Tíminn - 19.07.1981, Side 7
Sunnudagur 19. júli 1981
7
Edward Crankshaw:
The Fall of The House
of Habsburg
Papermac / Macmill-
an 1981.
Austurrfska keisaradæmið
var merkilegt, en þó ekki al-
veg einstætt, að þvi leyti að
það var ekki þjóðriki heldur
spannaði einungis eignir
Habsborgarfjölskyldunnar
sem voldugust varð á fyrri tlð
ef Romanovar eru undan-
skildir. Af þessu leiddi að
keisaradæmið stóð og féll með
þessari einu ættog i ljós kom
að hiín hafði ekki hæfileika til
að laga sig að breyttum þjóð-
félagsaðstæðum á 19. öld, að
hún var orðin úrkynjuð og
spillt — þá megnaði hún ekki
að standa gegn vaxandi þjóð-
ernis- og frelsishreyfingum i
rfkjunum sem hún réði.
Crankshaw, einn mesti sagn-
fræðingur Breta, rekur söguna
allt frá ti'ma Napoleons mikla
og til hrunsins sem varð i fyrri
heimsstyrjöld þegar Franz
Josef féll og stóð ekki upp aft-
ur. Bókin er frábær íysing á
hnignandi heimsveldi hún er
mjög löng og itarleg en útgifa
Papermac er mjög aðgengileg
og þægileg. Nauðsyn fyrir
áhugamenn um Hábsborg-
ara...
Benjamin Siegel:
The Jurors
Pan Books
Það er hressandi — einmitt
nú þegar allir reyfarar og
spennusögur gerast á heims-
grundvelli, New York,, Paris,
London, Moskva og helst
Sviss, og snúast um kalda
kappa sem eru ekkert minna
en að bjarga heiminum með
kynósandi aðstoðarstúlkum
sinum — að fá uppí hendurnar
bók á við þessa hér sem fjallar
bara um eitt „venjulegt”
morð. Aukinheldur gerist sag-
an i réttarsal, slik drama voru
mjög vinsæl I eina tið en hafa
illu heilli komist úr tisku. The
Jurors er bandarisk, vændis-
kona hefur verið myrt i smá-
bæ og kærastinn er handtek-
inn. Hann virðist sekur en
sönnunargögn eru fá ein. Það
er þvi kviðdómurinn sem hlýt-
ur að taka ákvörðun einn og
óstuddur og frá hans sjónar-
miði er sagan sögð. Hvaða
áhrif hefur það að eiga að
ákveða örlög manns, nánast
eins og að kasta upp krónu?
Siegel tekst bærilega að kom-
ast frá viðfangsefni sinu og
bókin er hressandi sem áður
sagði.
James Purdy:
Malcolm
Penguin 1980.
Þessi bók var fyrst gefin út
árið 1959, f Bandarikjunum, og
vakti þá mikla athygli. Þótti
mörgum sýnt að upp væri ris-
inn nýr snillingur. Siðan hefur
Purdy að mestu fallið i
gleymsku og dá og þessi út-
gáfa Penguin-forlagsins á
frægustu bók hans er i og með
tilraun til að beina sviðsljós-
inu að nýju að honum. Og það
á hann fyllilega skilið, ef
marka má Malcolm. Þetta er
stutt saga og litskrúðug, segir
af fallegum manni sem
stjörnuspekingurinn Cox finn-
ur sitjandi á bekk. Cox vill
uppræta einmanakennd
Malcolmsog kynnir hann fyrir
vinum si'num — fjölskrúðug-
um, ýkjukenndum hópi. Og
Malcolm lætur sér I bili vel
h'ka. Still Purdys er eftirtekt-
arverður og þessi bók sver sig
i ætt við margar þær skáldsög-
ur sem vinsælastar hafa orðið
á 20. öld, glaðlegar sögur með
dapurlegum undirtón (eða
öfugt). Malcoím er fyndin,
heiðarleg bók.
David Lippincott:
Sal Mine
A Signet Book / New
American Library
1979
Þessi bók er einmitt ein af
þessum reyfurum þar sem
flest snýst hreint og beint um
heimssögulega atburði. Ætli
reyfarahöfundar verði ekki
bráðum búnir að þurrausa
alla möguleika á heimsfrelsun
og æsingi sem til eru? Þessi
gerist i Svovétrikjunum: i
hjarta kerfisins er ótrúlegur
hópur af „andtífsmönnum”
sem ráðast inni sjálfa Kreml-
arhöllina og taka þar menn i
gfslingu. Sovésku stjtírninni
eru settir úrslitakostir og þeir
svakalegir — annaðhvort má
hún hlýða eða farast. Og með-
an fresturinn rennur út er bit-
ist á hæl og hnakka meðal
hauka og dúfna og endirinn er
vis með að koma á óvart. Salt-
náman er engin gullnáma en
Lippincott kann að vefa sögu-
þráð og leysa Ur honum, á oft á
tíðum fjarska spennandi hátt.
Bækurnar hér að ofan eru fengnar hjá Bóka-
verslun Máls og menningar.
Volvo-eigendur!
Við lokum EKKI VERKSTÆÐINU
vegna sumarleyfa — en biðjum
viðskiptavini okkar að sýna um-
burðarlyndi þar eð hluti starfs-
manna er i sumarleyfi til ágústloka
VELTIR H.F.
KENWOOP,
Stálskál
Ávaxtapressa
Dósahnífur
Grœnmetisrifjárn
Endingargóð og varan- Skilar ávaxta- og græn- Opnar allar tegundir Sker og raspar niður I
leg skál, tilvalln I alla
köku- og brauðgerð.
metissafa meö öllum dósa án þess að skilja salat. — Búið til yöar
vltamlnum.
eftir skörðóttar brúnir.
eigin frönsku kartöflur
með til þess gerðu járni.
KENWOOD
er engin venjuleg
hrærivél.
Verð með skál,
þeytara, hnoðar
og hrærara
Kr. 3.550.
.
Hakkavél
Hakkar kjöt og fisk jafn-
óðum og sett er I hana.
Einnig fljótvirk við geró
ávaxtamauks.
Grænmetiskvörn
Blandar súpur, ávexti,
kjötdeig og barnamat.
Saxar hnetur, o.fl.,
malar rasp úr brauöi.
Kaffikvörn
Malar kaffiö eins gróft
eða flnt og óskaó er og
ótrúlega fljótt.
i iiiwiiir
Hraðgengt rifjárn
Sker niður og afhýðir
grænmeti á miklum
hraða og er með fjórum
mismunandi járnum.
Þrýstisigti
Aðskilur steina og
annan úrgang frá ávöxt-
um. Auöveldar gerö
sultu og ávaxtahlaups.
Rjómavél
Býr til Ijúffengan, fersk-
an rjóma á nokkrum
sekúndum, aðeins úr
miólk og smjöri.
Sitrónupressa
Býr til Ijúffengan fersk-
an sltrussafa á litlu
iengri tlma en tekur að
skera sundur appelslnu.
Grænmetisrifjárn
Sker niður rauðrófur,
agúrkur, epli, kartöflur.
Raspar gulrætur, ost,
hnetur oa súkkulaði.
KENWOODchef ggypj
SLDHÓSHJÁLPIN
Kartöfluhýðari
Eyðió ekki mörgum
stundum i aó afhýða
kartöflur sem Kenwood
afkastar á svipstundu.
Hetta
Yfirbreiðsla yfir Ken-
wood Chef vélina.