Fréttablaðið - 27.11.2007, Page 8

Fréttablaðið - 27.11.2007, Page 8
8 27. nóvember 2007 ÞRIÐJUDAGUR LÖGREGLUMÁL Kveikt var í jólatré og ljósaseríu í Hamrinum í Hafnarfirði sem verður ljóslaus næstu daga fyrir vikið. Á heimasíðu Hafnarfjarðar segir að skemmdarverkin hafi uppgötvast efir að ábendingar bárust um að slökkt væri á ljósum á jólatrénu. „Þegar að var gáð kom í ljós að kveikt hafði verið í trénu og ljósaserí- unni. Tjónið er metið á um 250- 300 þúsundir króna og hefur málið verið kært til lögreglunnar,“ segir á hafnarfjordur.is. - gar Skemmdarverk í Hamrinum: Kveikt í seríu og jólatrénu sjálfu LÖGGÆSLA Lögreglan á Sauðár- króki hefur verið undirmönnuð frá því í mars og nú vantar lög- reglumenn í tvær stöður. Heimild- ir Fréttablaðsins herma að ósætti ríki milli nokkurra lögreglumanna og Ríkharðs Mássonar lögreglu- stjóra. Einnig er nokkurt innbyrð- is ósætti meðal lögreglumanna. Varð þetta ástand meðal annars til þess að einn óbreyttur lögreglu- maður sagði starfi sínu lausu í september síðastliðnum. Staða hans hefur enn ekki verið auglýst. Hluti deilunnar stóð um varð stjóra sem kom til starfa í maí í ár en hann hefur ekki gegnt þeirri stöðu frá því í október. Það tengist að nokkru leyti brotthvarfi lögreglu- mannsins. Björns Mikaelssonar yfirlög- regluþjónn segir að manneklan geri lögreglunni vissulega erfið- ara fyrir en það bitni þó ekki á öryggi borgaranna. Venjulega eiga tveir lögreglumenn að standa vaktina en við þessar aðstæður kemur oft fyrir að einungis sé einn á vakt. Ríkislögreglustjóri hefur komið að deilunni sem enn sér ekki fyrir endann á. Víðar vantar lögreglumenn til starfa á landinu. Til dæmis er ekki fullmannað hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. - jse Lögreglan á Sauðárkróki hefur átt við manneklu að stríða frá því í mars: Undirmannað vegna deilna LÖGREGLAN Deilur standa milli lög- reglumanna og sýslumanns og einnig deila lögreglumenn á Sauðárkróki innbyrðis. Einn lögreglumaður gekk út og ekki hefur verið ráðinn maður í hans stað en einnig vantar í eina stöðu til. 1. Í hvaða bæjarfélagi gengur ljóðskáld um og hengir skilaboð á bílrúður og ljósastaura? 2. Hvaða þjóðarleiðtogi mælti með færri líflátsdómum í opinberri heimsókn til Kína á dögunum? 3. Hvað heitir leikkonan sem fer með aðalhlutverkið í íslensku spennuþáttaröðinni Pressu? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 38 Félagsfundur Efl ing-stéttarfélag boðar til félagsfundar í Kiwanishúsinu við Engjateig 11 fi mmtudaginn 29. nóvember kl. 18.00 Dagskrá: 1. Félagsmál Undirbúningur kjarasamninga 2. Önnur mál Félagar! Mætið vel og stundvíslega Stjórn Efl ingar-stéttarfélags RV U N IQ U E 11 07 03 Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • Fax: 520 6665 sala@rv.is • www.rv.is Nr. 11 R ekstra Góðar hugmyndir Hagkvæmarvistvænar mannvænarheildarlausnir 1982–2007 Rekstrarvörur25ára Rekstrarvörulistinn ... er kominn út Braust inn og stal bíl Karlmaður um tvítugt hefur játað að hafa brotist inn í bílasölu á Akur- eyri í febrúar. Þaðan stal maðurinn tölvuskjáum, plöstunarvél og tók pallbíl sem stóð á bílasölunni og fór í ökuferð inn Eyjafjörðinn. Sú ökuferð endaði utan vegar skammt frá Hrafnagili þar sem bíllinn valt og stórskemmdist. LÖGREGLUFRÉTTIR ÁSTRALÍA, AP Kevin Rudd, leiðtogi Verkamannaflokks- ins í Ástralíu, er ekkert að tvínóna við hlutina. Strax daginn eftir sigur Verkamannaflokksins í þingkosn- ingum á laugardag hófst hann handa við að skipu- leggja hvernig hann ætlaði að efna kosningaloforðin. Hann ætlar að byrja á því að staðfesta Kyoto- bókunina og bera fram formlega afsökunarbeiðni til frumbyggja álfunnar fyrir þá meðferð sem þeir máttu sæta lengi vel. Þá ætlar hann að útvega öllum grunnskólanemendum tölvu og endurskoða atvinnu- löggjöfina. Síðan ætlar hann í áföngum að kalla bardagasveitir ástralska hersins heim frá Írak. Með kosningasigri sínum batt Rudd enda á tólf ára stjórnartíma Íhaldsflokksins. John Howard, fráfar- andi forsætisráðherra, skapaði sér töluverða reiði frumbyggja vegna þess að hann hefur ekki viljað biðja þá afsökunar. Ekki hefur hann heldur viljað staðfesta Kyoto-bókunina, en nú þegar Ástralía gerir það verða Bandaríkin eina iðnvædda ríkið sem ekki hefur staðfest þennan samning um að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í gær voru endanlegar niðurstöður kosninganna ekki ljósar. - gb Kevin Rudd ætlar ekki að sitja aðgerðalaus eftir kosningasigurinn á laugardag: Byrjar strax að efna loforðin KEVIN RUDD Næsti forsætisráðherra Ástralíu skýrir frá fyrirætl- unum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP UMHVERFISMÁL Verktakafyrirtækið Ístak er sakað um óafturkræfa eyðileggingu á Leirvogstungumel- um. „Þeir hafa farið út fyrir það svæði sem er skilgreint í starfs- leyfinu og hafa verið að sprengja úr föstu bergi sem samkvæmt okkar skilningi er ekki samkvæmt starfsleyfinu,“ segir Haraldur Sverrisson bæjarstjóri. Ístak tilkynnti bæjaryfirvöld- um á föstudag um að fyrirtækið væri hætt námavinnslunni í bili þar til samkomulag næðist við bæinn um framhaldið. Daginn áður hafði umhverfisnefnd bæjar- ins samþykkt harðorða bókun um starfsemi Ísaks á Leirvogs- tungumelum. Fyrirtækið hefur starfsleyti frá Heilbrigðiseftirliti Kjósarsvæðis. „Umhverfisnefnd harmar þá óafturkræfu eyðileggingu sem orðin er á Leirvogstungumelum í tengslum við námavinnslu þar síð- astliðna mánuði. Umhverfisnefnd fer fram á að farið verði eftir upp- græðsluáætlun í starfsleyfi um lokun námasvæða á Leirvog- stungumelum. Enn fremur leggur nefndin það til við heilbrigðiseft- irlit Kjósarsvæðis að dagsektir verði hækkaðar verulega eða starfsleyfi afturkallað,“ sagði í bókun nefndarinnar. Formaður nefndarinnar er Elísabet Kristj- ánsdóttir úr Vinstri grænum. Hún er jafnframt formaður Skógrækt- arfélags Mosfellsbæjar. Fulltrúi minnihluta Framsókn- arflokks í umhverfisnefndinni sagðist krefjast þess að fyrirtæki sem ynnu innan lögsögu Mosfells- bæjar færu að lögum og reglum við umgengni við náttúru. „Ljóst er að malarnám Ístaks hf. utan marka starfsleyfis á ekki að líða og er þess krafist að Mosfellsbær beiti sektarákvæðum gagnvart þeim fyrirtækjum sem ekki virða umhverfi og lög,“ sagði í bókun Halldóru M. Baldursdóttur. „Við viljum ekkert segja um þetta mál á meðan það er til vinnslu í samstarfi okkar og bæjaryfirvalda,“ segir Teitur Gústafsson, viðskiptafræðingur hjá Ístaki. Haraldur bæjarstjóri segir allt benda til að málið leysist farsæl- lega. „Þeir hafa dregið í land og stöðvað sína vinnu þar til sam- komulag næst um fyrirkomulag vinnslunnar,“ segir hann. gar@frettabladid.is Ístak sagt eyðileggja Leirvogstungumela Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar segir verktakafyrirtækið Ístak hafa unnið óbæt- anlegar skemmdir á Leirvogstungumelum með námavinnslu þar. Ístak hætti vinnslu eftir gagnrýni nefndarinnar og vill samvinnu við bæinn um málið. NÁMASVÆÐIÐ Umhverfisnefnd Mosfellsbæjar segist harma „þá óafturkræfu eyðileggingu sem orðin er á Leirvogstungumelum í tengslum við námavinnslu þar síðastliðna mánuði.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VÖLUNDUR HARALDUR SVERRISSON ELÍSABET KRISTJÁNSDÓTTIR Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var gert viðvart um reyk í verslun í Þver- brekku í Kópavogi, rétt fyrir klukkan níu í gærmorgun. Þegar slökkviliðs- menn bar að garði reyndist reykurinn vera gufa sem þarna myndaðist eftir að kælirör í versluninni fór í sundur. Slökkvilið gufuræsti því næst versl- unina. SLÖKKVILIÐ Reykur í verslun í Kópavogi VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.