Tíminn - 05.07.1981, Blaðsíða 8

Tíminn - 05.07.1981, Blaðsíða 8
8 Sunnudagur 5. júli 1981. Wmtiitm utgefandi: Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sig- urður Brynjólfsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jóns- son, Jón Helgason. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. ólafsson. Fréttastjóri: Páll Magnússon. Umsjónarmaður Helgar-Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Egill Helga- son, Friðrik Indriðason, Friða Björnsdóttir (Heimilis-Timinn), Halldór Valdi- marsson, Heiður Helgadóttir, Jónas Guðmundsson, Jónas Guðmundsson, Kristinn Hallgrimsson, Kristin Leifsdóttir, Ragnar Orn Pétursson (iþróttir). utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einars- son, Guðjón Róbert Agústsson, Elin Ellertsdóttir. Myndasafn: Eygló Stefáns- dóttir. Prófarkir: Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavík. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387, 86392. — Verð i lausasölu 4.00. Askriftargjald á mánuði: kr.70.00—Prentun: Blaðaprent h.f. Verndun og nýting fjórðu auðlindarinnar ■ Orkumál íslendinga, virkjun orkunnar og nýt- ing hennar, hefur verið mikið til umræðu siðustu mánuði, og ljóst er, að miklar framkvæmdir munu verða i virkjunarmálunum á næstu árum. í athyglisverðri grein, sem Árni Reynisson, sá kunni náttúruverndarmaður, birti i Timanum, var fjallað um orkumálin frá sjónarhóli náttúru- verndar. Þar ræddi hann um fiórðu auðlind okk- ar íslendinga, sem væri náttúran sjálf, svipmót landsins og þau dýr og plöntur, sem lifa hér villt. Hann benti á, að þessi auðlind væri ekki siður mikilvæg en hinar þrjár — fiskimiðin, gróðurinn og orkulindirnar — þótt hún væri aðeins að litlu leyti hagnýtt. Arni Reynisson fjallaði um þá miklu breytingu sem orðið hefur á viðhorfum til náttúruverndar á skömmum tima og sagði m.a.: ,,Það er aðeins rúmur áratugur siðan litið var á orkuöflun og náttúruvernd sem ósættanlegar andstæður vegna meiriháttar deilna, sem uppi voru um staðarval virkjana og fleira. Með nýjum náttúruverndarlögum 1971 fengu umhverfis- sjónarmiðin sameiginlegan málssvara með um- sagnarrétti um allar meiriháttar framkvæmdir. í kjölfarið fylgdu nú vinnubrögð, sem byggjast á samráðum um lausn þeirra mála, er viðkvæm kynnu að reynast. Reynslan af þessu tekur af all- an vafa um að hægt sé að sjá fyrir meiriháttar á- rekstra og leiða þá til lykta áður en dýrmætum undirbúningstima og rannsóknafé hefur verið eytt. Svo virðist sem ágreiningsefnin séu að mestu leyst varðandi þær fimm vatnsvirkjanir, sem reistar verða til aldamóta. Minna er vitað um næstu skref i jarðhitavirkjunum og beðið er frétta af staðarvali fyrir stóriðju.” En þótt þannig sé fremur bjart framundan i þessum efnum segir Árni, að ,,út við sjóndeildar- hring hillir undir óveðursbliku, þar sem Jökulsá á Fjöllum fellur i gljúfrið um Dettifoss, Selfoss og Hafragilsfoss. Og vissulega má búast við erfið- um ákvörðunum þegar þrýtur þá virkjunarkosti, sem ekki krefjast þess að fórnað sé meiriháttar náttúruverðmætum”. Það er vissulega rétt, að nýting allra islenskra auðlinda þarf ekki aðeins að miðast við, að ís- lendingum geti liðið vel i landi sinu nú, heldur ekki siður á komandi áratugum og öldum. Og þá getur auðvitað verið nauðsynlegt að ganga á náttúrugæði til að skapa atvinnu og viðhalda og bæta lifskjör þjóðarinnar. En mikilvægast er i þessu sambandi, að þess sé ávallt gætt að leysa ágreiningsefnin áður en lagt er út i framkvæmd- ir, og að koma með samningum i veg fyrir meiri- háttar árekstra. Jafnframt þurfum við að skipuleggja betur nýtingu fjórðu auðlindarinnar, þvi það er með hana eins og hinar auðlindirnar þrjár, að án skipulegrar nýtingar er hún til litils gagns. —ESJ ■ Aö aflokinni tollskoðun á Seyðisfirði, eftir sitbót, gæti hún kailast þessi mynd þútt fuillangt sé nú gengið. En það sem við er átt I greininni er að um leið og tslendingar bjóða erienda feröamenn vel- komna til landsins, þá á aðgera þá kröfu aðþeir beri virðingu fyrir landinu og náttúru þess. A að taka aftur upp fálkaveiðar? Getur söfnun náttúruminja orðið aukabúgrein á Islandi? ■ Einn af sumarboöunum á ts- landi. ásamt kríunni f Hdlmanum og lóunni, er hálcndið, umferð tiu hjóla trukka um viðkvæmt land um vegleysur, og svo koma eggjaþjófarnir, fálkaþjofarnir og steinaþjofarnir, sem borga sína ferðog ná sér i lífeyri, með þvi að kunna betriskilá nátturu tslands en almenningur. Þá hefur komiö f Ijds að erlendir agentar skipu- leggja hingaö öræfaferöir, sem er oiöglegur atvi nnurckstur og fleira mætti telja. Gott dæmi um viöbrögð yfir- valda, var þegar Hollendingar voru teknir meö nokkur hundruö viðkvæm andaregg, sem með réttuáttu að vera I hreiörum við Mjívatn. Mennimir voru sektaðir um hundraðkall og fóru svo til sins heima, en yfirvöld liggja vist á eggjunum. Málsmeöferð tók aðeins einn dag.og veröur það að teljastmet i meðferð opinberra mála. Þannig hljóta þeir sem stela fágætum eggjum aðra meðferð en til dæm- is þeir, sem brjótast inn i verslan- ir og stela eggjum, og reyndar liklega hver sem stelur hænu- eggjum. Að ekki sé nú talað um þá sem veröleggja sin egg of hátt, án samþykkis yfirvalda. Þannig eru þeir, sem gera aðför að viðkvæmu fuglalifi Mývatns orðnir að eins konar forréttinda- stétt i dómskerfinu. Að visu er þeim bannað að komatil Norðurlanda i fjögur ár, sem á vissan hátt má nú reikna með sem forréttíndi lika, ef öll Noröurlönd, eða Skandinavia er tekin með i reikninginn. Er rétt að taka upp fálkaveiðar á ný? önnur starfsstétt með for- gangshraðafriðindi yíirvalda eru fálkaþjófar, en þaö er fyrir löngu orðin starfsgrein erlendis að koma til tslands og stela fálka- ungum. Tamdir og ótamdir fálk- ar eru konungsgersemi, og þeir sem kaupa eru þeir sem ekki vita aura sinna tal, til dæmis oliu- furstar og svartoliukóngar. Og mannier spurn, er ekki rétt fyrir islenska bændur að nýta þennan fuglastofn. Aö visu er ég illa að mér i fálk- um, en ef Utlendingar geta stolið fálkum, árlega, án þess að það kominiðurá stofninum, þvi er þá ekki heldur reynt að hlUa að þess- um stofni og nytja hann? Þetta var atvinnugrein hér á landi, a.m.k. fram á siöustu öld. Sama máli gegnir um fágæta steina. Lika egg. Gætu ekki steinafræðingar kennt bændum að greina verðmæta steina, sem siðan mætti flytja Ut, þvi vart m un sU borg til I Evrópu, þar sem ekki eru steinabUðir, sem selja (auk annars) fágæta steina og nefna þá upp á latinu, auk nafna á þjóötungu landsins. NU og svo eru það eggin. Geta þau ekki orðið bUgrein lika eða aukabUgrein? Ég bara spyr, þvi ef unnt er að stela eggjum I stór- um stil í frægum varplöndum, ætti að vera hægt meö gætni og alUð að taka fáein egg og selja þau til safnara ytra. Fyrrverandi landbUnaðarráð- herra, Steingrimur Hermanns- son, var mikill áhugamaöur um nyjar bUgreinar, og þaö er nUver- andi ráöherra, Pálmi Jónsson, vist lika. Hann ætti að athuga fálkaveiðar, þvi ef satt er að greidd séu allt að 100 sterlings- pund fyrir taminn veiðifélka, þá munu nokkur ærgildi fást Ur fálkastofninum, og það sama er að segja um egg og steina. Auðvitaö þyrftu þessar nýju bU- greinarað vera undir eftirliti. Það mætti hugsa sér að sérstök leyfi þyrfti til að afla fugla, eggja og steina til Utflutnings og vel mætti hugsa sér einkarétt á þessum Ut- flutningi, sem þá yröi skattlagöur til að halda uppi löggæslu. Óbyggðaasktur Um akstur utan vega er þaö aö segja, að undirritaður telur að banna berimeö lögum akstur um óbyggöir, nema á vissum leiöum og þá á sérmerktum bifreiöum og viðeigandi skilríkjum. Þetta er mjög auðvelt að framkvæma og nota má flugvélar til eftirlits (ef bilar eru sérmerktir), og á fjöl- farnari leiðum mætti hafa eftir- litsbíla. Bi'lar á Utlendum nUmer- um eiga ekki að fá svona leyfi á tslandi. Við eigum að meta land okkar að veröleikum. Þaö er að vísu stundum dálitiö öröugt á Is- landi að vita hvað er vegur og hvað ekki, en með skiltum má merkjaog sumum leiðum er auð- veltað loka hreinlega með stutt- um girðingum og steinum (stör- grýti). Og að lokum hefur veriö kartað undan því að Utlendingar sem komi meö Smyrli hafi meö sér allan mat að heiman og bensin á tunnum, því Alþýöubandalagið heimtar alltaf að skattleggja er- lendar verðhækkanir og þá vand- ann í leiöinni. Slikt bensin, það sem er umfram fullan tank og smá varageymi, á að geyma fyrir menn, svo þeir getifarið með það heim aftur, og mat á að tolla að lögum. Það gera t.d. Finnar. Þeir láta ekki bUra meö niöur- soðnar kjötbollur vaöa um allt með vasana fulla af molasykri. Þeirskattleggja, láta greiða tolla og söluskatt af óðelilegum birgð- um, og það ætti nU ekki að standa á Alþýðubandalaginu þarna. Sóttvarnir Að lokum er rétt að minnast á einn þátt ferðamála, en það eru veiðarfæri stangveiðimanna, sem hingað koma. Viða til dæmis i Bandarikjunum er svona græjum hreinlega brennt, og veiðimaöur- inn fær sér bara nýjar græjur. Á Keflavikurflugvelli (a.m.k.) eru veiðarfæri erlendra manna sótt- hreinsuð áöur en þau fá að fara inn ílandið. A Seyðisfirði er mér sagt að ekki sé hirt um neitt slikt, og er það alvarlegt, þvi i ám og vötnum erlendis eru viða sjtíkir fiskar, og fiskasjúkdómar gætu hæglega borist hingað og má reyndar telja þaö einstakt lán, að þeir skuli ekki grassera hér, eins og haldið hefur veriö á þessum málum til þessa. Jónas G uðm undsson ■ Fálkaungar. Eru þeir miiijóna virði?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.