Tíminn - 05.07.1981, Blaðsíða 31
Sunnudagur S. júli 1981.
— Þegar Gúsenkó flýði og
Dr. Nunn May var hand
tekinn fyrir að njósna
fyrir Sovétríkin
■ Sovéski hermálafulltrúinn i
Ottawa, Nikolæ Sabótfn. Hann féll
i ónáö eftir aö Gúsenkó tókst aö
flýja og var sagöur hafa dáiö af
„hjartaslagi” skömmu eftir aö
hann sneri aftur frá Kanada.
hún kom á staöinn voru mennirn-
ir fjórir önnum kafnir viö aö leita
i ibúöinni. Ekki gengu þeir snyrti-
lega um. „Hvaö er hér á seyöi?”
spuröi löregluþjónn reffilegur i
bragöi. Pavlov varð fyrir svör-
um, hann dró upp diplómata-
passa sinn og sagöi að þeir væru
hér með fullu leyfi húsráöanda og
heföu þurft að brjóta hurðina upp
af þvi þeir heföu gleymt lyklun-
um. Lögreglumennirnir hugprúö-
ir neituöu að hverfa á brott og þá
dröttuðust sovésku leyniþjón-
ustumennirnir fjórir á burt. Gús-
enkó og fjölskylda hans hélt kyrru
fyrir um nóttina og lögreglu-
mennirnir stóðu vörö.
Þref um örlög fjölskyld-
unnar
Um morguninn var Gúsenkó-
fjölskyldan flutt til aöalstööva
rikislögreglunnar og lögreglu-
maöur að nafni S.T. Wood yfir-
heyrði þau. Forsætisráöherrann
hafði nú aftur afskipti af málinu
og hvatti til mikillar varkárni.
Hann bað um að athugaö yrði ná-
kvæmlega hver tilgangur Gúsen-
kós væri með flóttanum og hvort
skjölin væru ekta. Gúsenkó
kvaöst hafa fengiö ást á landinu
og þvi frjálsræði sem þar rikti og
þvi vildi hann ekki snúa aftur til
Sovétrikjanna. Einnig vildi
hann upplýsa Kanadamenn og
Bandarikjamenn um hættuna
sem þeim stafaöi af njósnum
Sovétmanna. Flóknara var að
sanna að skjölin væru ósvikin.
Þaö tók flokk manna marga mán-
uöi og á meöan var þrefað fram
og aftur um örlög Gúsenkós og
fjölskyldu hams. Sovéska sendi-
ráöiö i Ottawa gaf út yfirkýsingu
þar sem sagði aö Gúsenkó heföi
stoliö miklum fjármunum i sendi-
ráöinu og þvi væri hann ekkert
annað en ótindur glæpamaöur.
Kanadamenn létu ekki undan þó
Sovétmenn beittu miklum þrýst-
ingi og smátt og smátt kom i ljós
hversu geysiverðmætar upplýs-
ingar Gúsenkós voru. I ljós kom
að NKVD hafði byggt upp um-
fangsmikiö njósnanet um alla
Noröur-Ameriku og aö Sabótin
hafði gengið frábærlega i að afla
sér allra þeirra upplýsinga sem
yfirboöarar hans óskuöu eftir.
Um þetta leyti réðu Bandarikja-
menn einir yfir kjarnorku-
sprengju en Sovétmenn beittu
allri sinni orku i aö afla sér nægr-
ar vitneskju til aö geta sjálfir
smiöaö slika sprengju. Þeir höföu
safnaö nákvæmum — ótrúlega
nákvæmum — upplýsingum um
alla helstu kjarnorkuvisinda-
menn Vesturlanda og njósnarar
þeirra voru óþreytandi að setja
sig i samband viö þá og reyna aö
fá þá til aö gefa Sovétmönnum
upplýsingar. Þeim haföi orðiö vel
ágengt aö þvi er virtist og bestum
■ Forsætisráðherra Kanada áriö
1945, Mackenzie King, var nærri
búinn að eyðileggja flótta Gú-
senkós. Af ótta viö að styggja
Sovétrlkin skipaði hann flótta-
manninum að skila skjölunum
sem hann hafði stolið.
árangri náöu þeir er þeir ginntu
Dr. Allan Nunn May til aö njósna
fyrir sig.
Njósnarar Sovétríkjanna
handteknir
Eins og áöur sagöi tók þaö lang-
an tima aö vinna úr þeim upplýs-
ingum sm Gúsenkó hafði haft
með sér og var það gert meö mik-
illi leynd. Sovétmenn rótuðu sér
ekki á meðan sem annaöhvort
gefur til kynna aö þeir hafa ekki
gert sér grein fyrir því hversu
miklar upplýsingar Gúsenkó
hafði haft meö sér vestur yfir eöa
þá að njósnanetiö var svo mikil-
vægt að þeir ákváöu að láta
skeika sköpuöu hvort Kanada-
menn gætu upplýst málið. Einn
eftirtektarverður hlutur henti þó.
I desember 1945 hvarf Sabótin of-
ursti skyndilega af sjónarsviöinu
án þess að láta kanadisku rikis-
stjórnina eða útlendingaeftirlitiö
vita af ferðum sinum. Hann sást
nokkru siðar og var þá staddur i
New York i Bandarikjunum. Þar
steig hann um borö i skip sem
lagöi úr höfn án þess aö gefa upp
ákvöröunarstað. Hálfu ári siðar
stóð þessi tilkynning i sovésku
blaði:
„Sabótin ofursti fyrrverandi
hernaðarmálafulltrúi sovéska
sendiráðsins i Ottawa lést af
hjartaslagi stuttu eftir aö hann
sneri aftur frá Kanada”.
Honum hafði ekki verið fyrir-
gefið aö láta Gúsenkó sleppa...
1 mars 1946 var Dr. Allan Nunn
May handtekinn i Lundúnum þar
sem hann sat á Kings College og
las i bók um kjarnorkufræði.
Sama dag handtók lögreglan i
Kanada alla þá njósnara Sovét-
manna sem vitað var um. Það
vakti mesta athygli var aö fæstir
njáenaranna sem gengið höföu á
mála Sovétmanna voru heittrú-
aðir kommúnistar. 1 mesta lagi
voru þeir hálfvolgir i trúnni og
sumir létu sig kommúnisma engu
skipta. Þeir höföu hinsvegar ver-
ið lokkaöir yfir strikiö meö svo
árangursrikum hætti aö allir létu
sig hafa þaö aö svikja fööurland
sitt fyrir Sovétrikin. Dr. Nunn
May var að visu kommúnisti, en
hann hafði veriö samtiöarmaöur
Philbys, Burgess og MacLeans i
Cambridge þó þeir þekktust ekk-
ert.
Til heilla fyrir mannkynið
Meðal þeirra njósnara sem
handteknir voru i Kanada voru
eftirtaldir merkilegastir: Lunan,
ritstjóri Canadian Affairs. Eric
Adams, starfsmaöur Canadian
Bank. Kathleen Willsher, starfs-
maöur ensk-kanadiskrar nefndar
um hernaðarmál. Raymond Boy-
er, prófessor og úranium-fræö-
■ Sovéski sendiherrann i Kan-
ada 1942-45, G.N. Sarúbin. Hann
lenti i þolraun er Igor Gúsenkó
flýöi.
ingur. Emma Woikin, starfsmaö-
ur utanrikisráöuneytisins.
Mestur fengur var auövitað i
Nunn May. Hann játaöi eftir
mánaöar yfirheyrslur aö hafa
gefiö Sovétmönnum upplýsingar
um kjarnorkuvopnaframleiöslu á
Vesturlöndum. Þessar upplýsing-
ar haföi hann afhent Sovétmanni
sem hann vissi ekki einu sinni
hvað hét. 1 staöinn fyrir upplýs-
ingarnar kvaöst hann hafa fengiö
700 dollara og eina viskiflösku. 1
yfirheyrslunum, og réttarhöldun-
um sem fylgdu i kjölfariö endur-
tók hann aftur og aftur aö hann
hefði afhent Sovétrikjunum upp-
lýsingar vegna þess aö hann heföi
talið að það væri til heilla fyrir
mannkynið, þannig aö fleiri en
eitt riki hefðu yfir kjarnorku-
vopnum að ráöa. Hann lagöi
mikla áherslu á aö hann heföi alls
ekki gert þetta til aö auöga sjálf-
an sig. Geta ber þess að á þessum
tima var sú imynd enn rik i
monnum aö Sovétrikin væru hug-
rakkur bandamaöur i striöinu viö
Þjóöverja og þvi má vera aö
Nunn May hafi litiö svo á aö ekki
væri sanngjarnt aö annar sigur-
vegarinn heföi yfirráö yfir öflug-
ustu vopnum heims, en hinn ekki.
Með tilliti til þessa verður að
meta hinn tiltölulega litilfjörlega
fangelsisdóm sem Dr. Nunn May
fékk.aðeins tiu ár. Þann fangels-
isdóm fékk hann eingöngu fyrir
aö hafa brotið trúnaö viö yfirboö-
ara sina. Er saksóknarinn reyndi
að sýna frammá aö hann haföi
njósnaö fyrir Sovétrikin lagði
dómarinn blátt bann viö þvi að
nafn þeirra væri nefnt, enda væri
það málinu algerlega óviökom-
andi.
Dr. Allan Nunn May var látinn
laus úr WakefielQ fangelsinu áriö
1952 en hann sat aðeins af sér tvo
þriðju fangelsisvistarinnar vegna
góörar hegöunar. Hann kom þá á
fót einkarannsóknarstofnun en
var aö sjálfsögðu brennimerktur
sem njósnari.
Gúsenkó í felum
ígor Gúsenkó og Svetlana voru
frá upphafi þessa máls falin i húsi
einu úti á landi meöan lögreglan
kom upp um máliö. Af ótta viö
hefndaraögeröir Sovétmanna
vissu aöeins 14 manns, utan fjöl-
skyldunnar um þaö þegar Svet-
lana fæddi i desember heilbrigöa
litla stúlku. Tólf lögreglumenn og
tveir læknar.
Þessi rússnesku hjón breyttu
útliti sinu svo mikið aö þau voru
óþekkjanleg og er málarekstrin-
um var lokiö var þeim hjálpaö til
aö útvega sér heimili á óþekktum
staö einhvers staðar i Kanada eöa
annarsstaðar á Vesturlöndum.
Þau vissu vel að ef NKVD næöi
til þeirra þyrfti ekki að spyrja aö
leikslokum.
OPIÐ
LAUGARDAGA
Póstsendum
•r mr
LEIKFANGAVERZLUNIN J0J0
AUSTURSTRÆTI8 - SÍM113707
Dúkkukerrur
og -vagnar
10 GERÐIR
Þrihjó/
Sveitarstjóri óskast
Hreppsnefnd Búðarhrepps Fáskrúðsfirði
óskar eftir að ráða sveitarstjóra til starfa
frá 1. des. 1981 - 1. júli 1982.
Upplýsingar um starfið veita: Þorsteinn
Bjarnason oddviti i sima 97-5270 og Jón G.
Sigurðsson sveitarstjóri i sima 97-5220 og
97-5221.
Umsóknum sé skilað á skrifstofu Búðar-
hrepps Skólavegi 53 Fáskrúðsfirði fyrir 15.
ágúst n.k.
Hreppsnefnd Búðarhrepps
Fáskrúðsfirði
Svínabændur
GALVELPOR
Getum útvegað flest allt fyrir svinabú-
skap.
Erum að fá
gotstiur og
hitalampa.
FANCO s.f.
Heildverslun
c/o Svinabúið Þórustöðum ölfusi
801 Selfossi sími 99-1174