Fréttablaðið - 27.11.2007, Síða 18

Fréttablaðið - 27.11.2007, Síða 18
18 27. nóvember 2007 ÞRIÐJUDAGUR Umsjón: nánar á visir.is KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf] OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 561 6.842 +1,33% Velta: 6.927 milljónir HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 10,30 +1,48% ... Bakkavör 57,20 +1,42% ... Eimskipafélagið 36,85 +2,79% ... Exista 24,90 +0,81% ... FL Group 20,80 -0,95% ... Glitnir 24,55 +0,41% ... Ice- landair 26,90 +3,46% ... Kaupþing 922,00 +2,44% ... Landsbankinn 37,10 +1,51% ... Straumur-Burðarás 15,50 +0,00% ... Össur 98,40 +0,41% ... Teymi 6,30 +2,44% MESTA HÆKKUN FØROYA BANKI 4,50% ICELANDAIR 3,46% EIMSKIPAFÉLAGIÐ 2,79% MESTA LÆKKUN EIK BANKI 1,83% 365 1,63% FL GROUP 0,95% Helstu hlutabréfavísitölur tóku snarpa dýfu niður á við síðdegis í gær eftir slæmar fréttir úr fjár- málaheiminum. Vísitölurnar höfðu fetað í fótspor Nikkei-vísitölunnar í Japan það sem af var degi og hækkað fram að því. Þá þóttu sölu- tölur frá Bandaríkjunum um síð- ustu helgi gefa góð fyrirheit um upphaf vikunnar. Fréttirnar tengjast allar banda- rískum undirmálslánamarkaði, sem höggvið hefur nær viðstöðu- laust í afkomu fjármálafyrirtækja víða um heim og þykir ljóst að enn séu ekki öll kurl komin til grafar. Í fyrsta lagi sagði bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sach frá því að útlit væri fyrir að HSBC, einn stærsti banki Evrópu, gæti þurft að afskrifa allt að tólf milljarða Bandaríkjadala, jafn- virði um 760 milljarða íslenskra króna, vegna tapaðra útlána. Við bættist að svissneski bankinn UBS sagði horfur á að tekjur fyrirtæk- isins myndu minnka sökum þess að lánsfé sé orðið mjög dýrt. Í þriðja lagi barst út að Citigroup íhugaði að segja upp allt að sautj- án þúsund starfsmönnum. Um 320 þúsund starfsmenn vinna hjá bankanum og því um lágt hlutfall að ræða sem sagt verður upp ef af verður. Stjórnendur bankans leita enn logandi ljósi að nýjum forstjóra í stað Chucks Prince, sem tók poka sinn þegar fyrir lá að bankinn þyrfti að afskrifa 6,5 milljarða dala úr bókum sínum vegna van- skila á fasteignalánum. - jab HASAR Á HLUTABRÉFAMARKAÐI Gengi fjármálafyrirtækja tók víða snarpa dýfu á hlutabréfamörkuðum í gær. FRÉTTABLAÐIÐ /AP Snarpur snúningur á hlutabréfamarkaði Kaupþing tilkynnti í gær um lok fjármögnunar vegna yfirtökunnar á hollenska bankanum NIBC. Skulda- tryggingarálag (CDS) bankans lækkaði í kjölfar- ið um 65 punkta. Álag á skuldabréfaútgáfu hinna bankanna minnkaði líka. Kaupþing gerir ráð fyrir að kaupin á NIBC verði að fullu frágengin í janúar næstkomandi. Kaupþing hefur tilkynnt um lok fjármögnunar vegna yfirtökunn- ar á hollenska bankanum NIBC. Um leið greinir bankinn frá því að stöður í sérvörðum skulda- bréfum (e. structured credit) verði minnkaðar og gerir ráð fyrir 85 milljóna evra gjald- færslu á fjórða ársfjórðungi vegna þessa. Í tilkynningu bank- ans í gær er jafnframt greint nánar frá fjármögnun bankans og lausafjárstöðu. Upplýsingarnar höfðu strax áhrif á alþjóðlegum fjármála- markaði, en álag á skuldatrygg- ingar bankans (CDS) hafði lækk- að um 65 punkta um miðjan dag í gær. Álagið er mat fjárfesta á áhættu tengdri bankanum og hefur áhættumatið því minnkað sem þessu nemur. Álagið er engu að síður mjög hátt og hærra en á aðra evrópska banka, eða um 275 punktar. Þá nutu Landsbankinn og Glitnir einnig góðs af þróun- inni, álag á bréf þeirra lækkaði um 50 og 35 punkta, í 145 hjá Landsbankanum og 205 punkta hjá Glitni. Fram kemur í tilkynningu Kaupþings að bankinn hyggist gefa út nýtt hlutafé allt að 210 milljónum hluta vegna yfirtök- unnar á NIBC. Seljandinn, hópur fjárfesta undir forystu J.C. Flowers & Co., fær í sinn hlut 140 milljónir hluta í Kaupþingi á meðalverðinu 105,67 sænskar krónur. Seljendur NIBC verða við þetta næststærsti hluthafi Kaupþings með um 15,9 prósenta hlut. Að auki greiðir Kaupþing fyrir NIBC 1.392 milljónir evra. „Á sínum tíma kvað samningur- inn um kaupin á um ákveðna pen- ingagreiðslu og 110 milljónir hluta til viðbótar. Nú er búið að breyta peningagreiðslunni og koma í staðinn 140 milljónir hluta,“ segir Jónas Sigurgeirs- son, forstöðumaður samskipta- sviðs Kaupþings. Verðið sem Kaupþing greiðir fyrir bankann nemur miðað við þetta um 2.750 milljónum evra. Þá ætlar Kaup- þing að gefa út 70 milljónir hluta og selja í forgangsréttarútboði eftir að kaupin á NIBC eru frá- gengin. J.C. Flowers & Co. og Exista hafa gert samkomulag um að sölutryggja útboðið. Kaupþing gerir ráð fyrir að kaupin á NIBC verði að fullu frágengin í janúar 2008, en þau bíða engu að síður samþykkis fjármálayfirvalda bæði hér og í Hollandi. Um miðjan desember á svo að vera fullu lokið samdrætti Kaup- þing í stöðum í sérvörðum skulda- bréfum, úr 1,6 milljörðum evra í 450 milljónir evra. „Samhliða áformar bankinn að loka 1,3 millj- arða evru lausafjárlínu sem bank- inn hefur veitt og mun þá ekki vera með slíkar skuldbindingar gegnum lánalínur í tengslum við stöður sínar í sérvörðum skulda- bréfum (e. structured credit exposure),“ segir í tilkynningu bankans. Þá kemur fram að Kaup- þing sé ekki með beinar stöður í bandarískum undirmálslánum (e. sub-prime) eða skuldavafningum (e. CDOs) sem innihaldi slík lán. Kaupþing hefur hins vegar óbeina stöðu tengda undirmáls- lánum þar sem bankinn veitti lán til seljanda NIBC til að fjármagna eignatryggð skuldabréf tengd undirmálslánum sem skilin voru frá í kaupunum á NIBC. „Þetta lán hefur nú verið lækkað úr 236 millj- ónum Bandaríkjadala í 136 millj- ónir en nafnvirði undirliggjandi eigna nemur sem fyrr 689 milljón- um Bandaríkjadala.“ Eftir þessi viðskipti á NIBC engar eignir í bandarískum undirmálslánum. Fram kemur að bæði samstæða Kaupþings og móðurfélag hafi öruggt lausafé til að standa við allar skuldbindingar bankans í meira en 420 daga, en þar er með talin peningagreiðslan vegna kaupanna á NIBC. olikr@frettabladid.is Á AÐALFUNDI KAUPÞINGS FYRR Á ÁRINU Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, er í pontu, en við háborðið situr Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri bank- ans. Kaupþing sló í gær á vangaveltur um getu bankans til að fjármagna yfirtöku hans á hollenska bankanum NIBC. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Skýringar Kaupþings róa erlenda fjárfesta www.forlagid.is CDS-ÁLAG Á BANKANA: Banki CDS punktar Dagamunur Kaupþing 275 -65 Glitnir 205 -35 Landsbankinn 145 -50 Heimild: Kaupþing Ekki allt gull sem glóir Fjölmargir fruminnherjar í Straumi-Burðarási 12. janúar 2006 keyptu hluti í bankanum á genginu 17,4 sem var skráð markaðsgengi við lokun markaða sama dag. Meðal þeirra var Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, sem nú hefur hætt störfum hjá bankanum. Keypti hún fimmtán milljónir hluta á þessu gengi. Það sama gerði Margit Robertet, sem hætti nýlega sem framkvæmdastjóri Lánasviðs. Eins og önnur fjármálafyrirtæki hefur mark- aðsvirði Straums lækkað undanfarið. Í lok dags í gær stóð gengið í 15,50. Það er því ljóst að allur ávinningur af þessum hlutabréfakaupum er gufaður upp. Hins vegar var starfsmönnum veittur söluréttur sem ver þá fyrir mögulegu tapi af þessum viðskipt- um. Ætli kostnaður við fjármögnun þessara viðskipta leggist ekki á hluthafa Straums-Burðaráss? Hallur ekki allur Hallur Magnússon, sviðsstjóri þróunarsviðs Íbúðalánasjóðs, hefur sagt upp störfum og hættir hjá sjóðnum um jólin. Mikið hefur mætt á honum þegar bankar hafa gagnrýnt stefnu stjórnvalda, að reka hér umfangsmikla lánastarfsemi til fasteignalána. Og Hallur hefur fengið gusurnar. Hann segir óráðið hvað taki við en hann hefur þó stofnað hlutafélag um sjálfan sig og segist tilbúinn til að fara í ráðgjaf- arbransann. Hallur er ekki ókunnur ráðgjafarstörfum en hann hefur meðal annars ráðlagt færeysku landsstjórninni um húsnæðiskerfi. Hallur hefur starfað hjá Íbúðalánasjóði í yfir átta ár. Hann hefur lagt stund á rekstrarfræði og stjórnun en er líka sagnfræðingur og þjóð- fræðingur að mennt. Peningaskápurinn ... MARKAÐSPUNKTARFélög í eigu Guðmundar og Hjálmars Kristjánssona hafa selt hlut sinn í Vinnslustöðinni á genginu 7,9. Kaup- endur eru Ísfélag Vestmannaeyja og Kristinn ehf. Söluverð nemur rúmum 3,9 milljörðum króna. Bandaríkjadalur nýtur vinsælda sem lántökumynt í viðskiptum með hávaxtamyntir, að því er greint er frá í Vegvísi Landsbankans. Ákveðn- ar myntkörfur, fjármagnaðar með dollara, eru sagðar hafa skilað 17 prósenta ávöxtun það sem af er ári. Þá munu slæmar aðstæður á banda- rískum fasteignamarkaði auka enn á væntan ábata af vaxtamunarviðskipt- unum. Líkur eru taldar á frekari lækk- un stýrivaxta vestra að sögn Vegvísis, en við það myndi dollar væntanlega enn veikjast.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.