Fréttablaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 42
BLS. 2 | sirkus | 30. NÓVEMBER 2007 G litrandi pallíettur og glamúr settu svip sinn á dagskrá Ríkis- sjónvarpsins síðustu helgi. Söngkona hljómsveitarinnar „Sometime“, Diva de la Rosa, kæddist íðilfögrum pallí- ettukjól í Kastljósinu á föstudags- kvöldinu og sló glamúrtaktinn fyrir helgina þétt og örugglega með bandi sínu. Kjóll Rósu er úr versluninni Spú- útnik og klæddi hann dívuna afar vel. Rauð hárspöng Rósu úr versluninni KVK setti síðan punktinn yfir i-ið. Það stirndi bókstaflega á skemmtiþáttinn Laugardagslögin. Þáttastjórnandinn Ragnhildur Steinunn skartaði sínu fegursta í svörtum hnésíðum pallí- ettukjól frá Karen Millen. Kjóllinn var í anda þriðja áratugarins og var skemmtileg tilbreyting frá „Júniform-stíl“ Ragnhildar. Söngkonan Regína Ósk kom sá og sigraði í svörtum pallí- ettukjól með laginu „Full- komið líf “. Kjóll Regínu var úr versluninni Rokk og rósum og sló svo sannarlega á hina einu sönnu Eurovision- strengi. Við kjól- inn bar Regína silfurlitaða pallíettu- húfu frá Skart- hús- inu og glitr- aði því frá toppi til táar. Ljóst er að pallíettur koma sterkar inn fyrir jólin enda lýsa þær upp skammdegið og klæða hvers- dagsleikann í sparifötin. ■ Heyrst hefur Búinn að trúlofa sig Sjarmatröllið og útvarpsmaðurinn góðkunni Heiðar Austmann hefur fest ráð sitt. Heiðar fór á skeljarnar ekki alls fyrir löngu og bað kærustu sinnar. Hann vildi hvorki tjá sig um tildrög bónorðsins eða segja frá tilvonandi brúður. Heiðar hefur haldið unnustu sinni fyrir utan alla fjölmiðla og ætlar sér ekki að svipta hulunni af huldukonu sinni að svo stöddu. Ragnhildur Steinunn í hljómsveit Heyrst hefur að sjónvarpskonan yndisfríða Ragnhildur Steinnunn Jónsdóttir og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir blaðamaður hafi nýlega stofnað hljómsveit. Sögur herma þó að hljómsveitin ætli sér ekki stóra hluti í tónlistarheiminum og sé meira hugsuð sem heimilisband, þar sem þær stöllur ætli einungis að fá útrás fyrir sköpunargleðina í tónlistinni. Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Indíana Ása Hreinsdóttir indiana@frettabladid.is Bergþóra Magnúsdóttir bergthora@frettabladid.is Forsíðumynd Valgarður Gíslason Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir kristina@frettabladid.is SIRKUS Skaftahlíð 24 105 Reykjavík, sími 512 5000 S upreme Luxury er ráðstefna sem haldin er árlega fyrir áhrifa- mestu kanónurnar í tískuheiminum sem telur um 600 manns. Sú sem stóð fyrir ráðstefnunni er Suzy Menkes en hún er ritstjóri Inter- national Herald. Hún er talin vera einn áhrifamesti penninn í tísku- heiminum. Þema ráðstefnunnar í ár var Rússland og því var Supreme Luxury haldin í Moskvu. Á ráðstefn- una í Moskvu komu fulltrúar allra stærstu merkjanna í hátískuheimin- um eins og Tom Ford, Donatella Versace, stjórnendur Gucci, Prada, Louis Vuitton, Burberry og hönnun- arteymið Viktor og Rolf. Óhætt er að segja að á ráðstefnunni hafi allt best klædda fólk veraldar verið saman- komið og ekki varð þverfótað fyrir flottum töskum, skóm og lúxus- klæddu fólki. Tískuhönnuðurinn, Tom Ford, sem var einn af aðalhönnuðum Gucci áður en hann stofnaði sitt eigið merki kom fram á ráðstefnunni. Hann var flottur í tauinu, í ljósgráum jakkaföt- um með breitt bindi og í vesti innan undir jakkanum. Hans stærsti skart- gripur voru risastór gleraugu með minntu helst á kvensólgleraugu. Samfélagsleg ábyrgð var honum ofar- lega í huga og hann velti þeim spurn- ingum upp hvort framtíðarlúxus væri ekki að kaupa föt sem sköðuðu engan, framleiðslan færi fram án mengunar, barnaþrælkun yrði ekki inni í myndinni og ekki yrðu neinar prófanir á dýrum. Lúxusinn fælist í því að með þessu vinnulagi yrðu vör- urnar mjög dýrar og ekki á færi hvers manns að eignast þær. Tom Ford vakti mikla athygli og voru fjörugar umræður að fyrirlestri loknum. Það sem vakti einnig athygli var að hin nýgiftu Jón Ásgeir Jóhann- esson og Ingibjörg Stefanía Pálma- dóttir voru á meðal gesta en Baugur Group bauð til galaveislu á ráðstefn- unni. Eins og þjóðin veit er Jón mikill Gucci-aðdáandi og ef einhver ætti að hafa efni á framtíðarlúxus þá eru það þau. Það verður því spennandi að sjá hvort þau muni fara að selja hönnun Toms Ford á Íslandi? martamaria@365.is LÚXUSTÍSKUELÍTA HEIMSINS SAMAN Á RÁÐSTEFNU Í MOSKVU TOM FORD, DONATELLA VERSACE OG JÓN ÁSGEIR Glitrandi glamúr í Ríkissjónvarpinu Jóhanna Kristín Ólafsdóttir innanhússarkitekt MÍLANÓ MORGUNMATURINN: Torrefazione di Corso Buenos Aires, kaffihús við Corso Buenos Aires. Þar er hægt að fá besta cappuccino í heimi og bestu croissant á Ítalíu. Skyndibitinn: Panzerotti hjá Luini, þetta er í hliðargötu við Corso Vittorio Emanuele. RÓMÓ ÚT AÐ BORÐA: Giulio Pane é ojo, rétt hjá Porta Romana. Þetta er lítill heimilislegur staður, þar sem réttirnir breytast dag frá degi og þeir þylja upp matseðilinn utanbókar. Manni leið alltaf eins og Norm í Cheers þegar maður labbaði þar inn. Enginn að spá í klæðnað eða skreytingar, en öll helstu „celebin“ í Mílanó fara að borða þarna. Svo er gaman að rölta um Brera-hverfið á góðu kvöldi og kanna stemninguna þar. Minni líka á jólamarkaðinn sem er í byrjun desember, ristaðar kastaníu- hnetur og heitt jólavín, æðisleg stemning. UPPÁHALDSVERSLUN: Via della spiga og Corso Montenapoleone eru auðvitað aðalgöturnar fyrir merkjasnobb- arana, gaman að skoða og koma við góssið, þótt maður kaupi ekki endilega neitt. Maður lætur sig bara dreyma um hvað maður kaupir þegar maður verður stór! Aðalborgin fyrir merkjasnobbara TÍSKUSNILLING- URINN TOM FORD Hann var með fyrirlestur á ráðstefnunni og framtíðarlúxus var honum ofarlega í huga. NORDICPHOTOS/ GETTYIMAGES LÚXUSDROTTNINGIN Hönnuðurinn Donatella Versace skartaði sínu fegursta þegar hún opnaði Versace-verslun í Moskvu um leið og hún hélt fyrirlestur á ráðstefnunni „Supreme luxury“. Hún klæddist að sjálfsögðu Versace-dressi og eins og sjá má er satínefnið alls ekki að detta úr tísku. NORDICPHOTOS/GETTYIMAGES
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.