Fréttablaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 28
 30. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR Aðrar YouTube-kappræður Frambjóðendur Repúblikana- flokksins í Bandaríkjunum, sem sækjast eftir forsetatilnefningu, héldu kappræður sínar í sjónvarpi og á netinu í gær. Almenning- ur fékk að spyrja spurn- inga í gegnum myndbandavefinn YouTube, og sátu frambjóðendurn- ir fyrir svörum. Spurningarnar og svörin má sjá á youtube.com. Kanar hættir að fitna Í fyrsta skipti í tuttugu og fimm ár eru Bandaríkjamenn ekki að fitna. Samkvæmt miðstöð sjúkdóma- varna þarlendis voru 34,3 prósent fullorðinna, um 72 milljónir, of feit árin 2005 og 2006. Árin tvö á undan var hlutfallið nánast hið sama, sem hefur ekki gerst síðan 1980. Læknar vara þó við bjartsýni, vandinn sé langt í frá leystur þó að hámarki fitunnar hafi verið náð. Tvíburabróðir jarðar Niðurstöður rannsókna sem gerð- ar voru á yfirborði Venusar hafa leitt í ljós að glóandi heitu plánet- unni svipar til jarðarinnar á marg- an hátt. Til dæmis slær eldingum reglulega niður í yfirborðið og uppbygging gufuhvolfsins er mjög svipuð og hér. Þessar niðurstöður renna stoðum undir þá kenningu að pláneturnar tvær hafi upphaf- lega verið eins konar tvíburar, en þær eru nokkurn veginn jafn stórar og þungar. Marsferðin útlistuð nánar Geimferðastofnun Bandaríkj- anna, NASA, hefur gefið út nánari upplýsingar um fyrirhugaða ferð til Mars. Hugmyndin er að senda fámenna áhöfn í ferðalagið til rauðu plánetunnar og aftur heim, og er áætlað að ferðin taki um þrjátíu mánuði. Geim- skipið verður sett saman á braut um jörðu og leggur af stað í febrúar 2031. Allt er þetta þó breytingum háð, enda getur margt gerst í tækniheiminum á tuttugu og fjórum árum. Tvö fyrirtæki, annað breskt og hitt þýskt, hafa tekið höndum saman um að endurreisa Galíleó- staðsetningarkerfið. Þau ætla að byggja nýja gervihnetti til að nota í kerfinu, sem hefur verið í dvala vegna vandræða við fjár- mögnun undanfarin ár. Galíleó-kerfið var fyrst kynnt árið 2003 sem keppinautur bandaríska GPS-kerfisins. Ólíkt bandaríska kerfinu verður Galíleó fyrst og fremst ætlað almenningi, en GPS-kerfið vestra er aðallega ætlað bandaríska hernum. Almenningur um allan heim getur vissulega notfært sér GPS- kerfið, en bandarísk stjórnvöld áskilja sér rétt til að slökkva á því fyrir almenning hvenær sem þeim sýnist, til dæmis ef stríð myndi brjótast út. Hugmyndin með Galíleó-kerfinu var því að koma upp staðsetningarkerfi sem væri óháð varnarmálaráðu- neyti Bandaríkjanna. Samkvæmt áætlunum fyrir- tækjanna tveggja: Surrey Satel- lite Technology frá Bretlandi og OHB frá Þýskalandi, verður þrjátíu gervihnöttum skotið á loft fyrir lok ársins 2012. Hingað til hefur aðeins einum Galíleó- gervihnetti verið skotið á loft til reynslu. - sþs Tvö fyrirtæki hyggjast smíða gervihnetti sem þarf til að reka staðsetningarkerfi: Ætla að vekja Galíleó úr dvala GALÍLEÓ Kerfið byggir á svipaðri tækni og GPS, og notar gervihnetti á braut um jörðu til að staðsetja hluti. MYND/ESA Vodafone kynnti í gær þriðju kyn- slóðar farsímaþjónustu sína ásamt tónlistarverslun sem henni fylgir. Íslensk og erlend tónlist verður í boði til niðurhals í farsíma, en alls eru um milljón lög í boði, flest erlend. Gegn mánaðargjaldi verð- ur hægt að ná í alla íslenska tónlist án sérstaks aukagjalds, en erlend lög kosta 99 krónur stykkið. Þriðju kynslóðar tækni, eða 3G eins og hún er oftast kölluð, byggir á farsímatækni sem gefur meiri nethraða í farsímum en áður hefur verið til staðar. Hægt er að skoða vefsíður og hala niður tón- list í þar til gerða síma, og einnig komast á netið í fartölvu hvar sem er innan þjónustusvæðisins með sérstöku 3G-netkorti. Helsta nýjungin í 3G-þjónustu Vodafone er tónlistarverslunin, en hingað til hafa Íslendingar ekki átt auðvelt með að kaupa erlenda tónlist löglega í gegnum netið. Með því að skrá sig í tónlistar - klúbb Vodafone, og borga fyrir það 990 krónur á mánuði, er hægt að hala niður allri þeirri íslensku tónlist sem finnst í versluninni að vild, og erlendri tónlist fyrir 99 krónur lagið. Lögin eru læst við símann sem þeim er halað í, og því ekki hægt að flytja þau yfir á tölvu eða iPod. Ef notandinn skiptir um síma getur hann flutt lögin sín yfir á nýja símann, en aðeins í samvinnu við starfsfólk Vodafone. Auk tónlistarverslunarinnar verður í boði þráðlaus netteng- ing í gegnum sérstakt 3G-net- kort sem tengt er við fartölvu. Verðskráin er svipuð þeirri sem er í sömu þjónustu hjá Símanum, en þó aðeins ódýrari. salvar@frettabladid.is Milljón lög í farsímann Farsímanotendur geta nú náð í íslenska og erlenda tónlist í gegnum tónlistarverslun Vodafone. Milljón lög eru í boði, og kosta þau erlendu 99 krónur hvert. LINDA BJÖRK WAAGE Netumferð til og frá landinu er meira og minna komin í samt lag eftir sveiflur í kjölfar lokunar torrent.is og annarra íslenskra torrent- síðna í síðustu viku. Linda Björk Waage, upplýsingafulltrúi Símans, segir umferð innanlands hafa minnkað töluvert eftir að síðunni var lokað. Umferð til og frá landinu hafi aukist að sama skapi, en ekki jafn mikið. Nú sé ástandið nokkurn veginn komið aftur í lag. Torrent.is var lokað 19. nóvember í kjölfar lögbannskröfu sem SMÁÍS, auk fleiri höfundar réttarsamtaka, lögðu fram og sýslumaðurinn í Hafnarfirði samþykkti. Málið verður tekið fyrir hinn 12. desember. - sþs Sveiflur á netumferð eftir lokun Istorrent: Umferðin komin í lag ÞRIÐJA KYNSLÓÐIN KYNNT Björn Víglundsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs hjá Vodafone, kynnti þriðju kynslóðar þjónustu fyrirtækisins í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR taekni@frettabladid.is TÆKNIHEIMURINN Vefurinn: Game Over Íslenskur vefur með tölvuleikjafréttum og leikjagagnrýni. Uppfærður reglulega. www.gameover.is 20% AFSLÁTTUR af öllum s pilum hjá Office 1 ® NÝTT MEMORY ® NÝTT MONOPOLY á íslensku 1.895.- Almennt verð: 2.490.- TILBOÐ Agnar smár en afar knár MP3 spilari 1GB 2GB 4.990.- 6.990.- TILBOÐ 3.290.- Almennt verð: 4.9 80.- TILBOÐ ...um land allt! Skeifunni17 • Smáralind • Akureyri • Ísafirði • Egilsstöðum • Vestmannaeyjum • Selfossi • Hafnarfirði (Bókabúð Böðvars) FRÁBÆRT VERÐ FRÁBÆRT VERÐ FRÁBÆRT VERÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.