Fréttablaðið - 28.11.2007, Síða 10
MARKAÐURINN 28. NÓVEMBER 2007 MIÐVIKUDAGUR10
S K O Ð U N
ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRI: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Óli Kristján
Ármannsson, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@
markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.
is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn
áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds.
bjorgvin@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@
markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is
Sögurnar... tölurnar... fólkið...
U M V Í Ð A V E R Ö L D
Íslensku viðskiptabankarnir búa við þann veruleika að erlendir
fjárfestar tengja við þá meiri áhættu en við banka annars staðar í
hinum vestræna heimi. Kannski ræður þarna einhverju vantrú á því
að frá jafnfámennri þjóð geti komið marktæk alþjóðleg fyrirtæki.
Þá spilar vafalaust hlutverk sitt óstöðug króna og efnahagssveiflur
hér heima fyrir sem skjóta fjárfestum skelk í bringu, burtséð frá
réttmæti þess að tengja upprunalandið með slíkum hætti starfsemi
bankanna. Svo má líka vera að þarna ráði einhverju gamaldags
fákunnátta eða fordómar. Við viljum stundum gleyma því að
nafn Íslands er ekkert á milli tannanna á fólki dags daglega úti í
hinum stóra heimi. Þannig telja Bandaríkjamenn gjarnan að mikið
ferðalag hljóti að vera að koma hingað, en verða steinhissa þegar
þeim er bent á að vegalengdin sé svipuð og milli New York og
Seattle, á austur- og vesturströnd Bandaríkjanna.
Bankarnir eru ekki öfundsverðir af því hlutverki að þurfa að
reyna að rétta hlut sinn meðal fjármálafyrirtækja í þeim stórsjó
sem þann geira plagar í kjölfar áfalla tengdra undirmálslánum í
Bandaríkjunum. Bót er hins vegar í máli að þeir búa að reynslunni
frá því í fyrra.
Síðasta ár einkenndist jú af óróleika í kringum íslensku bankana.
Boltinn tók að rúlla í upphafi árs með vangaveltum um stöðu bank-
anna og við það jókst fjármögnunarkostnaður þeirra, sem svo aftur
ýtti undir frekari vangaveltur um framtíðarhorfur þeirra. Bank-
arnir tóku sig verulega á í kynningarmálum og fór þar fremstur í
flokki Bjarni Ármannsson, sem þá var forstjóri Glitnis, en hann var
um skeið tíður gestur í viðskiptafréttum sjónvarpsstöðva á borð við
Bloomberg og víðar þar sem hann reyndi að draga upp réttari mynd
af bönkunum og stöðu í íslensku hagkerfi en greinendur Danske
Bank og fleiri höfðu dregið upp. Segja má að óróaskeiðinu hafi svo
lokið með Mishkin-skýrslunni og hálfsársuppgjörum bankanna.
Gárungar hafa slegið því fram að núna vanti bankakerfið Bjarna
til að stíga fram og róa umræðuna um bankana líkt og gert var í
fyrra. Skuldatryggingarálag á íslensku bankana er enda himinhátt
núna og mun hærra en í fyrra. Hætt er samt við að lítið yrði
hlustað á bankastjóra frá Íslandi núna og óvíst að aðgengið að
viðskiptafrétta sjónvarpsstöðvum sé jafngott í alvöru bankakrísu
sem snýr að heimsbyggðinni allri, í stað staðbundins umræðuvanda
um íslensku bankana.
Ekki er samt svo að skilja að bankarnir geti ekkert gert. Nú
skiptir þá máli að fyrir liggi réttar og greinargóðar upplýsingar um
stöðu þeirra. Öll óvissa verður í árferði dagsins að áhættu í huga
erlenda fjárfestisins eða fjármálastofnunarinnar. Kaupþing átti
stórleik í þessum efnum í byrjun vikunnar þegar bankinn upplýsti
um hvernig háttað væri fjármögnun á yfirtöku bankans á NIBC í
Hollandi, en hærra skuldatryggingarálag á Kaupþing hefur verið
rakið til þess að þau skilaboð hafi ekki ratað alla leið til þessa.
Tilkynningin á mánudag hafði þegar sín áhrif og lækkaði álagið
á Kaupþing þegar um 65 punkta, fór í 275 punkta. Álagið er samt
nærri því þrisvar sinnum hærra en þegar verst lét í mars í fyrra.
Ljóst má vera að fjármálamarkaðir verða órólegir enn um sinn,
sér í lagi meðan ekki er að fullu komið fram umfang afskrifta
banka heimsins vegna „flókinna fjármálagjörninga“ vestan hafs.
Hér réðust bankarnir hins vegar í tiltekt á síðasta ári vegna
ímyndarvanda og tæpast annað séð en þeir séu í kjörstöðu til að
bíða af sér storminn.
Íslenskir bankar hafa mátt búa við að vera taldir
áhættusamari fjárfesting en aðrir vestrænir bankar.
Sækja sjóinn í ólgu
alþjóðlegs fjármálaróts
Óli Kristján Ármannsson
Það hefur verið lagt til að Seðla-
bankinn horfi framhjá hækkun
fasteignaverðs við vaxtaákvarð-
anir, að réttast væri að taka fast-
eignaliðinn út úr verðmæling-
unni. Með því á tvennt að vinnast:
Seðlabankinn hætti að berjast
við hækkun fasteignaverðs sem
eigi ekkert skylt við verðlag eða
verðbólgu, og þá losni þeir sem
skulda verðtryggð lán við stærst-
an hluta af hækkun vísitölunnar
og skuldi því ekki eins mikið.
BEIN ÁHRIF FASTEIGNA Á VERÐLAG
Stærstan hluta af hækkun vísi-
tölu neysluverðs undanfarin ár
má rekja til hækkunar húsnæð-
isverðs en stór hluti af daglegri
neyslu er einmitt notkun á því
húsnæði sem við búum í. Ef hús-
næðið er leigt liggur fyrir hvert
markaðsvirðið á þessari þjónustu
er. Ef við eigum það húsnæði
sem við erum að nota erum við í
reynd að leigja af okkur sjálfum.
Ef ekki er um virkan leigumark-
að að ræða getur verið flókið að
finna út hver kostnaðurinn er.
Hér á landi er stuðst við reikn-
aða húsaleigu, sem er reiknuð út
frá forsendum um fjármögnun-
arkostnað húsnæðis. Hann fer að
miklu leyti eftir því hvert verð á
húsnæði er og hvaða vextir eru í
boði á veðlánum.
Þeir sem hafa búið þar sem
markaður með leiguhúsnæði er
virkur þekkja það að þegar fast-
eignaverð hækkar fylgir leigan
með. Þróun leiguverðs og fast-
eignaverðs í nágrannalöndum
okkar undanfarin ár bendir þó
til að líklega ofmeti þessi reikni-
aðferð húsnæðiskostnað að ein-
hverju leyti. Því er stundum hald-
ið fram að húsnæði komi ekki inn
í samræmda vísitölu neysluverðs
á evrusvæðinu og að þetta ætti
að verða okkur Íslendingum fyr-
irmynd. Reyndar er húsnæðis-
liðnum sleppt vegna þess að fast-
eignamarkaðir eru mjög ólíkir
innan Evrópulandanna og gagna-
söfnun um þá einnig. Þó er í
gangi vinna við að bæta úr þessu
þannig að tillit verði tekið til
verðs á húsnæðislið neyslunnar.
ÓBEIN ÁHRIF Á VERÐLAG
Það eru ekki einungis tekjur
sem hafa áhrif á eftirspurn eftir
neysluvörum. Verðmæti eigna
hefur áhrif á almenna eftirspurn
og hækkandi eignaverð er því
einnig vísbending um vaxandi
verðbólgu. Erlendir seðlabankar
hafa oft lýst áhyggjum sínum af
samspili fasteignaverðs og eftir-
spurnar og brugðist meðal annars
við hækkandi eignaverði þegar
ákvarðanir eru teknar um stýri-
vaxtahækkanir óháð því hvort
fasteignaverð hafi bein áhrif á
mælingu neysluverðs. Það er
ólíklegt að peningastefnan hér
myndi breytast þótt fasteigna-
verði væri „kippt út“ úr vísi-
tölu neysluverðs. Seðlabankinn
myndi eftir sem áður verða að
bregðast við auðsáhrifum fast-
eignaverðs. Það er mikilvægt að
hafa í huga í þessu sambandi að
þetta vinnur í báðar áttir. Lækk-
andi eignaverð er vísbending um
minni verðbólguþrýsting.
AÐ „BANNA“ VERÐTRYGGINGU
Verðbólga hefur aukist
undanfarin ár og verið meiri en
flestir áttu von á. Verðtryggð
lán hafa því hækkað meira en
væntingar voru um þegar þau
voru tekin. Ef verðbólga er
óvænt meiri en reiknað er með
rýrnar höfuðstóll óverðtryggðra
lána. Ef þeir sem tóku verðtryggð
lán hefðu tekið óverðtryggð lán
fyrir nokkrum árum hefðu þeir
hagnast á því að verðbólgan
varð meiri en væntingar voru
um. Eignir flytjast frá þeim sem
skulda óverðtryggt til þeirra sem
lána ef verðbólga verður undir
væntingum og frá þeim sem lána
til lántakenda ef verðbólga reynist
yfir væntingum. Verðtrygging
tryggir bæði lántakendur og
lánveitendur gegn þessari óvissu
um eignir. Þegar samið er um lán
til langs tíma hagnast því báðir
aðilar á verðtryggingunni. Bann
við verðtryggingu er illskiljanleg
hugmynd og óframkvæmanleg.
Ekki er heldur ljóst hver ætti
að njóta góðs af slíku banni.
Bann við einni tegund lánaforms
þýðir fækkun á valmöguleikum
neytenda. Þegar valmöguleikum
fækkar getur hagur manna
ekki batnað. Ef hann breytist
þá versnar hann. Hugmyndir
um bann við verðtryggingu eru
því hugmyndir um að rýra kjör
neytenda.
AÐ HLEYPA VERÐBÓLGUNNI UPP
Það var kostnaðarsöm aðgerð að
ná verðbólgu niður á sínum tíma,
úr tugum prósenta á ári. Þegar
slagurinn var tekinn kostaði það
stöðnun í hagkerfinu um langt
skeið. Hagvöxtur á ári var að
meðaltali 0,3% 1987 til 1995, sem
er töluvert undir fólksfjölgun á
þeim tíma. Ef nú er slakað á og
verðbólgunni „hleypt í gegn“ er
veruleg hætta á að hún flytjist
aftur á hærra stig. Ef verðbólga
er einu sinni boðin velkomin fer
hún ekki í burtu af sjálfsdáðum.
Hún er þá komin til að vera.
Hún hleypur ekki í gegn. Mikil
verðbólga er dýr og ef henni er
hleypt af stað kemur að því að
það borgar sig að taka slaginn á
ný og ná henni niður. Það gerist
þá ekki nema með verulegri
kælingu á hagkerfinu. Það er
ólíklegt að nokkurn langi aftur í
átta mögur ár.
Hvort sem tillit er tekið til
neyslu á húsnæði eða ekki í
vísitölu neysluverðs er ljóst að
Seðlabankinn mun taka tillit til
þess við vaxtaákvarðanir. Það
eru einnig allar líkur á því að
þeim sem skulda verðtryggð lán
í dag væri gerður mikill óleikur
ef viðmiði verðtryggingar væri
breytt nú og vægi fasteigna-
liðarins minnkað. Skuldararnir
bera þá hækkun sem þegar er
komin fram í vísitölunni. Fast-
eignaverð getur ekki endalaust
hækkað hraðar en annað verð.
Það kemur að því fyrr eða síðar
(og líklega er ekki langt í það)
að fasteignaverð hækki hægar
en annað verð og lækki jafnvel.
Neytendum og skuldurum væri
ekki gerður greiði með því að
kippa fasteignaliðnum út úr vísi-
tölunni núna.
Höfundur er hagfræðingur í
Greiningardeild Landsbankans.
Skoðanir sem koma fram í
greininni eru höfundarins og
þurfa ekki að endurspegla
skoðanir Landsbankans eða
greiningardeildarinnar.
Fasteignaverð, verðbólga og
verðtrygging
O R Ð Í B E L G
Lúðvík Elíasson
hagfræðingur
og sérfræðingur
greiningardeildar
Landsbanka Íslands.
Hræðsla við breytingar
Guardian | Stephen Schwarzman, forstjóri og annar
stofnenda bandaríska fjárfestingarisans Black-
stone, segir að
ekki sé hægt
að kenna fjár-
festingarsjóðum og öðrum áhættusæknum fyr-
irtækjum um fjármálakreppuna sem riðið hefur
húsum í fjármálaheiminum frá því seint í sumar.
Hann vísaði því sömuleiðis á bug á fundi í Bret-
landi í vikubyrjun að skammtímahugsun ríkti hjá
fjárfestingarfélögum á borð við Blackstone og þau
keyptu fyrirtæki fyrir lánsfé til þess eins að strípa
þau og brjóta upp í einingar til að auka verðmæti
fjárfestingarinnar. „Þetta eru mýtur, hræðsla við
breytingar,“ sagði Schwarzman og lagði áherslu
á að aðkoma nýrra eigenda skerpti rekstur fyrir-
tækja sem keypt væru og ekkert nema gott um
slíkt að segja. Þá lagði hann áherslu á að Blackstone
héldi iðulega í fyrirtæki sem það fjárfesti í til fimm
ára hið minnsta. Breska blaðið Guardian segir í um-
fjöllun af fundinum að meirihluti fundargesta hafi
verið sammála um að fréttaflutningur um fjár-
festingafélög hafi verið of neikvæður en slíkt hafi
skaðað viðhorf manna til viðskiptalífsins.
Með lausafé í vasanum
Economist | Og enn um fjárfestingarfélög því
kollegar Schwarzmans hjá Cerberus gagnrýna
„óvægna og
óréttmæta“
umfjöllun um
bága stöðu sína.
Cerberus keypti
í sumar meirihluta í bandaríska bílaframleiðand-
anum og vandræðabarninu Chrysler af Daimler.
Fyrir skömmu kom hins vegar í ljós að viðskipta-
banka Cerberus hefði ekki tekist að koma fjögurra
milljarða dala skuldabréfi, sem tekið var í tengsl-
um við kaupin, í verð. Bílakaup Cerberus hafa
reynst fyrirtækinu erfiður ljár í þúfu því fjár-
málaarmur General Motors, sem félagið keypti
meirihluta í, hefur skilað slæmu tapi. Breska viku-
ritið Economist segir stjórnendur Cerberus hafa
stigið fram úr skugganum fyrir skömmu enda
dauðþreyttir á neikvæðum fréttum af félaginu
sem flestar snúi að lausafjárþurrð þess. Stjórn-
endurnir vísuðu allri gagnrýni á bug og sögðu í
samtali við bandaríska blaðið Wall Street Journal
að gnægð lausafjár, rúmir tíu milljarðar dala, væri
í sjóðum félagsins.
MARKAÐURINN
með Fréttablaðinu
alla miðvikudaga