Fréttablaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 69

Fréttablaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 69
FÖSTUDAGUR 30. nóvember 2007 37 SEND IÐ OKK UR LÍNU Við hvetj um les end ur til að senda okk ur línu og leggja orð í belg um mál efni líð andi stund ar. Grein ar og bréf skulu vera stutt og gagn- orð. Ein göngu er tek ið á móti efni sem sent er frá Skoð ana síð unni á vis ir.is. Þar eru nán ari leið bein- ing ar. Rit stjórn ákveð ur hvort efni birt ist í Frétta blað inu eða Vísi eða í báð um miðl un um að hluta eða í heild. Áskil inn er rétt ur til leið rétt- inga og til að stytta efni. UMRÆÐAN Kjör kennara Nú styttist óðum í að samningar hjá grunnskólakennurum verði lausir og nú þegar er byrjaður fólksflótti úr stéttinni vegna þeirra lágu launa sem eru í boði. Kjör kennara eru ekki samkeppnishæf á hinum frjálsa atvinnu- markaði. Fleiri og fleiri kennar- ar flýja kjörin og taka tilboðum um betur launuð störf. Yfirmenn grunnskólanna reyna að manna kennarastöðurnar með öllum ráðum og hlutfall leiðbeinenda eykst í skólum landsins án þess að nokkur hafi við því að segja. Af og til heyrum við af vanda- málum sem skapast í sumum leikskólum landsins vegna mann- eklu, deildum er lokað og börn eru send heim en ekkert heyrist frá grunnskólunum hvernig staðan er þar. Meðan einhver er til staðar til að sinna nemendun- um í skólunum heyrist engin kvörtun frá foreldrum eða öðrum. Enda eru leiðbeinendurnir oft og tíðum mjög gott fólk og fær jafnvel mikinn áhuga á kennarastarf- inu. En núna hugsar það sig tvisvar um þegar það heyrir um byrjunar- launin sem í boði eru fyrir nýútskrifaða kenn- ara. Það að fylla upp í kennarastöðurnar með leiðbeinendum eða ýta meiri vinnu yfir á aðra starfs- menn hjálpar ekki kennarastétt- inni í sinni kjarabaráttu. Við verðum að láta þjóðfélagið vita hvernig staðan er í skólunum. Kennarastarfið er mjög krefj- andi starf en einnig lifandi og skemmtilegt þar sem engir tveir dagar eru eins. Mér hefur fund- ist mjög gaman að fylgjast með ungum, nýútskrifuðum eða nýlegum kennurum og leiðbein- endum í þessu starfi núna í haust. Þeir eru áhugasamir, kraftmiklir og hugmyndaríkir en þegar þeir fá launaseðilinn verða vonbrigðin mikil. Hvernig er hægt að lifa á þessu? Margir ungir kennarar í dag láta ekki bjóða sér þetta og fara í betur launuð störf. Þjóðfélagið mun missa margt hæfileikaríkt fólk úr skólunum ef launin verða ekki leiðrétt. Einstæðir foreldrar geta ekki haldið uppi heimili á þessum kjörum og detta því fyrstir úr stéttinni. Hinir finna að starfið er að missa virðingu sína í samfélaginu vegna þess- ara smánarlauna. Sumir eldri kennarar sem eru á 95 ára regl- unni, haldast í starfinu til að missa ekki sín réttindi og bíða óþreyjufullir eftir þeim degi þegar þeir mega hætta að vinna. En ekki eru allir þannig. Aðrir eru alltaf lifandi, áhugasamir og tilbúnir að þroskast í sínu starfi þrátt fyrir að meiri kröfur séu gerðar núna til kennara en fyrir 20-30 árum. Samt sem áður eru flestir kennarar langþreyttir á að störf þeirra séu ekki virt að verðleikum. En spurningin er, hvað ætla sveitarfélögin að gera? Hvernig ætla þau að stöðva flóttann úr skólunum? Núna eru Starfs- greinasambandið og Samtök atvinnulífsins að hefja kjaravið- ræður og heyrst hefur að það fyrrnefnda muni ekki sætta sig við minna en 30 prósenta hækk- un á lægstu laun. Þessar launa- kröfur ættum við kennarar að krefjast líka án þess að þurfa auka við vinnu á móti eins og virðist alltaf vera raunin þegar við fáum launahækkun. Við þurf- um einhverjar aðgerðir fljótlega áður en ófremdarástand skapast í skólum landsins. Höfundur er kennari og móðir þriggja barna á leik- og grunn- skólaaldri. Eigum við að lifa á loftinu? HELGA ÁGÚSTSDÓTTIR UMRÆÐAN Faðernismál Þau undur og stórmerki gerðust í okkar litla samfélagi að fræg- ur maður vildi ekki lengur vera sonur föður síns. Hann gat ekki á heilum sér tekið og linnti ekki látum fyrr en faðir hans var orð- inn annar en sá sem ól hann upp í ást og umhyggju. Mér þótti mikið til þessa koma, ég verð nú bara að segja það. En það var ekki allt. Hann vildi láta kné fylgja kviði, eða þannig. Arfssókn kom í kjölfarið og þá fannst fleir- um en mér mælirinn full- ur. Að ala upp barn er besti kafli í lífi hvers manns og börnum eðlilegt að þykja vænt um góða foreldra. Að valda leiðindum og sársauka vegna eigingjarnra hvata eða duttlunga, er sumum léttara en öðrum. Það er eðlilegt að leita upp- runa síns og börn eiga skilyrðis- lausan rétt á því. En þegar menn eru komnir að fótum fram, skiptir það litlu. Hvað fá menn út úr ætt- greiningu fyrir opnum tjöldum í svo viðkvæmum málum? Hverjir verða sorgmæddir og hverjir verða glaðir? Foreldrar barns eru fyrst og fremst þeir sem ala það upp af alúð og í flestum tilfellum sama hvernig þeir eru til komnir. Þeir skipta öllu máli. Hinir skipta engu eða litlu nema þeim sé bolað frá börnum á röng- um forsendum. Svo virðist ekki í þessu tilfelli og því best að láta kjurt liggja. En kannski er ég svona barnalegur í hugsun. Höfundur er trésmíðameistari. Barn er þess sem elur það ALBERT JENSEN Reykskynjarar á þúsund kall (rafhlaða innifalin)! Hvers virði er fjölskyldan? 990 krónur* Reykskynjarar eru ódýrir. Auðvelt er að setja þá upp og halda þeim við. Þeir eru mikilvægasta öryggistæki heimilisins. Skerandi vælið í þeim hefur bjargað fjölmörgum mannslífum. Samt eru talsverð brögð að því að reykskynjara vanti á íslensk heimili. Eftir hverju ert þú að bíða? Þú færð reykskynjara, slökkvitæki, eldvarnateppi og annan eldvarna- búnað í byggingavöruverslunum, sérverslunum, hjá trygginga- félögunum og víðar. Er þér þá nokkuð að vanbúnaði? Ítarlegar upplýsingar um eldvarnir heimilanna birtust í Eldvarnablaðinu sem kom út með Morgunblaðinu 23. nóvember. Blaðið er að finna á www.lsos.is. TM er samstarfsaðili LSS í Eldvarnaátakinu 2007. TRYGGINGAMIÐSTÖÐINwww.lsos.is www.tm.is *dæmi um verð í byggingavöruverslun 31.10.07 – á ekki við reykskynjarann á myndinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.