Tíminn - 05.07.1981, Blaðsíða 30
30
Sunnudagur 5. júli 1981.
■ Ágústkvöld nokkurt árið 1945 kom igor
Gúsenkó/ starfsmaður sovéska sendiráðsins
í Ottawa, heim til sín í þungum þönkum.
Hann sagði við konu sína/ Svetlönu: //Við er-
umbúinaðvera! Moskva hefur kallaðokkur
heim".
Svetlana kastaði sér grátandi um hálsinn á
honum: //Við förum ekki neitt! Gerðu það/
segðu að við förum ekki. Andrei á að vaxa
upp hér/ ekki í Rússlandi. Og heldur ekki sá
litli sem er á leiðinni".
Gúsenkó sat lengi þegjandi. „Við eigum
aðeins einn möguleika"/ sagði hann loks.
„Viðverðumaðsækja um hæli í Kanada. Við
ættum að geta fengið það/ við þurfum jú ekki
að koma tómhent. Hvað segirðu um það/
Svetlana mín?"
„Andrei og ég fylgjum þér/" sagði Svet-
lana.
700
DOLL-
ARAR
OGEIN
VÍSKI-
FLASKA
■ i þessari stóru villu i Ottawa var sovéska sendiráöiö til húsa. Bak viö leynihurö i kjailaranum var
dulmálsherbergiö þar sem ígor Gúsenkó safnaöi sönnunum um njósnir NKVD, fyrirrennara KGB
■ Sovéska sendiráöiö var til
húsa a Charlotte Street númer 285
og þar var sendiherra maður aö
nafni G.N. Sarúbin. Mestur hluti
hússins var tekinn undir starf .-
semi sendiráösins en aftastihlut
inn var vandlega aðgreindur frá
afgangi hússins meö járnrimlum.
Þar var dulmálsdeildinni fyrir
komið og þaöan voru send skeyti
til Moskvu. Deildarinnar var
mjög rækilega gætt og til þess aö
tryggja sig sem allra best hafði
hver af hinum fimm deildum
sendiráðsins sitt eigið dulmál og
sinn eigin duimálssérfræðing sem
læstur var inni i dulmálsherberg-
inu á hverjum morgni og hleypt
út að kvöldi. Igor Gúsenkó var
dulmálssérfræðingur hernaðar-
máladeildar sendiráðsins en
henni stýrði ofursti sem kallaöist
Nikolæ Sabótin. 011 skilaboð sem
fóru milli Moskvu og hernaðar-
máladeildarinnar fóru gegnum
hendur Igor Gúsenkós en dul-
málsbækur hans, öll skeyti og
bréf voru læst niöri i tryggilegum
stálkassa þar sem einnig voru
leynilegar dagbækur hernaðar-
málafulltrúans. Það var þetta
sem Gúsenkó hafði einsett sér að
bjóða Kanadamönnum i skiptum
fyrir pólitiskt hæli fyrir sig og
fjölskyldu sina.
Gúsenkó var ungur maður, að-
eins 28 ára gamall. Hann var með
gáfuleg og rólyndisleg augu sem
sýndu aö þar fór yfirvegaöur
maöur. Hann haföi og veriö vand-
lega valinn til starfs sins. Hann
var liösforingi i Rauöa hernum er
hann var valinn til að gangast
undir sérstakt námskeið en siöan
var hann sendur til Ottawa. Þaö
voru aöeins þrjú ár siðan hann
hafði verið á vigstöðvunum fyrir
utan Moskvu. Sovéska leyniþjón-
ustan NKVD, fyrirrennari KGB,
hafði talið sig ganga úr skugga
um að Gúsenkó væri hollur
sovésku þjóðskipulagi og þvi væri
öruggt aö senda hann til útlanda.
I ljós kom að þetta var ekki rétt.
Inní þaö allra helgasta
Enginn sem fylgdist meö Gús-
enkó mæta til vinnu sinnar daginn
eftir hina örlagaríku ákvörðun
um að flýja tók eftir því hversu
örvæntingfullur hann var. Hann
leit viö á skrifstofu yfirmanns
NKVD á staðnum, Vitali Pavlos,
en siöan flýtti hann sér niður i
kjallara og þrýsti þar á hnapp
sem litið bar á viö dyrakarm
nokkurn. Veggur færðist til hliöar
og i ljós komu dyr með litlum
glugga sem fortjald hékk fyrir.
Gúsenkó dró það til hliðar svo að
dyravörður sæi hver það væri
sem vildi komast inn. Aö sjálf-
sögðu hafði dyravörðurinn ekki
hugmynd um aö Gúsenkó hefði
neitt misjafnt i hyggju svo hann
opnaði dyrnar hiklaust. Leiðin
inni hið allra helgasta var greið,
dulmálsherbergið. Gúsenkó flýtti
sér inn fyrir og stáldyrnar lokuö-
ust að baki hans.
I þessu dulmálsherbergi hafði
tgor Gúsenkó setið i tvö ár og
fylgst með þvi hvernig njósnanet
flækti sig æ fastar utan um þaö
land sem haföi reynst honum og
fjölskyldu hans mjög vel, land
sem hann var farinn að virða og
dá. Hann var farinn að þjást af
samviskubiti og sér i lagi hafði
samviska hans vaknað hálfu ári
fyrr er hann las skýrslu frá ensk-
um visindamanni, Dr. Allan Nunn
May, sem vann i kjarnorkurann-
sóknarstöðinni i Montreal. Löngu
áður en atómbombu var varpað á
Hirósjima og Nagasaki hafði Dr.
Nunn May afhent Sovétmönnum
nákvæmar lýsingar á kjarnorku-
vopnaáætlunum Bandarikja-
manna en að þeim hafði hann að-
gang gegnum starf sitt i Mont-
real. Skýrsla hans til Sovétmanna
haföi verið send til Moskvu með
hraöboöa þar eö hún hafði verið of
flókin fyrir dulmálslykla Gúsen-
kós. Eftir að Bandarfkjamenn
höfðu sprent Hirósjima og Naga-
saki i loft upp gerði Gúsenkó sér
betur grein fyrir þvi en áður hvað
Dr. Nunn May var að afhenda
Sovétmönnum. Honum fannst aö
hann þyrfti aö vara lýðræðisþjóð-
irnar viö og um leiö þurfti hann að
sanna aö Sovétmenn sigldu undir
fölsku flaggi. Þvi hafði hann nú á-
kveðið aö safna saman eins
mörgum merkilegum pappirum
og hann gat til að Bandarikja-
menn gerðu sér grein fyrir hætt-
unni.
Flóttinn!
Venjulega voru margir menn
samankomnir i dulmálsherberg-
iriu en öðru hvoru kom það fyrir
að Gúsenkó var einn. Það var
sjaldnastnema nokkrar minútur i
senn en næstu daga notaöi hann
hverja minútu til aö lauma undan
skjölum sem hann sá að voru
mikilvæg. Hann var furðudjarfur
og rændi m.a.s. skjalamöppu
Sabótins og skrifaði upp öll þau
skeyti sem þar voru áöur en hann
skilaöi möppunni aftur. Hann á-
kvað að flýja miövikudaginn 5.
september 1945 en þá hætti hann
aö vinna klukkan átta aö kvöldi
og átti ekki að mæta aftur fyrr en
klukkan 12 á hádegi daginn eftir.
Þannig hafði hann 16 tima til um-
ráöa. Er hann gekk út úr sendi-
ráðinu i siöasta sinn var hann
með fjöldann allan af skjölum,
alls 109, fest við likama sinn undir
fötunum, og hann var logandi
hræddur. Allt gekk þó slysalaust
fyrir sig en i stað þess að fara til
lögreglunnar gekk Gúsenkó bein-
ustu leið inn á ritstjórnarskrif-
stofur dagblaðsins Ottawa Journ-
al. Þar ætlaði hann að kynna
leyndarmál sitt. Ritstjóri blaðs-
ins var farinn heim til sin en vin-
gjarnlegur blaöamaöur leit á
skjöl Gúsenkós og sagði honum að
fara hið bráð asta til lögregl-
unnar. Gúsenkó hikaði þegar á
hólminn var komiö og fór heim til
sin þarsem hann lá vakandi alla
nóttina en hrökkk viö i hvert sinn
sem eitthvert hljóð heyröist.
Morguninn eftir fóru hjónin á
skrifstofur dómsmálaráöherrans
en hann var ekki við. Ritari hans
ályktaöi aö þeim bæri að gefa sig
fram viö utanrikisráðuneytið og
hafði samband við Norman Ro-
bertsson, aöstoöarutanrikisráð-
herra.
„Biddu hann að biða”, sagöi
Robertson. ,,Ég ætla að ræða
þetta mál við forsætisráðherra”.
Forsætisráðherra var Mackenzie
King en það stóð illa á fyrir hon-
urri. Þingiövarnefnilega aö koma
saman að nýju eftir sumarfri ein-
mitt þennan dag. En er Robertson
náði loks i forsætisráðherrann
var hann stuttur i spuna:
„Við getum ekki veriö nógsam-
lga varkárir i þessu máli. Við vit-
um ekki hvort skjöl eru ófölsuö og
við þekkjum ekki manninn eða á-
stand hans. Ég lit svo á að viö
megum ekkert það gera sem fært
gæti sovésku stjórninni heim
sanninn um að viö værum að
blanda okkur i hennar mál. Biddu
þennan rússneska herramann að
skila skjölunum aftur i sendiráð-
iö! ”
Hættan á næsta leití...
Er Gúsenkó fékk þessi skilaboð
fannst honum heimur sinn
hrynja. Niðurbrotin og dauð-
skelkuð fóru Gúsenkó-hjónin
heim á leið og tókst að komast ó-
séö inn um bakdyrnar. Frá ibúö-
inni sem var á annarri hæð sá
Gúsenkó að tveir menn sátu á
bekk fyrir neðan. Þeir lyktuðu af
NKVD. 1 dauðaþögn leið dagur-
inn. Undir kvöld var barið á dyrn-
ar. Skipandi rödd hrópaði: „Gús-
enkó! Otkrojte dvjer!” (Opnaðu
dyrnar). Gúsenkó og Svetlana
héldu niðri i sér andanum en ein-
mitt nú þurfti Andrei litli aö bæra
á sér. Maðurinn sem var fyrir ut-
an komst ekki hjá að taka eftir að
einhver var inni i ibúðinni en Gús-
enkó þekkti að þar var á ferð
Lavrentief, liðsforingi frá sendi-
ráðinu. Er hann var farinn laum-
uöust Gúsenkó og kona hans út á
ganginn og til nágranna sinna.
Þar fengu þau húsaskjól og haft
var samband við lögregluna sem
lofaöi að vera til taks ef a þurfti
aö halda. Um klukkan hálf tólf
um kvöldið dri til tiðinda. Þá
nam bill staóar fyrir framan hús-
ið og fjórir menn stukku út. Gús-
enkó þekkti að þar fóru Pavlov,
yfirmaöur NKVD, Rógov flug-
málafulltrúi sendiráðsins og tveir
menn aðrir. Þeir börðu fyrst fyrir
mistök að dyrum hjá þeim ná-
granna sem hýsti Gúsenkó.
„Hvar er Gúsenkó!” spuröi Pavl-
os. „Hann er farinn”, sagði ná-
granninn og skellti hurðinni aftur.
Mennirnir fjórir voru ekkert aö
tvinóna við hlutina en brutu upp
hurðina á ibúð Gúsenkós. Þegar i
stað var kallaö á lögregluna. Er