Tíminn - 05.07.1981, Blaðsíða 18

Tíminn - 05.07.1981, Blaðsíða 18
18 Sunnudagur 5. júli 1981 ..— „Viö gerðum Apocalypse Nowá sama hátt og Banda- ríkjamenn háðu stríð í Víet- nam. Við vorum of margir, höfðum of mikið af pening- um og útbúnaði og smátt og smátt urðum við brjálaðir. Ég hélt að ég væri að gera stríðsmynd, en svo fór að kvikmyndin mótaði mig. Frumskógurinn gerði kvik- myndina". Francis Ford Coppola, höfundur umtöluðustu kvikmyndar síðari ára, ger- ir á þennan hátt samanburð TAKA ■ Upphafiö erað finna i magnaöri smásögu eftir pólskættaða, breska rithöfundinn Joseph Conrad. SU nefnist „Heart of Darkness”, eða „Hjarta myrk- ursins”. Þar segir Charles Marlow frá ferð sinni inn i myrk- viði Afriku á liöinni öld i leit að hvitum manni, Kurtz.sem annast hefur filabei nasöfnun fyrir belgiskt fyrirtæki og með ein- hverjum hætti tekist að Utvega mun meira af þeim verðmæta varningi en nokkur annar. Kurtz haföi háleitar hugsjónir þegar hann kom fyrst til Afriku, og heyrst hafði orðrómur um, að eitthvað sérkennilegt væri um að vera i bækistöðvum hans. Til þess aö komastá áfangastað þarf Marlow að leggja i miklar mannraunir. Þegar hann og ferðafélagar hans ná loks „hjarta myrkursins” lenda þeiri átökum viö villimenn, sem óttast að þeir séu komnir til að taka guö þeirra, Kurtz, á brott. Marlow finnur Kurtz veikan i bækistöðvum sin- ■ Þegar Orson Welles varð heimsfrægur i Bandarikjunum fyrir aö hræöa fólk með innrás- inni frá Mars i bandariska út- varpinu, vaktihann að sjálfsögðu strax áhuga kvikmyndajöfra i Hollywood, og þeir geröu samn- ing við hann um að gera kvik- mynd. Þegar Welles kom til Hollywood hélt hann að hann ætti að kvik- mynda „Hjarta myrkursins” eft- ir Conrad með sjálfan sig i hiut- verki Kurtz. Svo fór ekki, og i staðinn gerði Wells „Citizen Kane”, sem talin er með allra bestu talmyndum sem gerðar hafa verið. Arið 1967 fékk Coppola vin sinn John Miiius til að gera lauslegt kvikmyndahandrit eftir sögu Conrads. Hugmynd hans var sií, aö skólafélagi Miliusar i kvik- myndaskóla — Gecrge Lucas — leikstýrði kvikmyndinni, sem yrði ódýr og tekin á 16 mm filmu. ■ Þaö fór á annan veg. Fyrst brugðust stjörnurnar. Hann reyndi viö hvern að öðrum. Steve MacQueen. Robert Redford. Al Pacino. Jack Nicholson. Gene Hackman. James Caan. Allir sögðu, vafa- laust af ólikum ástæðum, nei. Loks varðHarvey Keitel fenginn i hlutverk Willards (Warlows), en upptökur voru vart hafnar á Filippseyjum þegar hann var rekinn. Hann þoldi ekki frum- skdginn, skordýrin og óþrifnað- inn, og ekki bætti úr skák, að á fyrsta tökudeginum var hann óvart skilinn eftir einn sins liðs Uti i miöju fljótinu! Coppolafékk þvi nóg af honum. MartinSheen var þá fenginn tii þess að fara með hlutverk Willards. Hann er trimmóður, og heimtaði aö fá að hlaupa tiu kfló- TAKA TAKA á styrjaldarrekstri Banda- ríkjanna í Víetnam og kvik- mynd sinni um Víetnam- stríðið. Myndin var form- lega sett á markað síðla árs 1979, og á alþjóðlegan markað í ársbyrjun 1980 — f jórum árum eftir að kvik- myndatakan hófst á Filippseyjum, og þrettán árum eftir að fyrstu drög voru lögð að gerð hennar. Og nú eftir helgina eiga sýningar á kvikmyndinni að hef jast hér á landi, í Tóna- bíó. En saga kvikmyndagerð- arinnar er ekki síður for- vitnileg en myndin sjálf, og oft á tíðum jafn ótrúleg og fáránleiki stríðsins. um. Umhverfis húsið eru haus- kUpur á staurum og önnur merki um villimennskuna, sem hefur náð tökum á Kurtz. För Marlows hefur verið likt við frásögn Dante af ferðinni til heljar, þar sem Kurtz sé tákn fýr- ir myrkrahöfðingjann sjálfan, sem Marlow líkir þó að lokum við „aumkunarverðan Júpiter”, sem sé „holur innst inni”. Ensaga Conrads er einnig lýs- ing á þvi illa, sem leynist hið innra með öllum mönnum og get- ur svo hæglega brotist Ut á ógn- þrunginn hátt þegar hömlur sið- menntaðs þjóðfélags eru ekki lengur fyrir hendi, t.d. i frum- skógum Afríku á siöustu öld, eöa, eins og i kvikmynd Coppola, i villimennsku fáránlegs striðs. Þannig hafa sumir viljað tUlka sögu Conrads sem sálkönnun, þar sem Marlow og Kurtz séu I raun og veru samimaðurinn — Marlow hinn siömenntaöi hluti en Kurtz hin mýrka arfleifðfrá timaskeiði frummannsins, arfur sem mað- urinn getur ekki losnað viö og missir stjóm á utan siðmenntaðs þjóöfélags. Lýsing Marlows á andláti Kurtz er áhrifamikil eins og reyndar sagan öll: „Ég hafði aldrei áður séö neitt i U'kingu við þá breytingu, sem varö á svip hans, og vonast til aö sjá slíkt aldrei aftur. ó, ég var ekki snortinn. Ég var töfraður. Það var eins og hulu væri svipt frá. Ég sá á fllabeinsandlitinu svip þungbuins stolts m iskunnarlauss valds, ragmennsku ótta —ákafr- ar, vonlausrar örvæntingar. Liföi hann á ný allt lif sitt, sérhver smáatriði langana, freistinga og uppgjafar, þetta mikla augnablik fullkomins skilnings? Hann hróp- aði með hvísli einu aö einhverri imynd, einhverri sýn — hann hrópaði tvfvegis hróp sem var sem andardráttur: — „Hrylling- urinn! Hryllingurinn!” Það er einmitt um þennan hrylling, hiö illa i manninum sjálfum, sem Conrad fjallar um. Og Apocalypse Now sömuleiðis. ■ Kilgore (Robert Duvall) stjórnar þyrluárás á lltiö þorp viö Mekong- fljót — en þaö er eitt magnaðasta atriði myndarinnar. En þegar loks hafði tekist að út- vega um 1.5 milljón bandariskra dala tíl þess að gera myndina hafði breyting orðið á högum Lucasar: hann hafði þegar slegið i gegn meö „American Graffiti” og var á fullri ferð meö undirbún- ing „Stjörnustriða”. Það fór þvi svo aö Coppola sem hafði nýlok- ið við siðari myndina um „Guð- föðurinn”, ákvað að leikstýra myndinni sjálfur og hækkað fjár- hagsáætlunina i samræmi viö það upp i' 12 milljónir dala. „Ég hugsaði þetta þannig”, sagöi Coppola siðar, „að ef ég tæki þessa striösmynd, fengi nokkrar frábærar stjörnur og leikstýrði henni sjálfur, þá gæti ég gert myndina og átt hana líka. Ég hef verið lengi I þessu, gert margt gott, en samt sem áöur verð ég enn aö ganga á milli stóru kvikmyndafyrirtækjanna með hattinn i hendinni. Ef þessi mynd skilaöi miklum hagnaði gæti ég hins vegar byggt mitt eigið kvik- myndaver. Ég hélt að þetta myndi ganga svona...” og Coppola smellti fingrum tvivegis. Frásögn af gerð kvik- myndar- innar Apocalypse Now sem hefur göngu sína í Tónabíó eftír helgina

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.