Tíminn - 19.07.1981, Blaðsíða 2

Tíminn - 19.07.1981, Blaðsíða 2
Sunnudagur 19.' jiill 1981 *,»»* ********* * * ******* * • i f * i ♦***♦♦♦ ♦ ♦ ♦ ♦ t **.»*» • Langar að þýða íslenskar bækur á kínversku rætt vid Wu Jiang frá Nanking Ijós vikunnar ■ ■ Viö leituöum i myrkrinu aö ljósi vikunnar, haföi andinn yífirhöfuö ekki flogiö þessa vik- una. Viö grannskoöuöum hug okkar og dagblööin, sáum ýmsa kandfdata — en enginn þeirra uppfyllti öll skilyröi. Þeir lýstu ekki meö andagift sinni, af þeim stafaöi ekki nægur varmi. Dag- blaöiö á föstudag bjargaöi deg- inu, frött eftir Atla Steinarsson um dýrbitana dularfullu i Mos- fellssveit. Stillinn er jomngi- magnaöur, efnistökin djarfleg, hugsunin kvik — íslensk tunga er ekki i hættu á Dagblaöinu. Fyrirsögnin er: „HUNÐAR HAFA ATAST t FÉ OG HÓTAD ER MED HUNDUM — Athyglin beinist að störum gulum hundi og öörum minni, svörtum og löngum.” Greinin er á þessa leiö: „Viö höfum séö tvo hunda, annan stóran mjög, gulan og hinn svartan, miklu minni og einkennilega langvaxinn, atast i fénu hér viö Seljadalsána. Þetta keyröi um þverbak dagana 23. og 24. jUni. Þá voru hérna smiðir aö vinna og þeir horföu lika á aöfarir hundanna og blöskraöi." Þannig sagöi Þórunn Guömundsdóttir frá atburðum er hUn hefur orðið vitni aö i grennd viðsumarbUstaö hennar og manns hennar, Ragnars Jdnassonar frá Hafnarfirði. BUstaöurinn er skammt frá Seljadalsánni, skáhallt ofan viö býliö i Þormóösdal, ofan Hafra- vatns i Mosfellssveit. Eins og DBhefur skýrt frá fannst dautt lamb við Seljadalsá 26. jUni og krufning dýralæknis leiddi i ljós aö dýrbitur, sennilega stór hundur, heföi valdiö dauöa þess. Þau hjónin skýröu Hreini Ólafssyni fjárbónda i Helgadal og Þorleifi Geirssyni dýraveröi rikisins i Þormóösdal frá aöförum hundanna. Kvaöst Þórunn áöurnefnda daga hafa séö fjórar lamblausar ær ráf- andi um dalinn sennilega i leit aö lömbum sinum. Héldu þær nokkuö hópinn og kvað Hreinn fjárbóndi þaö einkenni áa aö halda hópinn ef þær misstu lömb sin. Þórunn og Ragnar höföu komiö aö dauöum lömbum illa leiknum i fyrra og kváöust vona aö slik sjón biöi þeirra ekki nU i sumar. 23. og 24. jUni höföu hundarnir komiö nálægtbústaö þeirra svo að þau gátu skammaö þá. „Þá lögöu þeir niöur rófuna og héldu isuöurátttil bæjanna. Þaö gera ekki aörir hundar en heima- aldir, svo einhvers staöar hlýtur aö vera hægt aö finna þessa varga,” sagöi Þórunn. Hreini fjárbónda i Helgadal haföi veriö tjáö aö 27. jUni heföi fjárbóndi Ur Reykjavik veriö að sleppa á meö lömbum viö Hafravatn, en sU ær rennur i si- fellu til Reykjavikur. Viö Hafra- vatn ók að honum maöur i dökkum bil, sté út og notaöi tvær hækjur. Jós hann f járbónd- ann skömmum fyrir aö sleppa fé þarna. Sagöi hann aö fjáreig- andinn þyrfti ekki aö bUast viö aö sjá lömb ærinnar á lifi þvi hann heföi hund meö sér sem þjálfaöur væri i aö drepa lömb. Fjáreigendur i uppsveitum Mosfellssveitar eru staöráönir i aö leita af sér allan grun um hunda er sézt hafa og reyna aö koma I veg fyrir aö sagan frá i fyrra endurtaki sig. Þá týndust um 90 lömb á þessum slóöum, og sýnilegt var aö sum þeirra drap dýrbitur — ekki af hungri heldur, grimmd. -A.Sl. Atli Steinarsson getur vitjað viöurkenningar sinnar hér handan götunnar, á ritstjórn Timans. Kertið biður, þjóðlegt og ákaflega Ijósrikt. ■ Þaö er ánægjulegt þegar Ut- lendingar leggja þaö á sig aö koma hingaö tií lands til aö læra útkjálkatunguna okkar fallegu. Og ekki er ánægjan minni þegar islenskuvinurinn er Kinverji, full- trdi þjóöar sem telur milljarö og er u.þ.b. eins óskyld okkur tslend- ingum og hægt er aö veröa. Þegar viö Helgar-Timamenn fréttum af Kinverja sem um daginn lauk BA prófi fyrir utlendinga viö Háskól- ann fannst okkur ærin ástæöa aö endurvekja um hriö „graffsku viðtölin” vinsælu hér á siöu tvö Viðmælandinn er Wu Jiang, ungur maður frá Nanking, fædd- ur 1957. Hann tekur á móti blaöa- manni i menningarhúsi Kin- verska sendiráösins viðGrenimcl. Wu Jiang býöur uppá jasminute, dauft en afar bragðljúft, og kin- verskar sígarettur — eftir aö hafa reykt eina kýs blm. heldur sitt gamla ameriska merki. Wu Jiang er eins og landar hans flestir afar hæverskur og litillátur, næstum feiminn, en þegar fariö er aö ræða áhugamálhans nánar tekur hann við sér og það kjaftar á honum hver tuska — á Isl'ensku vita- skuld, hvaö annað eftir tveggja ára nám, stundaö af ræktarsemi og iöni sem Kinverjum er i blóð borin. Stöku sinnum ratar hann ekki á éétt orð, en framburðurinn er lytaliti 11. Wu Jiang segist vera fæddur i Nanking, sögufrægri stórborg með um 7 milljón IbUa á bökkum Yang-tze-kiang fljóts. — „Nanking þýöir suöurborg. Nan er suöur og king borg. Eins þýöir Peking noröurborg. Nan- king er gömul og merkileg höfuð- borg i Kina.” Uppvaxtarárin? — „Foreldrar minir eru verk- amenn. Heima gekk ég i barna- skóla og siöan I menntaskóla sem lagöi séráherslu á erlend tungu- mál. Ég var i deild þar sem aðal- lega var kennd enska og saga. 18ára tók ég próf sem samsvarar shidentsprófi hér á Islandi. Þá fór ég að vinna Ut i sveit i tvö ár, eins og er taliö eölilegt i Kina. Sumir fara i verksmiöjur, ég fór i land- bUnaö. Enég ætlaöi mér alltaf aö læra meira. Ég tók inntökupróf i tungumáladeild háskólans i Pek- ing og var þar svo viö nám i ensku i eitt og hálft ár. Fullt nám þar tekur fjögur ár, þannig aö ég tók ekki lokaprof þaöan.” Blm. spyr hvernig höfuðborgin hafi komiö honum fyrir sjónir. — „Mér likar vel viö Peking og ég held aö ég vildi helst bUa þar i Klna. Aö visu var ég alltaf lær- andi þar svo ég sá kannski ekki nóg I kringum mig. Ég hef mikinn áhuga á þjóöfélagsfræöi, bók- menntum og sögu og I Peking er maður i mestri snertingu viö slika hluti. Þaö er miöja menningar þjóöarinnar.” Vissi ekki margt, valdi samt Island Hvernig atvikaðist það svo að Wu Jiang kom til íslands af öllum stöð- um? — „Ég var valinn af menning- armálaráðuneytingu til aö fara til útlanda. Ég átti nokkurra kosta völ, gat valiö á milli Finnlands, Grikklands og Islands, sem varð fyrirvalinu eins og sjá má. JU, ég hafði heyrt um landið, vissi eitt- hvað um landafræðina, að hér væri kalt og fáttfólk. Svo haföi ég kynnst nokkrum tslendingasög- um i' þýðingum. En samt var það ekki margt sem ég vissi. Ég kom hingaö 28da jUli 1979, svo þaö eru bráöum oröin tvö ár siöan. Fyrst fór ég i sveit i hálfan mánuö. Ég kunni ekki orð I Is- lensku og hUsfreyjan og hUsbónd- inn kunnu enga ensku. Svo ég varö aö bjargast með bendingum og nokkrum orðum i Islensku sem ég læröi. Þetta var góö reynsla, að byrja aö læra eftir tilfinn- ingu.” Um haustiö settist Wu Jiang i útlendingadeild Háskólans. Hvernig sóttist honum námiö þar? — „Námiö i Háskólanum var mjög erfitt. Ég held aö viö höfum veriö um sextiu sem byrjuöum, en þaö voru margir sem flugu...” Féllu — leiöréttir blaðamaður. — „Já. A ööru ári vorum viö niu og svo bara fjögur sem Utskrifuö- umst. Eitt af þvi erfiðasta var þegar þurfti að sitja i sama bekk og islensku stUdentarnir i mál- fræði, málsögu og svo sagnaritun sem ég valdi mér. Þaö er skylda til BA prófs fyrir Utlendinga. En ég lærði lika mikið á þvi.” Erfitt vetrarmyrkur Hvar hafði Wu Jiang svo aðsetur á tslandi? — „Allan timann bjó ég á Nýja garöi. Mér fannst mjög gott aö bUa með Islendingum. Ég eignað- ist góöa vini á garöinum sem hjálpuðu mér meö íslenskuna og leiöréttu mig hvenær sem ég gerði villur. Þeir voru mér lika mjög hjálplegir...” Wu Jiang hikar og veltir fyrir sér hvort þetta orö á rétt á sér i Is- lensku. Blm. fullvissar hann um að svo sé. „...very helpful þegar ég skrif- aði ritgerð um sagnadansa.” Ritgerð á Islensku? „Já, ritgerö um sagnadansa. Ég fékkátta daga frest til að skila henni og vann oft aö henni frá klukkan niu á kvöldin til klukkan niu á morgnana. Þaö var svo dimmtUti að mér var alveg sama hvenær ég vann.” Wu Jiang lætur á sér skiljast aö hann hafi ekki kunnaö beint vel viö vetrarmyrkriö hér á tslandi. — „Eftir prófin fór ég svo til Akureyrar og vann i einn og hálf- an mánuð i kjötiðnaðarstööinni þar. Það voru krakkar af sama gangi á Nýja Garöi sem Utveguöu mér vinnuna og hUsnæöiö. Þetta var mjög skemmtilegur timi, en ...mér fannst svoldið erfitt að kynnast Akureyringum. Mér var eiginlega nóg boðiö aö læra svona mikið allan veturinn — oft tiu tima á dag. — Mig langar að vinna meira og kynnast betur fólki og þjóðllfi.” Reyndi að ná bragðinu hennar mömmu NU segist Wu Jiang aðallega standa i bréfaskiptum við vini sina og skólasystkin Uti Peking. Hann er að hjálpa þeim við að afla upplýsinga sem auðveldara er að komast i tæri við hér en þar titi. Bréfin eru drjúga stund á leiðinni, þó ekki nema tiu daga. — „Ég fer sennilega héöan i haust. Það er gott að vera hérna á sumrin, ég timiekki að fara ntina. En veturnir finnast mér harðari og erfiöari hérna en i Kina...” Enn er þaö myrkriö sem vekur nokkurn óhug i brjósti Wu Jiang. — „Kannski ekki nema þrjár bjartar stundir á sólarhring...” Hvernig kunni hann annars við íslendinga? — „Það er stundum erfitt að kynnast tslendingum. Eneftir að það tekst eru þeir mjög gott og hjálplegt fólk. Dvölin hérna verð- ur ógleymanleg, mig langar að koma hingaö aftur.” Ætli sé eitthvaö likt með tslend- ingum og Kinverjum? Wu Jiang brosir hálf-vonleysis- lega. Rétter þaö, spurningin er Ut i hött. — „Þaö er ekki gott að sjá það.menningin er að flestu leyti ótik. Fyrst varð ég var við að maturinn er allt öðruvisi. Ég átti erfitt með að venjast islenskum mat i fyrstu og ég er enginn kokk- ur sjálfur. Ég eldaöi um daginn onivini mina á Akureyri og þeim fannst þaö bara gott. Ég get ekki sagt að þaö hafi verið neinn kin- verskur matur, ég reyndi bara að ná bragöi sem mamma geröi heima.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.