Fréttablaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 32
32 30. nóvember 2007 FÖSTUDAGUR
Umsjón: nánar á visir.is
KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf]
OMX ÍSLAND 15 Fjöldi viðskipta: 586
6.896 +1,24% Velta: 4.667 milljónir
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Atorka 10,26 +0,39% ... Bakkavör
58,70 +1,21% ... Eimskipafélagið 36,80 +0,00% ... Exista 25,00
1,01% ... FL Group 20,70 +3,76% ... Glitnir 24,70 +1,02% ... Icelandair
27,80 +2,77% ... Kaupþing 925,00 +1,31% ... Landsbankinn 37,20
+0,54% ... Straumur-Burðarás 16,20 +1,25% ... Össur 99,50 +0,61%
... Teymi 6,37 +1,92%
MESTA HÆKKUN
FL GROUP 3,76%
SPRON 3,62%
ICELANDAIR 2,77%
MESTA LÆKKUN
FÖROYA BANKI 2,91%
365 2,82%
EIK BANKI 2,49%
Fyrirhuguðum hluthafafundi í
finnska farsímafyrirtækinu Elisa
hefur verið frestað fram yfir
áramót.
Novator, sem
er langstærsti
einstaki
hluthafinn,
krafðist
fundarins til að
breyta skipu-
lagi félagsins
og fá mann í
stjórn.
Halda átti
fundinn 18.
desember en
hann verður 21. janúar.
Novator býðst til að kynna
hluthöfum tillögur sínar fyrir
fundinn. - ikh
Fundi frestað
BJÖRGÓLFUR THOR
BJÖRGÓLFSSON
Hitaveita Suðurnesja hefur
veitt félaginu Carbon
Re cycling International
vilyrði fyrir lóð til uppbygg-
ingar á tilraunaverksmiðju
sem draga mun úr útblæstri
hitaveitunnar á Svartsengi.
„Við teljum þetta geta orðið mjög
merkilegt framlag inn í umræð-
una um nýtingu koltvísýrings,“
segir Árni Sigfússon, bæjarstjóri
Reykjanesbæjar og stjórnarfor-
maður Hitaveitu Suðurnesja.
Sprotafyrirtækið Carbon Re cycl-
ing International, sem er í eigu
bandarískra og íslenskra aðila,
hefur náð samkomulagi við Hita-
veituna um uppbyggingu fimm
megavatta tilraunaverksmiðju í
Svartsengi. Verksmiðjan verður
smíðuð á Indlandi en stefnt er að
því að framleiðsla verði komin á
fullt skrið að ári og verksmiðjan
geti framleitt þrettán þúsund lítra
af metanóli á dag.
Verksmiðjan framleiðir metanól
úr mengandi útblæstri. Það má svo
vinna frekar í bensín sem nota má
á bíla og önnur ökutæki. Meðal
þeirra sem að verkefninu standa
eru George Olah, bandarískur Nób-
elsverðlaunahafi í efnafræði og
Jonathan E. Whitlow, sem unnið
hefur að Mars-verkefni NASA.
Forsvarsmenn fyrirtækisins
segja stefnt að því að nýta tækn-
ina til að minnka mengandi útblást-
ur álvera og kolaverksmiðja.
„Það er margt jákvætt í forat-
hugun,“ segir Árni og bætir við að
full ástæða sé að fylgja verkefn-
inu eftir. Hann útilokar ekki að
hitaveitan styðji frekar við upp-
byggingu Carbon Recycling Inter-
national. Það verði þó að gerast í
samstarfi við aðra fjárfesta.
Að sögn Andra Ottesen, fram-
kvæmdastjóra Carbon Recycling
International, er búið að tryggja
fjármögnun fyrir rekstur tilrauna-
verksmiðjunnar en reiknað er með
að bandaríski fjárfestingabankinn
Goldman Sachs og fleiri aðilar
bætist í hópinn á seinni stigum.
Bankinn kom inn í hluthafahóp
Geysi Green Energy ásamt Ólafi
Jóhanni Ólafssyni í sumar.
jonab@frettabladid.is
Vinna bensín úr útblæstri HS
ÁRNI SIGFÚSSON „Við teljum þetta
geta orðið mjög merkilegt framlag inn í
umræðuna um nýtingu koltvísýrings.“
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
Bandaríska flugrekstrarsam-
stæðan AMR, móðurfélag Ameri-
can Airlines, ákvað á miðvikudag
að selja eitt af dótturfélögum
sínum, American Eagle, og allan
rekstur þess á næsta ári.
AMR segir að allir aðilar muni
hagnast á sölunni og geti bæði
félögin einbeitt sér frekar að
kjarnastarfsemi sinni. Þetta er í
samræmi við óskir FL Group, sem
á um níu prósenta hlut í flug-
rekstrarsamstæðunni.
Greining Glitnis hefur eftir
markaðsaðilum að ákvörðunin sé
afleiðing af þrýstingi FL Group
sem hafi farið fram á við AMR
bæði bréfleiðis og opinberlega í
september að það losi sig við undir-
liggjandi eignir, svo sem vildar-
klúbb félagsins. Reiknað er með
að slíkt geri rekstur félagsins
gegnsærri og hugsanlega auki
markaðsvirði þess.
Gengi hlutabréfa í AMR hækk-
aði nokkuð vestanhafs í talsverðri
uppsveiflubylgju á miðvikudag en
lækkaði um fimm prósent þegar
verst lét í gær. Reikna má með að
þar spili inn í hækkun á hráolíu-
verði í gær en það eykur rekstrar-
kostnað samstæðunnar. - jab
Fóru að ráðum FL
STARFSMAÐUR AMERICAN EAGLE AMR er sagt hafa látið undan þrýstingi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
Fljótlega eftir áramót er stefnt að
hlutafjárútboði Marel Food Syst-
ems þar sem hlutafé félagsins
verður aukið um 29,8 milljónir
hluta, að sögn Árna Odds Þórðar-
sonar, stjórnarformanns Marels.
Útboðið er hluti af fjármögnun
kaupa félagsins á Stork Food Syst-
ems (SFS), en þau voru kynnt fyrir
fjárfestum í gærmorgun.
Auk hlutafjárútgáfunnar eftir
áramót, þar sem safna á 147 millj-
ónum evra hjá völdum fjárfest-
um, eru kaupin á SFS fjármögnuð með 53
milljóna evra afrakstri fyrra útboðs og með
langtímalánum upp á 235 milljónir evra.
Hörður Arnarson, forstjóri Marels, segir
áherslu félagsins nú á samþætt-
ingu og innri vöxt. Á kynningar-
fundinum kom fram að ekki væru
enn um sinn uppi ráðagerðir um
að skrá félagið víðar í kauphöll en
hér á landi. Árni Oddur segir
félagið taka upp evruskráningu
bréfa þegar það verði hægt.
Theo Hoen, forstjóri SFS, kynnti
starfsemi félagsins og fór yfir
sögu þess, en það var stofnað árið
1963. Þá störfuðu hjá SFS fimm
manns, en félagið hefur nú 1.875
starfsmenn. SFS er með höfuðstöðvar og
verksmiðjur í Hollandi, auk starfsemi í
Frakklandi, Spáni, Bandaríkjunum og Bras-
ilíu. - óká
Útboð eftir áramót
Áhersla Marels verður á samþættingu og innri vöxt.
ÁRNI ODDUR
ÞÓRÐARSON