Fréttablaðið - 30.11.2007, Blaðsíða 60
BLS. 12 | sirkus | 30. NÓVEMBER 2007
Glamúrleg
glimmerdress
og klæðileg
skvísuföt
Það var mikið um dýrðir þegar nýja
Company‘s-verslunin var opnuð í
Kringlunni í vikunni og var blásið til
dýrindis tískusýningar. Þar sýndu
fyrirsæturnar það nýjasta í vetrar-
tískunni 2007-8 en þar var svarti
litur inn áberandi ásamt fjólubláum
og gráum og metal-litum. Í verslun-
inni má finna fatnað frá In Wear,
Malene Birger, Part Two, Designers
Remix og Soak í sátt og samlyndi.
- MMJ
FJÓLUBLÁTT,
SATÍN OG
LEGGINGS
Er hægt að
biðja um
eitthvað
smartara?
100%
SKVÍSA
Leður er
eitt af því
sem enginn
má missa
af í vetur
en töluvert
er um
leðurkjóla í
vetrartísk-
unni.
DALLASFÍLINGUR
Pamela Ewing
hefði getað átt
þennan kjól í
fataskápnum
sínum en hann
er frá Designers
Remix sem er
eitt vinsælasta
merkið í
Skandinavíu um
þessar mundir.
HNÉBUXUR
ERU EKKI
DOTTNAR ÚR
TÍSKU
COMPANYS
COMPANYS
COMPANYS
KYNNTI SÉR HELSTU TRIXIN Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ætti að geta fengið
mörg góð ráð í bók þeirra Einars og Arnars Eggerts. Þess má geta að sá síðar-
nefndi er frá sama bæjarhluta og borgarstjóri, stórborginni í úthverfinu, sjálfu
Árbæjarhverfinu.
Einar Bárðarson og Arnar Eggert
Thoroddsen héldu magnað
útgáfuteiti á Apótekinu í tilefni af
útgáfu bókar þeirra, Öll trixin í
bókinni. Bókin hefur fallið í góðan
jarðveg enda stútfull af skemmti-
legum sögum af ferli og störfum
Einars Bárðarsonar. Margt var um
manninn í teitinu og það var rokk-
að feitt að sið Bárðarsonar.
Með allt
á hreinu
SAMHENT HJÓN Ragnhildur Eiríksdóttir
og Þorgrímur Þráinsson létu sjá sig í
boðinu. Ragnhildur hefur sterka brynju
enda standa mörg spjót á henni þessa
dagana. Hún tekur því með stóískri ró
enda heldur hún með sínum manni og er
stolt af honum.
TÓNLISTARMAÐURINN
SEM SKEMMTIR
BANKAFÓLKINU Jónsi
og Rósa eiginkona
hans ásamt sonum
sínum, Trausta og
Ara. Gott að Jónsi
er kominn í
bankann,
samstarfsmönnum
hans veitir ekki af
smá skemmtun
þegar hlutabréfa-
markaðurinn er á
stöðugri niðurleið
og umhverfið
skelfur vegna
úrvalsvísitölunnar.
Sirkusstjórinn tók á móti helginni í fyrra
fallinu og virtust barflugur bæjarins hafa
ákveðið að gera hið sama. Það var
margt um manninn á Ölstofu Kormáks
og Skjaldar á fimmtudagskvöldinu. Þar
voru þau Silja Hauksdóttir leikstýra og
Eggert Ketilsson
leikmyndahönnuð-
ur hress að
vanda ásamt
góðu gengi
kvikmynda-
gerðarfólks.
Samfylkingarkon-
an Bryndís Ísfold
og eiginmaður
hennar, Torfi
Frans
Ólafsson,
létu sig ekki
vanta og
ræddu mál
líðandi stundar við gesti og gangandi.
Arkitektinn og sjarmatröllið Halldór
Geirharðsson, bróðir sjálfs Kormáks, átti
Ölið þetta kvöld og var umkringdur
fögrum fljóðum, Á meðan þeir Helgi
Seljan, verðandi faðir og Kastljósstjarna,
og Karl Th. Birgisson, ritstjóri tímaritsins
Herðubreiðar, réðu ráðum sínum
ábúðarfullir í reykskýli Ölsins. En
reykskýlið góða virðist vera að festa sig í
sessi sem eitt helsta
gáfumannaþing
höfuðborgarinnar.
Föstudagskvöldinu
var eytt í hugguleg-
heitum á B5.
Þar var
Sverrir Þór
Sverris-
son,
leikari
og
skemmtikraftur, sem naut sín í góðum
félagsskap æskuvina sinna. Á laugar-
dagskvöldinu lét Sirkusstjórinn hafa sig
út í einn drykk fyrir svefninn og í þetta
skiptið var ferðinni heitið á Vínbarinn.
Hagfræðingurinn Sigurður Snævarr og
Ólafur Harðarson prófessor höfðu gefið
sér tíma til að líta upp úr bókunum og
léku á als oddi með samstarfsfélögum
sínum úr háskólanum. Hinrik Ólafsson
leikari gerði sér sömuleiðis glaðan dag
og var hinn hressasti á Vínbarnum en
það var Sirkusstjórinn ekki og hélt því
heim á leið óvenju snemma þetta
laugardagskvöld. Hann datt þó í
lukkupottinn því Séð og Heyrt ritstjórinn,
Loftur Atli Eiríksson, var á bíl og keyrði
Sirkusstjórann heim að
dyrum. Annars hefði
hann líklega dáið úr
kulda enda teljast
pallíettuskreytt
jakkaföt ekki til
vetrarklæðnað-
ar.
■ Hverjir voru hvar?