Tíminn - 19.07.1981, Page 28
Sunnudagur 19. jUli 1981
Húsbyggiendur - Verktakar
Loftorka s.f.Framleiösluvörur:
Frárennslisrör, brunnar- rotþrær.
Milliveggjaplötur úr gjalli.
Holsteinn til útveggjahleöslu.
Gangstéttarhellur, kantsteinar.
Steinsteyptar húseiningar. Fjöldi
húsgeröa. Pantiö sýnishorn.
Verktakastarfsemi.
Borgarplast HF.Framleiðslu- og
söluvörur:
Einangrunarplast, allar þykktir og
stæröir.
Plþueinangrun úr plasti, allar stæröir.
Glerull og steinull, allar þykktir. Ál-
papplr, þakpappi, útloftunarpappi,
bylgjupappi, plastfólla. Múrhúöunarnet,
nethald.
Góð verö, fljót afgreiösla og greiösluskilmálar viö flestra hæfi. Daglegar feröir vöru-
flutningabifreiöa I gegnum Borgarnes, austur, noröur og vestur. Borgarplast hf. af-
hendir vörur á byggingarstaö á stór- Reykjavlkursvæöin, kaupendum aö kostnaóar-
lausu. Feröir alla virka daga.
Borgarnesi, slmi 93—7113
Kvöldslmi og helgarslmi 93—7155
BORGARPLAST HF
Borgamesi simi 93-7370 ll
Kvöldslmi og helgarslmi 93—7355
Byggingarvörur- Einingahús
Laus staða
Staða lektors i félagsfræði (makro-félagsfræði) i félags-
visindadeild Háskóla Islands er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsókn sinni rækilega
skýrslu um visindastörf sin, ritsmiðar og rannsóknir svo
og námsferil sinn og störf.
Umsóknir skulu sendar menntamálaráðuneytinu,
Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 8. ágúst 1981.
Menntamálaráðuneytið, 10. júli 1981.
Nýja símanúmerið er:
45000
Beinn sími til verkstjóra:
4531 4
PRENTSMIÐJAN
Cl HF.
ODÝR OG AFKASTAMIKILL
HEYHLEÐSLUVAGN
NÚ MEÐ VÖKVALYFTRI SÓPVINDU
CARBONI CR 44 er 26 rúmm. að stærð með 7 hnífum.
Nokkrum óráðstafað. Verð: 43.370
CARBONI CR 55 er 32 rúmm. að stærð á veltiöxli
með 7 hnífum. Uppseldur
Hagkvæmir greiðsluskilmálar.
Hagstæðasta verð á markaðnum.
Gerið samanburð.
H
F
LÁGMÚLI 5, SlMI 81555
á
framhaldssagan
mun falla betur, að þær komi leiðinlega fram við þig. Þess vegna
eru þær svona kuldalegar við þig. Mig langaði bara til þess að
láta þig vita, að ég stend með þér. Mér fyndist þær ættu að veita
þér verðlaun fyrir að vera fyrsta hjúkrunarkonan, sem hefur
kjark til þess að sýna M ikilmenninu i tvo heimana.
— Þetta er hættulegt umræðuefni, Annette! sagði Andrea í
mótmælaskyni. Henni var samt orðið hlýtt til þessarar rauð-
hærðu stúlku með freknurnar, og kartöflunefið. — Gættu þess að
verða ekki dæmd út i yztu myrkur eins og ég.
Annette tisti af hlátri. — Sama er mér! svaraði hún, en talaði
þó enn ilágum hljóðum. — Vinur minn er að setja á fót verzlun i
smábæ sunnar i rikinu. Strax og hann er búinn að þvi ætlum við
að gifta okkur, og þegar ég fer ætla ég svo sannarlega að segja
fólkinu hérna meiningu mina á þvi.
— Gættu þess bara, að það fari ekki svo, að þú verðir að yfir-
gefa sjúkrahúsið of snemma, Annette, sagði Andrea i viðvörun-
artón.
— Vist geriég það, þvi lofaég. Annette brosti. — Ég vil bara að
þú skiljir, að ef ég virðist eins kuldaleg og fjandsamleg og þær
hinar, þá er það ekkert nema uppgerð. Ég stend með þér hvað
sem öðru liður.
Hún brosti kumpánlega til Andreu og gekk fram að dyrunum.
— Mér var sagt að segja þér, hvenær kaffiterian er opin
muldraði hún lágt, — svo ég verð að koma mér i burtu. Hvað
skyldi taka langan tima að segja að hún er opin frá sex til niu,
ellefu til tvö og fimm til átta?
Hún fór út úr herberginu, og lokaði á eftir se*r.
Sextándi kafli
Þegar frú Judson var loks flutt aftur inn á stofuna sina og
Andrea fór aðhugsa um hana varð nóg að gera. Hún hafði miklar
áhyggjurogdagarnir urðu að vikum, án þess að eftir væri tekið.
Suma dagana virtist frú Judson fara vel fram, en svo komu aðrir
dagar, þar sem henni leið illa, og hún lá mestan hluta timans i
dvala. Andrea var orðin föl og horuð, meira af áhyggjum heldur
en af likamlegri vinnu, við að annast þessa konu, sem henni var
farið að þykja svo vænt um.
Slæmu dögunum fór smátt og smátt fækkandi, en svo hægt, að
Andrea þorði varla að trúa þvi, að þeim fækkaði i raun og veru.
Svo rann upp dagur, þegar frú Judson vaknaði skömmu fyrir
hádegi og brosti til Andreu, og einhvern veginn fann Andrea það
á sér, að nú var hún úr allri hættu.
Andrea varð að leggja hart að sér til þess að tárast ekki af
gleði, og frú Judson horfði á hana bliðleg á svipinn.
— Elsku vina min, sagði hún viðkvæmnislega. — Þú hefur
sannarlega átt erfiða daga min vegna, er það ekki.
— Þú hefur nú tæpast verið að skemmta þér heldur, svaraði
Andrea. En nú er þessu lokið. Aður en þú veizt af leyfa þeir þér
að fara heim aftur.
— Mikið verðurþað dásamleg stund! sagði frú Judson, og leit
þreytuleg i kring um sig i sólriku og fallegu herberginu, sem hún
var samt orðin svo óendanlega þreytt á.
— Vina min, þú litur út fyrir að vera alveg útkeyrð. Hve langt
er siðan þú fórst siðast úr úr þessum auma stað, og áttir smáfri-
stund?
— Hvern langar til þess að eiga fri? Ég kom hingað til þess að
hugsa um þig.
— Og það hefurðu svo sannarlega gert, góða min. Ég mun
aldrei fá þér fullþakkað, sagði frú Judson, og lét sem hún heyrði
ekki andmælin, sem Andrea reyndi að hreyfa. — Nú færðu þér
fri, það sem eftir er dagsins. Engar mótbárur. Hringdu heim til
min, og segðu Peters að koma og sækja þig. Svo skaltu segja
honum að fara með þig hvert sem þig langar að fara. Komdu
ekki aftur fyrr en eftir kvöldmatinn. Farðu eitthvað með falleg-
um ungum manni, og reyndu að njóta Jifsins svolitið. Ég krefst
þess, þetta er skipun.
— Ef þúvilt endilega að ég fari, þá held ég að ég skreppi smá-
stundheim til min, rétt til þess að sjá, að þar sé allt með kyrrum
kjörum, sagði Andrea. — Svo gæti ég þegið að fá nokkra hreina
hjúkrunarbúninga. Kannski gætiég lika komið við i Sjúkraskýl-
inu og athugað, hvernig þau komast þar af án min. Ekki svo að
skilja, að ég haldi að ég sé ómissandi — ég vil bara ekki láta þau
komast aðraun um, aöég sé það ekki.
— Flýttu þér nú af stað. Hafðu bilinn. Segðu Peters, að ég hafi
sagt, að þú sért húsbóndi hans f dag, skipaði frú Judson.
Þegar hún gekk út úr herberginu i venjulegum fötum, og með
töskuna i hendinni, leit hjúkrunarkonan á vaktinni upp undrandi
á svip.
— Þú ert þó ekki að yfirgefa okkur, ungfrú Drake? spurði hún
og lét sem hún væri svolitið áhyggjufull.
— Ég verð aðeins i burtu það sem eftir er dagsins, sagði
Andrea sætlega. — Ég þarf að sinna erindum fyrir frú Jud-
son, viltuláta einhverja hjúkrunarkonuna fara og sitja hjá henni
þangað til ég kem aftur?
— Ég er viss um, að hægt er að sjá fyrir þvi, sagði hjúkrunar-
konan, og horfði fjandsamlega á éftir An’dreu þegar hún fór inn í
lyftuna.
Þegar Andrea kom út i bjartan septemberdaginn fékk hún of-
birtu i augun. Hún hafði ekki gert sér grein fyrir þvi, hve langur
timi var liðinn frá þvi þær komu hingað fyrst. Það hafði verið á
miðju sumri. Nú var komið haust. Trén voru farin að láta á sjá
þráttfyrirþaðaðenn var glaðasólskin úti. Blómabeöin voru lika
ekki eins falleg og þau höfðu verið um sumarið, og jafnvel þó
þau væru vökvuð tvisvar sinnum á degi hverjum.
Peter ávarpaði hana, þar sem hann stóð fyrir aftan hana, og
hún snéri sér við til þess að heilsa honum. Hann tók töskuna
hennar og hélt dyrunum á meðan hún var að koma sér inn i bil-
inn.
— Hvert viltu fara, ungfrú Drake? spurði hann með virðuleg-
um tóni.
— Ég held ég vilji fyrst fara i Sjúkraskýlið, Peters, ef þér væri
sama, sagði hún áköf.
— Auðvitað hef ég ekkert á móti þvi, ungfrú Drake. Frú Judson
sagði, að ég ætti að aðstoða þig eins og ég gæti i dag, svaraði Pet-
ers,— Viðerum þér öll mjög þakklát heima, ungfrú Drake, fyrir
að hafa látið okkur fylgjast svona vel með, hvernig frúnni hefur
vegnað,, og farið fram.