Fréttablaðið - 27.11.2007, Page 23

Fréttablaðið - 27.11.2007, Page 23
ÞRIÐJUDAGUR 27. nóvember 2007 3 Champix er nýtt lyf sem nýtist fólki sem vill hætta að reykja. „Við sjáum greinilega að þetta hjálpar fólki til að hætta að reykja, en þetta er þó ekkert töfralyf,“ segir Bolli Þórsson, læknir hjá Hjartavernd, um lyfið Champix sem er nýlega komið á markað. „Champix dregur úr fráhvarfs- einkennum og minnkar löngun fólks í sígarettur,“ útskýrir Bolli en leggur áherslu á að lyfið sem er lyf- seðilsskylt eigi ekki að nota nema fólk sé staðráðið í að hætta að reykja. „Ég tel að það sé mikilvægt að menn noti lyfið með stuðningi. Þeim gengur best að hætta að reykja sem standa ekki einir í því,“ segir Bolli en stuðning má fá víða, til dæmis hjá heimilislækni eða hjá sérfræðingum í Hjartavernd. Virkni lyfsins er eftirfarandi: Í heilanum er nikótínmóttaki sem nikótínið festist við og verður til þess að fólk fær vellíðunartilfinn- ingu við að reykja. Lyfið keppist við nikótínið og festist einnig við móttakana þannig að nikótínið kemst ekki að. Við það dregur úr nautninni við að reykja. Hins vegar heldur lyfið uppi miðlungsmagni af dópamíni og heldur þannig aftur af fráhvarfseinkennum um leið og það dregur úr reykinganautn. Bolli segir ýmsar rannsóknir sýna fram á að Champix auki líkur á að fólk hætti að reykja og sé eitthvað betra en önnur lyf. „Það má segja að þetta sé pilla númer tvö á markaðnum, og virknin af þessu lyfi er heldur betri en því fyrra sem heitir Zyban, en það er þó ekki alger grundvallarmunur á þeim,“ segir Bolli. Rannsóknir hafa sýnt fram á að Champix eykur líkur á langtímaárangri þrefalt miðað við lyfleysu og fleiri þátttakendum heppnaðist að hætta með því að nota það en Zyban auk þess sem minni áhætta var á alvarlegum aukaverkunum. Champix er þó ekki gallalaust. Helsta aukaverkunin er ógleði. „Þess vegna byrja menn með hálft milligramm til að venjast því og stækka skammtinn í eitt milli- gramm,“ segir Bolli sem er hlynntur því að fólk noti lyfið sem hjálpartæki við að hætta að reykja enda veitist það mörgum mjög erfitt að losna undan nikótínfíkn- inni. solveig@frettabladid.is Lyf í reykingabaráttunni Bolli Þórsson læknir á Hjartavernd segir nýja lyfið geta hjálpað fólki við að hætta að reykja. Hins vegar hjálpi það aðeins þeim sem eru staðráðnir í að hætta. Champix er nýtt lyf á markaðnum sem hjálpar fólki að hætta að reykja. Fylltar með baunum og grænmeti í tómatsósu kryddaðri með austurlenskum ævintýrablæ. Heillandi máltíð með lítilli fyrirhöfn. Indverskar pönnukökur G O T T F O L K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.