Tíminn - 19.07.1981, Qupperneq 26
26______
nútíminn
Sunnudagur 19. jiílí 1981
——
■ Bubbi Morthens er nýr.
Þaö vill segja hann var aö
gefa út sólóplötu nr. 2 „Plág-
an” heitir hún.
Tivoli er búin að gefa út
„Þrumuvagninn”. Sina aöra
45 snúninga plötu. Þungarokk
er þema hennar.
Borgfirska hljómsveitin
Chaplin er hins vegar meö
sina fyrstu á feröinni. Einnig
45 snúninga.
Væntanlegar eru plötur frá
Bara-flokknum, Taugadeild-
inni og Pollock bræörunum.
Af erlendum útgáfum er
það helst aö frétta aö Rolling-
arnir eru meö eina á prjónun-
um.
Nýjasta plata Bob Dylan
mun eiga aö heita „Shot of
Love”.
Electric Light Orchestra er
nú loks komin fram i dagsljós-
iö eftir nokkuð hlé. „Time”
heitir nýjasta afkvæmi þeirra.
Og i kjölfar sólóplötu Jim
Steinman ætlar vinur hans
Meat Loaf aö senda frá sér
plötu. Plötuna sem átti aö
vera i kjalsoginu eftir „Bat
out of Hell”. Nýja platan á aö
heita „Rock & Roll Dreams
Come True”.
Annars er þaö staöfest að
Bernie Tormé, gitarleikari,
hefur nú yfirgefiö hljómsveit-
ina Gillan, vegna óánægju
með stjórn hljómsveitarinnar.
Gillan skartar nýjum gitar-
leikara, Jannick Gers og er
hann úr hljómsveitinni White
Spirit.
Steely Dan eru vist hættir,
þar sem bæði Donald Faeen
og Walter Brecker vinna nú
hvor aö sinu verkefninu.
Samt veit maöur aldrei. Nú
hefur King Crimson veriö end-
urvakimRobert Fripp, Adrian
Belew, Tony Levin og Bill
Bruford eru meðlimir en aö-
eins Fripp og Bruford eru upp-
haflegir i hljómsveitinni.
Mjúkar
lútur
Ýmsir: Feels Fine
■ Pianóundirleikur og kyn-
þokkafull karlsmannsrödd fyllir
herbergiö. Lagið liöur áfram og
þú si'gur aftur f stdlnum og rifjar
upp siöasta dstarævintýri. Atr-
iöi Ur kvikmynd. Eöa bara gtíöa
minningu. „Easy listening”
tónlist er sú tegund tónlistar
kölluö sem gerir þér kleift aö
hlusta á tónlist án þess aö
hlusta, draga athygli sessu-
nautsins frá þvi sem þU ert
raunverulega að gera (ekki
meira um þetta efni, — ritstj.),
eða til að koma þér i afslappað
skap eftir „erfiöan dag á skrif-
stofunni”.
Undir þessa skilgreiningu
fellur einmitt platan „Feels
Fine”. Á henni er aö finna sam-
ansafn af einum bestu „easy
listening”lögum sem hafa kom-
iö Ut á vegum CBS útgáfunnar á
siðustu árum. Platan er tvenna
og á henni eru heil 24 lög meö
jafnmörgum listamönnum.
Listamennirnir eru ekki af
verri endanum og má nefna þá
Neil Diamond, sem flytur
SUNNUDAGS
^■BLADID
DJÚmiUINN
Alltaf
um
helgar
Kvikmyndin
„Útlaginn”
„Sálarlíf” fiska
— viðtal við Loga Jónsson, líffræðing
Hversu kristni kom á
íslandi fyrir 1000 árum
reyndar fyrsta lag plötunnar og
minnst var á hér áðan, Janis
Ian, uppáhaldið mitt, flytur
gullfallegt lag af „Night Rains”
plötunni sinni, Barry White,
sem hvíslar eitt lag, Herp Al-
bert, sem blæs sig i gegnum
„Rise” Dan Fogelberg og
Kenny Loggins, tveir af
skemmtilegri lagahöfundum
vestanhafs nU til dags, Santana,
Quincy Jones, sá óviðjafnan-
legi, Rita Coolidge, Gladys
Knight, Joan Armatrading og
l»nnig mætti lengi telja. 011
eiga lögin það sameiginlegt á
þessari plötu aö vera rtíleg og
melódisk. Væmin safnplata af
rómantiskum lögum, en góð
sem slik. Nauösynlegt hjálpar-
tæki fyrir Casanova þessa
Á réttri
braut
George Harrison:
Somewhere in England
■ Loksins hefur Georg Harri-
son rifiö sig upp úr þeim svart-
sýnisdal sem hann dvaldist i
siðastliðin ár. Hver man eftir
léttri og skemmtilegri Harrison
plötu? Ekki sfðan hann gaf Ut
„All Things Must Pass”. NU
loksins finnst mér hann taka já-
kvæða afstööu gegn tónlist
sinni, leyfir sér aö skemmta sér
á meöan hann skemmtir öðrum.
Ég hef trU á þvi aö platan
„Somewhere In England” eigi
eftiraö marka timamót I tónlist
Georg Harrison. Með þessari
plötu nú sýnir hann að þaö er
ekki tímabært aö afskrifa hann
þrátt fyrir það að hann hafi dal-
að svo á undanförnum árum.
Þessu lýsir hann mjög vel i lag-
inu „Teardrops”, en þar segir
hann aö hann hafi fengiö nóg af
tárum, hann sé búinn að gráta
heilu föturnar þaö mikiö aö
hann haldi aðhann hafi tekið við
af rigningunni. Meö þessu er
hann kannski aö gefa i skyn aö
hann sé skilinn við sitt fyrra
háttalag og li't i bjartari augum á
framtiðina. Viö skulum vona
það.
Platan „Somewhere In
England” er I sjálfu sér ekki ný
hlið á Harrison heldur fremur
gamlir taktar, finir og fágaöir,
enduruppteknir. Hann hefur
samiö öll lögin, nema tvö, sjálf-
ur. Þeirra vinsælast hefur veriö
„All those Years Ago”, sem er
óður til John Lennon. Satt aö
segja er ég sáróánægöur meö
þetta lag. Þetta er alls ekki
þannig lag sem John Lennon
heföi viljaö aö samið yröi um
sig. Væmiö og alls ekki nógu
gott, nema þá ef vera kynni
textinn. Þaö aö Paul og Linda
McCartney og Georg Martin,
fyrrum upptökustjóri Bitlana,
skyldu hafa tekiö þátt i þessari
vellu gerir aöeins illt verra.
Eitt er þaö líka sem ég get
ekki stillt mig um að minnast á
og þaö er þessi mikli trúaráhugi
Harrison. Mér þykir nokkuö
merkilegt hve trúmál eru hon-
um hugleikin. Ekki það aö þaö
rýri plötuna eöa tónlistina á
nokkurn hátt. Mér virðist trú
hans mjög alþjóðleg og hann
byggir frekar á skynsemi og
djúphugsaöri speki en ofsatrU.
Þessu lýsir hann nokkuö vel i
laginu,,Life Itself”.
Ekki verður skiliö viö þessa
plötu án þess aö minnast á hlut
Roy Cooper. Glöggir menn
muna kannski eftir honum Ur
þætti sem sjónvarpið sýndi s.l.
vetur um hljtímleikaferð Elton
Johns til RUsslands, en þar var
Ray Cooper aðstoðarmaður
hans. Það var reyndar i hljóm-
sveit Elton Johns sem Ray varð
fyrst frægur. Og hann er einn af
fáum ásláttarhljóöfæraleikur-
um sem hefur tekist aö ná at-
hygli umheimsins. Astæðan fyr-
irþvi aö ég minnist á Ray er sU
að mér segir svo hugur að hann
hafi tekið verulegan þátt i mót-
un „Somewhere in England” og
hann er fyrir utan Harrison
mest afgerandi einstaklingur-
inn sem hefur tekiö þátt i gerð
plötunnar. Hann stjórnaði upp-
töku, ásamt Harrison, og lék
auk þess á trommur, hljómborð
og ýmis ásláttarhljóðfæri. Og
ekki lét hann sig muna um þaö
að hanna plötuumslagið. Fjöl-
hæfúr maður Ray.
Já, svo Harrison er kominn á
kreik. Hann er kannski aö gefa
eitthvaðískyn meö þvíaöskýra
plötuna „Somewhere In Eng-
land”. Þaö er heitiö á verkinu
sem prýöir plötualbúmiö. Verk
sem er frá árinu 1967, sama ár
og „The Beatles” gáfu út sina
bestu plötu „Sgt. Peppers Lon-
ely Hearts Club Band”. Hann
slö'ldi þó aldrei vera að....
Fyrir
fætur
The Beats
Wha’ppen?
B M.D.—Breska hljómsveitin
The Beat er forvitnileg blanda af
dans og ádeiluhljómsveit. The
Beat er sextett og i honum eru:
Everett Morton, David Steele,
Saxa, Ranking Roger, David
Wakeling, og Andy Cox. Þrir
þeirra eru svartir og þrir hvitir.
The Beat er tiltölulega ung hljóm-
sveit. „Wha’ppen” er önnur stóra
platan þeirra. Það var fyrsta
plata þeirra „Just Can’t Stop It”
sem vakti athygli á sextettnum og
var hún ofarlega á lista yfir bestu
plötur siðasta árs hjá plötugagn-
rýnendum breska poppblaðsins
„Sounds”.
Samsetning hljómsveitar,nnar
með tilliti til húðlitar er
óvenjuleg. Þessi blanda og sú
staðreynd að þeir eru breskir
gerir það e.t.v. skiljanlegra hvers
vegna þeir taka fyrir samfélags-
leg vandamál i lögum sinum. The
Beateralls ófeimin við að taka á
kýlum breska samfélagsins.
Yrkisefni þeirra eru fjölbreytt en
alloft verður maður var við orð
eins og atvinnuleysi og kynþátta-
fordómar. En ég tek vara fyrir
þvi að platan „wha’ppen” er eng-
in leiðinda plata. Þó svo að efni
texta þeirra sé ádeila þá klæða
þeir hana i svo skemmtilegan
búning að það leið langur timi
áður en ég tók eftir þvi að þetta ■
eru „reiðir ungir menn” sem
vilja breytingu.
Tónlist þeirra er fyrst og fremst'
ska. Rythmisk og létt. Full af
saxafón til að gera hana milda og
melodiska. An þess að vita það
nákvæmlega þá heyrist mér þeir
skipta söngnum bróðurlega á
milli sin og eykur það á fjöl-
breytnina. Tónlist fyrir fætur með
alvarlegu ivafi. '
I C‘
Japönsk
“ýbylgja
The Plastics: Welcome Back
■ Sjónvarpið, úrið ritvélin,
heimilistækin. Allt framleitt i
Japan. Þessu forðabúri tækni-
væöingar tuttugustu aldarinnar.
Hefur þú aldrei hugleitt það hve
mjög við treystum á Japan til að
sjá okkur fyrir tæknilegum, þæg-
indum? Hve mikil áhrif Japan
hefur á daglegt lif okkar? Hvaö
við gerðum ef ekki væru fyrir
hendi svo sjálfsagðir hlutir eins
og vasatölvur, útvörpin og kikir-
ar? Ég skal veðja við þig að i öll-
um þessum hugleiðingum þinum
hefur þú ekki eitt andartak leitt
hugann að japanskri tónlist.
Hvers vegna ekki? Fyrst og
fremst vegna þess að hingað til
hafa japanskar hljómsveitir verið
lélegar eftirlikingar af vestræn-
um og ekki þess virði að taka eft-
ir. En allt þetta breytist og eru
Japanir ekki frægir fyrir að til-
einka sér hugmyndir og tækni
annarra og þróa það lengra?
Fyrsta japanska hljómsveitin
. sem vakti á sér alheimsathygli
var Yellow Magic Orchestra. CJr
vinsældum varð hins vegar ekki
vegna þess að þeir spila steingelt
tæknipopp (og fundu sjálfir upp
orðiö tæknipopp) og einnig vegna
þess að þeir hafa haldið per-
sónum sinum algerlega leyndum,
hlutur sem hið átrúnaðargoða-
sjúka þjóðfélag vesturlanda sætt-
ir sig ekki viö.
Þess vegna vikur sögunni að
The Plastics (fyrirtaks nafn).
Spakir menn spá þvi að sú hljóm-
sveit eigi eftir fyrst allra jap-
anskra að leggja heiminn að fót-
um sér. En hvers vegna The
Plastics? Tónlist þeirra er hress
dansmúsik, þau eru hæfilega sér-
vitur og þeim finnst þetta gaman.
Og það er aðalmálið. Gamaniö.
Þegar tungumála(fá)kunnátta
kemur i veg fyrir frekari tján-
ingaskipti þá er hlátur og
skemmtan alþjóðlegt tungumál.
Annars eru The Plastics ekki
alókunnug á vesturlöndum. Þau
hafa farið i tónleikaferðalag um
Bandarikin tvisvar og gefiö út
litla plötu hjá Rough Trade i Eng-
landi. Það var framkvæmdastjóri
Talking Head/ B52 sem gerði sér
grein fyrir hæfileikum hljóm-
sveitarinnar og kom þeim á
samning hjá hljómplötuútgáfunni
Island.
Og nú hafa þau einmitt sent frá
sér sina fyrstu stóru plötu „Wel-
come Back”. Platan var tekin
uppá einni viku á Bahamas undir
stjórn Alex Sadkin, upptökustjóra
Bob Marleys heitins. Tónlist
þeirra er það næsta sem japanskt
tæknipopp kemst rockabilly tón-
list. Aðalástæðan fyrir þvi að þau
eru tæknipoppshljómsveit er sú
að þau nota Roland Rythm Com-
puter i staðinn fyrir venjulegan
trommuleikara. I viðtali voru þau
spurö: „Hvers vegna?” Og svar-
ið: „Góð spurning”. „Jæja, kom-
ið þá með gott svar”. „Engir góð-
ir trommarar”. Já þeir láta ekki
stinga upp i sig þessir Japanir.
Annars hafa þau lent i ýmsu á
ferðalögum sinum. T.d. hafa þau
gaman af þvi að segja þessa
dæmisögu. „Einu sinni féll Toshi
(aðalsöngvarinn) fram af sviðinu
með mikrafóninn og allt saman i
miðju lagi. Þar sem hann lá á
gólfinu lauk hann við lagið með
sóma.Ef þettahefði gerst i Japan
hefðu áhorfendur grip^ið hann. I
Bandarikjunum hefðu ahorfendur
ýtt honum upp á sviðið aftur. En
þar sem þetta gerðist á Englandi
þá stýðu áhorfendur bara og ým-
ist gondu á hann eða hlógu að
honum.”
En burtséð frá öllum ævintýr-
um sem hljómsveitin hefur lent i
þá eiga tónlistaunnendur, sem
láta sig nýbylgju einhverju skipta
eftir aö upplifa það ævintýri sem
hljómsveitin The Plastics er.
— M.G.
Hjólum
ávallt hægra
megin
sem næst
vegaitoiún hvoit heldurJ
við emm í þéttbýli
eða á þjóðvegum.y
jlssr>
Harry Chapin
er látinn
Bandariski tónlistarmaðurinn Harry Chapin er lát-
inn. Hann lest i bilslysi s.l. föstudag skammt frá New
York.
Harry Chapin fæddist 7. des. 1942. Tónlistarferill hans
hofst seint eða ekki fyrr en á árinu 1972. Fram að þeim
tima stundaði hann ymis störf, var m.a. flugmaður og
kvikmyndagerðamaður. Reyndar var hann utnefndur til
oskarsverðlauna fyrir þogla mynd sem hann gerði um
hnefaleika. ollu þekktari var Chapin hins vegar sem
söngvari og lagasmiður, einkum i Bandarikjunum.
Að vissu leyti fetaði Chapin i fótspor Dylan hvað ton-
list varðaði. Lög hans voru yfirleitt löng og textar frem-
ur smasögur, heldur en orð og orð á stangli. Þekktastur
varð hann fyrir lögin ,,W.O.L.D." og ,,Cat's In The
Cradle".
mairna
frá
MITSUBISHI
Getum afgreitt strax hinar glæsilegu 20 manna
fólksflutningabifreiðar frá MITSUBISHI.
Mjög hagstætt verð.
Hafið samband við sölumenn okkar.