Tíminn - 05.07.1981, Blaðsíða 9
Sunnudagur 5. júli 1981.
menn og málefni
Öttinn við nazismann
réði gerðnm Islendinga
Mikilsverðir
atburðir
■ Hinn 7. jiíli 1941 eöa fyrir nær
réttum 40 árum, veittu Reyk-
vfkingar athygli fjiSda skipa,
sem nálguðust land. Menn vissu
ekki hverju þetta sætti. Sumir
óttuðust, að Þjóöverjar gætu
verið hér á ferð. Aðrir héldu, að
Bretar væru að auka herafla
sinn, en þeir höfðu hernumið ls-
land áriö áður.
Endanlegt svar fékkst að
kvöldi sama dags þegar Her-
mann Jónasson forsætisráð-
herra flutti ávarp og hóf mál sitt
á þessa leið:
„Rikisstjórn Islands vill ekki
láta hjá líða að skýra Islenzku
þjóðinni frá mikilsverðum at-
burðum, sem gerzt hafa I dag”.
Forsætisráðherra skjírði síð-
an frá því, að gert hefði verið
samkom ulag viö Bandarilcin um
hervernd Islands og byggðist
það á tveimur orðsendingum,
annarri frá forsætisráðherra Is-
lands til Bandarikjanna, en
hinnifrá forseta Bandarikjanna
til forsætisráðherra Islands.
Aðdragandi þessa samkomu-
lags var sá, að hinn 24. jilni
haföi brezki sendiherrann skyrt
rikisstjórninni frá þvi, að Bret-
ar hefðu þörf fyrir herlið þaö,
sem var hér, annars staðar, en
þeir teldu samt nauðsynlegt að
ísland væri varið, og heföu
Bandarikin lofað að taka að sér
varnirlandsins. Af hálfu forseta
Bandarikjanna væri þetta þó
bundið þvi skilyrði, aö Island
óskaði verndar Bandarikjanna.
í framhaldi af þessu hófust
viðræöur við Bandari'kin um
herverndina. Til þess, að ekki
fréttist af þeim, var þaö skilyrði
sett af hálfu Breta og Banda-
rikjamanna, að Alþingi yrði
ekki kvatt saman og fullnaðar-
svar kæmi frá rikisstjórn Is-
lands innan fárra daga.
Eftir vandlega ihugun ákvað
rikisst jórnin að fela Bandarikj-
unum hervernd lslands ef viss-
um skilyrðum væri fullnægt.
Auk Hermanns Jónassonar áttu
þá sæti i ríkisstjórninni Ey-
steinn Jónsson, ólafur Thors,
Jakob Möller og Stefán Jóhann
Stefánsson. Stjórnin var sam-
stjórn Framsóknarflokks, Sjálf-
stæðisflokks og Alþýðuflokks.
Aður en þetta gerðist var Is-
lendingum ljóst að til þess gæti
komið, að þeir yrðu aö biðja um
vernd Bandarikjanna. Ljóst
var,að ef Bretland félli, sem vel
gat þá skeð, yrðu Islendingar að
velja um að fara undir stjórn
þýzkra nazistaeða biðja Banda-
rikin um vernd. Meginþorri Is-
lendinga vildi heldur banda-
riska vernd en þýzka yfirstjórn.
Það er rangt sem stundum er
haldiö fram, að eiginlega hafi
Vilhjálmur Þór verið einn um
þessa skoðun.
Um þetta var þó ekki rætt op-
inberlega til að egna ekki Þjóð-
verja gegn Islendingum. En
þetta kom fram I ýmsum álykt-
unum, m.a. i ályktun Alþingis
frá vorinu 1941 um aö formleg-
um sambandsslitum við Dan-
mö-ku veröi ekki frestað lengur
en til striðsloka. Islendingar
vildu ekki vera i neinum stjórn-
arfarslegum tengslum viö Dan
mörku, ef sigurinn i Evrópu féííi
nazistum I skaut.
Skilyrði
íslendinga
1 orðsendingu forsætisráð-
herra Islands til forseta Banda-
'ím
1*
■ Hermann Jónasson forsætisráðherra fylgir Winston Churchill til skips 16. ágúst 1941
, - ■
rikjanna voru sett átta skilyrði
fyrir þvi að Island féllist á aö
biðja um herverndina. Fyrstu
fjögur skilyrðin voru þessi:
„(1) Bandarikin skuldbinda
sig til að hverfa burtu af Islandi
með allan herafla sinn á landi, i
lofti og á sjó, undireins og nii-
verandi ófriði er lokið.
(2) Bandarikin skuldbinda
sig ennfremur til aö viðurkenna
algert frelsi og fullveldi Islands
og að beita öllum áhrifum si'n-
um við þau ríki, er standa að
friðarsamningunum, að loknum
núverandi ófriöi, til þess, að
friðarsamningarnir viðurkenni
einnig algert frelsi og fullveldi
íslands.
(3) Bandarikin lofa að hlutast
ekki til um stjórn Islands,
hvorki meðan herafli þeirra er i
landinu né sföar.
(4) Bandarikin skuldbinda sig
til að haga vörnum landsins
þannig, aö þær veiti ibúum þess
eins mikið öryggi og frekast er
unnt, og aö þeir veröi fyrir sem
minnstum truflunum af völdum
hernaðaraðgerða, og séu þær
gerðar i' samráði viö i'slenzk
stjórnarvöld að svo miklu leyti
sem mögulegt er. Vegna fólks-
fæöar Islands og hættu þeirrar,
sem þjóöinni stafar þar af leiö-
andi af návist fjölmenns her-
afla, veröur einnig að gæta þess
vandlega, að einungis úrvalslið
veröi sent hingað”.
Si'ðari fjögur skilyrðin lutu aö
framkvæmd herverndarinnar
að öðru leyti, eins og t.d. þvi, að
tslendingar fengju skaðabætur
fyrir tjón af völdum hersins,
tryggðar yrðu siglingar til
landsins og hagstæöir verzlun-
ar- og viöskiptasamningar.
Staðfesting
Bandaríkja-
forseta
1 svari Bandarikjaforseta til
forsætisráðherra tslands sagði
m.a. á þessa leið:
„Mér er það ánægja að stað-
festa hér með við yöur, aö skil-
yröi þau, sem sett eru fram i
orösendingu yðar, er ég hef nú
móttekiö, eru fyllilega aögengi-
leg fyrir ri"kisstjórn Bandarikj-
anna og að skilyröa þessara
mun verða gætt i viðskiptunum
milli Bandarfkjanna og Islands.
Það er yfirlýst stefna rikis-
stjórnar Bandarikjanna að
ganga i liö með öðrum þjóöum á
vesturhveli jaröar til að verja
nýja heiminn gegn hvers konar
árásartilraunum. Þaö er skoðun
þessarar rikisstjórnar, að það
sé mikilvægt, að varðveitt sé
frelsi og sjálfstæði Islands,
vegna þess, að hernám Islands
af hálfu rikis, sem sýnt hefur, að
það hefur á stefnuskrá sinni
augljós áform um aö ná heims-
yfirráöum og þar með einnig
yfirráöum yfir þjóðum nýja
heimsins, mundi strax beinlinis
ógna öryggi allra þjóöa á vest-
urhvelinu.
Þaö er af þessari ástæðu, aö
rikisstjórn Bandarikjanna mun,
samkvæmt orösendingu yðar,
strax senda herafla til aö auka
og siðar kom a i' stað brezka her-
liðsins, sem þar er nú.
Þær ráðstafanir, sem þannig
eru geröaraf hálfu rikisstjórnar
Bandarikjanna,eru geröar með
fullri viðurkenningu á fullveldi
og sjálfstæði tslands, og með
þeim fulla skilningi, að ame-
riskt herlið eða sjóher, sem
sendur er til íslands skuli ekki á
nokkurn hinn minnsta hátt hlut-
ast til um innanrikismálefni is-
lenzku þjóðarinnar, og enn
fremur með þeim skilningi, að -
strax og núverandi hættuá-
standi i millirikjaviöskiptum er
lokið skuli allur slikur herafli og
sjóher látinn hverfa á ix-ott þaö-
an, svo að fslenzka þjóðin og
ríkisstjórn hennar ráöi alger-
lega yfir sinu eigin landi”.
Þaö hefur stundum verið
gagnrýnt, að óljóst sé það orða-
lag i svari Bandarikjaforseta,
að Bandarikin skuli flytja her
sinn burtu „strax og núverandi
hættuástandi i millirikjaskipt-
um er lokið”. Þetta breytir ekki
þvi, aö áður I orðsendingunni er
forsetinn búinn aö lýsa yfir þvi,
að skilyrðin, sem sett eru af for-
sætisráðherra tslands, „eru
fyllilega aðgengileg fyrir rikis-
stjórn Bandarikjanna og aö
skilyrða þessara mun verða
gætt I viðskiptum milli Banda-
rikjanna og islands.”
Fyrsta skilyröið I orðsendingu
forsætisráðherra Islands er
þetta:
„Bandarikin skuldbinda sig
til að hverfa af tslandi með all-
an herafla sinn á landi, i lofti og
á sjó, undireins og núverandi ó-
friði er lokið”.
Monroe-
kenningin
Þaö kemur glöggt I ljós i orð-
sendingu forseta Bandarikj-
anna, aö hann telur nauösynlegt
vegna vama þjóða á vesturhveli
jarðar eða nýja heimsins, eins
og hann orðar þetta einnig, aö
tsland sé undir hervernd
Bandarikjanna. I mörgum er-
lendum blöðum var þetta túlkaö
á þann veg, að forsetinn væri
búinn að færa út Monroe-kenn-
inguna svonefndu og léti hana
orðið ná til tslands.
1 forustugrein, sem birtist i
The Times i London, var sagt að
herverndarsamkomulag Is-
lands og Bandarikjanna væri
mikill ávinningur fyrir Bret-
land. Efnislega farast The Tim-
es orð á þessa leið:
„Þessi nýja og mikla hjálp
Bandarikjanna mun reynast
m jög þýöingarmikill þáttur Iúr-
slitasigri vorum. Um leiö er þaö
nýr þáttur i utanrikisstefnu
Bandarikjanna. Nú er útvörður
Bandarikjahers staddur innan
50ft milna frá Bretlandseyjum
og má segja, að aldrei hafi ein-
angrunarstefnan i Bandarikjun-
um beðið meiri hnekki á einum
degi. Monroeyfirlýsingin hefur
tekiö viöeigandi breytingum:
hún hefur fylgzt meö tlmanum
og breytzt meö þeim stökkum,
sem oröiö hafa i vopnafram-
leiöslu og hernaöaraöferðum.
Það, sem amerfskir einangrun-
arsinnar hafa óttazt, að Ame-
rika yröi „dregin inn i striðiö”,
er nú oröið aö veruleika, en það
eru ekki utanaðkomandi öfl,
sem þarna voru að verki, heldur
hernaðarleg nauðsyn Banda-
rikjanna sjálfra, sem á eftir
hefur rekið. Það er orðin her-
fræðileg staðreynd, að hægt er
að gera innrás I Bandarikin frá
Evrópu”.
Á austur-
vígstöðvunum
Alþingi yar kvatt saman til
aukafundar 9. júli i þeim til-
gangi að leita eftir staðfestingu
þess á herverndarsamkomulag-
inu. Þar lagði rfkisstjórnin fram
svohljóðandi tillögu:
„Sameinað Alþingi fellst á
samkomulag þaö, sem rikis-
stjórnin hefur gert við forseta
Bandarikja Noröur-Ameriku
um að Bandarikjunum sé falin
hervernd Islands meðan núver-
andi styrjöld stendur”.
Eftir talsverðar umræöur,
var tillagan samþykkt meö 39:3
atkvæðum. Sex þingmenn voru
forfallaðir, en einn hafði áður
sagt af sér þingmennsku. r
Það voru þingmenn Sósial-
istaflokksins (Alþýðubanda-
lagsins), sem greiddu atkvæði á
móti. Þeir töldu ekki nægja að
fá yfirlýsingu Bandarikjanna og
Bretlands um stuðning viðsjálf-
stæöi Islands og brottför hersins
i striðslok, heldur yrði aö fá
sameiginlega yfirlýsingu þeirra
og Sovétrikjanna. Þá lögöu þeir
til, að tafarlaust yrði tekiö upp
stjórnmálasamband viö Sovét-
rikin.
Brynjólfur Bjarnason, sem
var aðaltalsmaður Sósialista-
flokksins, sagöi um leið og hann
andmæltisamkomulaginu, að ef
ráðstafanir Bandarikjanna yrðu
til þess, að veitt yröi virk aöstoö
i baráttu þeirri, sem nú er háð á
austurvigstöövunum, myndu Is-
lendingar ekki telja eftir sér það
sem af þvi leiddi, en I þessu efni
væri bezt að láta verkin tala.
Þjóðverjar höfðu nokkru áður
eða 21. júni gert innrás i Sovét-
rikin.
Koma
Churchills
Rúmum mánuði eftir að her-
verndarsamkomulagiö var gert
eða 16. ágúst heimsótti Winston
Churchill Island, en hann var þá
forsætisráðherra. Churchill var
á heimleið eftir fund þeirra
Roosevelts forseta, þegar þeir
gáfu út Atlantshafsáttmálann,
sem m.a. hét smáþjóöum frelsi
og sjáKstæöi.
Churchill flutti stutta ræða af
svölum Alþingishússins, þar
sem hann áréttaöi fyrirheit
Bretlands ogBandarikjanna um
sjálfstæöi Islands. Hann kvaö
Island vera mikilvæga stöð i
baráttunni fyrir verndun þjóð-
réttinda og aðrir myndu hafa
komið hingaö, ef Bretar og
Bandarikjamenn hefðu ekki
oröiö fyrri til.
Björn Þórðarson segir I bók
sinni um Alþingi og frelsisbar-
áttuna, að Islendingar hafi lagt
trúnað á fyririieit hins mikla
brezka manns og skildist, að
„sjálfstæði þjóðarinnar væri
undir þvi komið, hvernig vér
sjálfir kynnum með aö fara”.
Þórarinn Þórarinsson,
ritstjóri, skrifar