Tíminn - 19.07.1981, Side 16

Tíminn - 19.07.1981, Side 16
16...... ,® W.H. Auden: Ferð til íslands Og sæfarinn óskar: Æ, sé nú hver læknir mér f jarri! og sjávarnöfn skáldanna fylgjast með honum um borð: Borgleysa, ótryggur, Svörfuður, Sorgin, Og Synjun er Norðursins orð. Og ómælissléttur hins blóðkatda veiðifisks blika, og brim er í lofti af vængjum svífandi f lokks. Og undir þeim þjótandi, iðandi fána sér eyjavinurinn loks hilla undir von sína: og fannblikið nær honum færist, f jöllin, nakin og seiðsterk, um vornætur dag. Og undir þeim sandflæmi í ósum fljóta, sem árskrímsl með blævængslag. Svo megi hinn ágæti borgari furður hér finna: fjöll eins og hófspor, eimgos, sem bergrifa spýr, gljúfur og fossa og hornbjargsins háu höll, þar sem sjófuglinn býr. Og höfundur sá, er vill kynna sér kjör manna og háttu: kirkjustað biskups, sem troðið var niður í sekk, laug mikils sagnfræðings, klettey kappans, sem kvíða langnættið fékk. Og munið hinn seka, er fákur hans féll og hann mælti: „ Fögur er hlíðin, og aftur um kyrrt ég sest", konuna gömlu, sem vitnaði: „Eg var þeim verst, er ég unni mest." Því Evrópa er fjarri, ogeinnig þá raunveruleikinn. Við öræfa- og söguhefð landsins þeir kaupa sér dvöl, sem dreymir sitt lif vera i óþökk, til einskis, og andlitin fölu, sem böl of heitra tálkossa tærði, á þess öræfum laugast. En tekst það? Því Heimur og Nútími og Lygi eru sterk. Og hin örmjóa brú yfir beljandi ána og bærinn i fjallsins kverk eru eðlileg virki og herstöðvar héraöarígsins, sem hollustu þegnsins bindur við merkjastein. Og i bóndanum þarna, sem berst á hesti út bakkans vallgrónu hlein, sig þumlungar líka blóðið á bugðóttum leiðum og biður um svör, eins og þitt: Finnst ei trúnaður neinn? ó, hvað dvelur réttlætið? Hver er gegn mér? ó, hví er ég stöðugt einn? Svo kynnum þá heiminum eyna, hans eltandi skugga, með oflæti í búningi og versnandi fisksölukjör. i afdal hvín jazzinn, og æskunnar fegurð fær alþjóðlegt filmbros á vör. Því hvergi á vor samtími vé þau, er allir unna. Vor æska ekki neina staðhelgi, verndaðan reit. Og fyrirheitið um æfintýraeyna er eingöngu fyrirheit. Tár falla í allar elfur og ekillinn setur aftur upp glófa og bíl sinn á vegleysur knýr í æðandi blindhríð, og emjandi skáldið aftur að list sinni flýr. Magnús Ásgeirsson þýddi. Sunnudagur 19. júli 1981 ■■■■■■■■■■■■ Wystan Hugh Auden — talinn eitthvert mesta skáid enskt á þessari öld —kom til islands áriö 1936 og aftur ’64. Hann segir i for- máia ferðabókar sem hann skrif- aði eftir fyrri heimsöknina ásamt féiaga sínum og skáldbróður Lou- is MacNeice: ,,t bernskudraum- um mfnum var island heiiög jörð,” og hann mun hafa langað að kynnast þvi óspillta og hrein- lynda samfélagi sem hann áleit og vonaði að her væri að finna. Kannski varð hann fyrir von- brigðum. Alia vega festi hann þrátt fyrir allt mikla tryggð við island og isiendinga upp frá þvi og við skulum rifja upp heimsókn þessa manns. Heimsóknin varð þeim islendingum sem kynntust honum ógleymanleg, ekki siður en honum sjálfuni. Auden fæddist árið 1907, var af einhvers konar millistéttog gekk i Oxford. Hann varð snemma eitt efnilegasta, og besta, ljóðskáld á Englandi: Poems eða Ljóð komu út árið 1930 og skipuðu honum strax á þann bekk, siðan komu Orators (1932) og Look, Stranger (1936). Auden þótti eftir þessar bækur sjálfsagður arftaki T.S. Eliots en það er illt að vita hvort hann stóð seinna við öll þau fyrir- heit sem hann gaf. Við skulum láta okkur það í léttu rúmi liggja, forleggjara um að gef a út bók frá tslandi áður en hann svo mikið sem steigþar niður fæti og fór svo að svipast um eftir ferðáfélaga. Christopher Isherwood var ein- hvers staðar úti löndum að leita sér að strákum svo Louis Mac- Neice varð fyrir valinu. 1 bókinni Letters from Iceland er bréf sem MacNeice orti til vina sinna með- an hann var hér á landi: ...Three months ago or so Wystan said he was planning to go To Iceland to write a book and would I come too, And I said yes, having nothing better to do Þeir tóku sér far með Gullfossi til Reykjavfkur og Auden las Don Juan eftir Byron á siglingunni milli þess sem hann var sjóveik- ur. Aftur vitnum við i MacNeice: Came second-class — no air but many men, Having seen the first-class crowd would do the same again. Það væri synd að segja að ensku skáldin hafi heillast að Reykjavfk. Auden sagði I bréfi til Isherwoods: ,,Það er ekkert á bryggjunni nema vöruskemmur og landbúnaðartól. Mestallur bærinn er byggður úr bárujárni” dækja, að þyski konsúllinn hafi smyglað hingað vopnum til að gera byltingu, að Islendingar hafi enga stjórn á börnum sinum,að á Englandi sé spíritisminn upp- runninn, og að einu almennilegu vinin séu viski og vermóður. Sjálfur er ég ekki miklu nær. Það er enginn arkitektúr i bænum og styttumar eru mestanpart róm- antiskar ímyndir af vikingahetj- um. Kóngurinn af Danmörku kom iheimsókn og ég sá hann koma út úr ráðherrabústaðnum i fylgd meiri háttar borgara. Ég geri mér svo sem grein fyrir þvi að menn lita ekki beinlinis gáfulega út i kjól og hvi'tt með pipuhatt en eftir útlitinu að dæma hefði ég ekki treyst neinum þeirra fyrir teskeið, hvað þá meiru. Hann fór að sjá hinn mikla Geysi, sem neit- aði að gjósa, og þrálátur orðróm- ur i bænum segir að það sé vegna þess að af þjóðernisástæðum hafi þeir gefið kauða islenska sápu I staðinn fyrir Sunlight tegundina sem hann er vanur... Ég hef farið til Þingvalla sem opinberlega er talinn fallegasti staður á Islandi. Þar var nógu fallegt en hótelið er fullt af fyllibyttum á hverju kvöldi. Mjög falleg fyllibytta sem heitir Toppy bað mig um að hringja i sig þegar ég kæmi heim...” — er Auden kom til Islands altént var hann mikið skáld og mikill persónuleiki. En litum ögn á heimsmyndina 1936 þvi það skiptir máli ekki sist með tilliti til andrúmsloftsins sem blæs útúr bókinni Letters from Iceland, áð- urnefndriferðabók eftir Auden og MacNeice. Kreppan mikla var nýafstaöin og varla það, heldur ömurlegt um að litast. Hitler var i Þýskalandi og skuggi fasismans breiddist út um Vesturálfu alla. Enda segir Auden i formála sem skrifaður var löngu seinna: „Þött höfundarnir hafi ritað bókina i sumarleyfisskapi gerðu þeir sér allan timann ljóst að ský var að draga fyrirsólu. Atvinnuleysi var um allan heim.Hitler óx að styrk með hverjum nýjum degi og heimsstrið sýndist óhjákvæmi- legt. Formáli þess striðs — borg- arastyrjöldin á Spáni — braust enda út meðan við vorum á ts- landi.” Og mitti' öllu þessu fári ákvað Auden að bregða sér til tslands og er varla láandi þó hann hafi imyndað séraðhérna væri nánast paradis á jörð og fyrirmynd her- væddum heimi. Hann hafði frá föður si'num gullfallegar hug- myndir um tsland og kom fram hér að framan og Jorge Luis Borges segir okkur að hann hafi alla tiö staöið á þvi fastar en fót- unum að nafnið sitt væri Islenskt, i rauninni ekkert annaö en Auð- unn. Hann verður samt kallaður Auden áfram I þessari grein. Reykjavík: „Lútersk, niður* drepandi og kuldaleg99 Auden hóf ferðalag sitt með nokkrum braviír. Hann samdi við — enþesssér viða merki i bókinni að bárujárnið varð Auden tilefni mikils hryllings — „Þegar við komum var klukkan bara hálf átta og við urðum að biða á ytri höfninni vegna þess að islensku hafnarverkamennirnir neita aö vakna snemma. Það var mistur yfir bænum en hæstu fjallstind- arnir umhverfis hann stóðu upp úr. Fyrstu áhrif min af bænum voru aö hann væri lúterskur, nið- urdrepandi og kuldalegur. A bryggjunni var fjiSdi manns sem fylgdist þegjandi meö þegar við lögðumst upp að. Allir karlmenn- imir voru með derhúfur. Enginn gaf frá sér hljöð, ekki einu sinni börnin...” Og i bréfi sem mun vera til eiginkonu Audens, Erichu Mann sem var dóttir Tómasar, þá segir hann frá fyrstu viku sinni á tslandi: „Fyrsta vikan var alveg hræðileg vegna þess að allir sem ég hafði kynningarbréf til voru einhversstaðar i burtu. Reykja- vik er ægileg ef maður ætlar að skemmta sér, og ég hafði ekkert annað að gera en hanga inn á hót- elherbergi sem var mjög dýrt. Þarna var hljómsveit sem lést vera ensk og foringi hennar leitút einsog leiksviðsgiggoló, og i dans- salnum voru lituð ljós sem sner- ust i hringi eftir klukkan tiu. En af þvi' það erbjart alla nóttina eru áhrifin einungis dapurleg. Smátt og smátt fór ég þó að kynnast fólki og nú er höfuðið á mér að springa af slúðri sem ég veit að varöar við lög, og upplýsingum sem ég hef grun um að séu óáreiðanlegar. Ég hef til að mynda heyrt aö tiltekinn stjórn- málamaður sé annaðhvort fyrsti séntilmaður tslands eða þá að hann þjáist af ofsóknaræði slöan börn i skiðaferðalagi hlógu að honum. Ég hef líka heyrt að viss prófessor hafi veðsett hjónasæng- ina daginn fyrir brúökaupiö, að þessi þarna stúlka sé lauslætis- Hákarl handa T.S. Eliot Aður en lengra er haldið skul- um við athuga „túrista-upplýs- ingarnar” sem Auden og Mac- Neice felldu inn I bók sina. Þar gefa þeir samviskusamlega upp- lýsingar sem þeir telja að kunni að koma feröamönnum að gagni en með fylgja ýmiss konar for- Ikostulegar athugasemdir. Um nauðsynlegan klæðnað segir: „Að þvi er varðar föt er miklu meiri hætta á að klæðast of litlu en of miklu. A ferðalögum út á landi var ég ávallt i' flannelbuxum og náttbuxum undir reiðbuxunum og i tveimur skyrtum og golf-jakka og úlpu undir regnfrakkanum.” Og nú upplýsir Louis MacNeice I stuttaralegri athugasemd hvor þeirra var svona mikil kulda- skræfa: „Ég var aldrei i nærri isvona miklu. L.M.” Og er þeir fé- lagar fjalla um mataræði tslend- inga byrjar annar þeirra á þvi að undrast stórkostlega kaffi- drykkju þjóðarinnar — „Ég hef sennilega drukkið 1500 kaffibolla á þremur mánuðum!” Og um kjöt: „A hinum snauðari bænda- býlum er ekkert að fá nema Hángikyrl, það er að segja reykt lambakjöt. Það er nokkurn veg- inn skaölaust þegar það er kalt þvl þá er það aðeins á bragðið eins og sót en maður þarf að vera mjög svangur til að geta lagt sér það til munns heitt.” Af harðfiski segir: „Þurrkaði fiskurinn er mismunandi grófur. Grófari teg- undin er á bragðið eins og tánegl- ur en hin finni eins og siggið á ilj- um manns.” Hákarl er flokkur undir „Furöuleg fyrirbæri” og segirþar: „Þeirsem eru forvitnir ættu endilega að bragða á tveim- ur islenskum matartegundum. Hin fyrri er Hákarl, sem er hálf- þurrkaöur, hálfrotinn hákarl. Há- Sunnudagur 19. júli 1981 karl er hvítur að innan en með þykkan skráp utan á, ekki ólikt gömlu stigvéli. Vegna fýlunnar verður að snæða þennan rétt utan dyra. Það er skorið með hnif og étið með koniaki (sic). Ég hef aldrei smakkað nokkra fasðu sem likist eins mikið skósvertu. Hin tegundin er Reyngi. Það er sporðurinn á hval sem legið hefur isúrri mjólk eins og eittár. Ef þú ætlar að smakka á þessu gættu þess þá að koma ekki i hvalstöð- ina fyrst.” En þótt Auden — þvi það leynir sér ekki að Auden hefur skrifað þetta — geri litið úr hákarlinum i ofangreindri klausu fer tvennum sögum af áliti hans. Kristinn E. Andreáson, páfi Máls og menn- ingar, sem hafði töluvert af Aud- en og MacNeice að segja meðan þeir dvöldust hér, segir á þessa leið i bók sinni Enginn er eyland: „Þeir félagar komu oft á Hress- ingarskálann, fengu sér eitthvert snarl gengu með harðfisk og há- karl i vösum og stýfðu úr hnefa, og sagt var áð Auden hafi sent forleggjara sinum T.S. Eliot há- karl, þeim fagurkera til yndis- auka.” Það má halda áfram á þessa leið: hvað Auden (og MacNeice) fannst um tiltekin atriði i is- lenskri menningu. Isherwood spyr og er mikið niðri fyrir: „Hvaö um kynlifið?” og Auden svarar: „Cbeislað. Ekki er gert veður út af óskilgetnum börnum og þau eru alin upp ásamt skil- getnum börnum hverrar fjöl- skyldu fyrir sig. Aður en sam- göngur bötnuðu var mikið um sifjasambönd og mér var bent á bónda sem giftist frænku sinni með sérstöku leyfi Danakonungs. Kynvilla er sögö vera sjaldgæf.” Og enn spyr Isherwood: „Er til einhver sérstök islensk kimni- gáfa?” Auden: „tslendingar eru mjög hrifnir af bröndurum. Eins og búast má viö eru flestir brand- ararnir um merkismenn i þjóðfé- laginu og ekki fyrir utanaðkom- andi að skilja. Það er gefið út vikulegt skopblað sem heitir Spegelin, en það likist Simpliciss- imus fremur en Punch. Ég sá engin merki um það gráa gaman sem tiðkast ISögunum.” Og ann- arsstaðar i bókinni, I Bréfi til Byrons sem vikið verður að siðar, fræðir Auden hið látna skáld um eftirfarandi: In certain quarters I had heard a rumour (Forall I know the rumour’s only silly) That Icelanders have little sense of humour. Og stór kaf li f Letters from Ice- land samanstendur af tilvitnun- um i' fyrri ferðalanga: ekki sist Burton, McKenzie, Horrebow, Van Troil. Er skemmst frá að segja að það er gert stólpagrin að Islendingum i kaflanum og sér- staklega nýtur þurrlegur en meinhæðinn sti'll Burtons sin frá- bærlega. Þennan kafla er gott aö lesa en hann mun vera bréf sem sent var til John Betje- mans, siöar lárviðarskálds á Englandi. Ætti bréfið skilyrðis- laust að vera skyldulesning i is- lenskum skólum, við myndum kannski læra skárri húmor... „Grenjar kenja krakkinn minn ...” En Auden var skáld, rithöfund- ur, og hann hafði að sjálfsögðu mikinn áhuga á islenskum skáld- skap og Isherwood lika. Isher- wood spyr: „Um hvað skrifa ís- lenskir rithöfundar?” Svarið kemur um hæl: „Aðallega um land sitt, um tilfinningalif bænd- anna og fiskimannanna og bar- áttu þeirra við náttúruna.” „Ég býst viö að oftast séu þeir menn sem skáldsagnapersónur eru byggöar á auðþekkjanlegir?” „Ja, oft. Ég heyrði stundum kvartanir, til dæmis að Halldór Laxness geri minna úr bænda- stéttinni en efni standa til. En eftir þvi" sem ég kemst næst er engin meiðyröalöggjöf I gildi.” „Erekki lesendahópur islensks skáldsagnahöfundar mjög litill?” „Ef miðað er við höfðatölu er hann stærri en i flestum löndum öörum og flestar skáldsögur sem eitthvað er spunnið i eru þýddar á þýsku og hin norðurlandamálin.” „Getur höfundurinn lifað af list sinni? ” „Frægustu rithöfundar og málarar eru á styrk frá rikinu án nokkurra kvaða um framleiðslu. Sumir (og allir hægri-sinnaðir) kvörtuðu undan þvi að stjórn- málaskoöanir réðu miklu er styrkjum væri úthlutað en ég get ekki séð að neinn almennilegur höfundur væri skilinn eftir fyrir utan garð.” Þaö kemur fram siðar i bók- inni, ekki sist i bréfi Audens til konu sinnar, að hann er heillaður af þvi' hversu miklir kvæðamenn tslendingar voru. „Eftir þvi að mér sýnist hefur islensk ljóða- gerð ekkert breyst frá þvi róman- tikin var endurvakin en hún barst hingað frá Danmörku og Þýska- landi. Það vill segja að hér eru engin „módernista” ljóö til að ergja gamlar konur. Tæknilega er ljóðageröin á mjög háu plani, mjög strangar reglur gilda um rim, stuðla og bragfræði.” Og Auden er öldungis þrumu lostinn yfir þvi að enn skuli ortar á Islandi visur einsog þessi: Falla timans voldug verk varla falleg baga. Snjalla riman stuöla sterk stendur alla daga, sem snúa má við á þessa leið: Daga alla stendur sterk stuðla riman snjalla, -saga falleg varla verk voldug tímans falla. Það sem olli honum þó mestri undrun var hversu almenn Ihagmælskan var meðal tslend- inga. Er hann var á ferð um landið kveðst hann hafa ort þetta kvæði: When baby’s cries grew hard to bear I popped him in the Frigidaire. I never would have done so if I’d known he’d be frozen stiff. My wife said „George, I’m so unhappé, Our darling’s now completely frappé. Og stúdentinn kom aftur eftir tuttugu minútur og kastaði þá þessu fram : Grenjar kenja krakkinn minn, ég kasta honum i snjóskaflinn Ég þetta meðal fljótast finn, þa frýs á honum kjafturinn. En síðan kveinar kerlingin að króknað hafi anginn sinn. Nú verður blm. að opinbera fiflsku sina: hann hélt þetta væri gömul þjóövisa. En sé hún þýðing á kvæði Audens er ekki að furða — stúdentinn var nefnilega eng- inn annar en Magnús Asgeirsson, mætur ljóðaþýðandi i áratugi. Bróðir Görings og latínuséní á Kleppi Vikjum ögn að ferðum Audens um landið en réttast væri þó auð- vitað að lesendur kæmu höndum yfir bókina Letters from Iceland þvi það myndi borga sig margfalt i góðri skemmtan. En Auden fór sem sé um landið þvert og endi- lagt, hann fór á Vestfirði þar sem honum féll mjög vel, til Akur- eyrar, Mývatns og allt austur á Egilsstaði þar sem hann kveðst hafa fengið almennilegan mat i eina skiptið i tslandsreisunni sem tók þrjá mánuði. Það var slæmt fyrir Auden sem hafði komið til tslands ekki sist til að finna þjóð- félag ósnert af fasismanum að hérna var allt vaðandi i Þjóð- verjum og nasistum ekki sist. Hann talar um þá af mikilli fyrir- litningu og verður um og ó þegar hann verður var við að tslendingasögurnar virðast vera hinum þýsku uppskafningum drjúg uppsprettulind fræða sinna. Hann hefur eftir ónefndum nasista: „Fiir uns Island ist das Land”,og á Hólum rakst hann á bróöur Görings og Rosenberg hafði boðað komu sina. Þessi elska nasistanna á islenskri forn- menningu verður til þess að Auden fyllist efasemdum um frábært ágæti Gunnars á Hh’öar- enda og Grettis sterka: „Ja, ef þeir (nasistarnir) sækjast eftir þjóðfrelsi einsog þvi sem Sögurnar lýsa, þá verði þeim að góöu. Ég elska Sögurnar en þær lýsa andstyggilegu þjóðfélagi, þjóðfélagi þar sem hnefaréttur- inn einn ræður... Ég hitti Göring andartak við morgunverðinn i morgun og við heilsuðumst ósköp kurteislega. Hann er ekki vitund likur bróður sinum, virðist fremur greindarlegur.” Ekki sistur hluti Letters from Iceland fer i að lýsa ferðalögum Audens með rútubilum um hol- ótta vegi landsins. Það er augljóst að honum finnst ýmislegt kyndugt við þessi ferðalög og lýsir þvi f jálglega að allir Islend- ingar verði bilveikir undir eins og þeir stiga upp i rútu en ekki annarra þjóða kvikindi. Honum finnst lika merkilegt hversu söng- glaðir tslendingar verða I rútu- bilum. Auk rútubilsins fór Auden mikið á hestbak og hafði gaman af, hann er mikið stoltur þegar islenskur bóndi álitur hann þaul- vanan reiðmann aöeins eftir að hann stökk I fyrsta sinn á bak hesti. Þeir Auden og McNeice fóru i reiðtúr upp á hálendið og umhverfis Langjökul og þvi ferðalagi er lýst bráðskemmti- lega i undirfurðulegu bréfi sem sagt er vera f rá Hett y til N ancy — „Why didn’t Nature put Hvera- vellir in Bayswater?” t þessu 17 bréfi er lfka lýst gistingu Audens og McNeice á Kleppi hjá Þórði Sveinssyni, yfirlækni. Það er Auden o- gegnir nafninu Hetty I neðangreindri klausu en Lous McNeice er kallaður Maisie ef að likum lætur. „Vitlausra- spi'talinn er á afbragðsfallegum stað við Klepp og hæfir vel að þar lenti Balbo marskálkur á flugferð sinni yfir Atlantshafið. Þá er strætisvagninn Reykjavik- Kleppur helst lfkur dómkirkju, það eru nokkur sæti hér og hvar útíhliðunum og breitt autt svæði i miðjunni þar sem fólk á að standa... Geðsjúklingarnir eru ekki mjög áberandi en þó má heyra sönglið i þeim i fjarska. Þeir hafa svakalega fint bað. Gestgjafi okkav„ yfirlæknirinn, er sjarmerandi gamall maður og þaö eru lika allir i fjölskyldunni. Hann er meö gráhvitt hár, gull- slegin gleraugu, brennandi blá augu, slæma löpp og svartan smóking-jakka úr flaueli. Maisie finnsthann vera likur W.B.Yeats. Það er kannski af þvi að hann er lika sagður vera miðill. Spiritismi, veistu, er mikiði tisku á tslandi þó þaö séu bara haldnir fundir á veturna — þetta er svona einsog veiöitimabilið á Englandi. Frægur dulspekingur er Dr. Helgi Pjeturrs sem hefur skrifað bók um h’f á öörum hnöttum. tslendingar, segir hann, eru andlegasta þjóð i heimi en hvort sem menn eru andlegir eða ekki, þá förum við öll til annarra hnatta þegar við deyjum og þar er mikiðfjör. Dr. Sveinsson (yfir- læknirinn) talaði aftur á móti ekki mikið við okkur um spfritisma en þvi meira um hitt áhugamálið sitt, sem er latina. Hann hefur fyrir sið að sletta latinu inni allar samræður og það er svolitið óþægilegt fyrir Maisie og mig, en einsog þú veist er ekki hægl að segja annað en kunnátta okkar I klassik sé dálitið gloppótt. Og aumingja Anne (kvenkennig annars förunautar), hún bara roðnar og segir: „Afsakaðu, ég er hrædd um að ég sé agalega slæm i' latinu.” Það er hins vegar mjög áhrifarikt hvernig Dr. S. getur allt i einu snúið sér að manni yfir kaffinu og sagt með miklum þunga: „Juppiter iratus buccas inflat” eða „Multae sunt viae ingeni humani” og með islenskum fram- burN, tek ég fram! Hann sýndi okkur ensk-latnesku orðabókina sina bók frá þvi um miðja 19 öld eftir einhvem Roby og hann segir að hún sé ljóð til sin. Þegar Dr. S. var ungur maður var hann oft leiðsögumaður og fór með ferða- langa um landið á hestum. Hann kunni nokkrar mjög góðar sögur um gamlan enskan sérvitring sem hann hafði mikið saman að sælda viö — hann var uppstökkur og var alltaf að slá fólk með hestasvipunni sinni en var svo nærsýnn að hann hitti alltaf vitlaust fólk. Frú S. var mjög sjarmerandi og gestrisin og gaf okkur ber og rjóma og kaffi áður en við fórum aö sofa. Maisie datti gegnum rúmið sitt: það var hermannabeddi og örugglega móðgaðurútiMaisie fyrirað vera friðarsinni.” „Get ekki ímynd- að mér íslending í einkennis- búningi” En hvað fannst tslendingum um þessa skrýtnu fugla —ensku skáldin. Kristinn E. Andrésson hefur lýst þvi i bók sinni. Enginn er eyland: „Þeir voru i útgangi ekki að öllu fjarri bitlum nútim- ans, reyndar ekki siðhærðir og ekki nema annar þeirra, Mac- Neice, skeggjaður, Auden hins- vegar hárprúður, en báðir með vilja hiröuleysislegir til fara og hversdagslegir, og fóru þvi vel við krepputlmana, stungu ekki i stúf við okkur sjálfa. Þeir voru annars mjög ólikir, MacNeice einstaklega þögull og hljóðlátur, hvorki draup af honum né datt, en Auden mesti gárungi og fjör- kálfur, oröglaður, sifellt á hreyf- ingu, gat aldrei setið kyrr... Ég man sérstaklega eftir þvi hvað Auden heillaði mig, hinir fjöl- breytilegu töfrar persónuleika hans, er breyttust úr einni mynd i aðra, leiftursnöggt, eins og ólik

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.