Tíminn - 19.07.1981, Síða 14

Tíminn - 19.07.1981, Síða 14
14 Sunnudagur 19. júli 1981 ■ Bandarikin eru land hinnar frjálsu blaðamennsku og höfuð hennar hefur nú, um nokkurt árabii, verið rannsóknarfréttamennskan, sem náði sjálfs-fullnægjustigi I watergate. Það má þvf teljast eðlilegt, að blaðamaður frá islenskri sveitarpressu, sem er að viðra sig i stórborg- um þessa heimsveldis stéttar hans, fremji fréttaneyslu af ákafa þess sem kemst að vatnsbóli, eftir langa dvöl i eyðimörk. Sjónvarpsfréttir og dagblöð i morgunverö, útvarpsfréttir f hádegisverð, siðdegisútgáfur blaða og timarit I eftirmiðdagste, sjónvarpsfréttir i kvöldverð og sofnað út frá miðnæturfréttunum. Hvert orð, hver mynd drukkin eins og nærir.g, sem likaminn siöan meltir og finnur holu fyrir I heimsmynd- inni. Abætirinn i hvert sinn undrun og aðdáun vegna vinnunnar sem að baki liggur og aðferðanna sem beitt er. Þvi Bandarikin hljóta að teljast paradís fréttamannsins, eða er ekki svo? Undir yfirborðið ■Af bandarískum f jölm iðlum má skjótt rdða, að fréttamenn þar láta sér aldrei nægja að kanna yfirborð mála. Þeir smeygja sér undir það, grafa dýpra og dýpra, þangað til þeir finna kjarna máls- ins, og þá fyrst er fréttin birt. Þannig verður hver smáfrétt að sögulegri og félagslegri stað- reynd, ekkert birt sem ekki er þess vert að muna. Þessi gröftur undir yfirborðið er algildur og i vikunni er leið kom það greinilega i ljós hversu algildur. í kvöldfréttum sjón- varps i'Washington, sjálfri höfuð- borg Bandarikjanna, var margt stórra mála, sem skipt gátu sköpum fyrir heimsbyggöina. Philip Habib, sérlegur sendi- maður Reagans, leikarans sem nú fer með hlutverk Bandarikja- forseta, hafði fundað með forset- anum þennan dag, gefið honum skýrslu um árangur, eða árangursleysi, sáttaumleitana sinna i' Mið-Austuilðndum, og fengið ný fyrirmæli um framhald beirra. Þá hafði Kirkland nokkur, einn forvigismanna bandarisku verkalýðssamtakanna AFL/CIO látiö frá sér fara yfirlýsingu, þess efnis að efnahagsstefna forsetans væri draumaþoka fjármálatriiða, og mátti af þeim orðum ráða að ekki væru allir jafn vissir um á- gætitUlkunar stjörnunnar á hlut- vera fimmtiu og átta og þótt allar skólaskýrslur hennar staðfestu þá fullyrðingu, var fullyrt i fæðingarskýrslunum að hún hefði fæðst árið 1921 og væri þvi sextug að aldri. Og þá var spurningin að- eins hver væri að skrökva hverju. Að sjálfsögðu sló fréttamaður- inn á þráðinn til Hvita hússins og ræddi þennan leyndardóm við blaðafulltrúa kvinnunnar. Upp úr þvlhafði hann þó aðeins það svar, að hún segðist vera fimmtiu og átta og þar við sæti. Að sjdlfsögðu er konum, sem farnar eru að reskjast, jafn heim- ilt að halda kjólastærð sinni ó- þekktri. Það vekur hins vegar at- hygli, aö ef fæðingarskýrslurnar eru réttar og sannar, þá hefur Nancy blessunin Reagan séö nauðsyn aldurslagfæringa ákaf- lega ung að árum, eða meðan hún var f siðari bekkjardeildum gagn- fræðaskóla. Og á þeim árum er ungmennum fremur tamt að ýkja aldur sinn en draga Ur honum. Bandarikjamenn geta þvi huggað sig við það, að sé forsetafrúin ekki sannsögul um aldur sinn, er þó staðfest að hún er og hefur frá blautu barnsbeini verið ákaflega framsýn kona. Mis.jafnlega gráir En Bandarikin eru ekki aðeins land rannsóknarb laða- mennskunnar. Þau eru jafnframt Hið nýja Watergate í Bandaríkjum Norður-Ameríku: Er hún fimmtíu og sextug? átta verki sinu i Hvita húsinu. Sumum þykir hann hafa farið betur á Hvi'ta tjaldinu. Og svo grafið En rannsóknarfréttamennska bandariskra fjölmiðlamanna naut sfn þó ekki best i þessum málum. Né heldur I umfjöllun um hækkun á vöxtum i tæp 17%, sem auðvitaö eru hræðilega háir vextir. Nei, rannsókn dagsins beindist að þeim hræðilega leyndardómi, sem aldur forsetafrúarinnar, Nancy Reagan, er orðinn. Með þann leyndardóm er farið sem upplýsingar um giróáttavita- kerfið í kjarnorkuel dfl augum þeim sem granda eiga Moskvu, ef þurfa þykir. Og auðvitað fór að minnsta kostieinn fréttamaður af stað, kafaði aftur á bak i lif for- setafrúarinnar og kom aftur upp á yfirborðiö með ákafleglega at- hyglisverðar staðreyndir, eöa að minnsta kosti visbendingar. Þennan mánudag átti frúin af- mæli og kvaðst vera orðin fimm- tiu og átta ára gömul. Banda- riskir fréttamenn taka hins vegar aldrei orð eins aðila sem gild fyrir einu eöa neinu og þá ekki heldur hennar. Þvi var byrjað að kanna öllskjöl, þar sem aldurfrúarinnar er á skráður og lengi vel virtist hún fara með rétt og satt. Eða, þar til fréttamaður einn, sem er á klifri upp stigann hjá ABC, lét sér detta i hug að kanna fæðingar- skýrslur fylkis þess sem frúin er upprunnin i. Þá fóru einkenni- legir hlutir að gerast. Hvar er falsað? Þessi rannsókn fréttamannsins leiddi i ljós, að þótt frúin segðist eða land stöðlunar og norma. Hvergi er það greinilegra, en I ytra Utliti og framgöngu þeirra, sem stunda einhver opinber störf, svo sem sjónvarpsfréttamenn, stjórn- málamenn og starfsmenn ráöu- neyta. Þennan sama mánudag gafst blaðamanni Timans færi á að sækja heim bandariska utanrikis- ráðuneytiö I Washington DC. Við komuna þangað reka gestir sig á þéttriöið net öryggisvarða, sem veldur þviaö biða veröur fylgdar- manns i anddyri byggingarinnar. Og normiö, staðallinn, gerir þegar vart við sig. í utanrikis- ráðuneytinu eru allir gráir. Mis- jafnlega gráir, liklega eftir þvi hversu hátt settir einstaklingar eru, en allir gráir. Grá jakkaföt, ýmist einlit eða röndótt, vafalitiö einnig eftir stöðu og virðingu. Hvitar skyrtur og mismunandi grá bindi, sum, þó með lituðum doppum eða röndum. Og að sjálfsögðu vel burstaðir skór. Það sem reynist öllu athyglis- verðara er þó svipmót þeirra sem starfa i ráðuneytinu, þvi þrátt fyrir sólbrúnku og skjannahvitar tennur að brosa með, reynist það jafn misjafnlega grátt og fötin. Og ekki er þvi aö neita, að það hversu margir hafa grátt I hári, læddi inn þeim grun, að ein- hverjir þeirra brúkuðu spray- brúsa. Einhver stefna? Erindið I utanrikisráöuneytið var þó ekki að fylgjast meö gráma starfsmanna þar. Ætlunin var að afla nokkurra upplýsinga um stefnu Bandarikjanna I mál- efnum Mið-Austurlanda, svo og vitneskju um hvað bandariska utanrikisráðuneytiðtelur að sé að gerast þar nú. Þvi var fyrsta spurning blaða- mannsins, sem beint var að fylgdarmanni hans, sú hvort Bandarikin hefðu yfirleitt ein- hverja stefnu i málefnum þessa suðupottar, enda ér það spurning sem margir Evrópumenn leggja fyrir sjá'fa sig daglega. t fyrstu virtist svarið ætla að takmarkast við fyrirlitningartil- lit, en fljótlega sá fylgdarmaður- inn að orða var einnig þörf og hóf máls. Auðvitað höfðu Bandarikin stefnu i' þessum málum. HUn hlaut að vera hverjum manni augljós. Sttínan varsú að tryggja frið og öryggi þjóða i þessum heimshluta, koma á rikisstjórn- um, sem talist gætu tryggar I sessi og þess umkomnar að stýra lýðnum, finna nýja bandamenn til að fylla sess keisarans heitna i Iran, tryggja öryggi tsraels- manna sérstaklega, um leið og unnið væri að þvi á öðrum vig- stöðvum aö viðhalda vlgbúnaöar- jafnvægi milli þeirra og araba- rikja, og svo loks að tryggja oliu- hagsmuni Evrópu og Vestur- landa almennt. Hreint ekki svo litil stefna, eða smá markmið, einkum þegar tekið er tillit til þess aö Banda- rikjamennætla að ná þessu fram, algerlega án þess að hlutast til um þróun mála sjálfir. Hvað eru svo þessir menn að segja að stefna sé ekki fyrir hendi? Hvaða stefna? En, fávis blaðamaður gat ekki komið auga á samhangandi stefnu i þessu öllu saman. Þvi spurði hann enn á ný sem svo, hvaða stefna þetta væri eigin- lega? Og hann hlaut að launum aukna fyrirlitningu. Siðan var rullan endurtekin. Hornsteinninn að stefnunni væri að sjálfsögðu öryggi tsraelsríkis. Honum yrði ekki hnikað, hvorki við ofstopaaðgerðir Begins, svo sem eyðileggingu crkuvers i Irak, hvaðþá við minni háttar pólitiska riðu vegna Libanon og annarra smáatriða. Ekki svo að skilja, að bandarisk stjórnvöld hafi ekki fulla samúð með málstað Libana, þessarar litlu þjóðar, sem nauð- synlegt er að fái aftur trygga stjórn og helst frið i landi sinu líka. Og svo spannst hvert atriðið af öðru. Spurt var hverjum Bandarikja- menn væru þá reiðubúnir að vinna með, til þess að tryggja stöðugleika i Mið-Austurlöndum. Svarið var einfaldlega: hverjum sem er, meir að segja Khomeini, ef hann fengist til þess. Þá vaknaði sú spurning hvers konar stjórnvöld. Svarið var hverja þá rikisstjórn,sem væri þess umkomin aö stjórna landi sinu og halda fastmótaðri stefnu i bæði innanrikis og utanrikismál- um. Hvaða rikisstjórn sem væri? An tillits til stjórnmálalegs bak- grunns hennar? Já, að sjálfsögöu myndu Bandarikin ekki fara i manngreinarálit i þeim efnum. Jafnvel ekki þóttum væri að ræða ^ kommúnistastjórn, studda af So- vétmönnum? Og þá komu loks vöflur á þann i gráu fötunum, þvi þótt Bandarikjamenn séu fylgj- andi öllum traustum rikisstjórn- trausta. hvi ha)S pr ió staðrevnd. um, eru sumar traustar rikis- stjórnir traustari en aðrar og þvi má aldrei gleyma. Hugsanlega yrði ekki litið á kommúnista- stjórn sem verulega trausta, þvi það er jú staðreynd, sem vel er kynnt I Bandarikjunum að minnsta kosti, þótt fávisir Evrópumenn geri sér ef til vill ekki allir grein fyrir henni, að al- þýða hvers þess lands sem stýrt er af kommúnistum þráir það heitast að kollvarpa stjórnkerfi þeirra. Þess vegna er alltaf hætta á gagnbyltingum og alls kyns óeirðum og ósóma. Hlýtur að vera stefna Og hvað eru þá Bandarikja- menn að aðhafast i Mið-Austur- löndum, i þeim tilgangi að ná fram óskastöðu sinni þar? Hvar eru þeir með puttana i kökunni? Svarið var, hvergi, þvi Banda- rikin hafa enga trú á afskiptum af innanrikismálum annarra landa. Þau beita aðeins áhrifum. Það eru Sovétmenn, sem alla tið eru að krukka i annarra manna koppa. Og segja má að þar við hafi setið. Orðaflaumurinn af vörum þessa verðuga fulltrúa banda- riska utanrikisráðuneytisins varð þokukenndur og rann saman við gráma stifþressaðra buxna hans. Eftiraðhafa setið tæpan hálftima I viðbót, án þess að heyra eitt ein- astaorð, þess vert að hripa niður á blað komst blaðamaður Timans að þeirri niðurstöðu að fulltrúinn væri liklega að æfa sig undir þátt- töku i Jerry Brown „look-and- sound-alike contest”. t það minnsta minnti hann ákaflega á þennan einkennilega vélræna fylkisstjóra Kaliforniu, sem þykir hinn mesti snillingur i að segja margt I stórum og fínum orðum, án þess að segja nokkurn skapaðan hlut. Til að forðast að falla i svefn Ur- skurðaði blaðamaðurinn þvi að þetta hlyti að vera einhvers konar stefna, þótt hann væri engu nær um innihald hennar, og forðaði sér á braut. Athyglisverðasti punktur heim- sóknarinnar varð þvi sá, að i lyft- unniá niðurleiðinni reyndist vera samferða blaðamanninum enginn annar en sjálfur Philip Habib, sem vafalitið hefur verið að funda með hrakfallabálkinum Haig. Habib var hins vegar i algeru fjölmiðlabanni, svo ljóminn af návist hans varð einn að nægja. Halló, Pittsburg.... Washington er ákaflega fögur borg og siðar kom i ljós, að öllu skynsamlegra hefði verið að verjadeginum til skoðunarferðar um hana. Engu að siður var skyldan látin ráða, haldið heim á rúmstokk og byrjað að semja grein þá, sem hér fór á undan. Og að loknum skrifum, var simtólið tekið upp og pantað simtal við Reykjavik. „Hello, Pittsburg, we have a call for Iceland”, sagði sima- daman I Washington, eða Halló Pittsburg, sem er miðstöð tal- sambands við útlönd i Banda- rikjunum, svaraði að bragði og spurði: Island? Er það i Reykja- vi? Eftir örskamma umhugsun á- kvað blaðamaðurinn að leiðrétta dcki þennan misskilning. Enda skipti litlu máli fyrir simasam- bandið hvort ísland væri i Reykjavik eða Reykjavik á Is- landi. Auk þess hafði viðkomandi tekist að reikna timamismuninn i öfuga átt deginum fyrr, hringt átta klukkustundum á eftir á- ætlun, þannig að skilningur á mannlegum mistacum var i há- marki. Þegar Washington hafði jánkað þvi að ísland væri við SiðumUla i Reykjavikog númerið væri 86300, kom örskömm bið, en svo bárust þær upplýsingar frá Pittsburg, að Icecan væri bilaöur og þvi væri minnst fjögurra klukkustunda bið eftir afgreiðslu simtala til Is- lands. Jafnvel átta timar, þvi staflinn væri orðinn nokkuð hár. Og eftir að hafa sannfært sjálfan sig um fánýti þess að rífast viö Bellur i Washington og Pittsburg, beygði undirritaöur höfuö sitt i auðmýkt fyrir for- lögunum, kom greinarkorninu fyrir niðri i tösku og blandaði sér i glas i staðinn. Þetta var hvort eð er hálfgerö þvæla allt saman. ' Og þess vegna birtist þetta nú hér. Halldór Valdimarsson, blaða- maöur

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.