Tíminn - 19.07.1981, Síða 6
Sunnudagur 19. júli 1981
af erlendum bókamarkaði
SEJlLCJIIia
im> nussmw
RCVOLUTXONFROM
MÍ&ítSm m&M & 81
Í9Í7-1929
Nigel Rees:
Graffiti Lives, OK.
Unwin 1979
■ l sfðasta Helgar-TIma
hnupluðum við nokkrum gull-
kornum lir þessari btík undir
yfirskriftinni „Skrifað á
veginn.” Þar kenndi margra
kostulegra grasa. Nigel Rees
fwðast um heimaland sitt,
Bretland, og les spakmæli,
klUryrði og gamanmál sem
alþyða manna skrifar á hús-
veggi og kltísett. Les þar hugs-
unarhátt og kímnigáfuungrar
alþýðu I hnotskurn. Það er
alveg sama hvað yfirvöld og
boðberar hreinlætis berjast á
möti 'veggskrift — skólar og
aðrirstaöir, þar sem ungt fólk
venur komur sínar eru
viðstölulaust krassaðir Ut aft-
ur. Nigel Rees trUir því að
veggskriftin lifi sem
tjáningarmáti unglinga — i
samræmi við það hefur hann
nU gefiö Ut framhald af
þessari btík — Graffiti Lives,
OK., nUmer 2.
E.H . Car r: The
Russian
Revolution fram
Lenin to Stalin.
Papermacl980
Carr er hvað mestur sér-
fræðingur i' sögu Sovétríkj-
anna, a.m.k. meöal ensku-
mælandi þjóöa,* hefur m.a.
skrifað 14 binda verk um
byltinguna. Fyrir sér-
fræðinga, eins og hann sjálfur
segir i formá'la að þessari btík.
Hér er sama tfmabil 1917—29
spannað í stuttri btík fyrir
leikmenn, smásmugulegri
fræðimennsku er sleppt. Þetta
voru mikil örlagaár bæði fyrir
Sovétríkin og mannkynið og
nauðsynleg til skilnings á af-
bökuðum stísfalisma f austri.
Ár stéiðskommUnisma, Nep-
stefnu, fyrstu fimmáraáætl-
unarinnar, valdatöku Stalíns,
iðnaðaruppbyggingar á kostn-
aö bænda. Helsti galli á bók-
inni er að efnið er of viðamikið
til að það rUmist á 200 síðum,
hUn er of stutt, það vantar
smáatriðin sem gera sögulega
frásögn li'flega. En hUn er
hnitmiðuð ög óljúgfróð lýsing
á umbrotaárunum umdeildu
— Carr fellir ekki tíþarfa
dtíma, fer eftir söguspeki sinni
sem hann Utlistaði i „What is
History?” Svo er hann ágæta
vel skrifandi. Maður tískar
þess bara að maöur hefði ti'ma
til að lesa bindin fjórtán eftir
þennan afburða sagnfræðing.
The Bawdy Beautiful:
Edited by Álan Bold
Sphere 1979.
Þetta er safn gamalla
klámvi'sna og tvfræðra
söngva. flestra frá I9du öld,
frskra, skoskra, enskra og
amerískra. Þetta er alþýðu-
kveöskapur, upphaflega
ætlaður til söngs. Ljóðin eru
tíhefluð, kraftmikil, safarík,
segja stuttar, einfaldar og
ekki m jög óvæntar dónasögur.
Sem prentað mál er þetta á
köflum fyndiö, en nokkuð
veröur lesturinn leiðigjarn er
til lengdar lætur. Að auki á
btík sem þessi lítið erindi Ut
fyrir hinn enskumælandi
heim. Alan Bold, ritstjóri
safnsins, er ljtískáld og
gagnrýnandi. Aðrar saman-
tektir hans hafa tíneitanlega
veriö til meira gagns og yndis-
auka — t.d. „The Penguin
Book of Socialist Verse” og
„Making Love: the Picador
Book of Erotic Verse”, þar
sem ertítíkin var á öllu hærra
plani, að vísu ekki eins hressi-
leg.
Ingrid Bergman:
My Story.
Sphere 1981.
Fyrirþá sem hafagaman af
aö lesa um lffshlaup
kvikmyndastjarna er hér slík
btík á heldur háu plani. Ingrid
Bergman ofurseldi sig aldrei
frægöinni, átti sér alltaf
einkalíf, hélt sönsum þtíttmik-
iö gengi á. HUn var mikill
perstínuleiki eins og kemur
ljtíslega fram i myndum
hennar. Á viöburöarrfkum
ferli kynntist hUn og starfaöi
með mörgum stórum —
Garbo, Bogart, Ingmar
Bergman, svo fáeinir séu
nefndir. Það sem lesandinn
mun þtí fyrst og fremst
einblina á er sagan af ástar-
ævintýri og hjónabandi
hennar og ítalska leikstjtírans
Roberto Rosselini — það var
skandall sem mörgum er I
fersku minni. Sér til aðstoðar
við samningu ævisögu sinnar
hafði Ingrid rithöfmdinn Alan
Burgess (ekki Anthony), hann
kvaö þó ekki vera f hlutverki
„draugahöfundar” — hjálpaði
aðallega við enskuna og
tæknilegu hliðina.
■ Bækurnar hér n ofan eru fengnar hji Bókaverstun Sigfúsar
Lymundssonar.
GETULEYSI
Samuel Beckett:
The Expelled and Other Novellas
Penguin 1980
■ Getuleysi — það er eftirlætis-
viðfangsefni Samúels Beckett.
Ekki getuleysi f kynferðislegum
skilningi — nema svona þegar þvi
er að skipta — heldur almennt
getuleysi til að lifa, hrærast i
veröldinni og eiga samskipti við
annað ftílk, meira að segja getu-
leysi til að deyja. Það er rödd inn-
aníhöfðinuá SamUel Beckett sem
segir honum að hann sé til og
þagnar ekki. Rétt einsog sögu-
hetjur hans þá reynir Beckett að
þagga niður f þessari rödd með
því að segja sjálfum sér sögur en
það stoðar líttþvi hann er til eftir
sem áður og það er vandinn. Vel
má segja sem svo að SamUel
Beckett sé einhver bölsýnasti rit-
höfundur sem fyrirfinnst því það
er li'fið sjálft sem er honum kvöl
en engar aðstæður eða hugsunar-
háttureða li'fsmáti. Ogþtí kannski
ekki lífið sjálft, heldur umfram
allt vitneskjan um að lifa eða
vera til.
Og sem sagt: til aö tjá þetta
hugarvil sitt, fá Utrás undan þvi
og jafnvel gleyma þvi, þá fer
SamUel Beckett að skrifa, en rek-
ur sig auðvitað á að það er ekki
hægt. Getuleysið. öll verk Beck-
etts eru óður til getuleysisins og
þtí ókunnugum finnist leikrit eins-
og Beðiö eftir Godot eða Endatafl
vera þunglyndisleg þá eru þau þó
guödómlegur gleðileikur ef miðað
er við skáldsögur hans eða prtísa
yfirleitt: Trflógiuna og allt það
sem á eftir fylgdi. Það er að segja
að hugsun, þvi nU vill svo til að
Beckett er þrátt fyrir allt ktími-
ker. Kannski dapurlegi trUöurinn.
Honum veitist létt að hæðast bæði
að sjálfum sér og öörum vegna
þess að hann veit sem er að all t er
þetta sjtínarspil og einskis nýtt.
Getuleysiö er algert hvort sem er.
Það er svo aftur annað mál
hvers vegna f tísköpunum menn
leggja sig eftir bókum á borð við
þær sem Samuel Beckett skrifar.
Jú, i fyrsta lagi lýsir hugar-
ástandi getuleysisins frábærlega
vel. Söguhetjur hans, umrenning-
arnir, geta bara ekki neitt, sama
hvaðþeir reyna, og Beckettkann
aö draga upp mynd af þeim svo
átakanlegt verður. Þar kemur
still Becketts til sögunnar — und-
irstaða getuleysisins þvf þrátt
fyrir allar sinar snilldarlegu lýs-
ingar þá megnar hann engan veg-
inn að tjá það sem á að tjá. Og
stíllinn hleypur lika Utundan sér:
hann verður kannski aldrei léttur
og skemmtilegur en altént ljtíö-
rænn og fallegur — jafnvel þótt
verið sé að lýsa hægðatregðu. Þá
birtist lika samúðin sem Beckett
hefur til að bera með öllum sinum
aumingjum, hversu mikið sem
hann hæðist að þeim og það gerir
hann skammlaust.
Þessi btík, þessi litla bók uppá
93 siður, samanstendur af f jórum
smásögum — eða nóvellum, þær
eru varla nógu langar til að heita
ntívellur — sem Beckett skrifaði
skömmu eftir siðari heims-
styrjöldina: Fyrsta ástin. Hmn
burtrekni, Rtíandi lyf og Endir-
inn. Þær eru eftirtektar verðar af
tveimurástæöumfyrst og fremst.
Þær boða það sem koma skyldi
með Trflógiunni — Molloy,
Malone deyr, Hinn ónefnanlegri
— og það sem kannski mikilvæg-
ara er — þær voru hiö f yrsta sem
hann skrifaði á frönsku.
Beckett er auövitað íri. Hann
skrifaði sinar fyrstu bækur á
ensku einsog eðlilegt má teljast
en hefur bUið I Frakklandi meira
eða minna frá þvi fyrir heims-
styrjöldina. Er henni var lokið og
Beckett hafði fengið oröu frá De
Gaulle fyrir vasklega framgöngu
i andspyrnuhreyfingunni gegn
Þjóöverjum þá skrifaöi hann siö-
ustustóru btík sina á ensku, Watt,
en sneri sér siðan að þvi að skrifa
á frönsku. Langflest og næstum
öll verk hans eftir það hafa verið
frumrituð á frönsku en Beckett
siöan þýtt þau sjálfur yfir á
ensku. Þettaer vissulega óvenju-
legt af rithöfundi en þó ekki
óþekkt. Og ástæður þess að
Beckett sneri baki viö enskunni
en tók upp frönsku — þær eru
vafalitið margvislegar. I þeim
fáu og fábrotnu viðtölum sem
Becketthefur veitt gegnum tíðina
hefur hann einungis sagt að hann
hafi langað til þess, það hefði ver-
ið spennandi verkefni. Sumir hafa
látið að þvi liggja að Beckett hafi
viljað agá sjálfan sig betur með
þvi að takast á við alla þá tröll-
auknu erfiðleika sem fylgja þvi
að taka upp nýtt móðurmál og vel
má vera sitthvað til i þvi, Allt um
það mun vera skoðun þeirra sem
vit hafaá að franska Becketts sé
sist siðri enskunni og raunar tölu-
verður blæbrigðamunur á bókum
hans eftírþvi'á hvoru málinu þær
eru. Og smásögurnar fjórar eru
harla ólikar Wattog kannski ekki
sist að blæ. Þeir sem rýnt hafa i
handrit á aöskiljanlegum lands-
bókasöfnum viðs vegar um heim-
inn segja að Beckett hafi mjög
fágað smásögurnar sinar frá þvi
hann skrifaði þær fyrst og þar til
þær — eða það er að segja þrjár
þeirra — voru gefnar út eitthvað i
kringum 1955.
1 þessum smásögum er fyrst
fæddur fyrir alvöru sá umrenn-
ingur sem átti eftir að ganga aft-
ur i btíkum Beckettsþaðan I frá —
þó ásigkomulag hans, bæði and-
lega og likamlega, færi sifellt
versnandi. Ensku sögurnar höfðu
sagt frá Murphy og sfðar Watt en
þeirvoru i'alla staði „venjulegri”
en sá tínefndi aðili sem kemur við
sögu I öllum sögunum og tók sér
siðar nafnið Molloy og enn siðar
Malone...
Eftir töluvert vesin..
Endirinn segir frá þvi þegar hin
nafnlausa „hetja” er gerð brott-
ræk af einhverskonar „góðgerð-
arstofnun” og klæddur i föt af liki
vafrar maðurinn úti heiminn.
Eftir töluvert vesin fær hann að
leigja herbergi hjá undarlegri
konu sem flyst óforvarandis á
brott og nýi eigandinn segir hon-
um að hypja sig. Hann býðst til að
deila herberginu með svini
mannsins en kemur fyrir ekki. Þá
fer maðurinn til fjalla og býr i
helli, betlar seinna á götuhornum
og verður alltaf máttfarnari og
máttfarnari. Hann fer að sjá sýn-
ir og svo fjarar hann smátt og
smátt út, sisona. Það er klassisk-
ur „endir” fyrir „hetjur” Beck-
etts þvi það er i rauninni enginn
endir til eða alla vega enginn i
sjónmáli.
Næsta saga heitir Le Calmant á
frönsku og The Calmative á
ensku. Fyrstu setningarnar boða
Molloy ogMalone og alla þá: „Ég
veitekki hvenærég dó. Mér hefur
alltaf virst að ég hafi verið gam-
all þegar ég dtí, svona niræður..”
Það eru svosem engar meiri upp-
lýsingar gefnar um þann sem tal-
ar en til að fróa sér fer hann að
segja sjálfúm sér sögur. Hann
reynir við þátið: dugar ekki. Þá
segir hann frá i nútið: dugar ekki
heldur. Og framtið: álika gagns-
laus. Þegar sagan hefst i alvöru
erhún nú samt I þátið en á að ger-
ast þá stund sem hann segir hana.
Hann kemur inni borg sem er yf-
irgefin að mestu, klifrar uppi turn
dtímkirkju staðarins og við tekur
nokkurskonar „draumasena”
ekki ósvipuð sýnunum i fyrr-
nefndri sögu, svo hittir hann
mann og það er starað á hann. A
endanum fer hann sina leið og
sagan er búin. Varla hefur höf-
undinum tekist að róa sjálfan sig
með henni en hann reyndi.
Hinn burtrekni er einfaldari
saga að mörgu leyti. Söguhetjan
segir frá þvi' er henni var fleygt
útUr þvi' hUsi þar sem hUn hafði
búið siðan i bernsku. Og hann
flækist um i leiguvagni en á pen-
inga frá konu sem hann man ekki
gerla eftir en er viss um að eitt-
hvað hafi átt sér stað milli þeirra
fyrir óralöngu, þegar hann var
bárn. Kynferðisleg sektarkennd
er oft á tfðum mjög áberandi I
verkum Becketts.
Fyrsta ástin er náttúrlega tílik
þeim hugmyndum sem menn
gera sér yfirleitt um fyrstu ást-
ina. Hann erað reyna að rifja upp
ýmsa hlutiUr lifisinu, sjálfsagttil
aö létta á sér, og þar á meðal er
Fyrsta ástin — þegar hann gifti
sig. Lýsingar á konunni og athæfi
þeirra eru hrottalega hæðnislegar
enda var þessi saga ekki birt fyrr
en löngu eftir að hinar voru
komnar á þrykk. Beckett sagöi:
„Konan er ennþá lifandi...” Sag-
an er semsé byggð á raunveru-
legum atburðum!
I öllum þessum sögum er hetj-
an okkar ein og yfirgefin, fyrirlit-
in og forsmáð. En hún er ekki
kveinandi sér undan Welt -
schmeitzog liðurekki einu sinni
átakániéga illa, vill bara komast
undan og vera einhvers staðar i
friði. Alltaf ráðast allir á hetjuna,
fleygja henni fram og aftur,
skella hurðum á nefið á henni og
svo framvegis. Og hetjan er ekki
barnanna best —i rauninni er hún
ekkert annað en það sem kallað
hefur verið „dirty old man” og
ber stundum hug fyrir neðan
mitti til li'tilla stúlkna. Likaminn
er að svikja hann, eyðast upp og
deyja, en það er mjög algengt
symbtíl yfir hnignun i bdkum
Becketts: Beckett er fylgismaður
hinnar kartesisku speki um að-
skilnaölikama og sálar. Og minn-
iö, oftastnæreini tengiliðurinn viö
það sem kallaður hefur verið
„raunveruleiki”, er svikult og
sist tíbrigðult. „Hetjan” á sér
ekki viðreisnar von og á heldur
ekki von á þvi. Hún er á þvi aö
hún eigi margt sameiginlegt með
hinum krossfesta, þjáða Kristi.
Og aðeins hinum þjáða, kross-
festa.
Ég hef likastil ekki svarað þvi
ennþá hvers vegna i ósköpunum
menn leggja, eða ættu aö leggja,
sig eftir btíkum Samúels Beckett.
Sumum finnsthann vist bara leið-
inlegur. Enþað er ekki rétt. Hann
er djöfullega skemmtilegur —
þráttfyrir allt. —ij
i liniitniinii i