Tíminn - 19.07.1981, Side 22

Tíminn - 19.07.1981, Side 22
Sunnudagur 19. júli 1981 ■ l leiðara í ,/Observer" 12ta júlí síðastliðinn segir um óeirðirnar á Bretlandi nú uppá siðkastið: ##Unga fólkið er ekki bara að /#gera uppsteyt gegn at- vinnuleysi"/ en atvinnu- lausir táningar sem búa á svæðum þar sem húsnæði er slæmt eyða miklum tíma á götunum. Og vegna þess að einhverjir þeirra leggja fyrir sig þjófnað og smáglæpi draga þeir at- hygli lögreglunnar að öll- um hópnum... Ástæðan fyrir stríði unglinganna er því atvinnuleysi/ slæmt húsnæði/ siðgæði í uppgjöf og minnkandi agi á heimil- um og í skólum/ upp- reisnargjarnara viðhorf þessarar kynslóðar til yfir- valda/ of sterk viðbrögð lögreglunnar, ofbeldis- hneigð, æskulýðsmenning og rokktónlist... Listinn er óendanlegur, sem er rétt- rnætt, þvi það er engin ein ástæða. Og samt verðum við að finna ástæður og lækningar. Því þetta eru meira en ,/modsarar" og ,,rokkarar" að berjast T Southend, þótt þetta sé minna en bresk bylting." Bretar eru skeknir af atburöum siðustu vikna, fjöldaóhlýöni sem þessi á sér litlar hliöstæöur i landi sem áöur þótti bera af öörum hvaö snerti yfirvegun og stillingu almennings. Þetta er til marks mn aö Eretar sökkva stööugt dýpra i fen blankheita og vanda- mála sem hefur veriö hlutskipti þeirra frá striöslokum — og ekki bara þaö, efnahagsvandanum fylgir greinilega nokkurs konar siöferöilegt skipbrot vanræktrar æsku. _ Stjórnvöld vita ekki I hvern fót- inn þau eiga aö stiga, eiga þau aö heröa löggæslu á óeiröasvæö- unum, bæla niöur lætin meö valdi og jafnvel kalla til herinn. Eöa geta þau horfst i augu viö þaö aö á efnahagsstefnu þeirra eru stór- felldir vankantar sem hafa leitt til viötæks atvinnuleysis. Vist er aö eitthvaö veröur aö gera — óeiröir á borö viö þær sem hafa geisaö siöustu vikur og geisuöu áöur i april geta brotist úr i slömmum stórborga Bretlands af minnsta tilefni hvenær sem er.... Siöasta áratug hefur ofbeldi i öllum myndum vaxiö i Bretlandi, ofbeldi á heimilum, ofbeldi á göt- um, ofbeldi I loftinu — einkum þó i hnignandi hverfum stóru iön- aöarborganna þar sem fólk af mörgum kynþáttum býr viö skil- yröi sem engan veginn samræm- ast hugmyndum fólks um hiö lýö- frjálsa Bretland. Nú eru skugga- hliöarnar öllum ljósar. Fyrir breska borgara eru unglinga- óeiröirnar i fátækrahverfunum aöeins eölilegur hápunktur á of- beldinu sem þeir finna aö liggur i loftinu og þeir veröa oft fyrir barðinu á. Flestir hafa einhverja reynslu af ofstopanum — þekkja ná- granna sem var barinn af tilefnis- lausu á götunni um hábjartan dag, móöur sem var rænd og kúguö af syni sinum, eöa hafa heyrt sundurlausan punkvaöal um ofbeldi i útvarpinu. Þaö er ekki fráleitt aö fólk hugsi sem svo aö ofbeldi sé ekki hiö óvenjulega, heldur þvert á móti — hiö venju- lega. óeirðir í Toxteth-hverfinu „Mér líöur vel eftir óeiröirnar. Aö búa meö lögreglunni hér er eins og ab hafa skit i hálsinum. Maöur veröur aö hósta honum burt. Aö þvi loknu geturöu sofiö rólegur. Við erum aö berjast viö lögregluna i Merseyside. Þaö eru eintómir rasistar. Fyrir tveimur árum sagöi einn af foringjum hennar aö svertingjarnir I Liver- pool væri komnir undan svörtum sjómönnum og hvitum vændis- konum. Þannig hugsa þeir. Ef þú átt bíl I þessum bæ, hlýtur hann aö vera stolinn. Ef þú ert meö hvitri stelpu, hlýtur hún aö vera hóra. Ef þú ert aö koma út úr klúbbi, hlýturöu aö vera meö eiturlyf”. ■ Berskjölduö lögregla i Toxteth ■ Aö neöan t.h. Lögreglan þykir hafa fariö heldur illa út úr óeiröiv.ium ■ Aöneðan. Thatcher: „Þetta er skritiö. Eigum viö von á ein- hverjum?” BRETLAND Á „Ég ætlaöi mér aö drepa lög- regluþjón. Okkur langaði aö skilja nokkra þeirra eftir á göt- unni meö brotnar hendur og fætur. Viö sögöum þeim fyrir mörgum vikum aö þessi bær væri kominn að þvi aö springa.” Þessi hatursfullu orö voru sögö um daginn viö blabamann „Sunday Times” i Liverpool. Viö- mælendurnir voru þrir svartir óejröaseggir sem höföu veriö á götum Toxteth-hverfisins alla helgina. Þeir voru bitrir, kald- hæönir og afar stoltir af þvi sem þeir höföu gert. Allir eru þeir bornir og barn- fæddir i Liverpool. Þeir eru svartir á hörund og tala mállýsku borgarbúa. Þeir stæra sig af þvi aö hafa margsinnis komist i kast viö lögin — veriö teknir aö ástæöulausu og á þeim leitaö og fyrir að stela bilum og ráöast á fólk. Þeir halda þvi fram aö lög- regluofbeldi sé daglegt brauö og aö þeir séu fórnarlömb kynþátta- misréttis. Einn þeirra segir: „Allt þetta tal um efnahagsmál er bara kjaftæöi. Það er ekki bara atvinnuleysiö. Ef þú ert svartur og úr áttunda hverfi I Liverpool geturöu ekki komist neitt áfram.” „Lögreglan hatar okkur og viö hötum hana. Allt er rólegt núna. 1 dag vilja þeir sýnast vingjarn- legir, en hvaö gerist á morgun?” Neistinn og púðrið 1 Liverpool var þaö andúöin á lögreglunni sem kynti ófriðar- báliö. En þegar farið er i saum- ana á óeirðunum um allt Bretland er nauðsynlegt aö gera greinar- mun á þvi sem kveikti báliö — neistanum, og þvi sem kveikt var I — púðrinu. í april 1980 blossuöu upp óeiröir I St. Pauls-hverfinu i Bristol, I april ári slðar I Brixt- on-hverfinu i London og nú siöast i Toxteth. 1 öllum þessum hverf- um er ógnarlega stór hluti ungra svertingja atvinnulaus, gremja og örvænting hefur hlaöist upp. Samkvæmt „Observer” bætti þaö sem dagblöö kalla ónærgætna stefnu stjórnvalda ekki úr sök. Observer vill reyndar nota miklu hreinskilnara oröbragö og kalla þaö — fautaskap. Spennan lá i loftinu. Þaö eina sem þurfti til aö hleypa öllu I bál og brand var lögregluaögerð sem unglingarnir álitu óréttmæta. í Bristol var þaö ólöglegri krá sem var lokaö. 1 Brixton var þaö orö- rómur um aö lögreglan heföi látiö svartan ungling i vörslu sinni deyja drottni sinum. 1 Toxteth var þaö ungur svertingi sem var handtekinn fyrir aö keyra of hratt á mótorhjóli. A öllum þessum stöðum stóö bardaginn fyrst og fremst milli svartra unglinga og lögreglu og svo nokkurra hvitra unglinga sem blönduöust i leik- inn. Southall-hverfið 1 Southall I Suöur-London þar sem átökin brutust út 3ja júli eins og I Toxteth mf rekja orsakirnar til langvarandi áreitni sem asiu- búar, sem þar eiga heima, hafa oröið fyrir af hendi kynþáttahat- ara. Aögerðarleysi lögreglunnar sem fráleitt hefur gengiö nógu hart fram i aö fanga og lögsækja ofstækismennina hefur gert ibúa hverfisins beiska og tortryggna. Þar aö auki eru þeir aö miklum hluta atvinnulausir. Þeir voru aö komast á þá skoðun aö eina vörn- in væri aö taka lögin i eigin hendur — stofna varnarliö gegn fasistum. Föstudaginn sem lætin brutust út voru haldnir þar I hverfinu rokktónleikar „The 4 Skins” sem aö tilheyra „Skinhead”-hreyfing- unni eöa „sköllunum”. Skallar þessir eru úr verkalýösstétt, býsna ógnvænlegir I útliti, og aö miklum hluta kynþáttahatarar sem hafa náin tengsl viö „National Front” — breska nas- istaflokkinn. Þetta reyndist meira en Southall-búar gátu þolað, fundur hjá sjálfum nasistaflokknum heföi ekki gert meira ógagn. Þeg- ar skallarnir fóru svo aö brjóta rúöur, slá um sig meö nasista- slagoröum og fánum, og réöust siöan á pakistanskan verslunar- mann hljóp allt i bál og brand. Lögreglan reyndi aö koma upp á milli heimamanna og skallanna, en varö fyrir vikiö sjálf fyrir baröinu á reiöi asiumannanna. Þaö er til marks um hvers eðlis óeiröirnar I Southall voru aö þar var litiö um búöahnupl og annaö slikt sem hefur fylgt látunum annars staðar. Wood Green Moss Side Svo er þaö þriöja tegundin af óeiröum, þar sem unglingarnir viröast helst vera aö herma eftir þvi sem þeir hafa séö til jafnaldra sinna annars staöar I landinu. Nærtækar ástæöur uppþotanna eru ekki sýnilegar. En vissulega rikir þar svipaö óstand — i Wood Green i Noröur London, i Moss Side I Manchester, i Leicester og viðar. Þar ganga einnig margir svartir unglingar um atvinnu- lausir og þar rikir mikil spenna milli þeirra og lögreglunnar. En þarna er eins og einhverjir hafi ákveðiö fyrirfram aö koma af staö uppþoti, likast til ekki neinir pólitiskir æsingamenn eins og hægri pressa I Bretlandi hefur hamraö á — aö sögn lögreglunnar mæta pólitisku sértrúar- söfnuöirnir ekki fyrr en eftir aö lætin byrja. Miklu fremur krakkar sem taka sig saman, á krám og neðanjarðarstöðvum, um aö „skemmta sér” meö þess- um djöfulmóö og ná sér um leiö niöur á lögreglunni. 1 Moss Side var t.a.m. kveikt i lögreglustöö. Tilvaliö fyrir leiöa og bitra unglinga.... En alls staöar eru þó sömu vandamálin til staöar — púöriö sem er kveikt i — lélegt húsnæöi, lélegir skólar, vöntun á opinberri þjónustu, minnkandi atvinnu- rekstur i hverfunum, mikil ógnaröld, ljótt og mannskemm- andi umhverfi. Og svo aöalatriöin — atvinnu- leysi og tortryggni milli lögreglu og unglinga. óheyrilegt atvinnuleysi Atvinnuleysi i Bretlandi hefur tvöfaldast siöustu tvö árin. Nú ganga um 2.7 milljónir manna um án atvinnu eöa 11.1 prósent vinnu- færra manna. A aldrinum 16-24 ára er ástandið enn svartara, þar eru um 14 prósent atvinnulaus. Þetta er nýtt og mannskemmandi ástand sem ekki veröur litiö framhjá þegar reynt er aö skilja óeiröirnar. Þessir krakkar hafa ekki þann móralska stuöning sem föst at- vinna — hversu léleg sem hún er — þó telst. Þau hafa ekki tekjur sem gætu tryggt þeim aðgang aö öörum stööum en götunni þar sem þau þvælast fyrir tortryggnum og oft reynslulitlum ungum lög- regluþjónum. Ennfremur er gert ráö fyrir aö tala atvinnulausra eigi enn eftir aö hækka (3 milljónir kvað vera áætlun bjartsýnismanna!). At- vinnuleysingjum er ekki mikil

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.