggisaðstæðna. Sagði hann
Bond gefa brenglaða mynd af
starfinu og hugsanlega orsök
fyrir færri ráðningum múslíma
og kvenna. - sdg
Starfsmaður MI6 í viðtali:
Bond brenglar
ímynd njósnara
JAMES BOND