Fréttablaðið - 27.11.2007, Síða 30

Fréttablaðið - 27.11.2007, Síða 30
22 27. nóvember 2007 ÞRIÐJUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5000. Isabelle Dinoire varð fyrsti andlits- þegi heims þennan dag fyrir tveim- ur árum. Hún missti andlitið þegar hundur hennar réðst á hana þar sem hún svaf í maí árið 2005 en þá var hún 38 ára gömul. Tvö skurð- læknateymi framkvæmdu aðgerð- ina og voru þau undir stjórn dr. Bernards Devauchelle í Amiens í Frakklandi og dr. Jean-Michel Du- bernard frá Lyon. Nef, varir og hluti af höku voru grædd á Dinoire. Hún var heiladauð þegar ágræðslan var gerð. Litlu munaði að ónæmiskerfi hennar hafn- aði hinum nýju andlitshlutum í tvígang en henni var gefið lyf sem dregur úr virkni ónæmiskerfis- ins. Eftir það sýndi líkami hennar lítil höfnunar- einkenni gagnvart hinu nýja andliti. Í fyrstu átti Dinoire erfitt með að tala en nú skilja hana allir. Læknar sögðu aðgerðina hafa heppn- ast vel og að Dinoire yrði sífellt næmari í andlitinu og geti hreyft andlitsvöðv- ana meira með hverjum mánuðinum sem líður. Aðgerðin var afar umdeild á sínum tíma þar sem hún fól í sér ýmsa áhættuþætti. Erfitt getur verið að segja til um áhrif lyfja sem draga úr virkni ónæmiskerfisins en þau gætu jafn- vel orsakað krabbamein. Einnig er allt- af hætta á að líkami sjúklingsins hafni ágræðslunni þannig að ástand sjúk- lingsins versni. Að lokum eru ýmsir sálrænir erfið- leikar sem sjúklingar þurfa að glíma við þegar þeir aðlagast nýju útliti og sjálfsmynd. Markmið að- gerða af þessu tagi er þó að auka lífsgæði sjúk- linga og í tilfelli Dinoire var ávinningurinn talinn það mikils virði að úr varð að aðgerðin var gerð. ÞETTA GERÐIST: 27. NÓVEMBER 2005 Heimsins fyrsta andlitságræðsla MERKISATBURÐIR 1804 Trampe greifi tekur við embætti amtmanns í Vesturamti en vegna hús- næðiseklu varð hann að láta sér nægja að setjast að í tukthúsinu. 1857 Póstskipið Sölöven ferst undan Svörtuloftum við Snæfellsnes og Drei Annas undan Mýrum. Bæði skipin fórust með allri áhöfn og farþegum. 1896 Grímur Thomsen skáld deyr á Bessastöðum þá 76 ára. 1956 Vilhjálmur Einarsson vinn- ur til silfurverðlauna í þrí- stökki á Ólympíuleikun- um í Melbourne. 1990 Breskir íhaldsmenn kjósa John Major sem eftir- mann Margaret Thatcher. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigurður Kr. Árnason skipstjóri, Hrafnistu, Hafnarfirði, sem lést 18. nóvember sl. verður jarðsunginn frá Háteigskirkju miðvikudaginn 28. nóvember kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd eða Krabbameinsfélagið. Friðrik Sigurðsson Margrét Hlíf Eydal Steinar Sigurðsson Helga Sigurjónsdóttir Árni Þór Sigurðsson Sigurbjörg Þorsteinsdóttir Þórhallur Sigurðsson Ene Cordt Andersen Sigurður Páll Sigurðsson og barnabörn. Elsku mamma mín, amma okkar og lang- amma, Karólína Pétursdóttir Hjallaseli 55 (Seljahlíð), áður til heimilis að Bogahlíð 13, sem lést laugardaginn 17. nóvember, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 28. nóvember kl 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakk-aðir. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Félag ein- stakra barna. Pétur Þór Jónsson, Karólína Pétursdóttir Örn Einarsson Elena Kristín Pétursdóttir Þorvaldur Magnússon Arna Hildur Pétursdóttir Ragnar Börkur Ragnarsson og barnabarnabörn. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, Halldór B. Ólason, rafvélavirki, Framnesvegi 62, Reykjavík, sem lést á Landspítalanum, Fossvogi, þriðjudaginn 20. nóvember, verður jarðsunginn frá Neskirkju í dag, þriðjudaginn 27. nóvember kl. 13.00. Hulda Heiðrún Eyjólfsdóttir Valgerður Halldórsdóttir Helgi H. Steingrímsson Sigríður Halldórsdóttir Gylfi Þorkelsson Óli F. Halldórsson María Björk Daðadóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Maggý Lárentsínusdóttir Skólastíg 23, Stykkishólmi, lést á Sankti Franciskusspítalanum í Stykkishólmi 19. nóvember sl. Jarðarförin fer fram frá Stykkishólmskirkju fimmtudaginn 29. nóvember kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim sem vildu minnast hennar er bent á orgelsjóð Stykkishólmskirkju. Ágúst Bjartmars Petrína Bjartmars Sumarliði Bogason Kristján Bjartmars Jóhanna Rún Leifsdóttir Lárentsínus Ágústsson Heiðrún Leifsdóttir börn, barnabörn og barnabarnabarn. Bróðir okkar Ólafur Sigurðsson, Bergstaðastræti 34 B, Reykjavík, lést þann 4. nóvember sl. að Vífilsstöðum. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Innilegar þakkir til starfsfólks hjartadeildar LHS og Hrafnistu Vífilsstöðum. Ásgeir Sigurðsson Þorsteinn Sigurðsson. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Guðjónsson rafvirkjameistari, Hjúkrunarheimilinu Eir áður Brautarlandi 6, Reykjavík, lést 21. nóvember. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju 29. nóvember kl. 13.00. Arndís Guðjónsdóttir Guðjón Magnús Jónsson Sigríður Þorláksdóttir Margrét Katrín Jónsdóttir Hrönn Guðjónsdóttir Björn Baldvinsson Magnea Ólöf Guðjónsdóttir Halldór Kjartansson Björnsson Arndís Guðjónsdóttir Magnús Örn Guðmarsson Jón Þór Guðjónsson Eva Björg Torfadóttir Hrafn Eyjólfsson Hrafnhildur Eyjólfsdóttir Halldór Ingi Hákonarson Jón Örn Eyjólfsson og barnabarnabörn. Hin ástsæla leikkona og leikstjóri, Edda Heiðrún Backman, er fimmtug í dag og hefur af því tilefni opnað versl- un sem heitir Súkkulaði og rósir. „Ég ætla að gefa Reykvíkingum eðalkon- fekt ásamt bók og listaverki mánaðar- ins,“ útskýrir Edda Heiðrún, sem segir tilurð búðarinnar dálítið sérstaka. „Mig dreymdi að ég skrifaði kennitöl- una mín sem breyttist í kennitölu fyr- irtækis og ég tók því sem vísbendingu og dreif mig í þetta,“ útskýrir Edda Heiðrún. „Ég vil bara gera það sem mér finnst skemmtilegt og vera þar sem fólk tjáir tilfinningar sínar. Bara meiri ást, meiri rósir og meira súkku- laði,“ segir Edda Heiðrún og minnist búðarleikja æsku sinnar með gleði. „Búðin er eins konar draumur um að leggja eitthvað á vogarskálarnar fyrir miðbæinn,“ segir Edda Heiðrún sem hefur löngum tengst miðbænum í gegnum ýmis störf. „Þetta er búð sem fólk getur reitt sig á hvað varðar gæði, hlýju og alúð, fljóta og góða þjónustu og hér þjóna ég 101-viðskiptapakkan- um líka. Þú getur komið og ýmist keypt eina rós eða dýrar og fallegar gjafir í formi listaverka, bókmennta og fleira. En þetta miðast náttúrulega út frá því hvernig ég vel,“ segir Edda Heiðrún, en búðin er algjörlega hennar hugar- fóstur. Auk þess að opna búð hefur Edda Heiðrún leikstýrt verkinu Hjóna- bandsglæpir í Þjóðleikhúsinu sem var tekið upp aftur í haust og er hún því langt frá því að sitja auðum höndum. „Það er æðislega gaman að vera full- orðin. Ég vildi óska þess að ég væri að halda upp á hundrað ára afmæl- ið mitt. Að fá að lifa og lifa skemmti- legu, innihaldsríku lífi – það er ekkert dásamlegra til. Að lifa sem flest ár því betra,“ segir Edda Heiðrún sem er líka að halda upp á lífið og segist vera afar þakklát fyrir yndislega fjölskyldu og góða vini. „Það er eðlilegt að mér líði þannig en mér finnst aldurinn frábær! Ég hef það afskaplega gott og er full af orku, jákvæðni og gleði og svo bara sjáum við til. Ég trúi á kraftaverk og ef það er eitthvað sem mér finnst leið- inlegt þá eru það leiðindi og ég ætla því að reyna að hjálpa fólki að njóta lífsins,“ segir Edda Heiðrún glettin. Afmælisdagurinn verður að sjálf- sögðu haldinn hátíðlegur og er mikil dagskrá framundan. „Ég byrja á því að halda upp á af- mælið í búðinni. Það verður fimm daga afmælisveisla en frá fjögur til sex á daginn er fólki boðið hingað. En á morgun verð ég með nánustu ættingjum og vinum og um kvöld- ið er húllumhæ á Hilton-hótelinu,“ segir Edda Heiðrún og bætir því við að Súkkulaði og rósir er til húsa að Hverfisgötu 52. hrefna@frettabladid.is EDDA HEIÐRÚN BACKMAN: OPNAR VERSLUN Í TILEFNI FIMMTUGSAFMÆLIS Súkkulaði og rósir í Reykjavík JÚLÍA TÍMÓSJENKO, ÚKRAÍNSKUR STJÓRNMÁLAMAÐUR, ER 47 ÁRA Í DAG. „Vesturlönd létu eins og kurteis heiðursmaður eða jafnvel reyndur elskhugi í því að reyna að verja Úkr- aínu þó svo Rússland hag- aði sér eins og getulaus nauðgari.“ Júlía Tímósjenko var forsæt- isráðherra Úkraínu frá 24. janúar til 8. september 2005 og var hún einn af leiðtogum appelsínugulu byltingarinnar. AFMÆLI OG NÝ VERSLUN Eddu Heiðrúnu finnst ákaflega gaman að vera fullorðin og hefur nú opnað verslunina Súkkulaði og rósir í tilefni fimmtugsafmælisins. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /A N TO N B R IN K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.