Tíminn - 19.07.1981, Síða 30
30
Sunnudagur 19. júll 1981
-Leyndardómurinii leystur?
■ llcr fvrst er sú gerft þessarar
sögu sem gengur fjöllunum hærra
f Bermúdaþrihyrningssögum:
Klukkan tvö eftir hádegi þann
5. desember 1945 flugu fimm
Avenger tundurskeyta/sprengju-
flugvélar upp frá fíugvellinum I
Fort Lauderdalc á Florida-skaga.
Þær tóku stefnu á haf út. Ætlunin
var að fljúga I stóran þríhyrning
yfir Bermúdaþrihyrninginn. Að
einni vél undanskilinni voru I
hverri vél þrir menn þrautþjálf-
aðir og alls 14 af bestu flug-
mönnnum Ba nda rlk ja nna .
Klukkan 3.45 náði fluglurninn I
Fort Lauderdale sambandi við
vélarnar, sem kallaðar voru Flug
19, en I stað beiðni um lendingar-
leyfi eins og búist hafði verið viö,
heyrðist neyðarkall frá foringja
flugsveitarinnar, ungum liðsfor-
Charles Carrol Taylor.
Hann sagði: „Flug 19 í turn,
þetta er neyðarkall... Við
virðumst hafa villst af réttri
leið... Við sjáum hvergi land...
endurtek... sjáum hvergi land.”
„Hvareruð þið staddir”, spurði
flugturninn.
„Við erum ekki vissir um það.
Við getum ekki verið vissir. Við
virðumst vera villtir.”
„Takið stefnu beint í vestur.”
„Við... Við vitum ekki hvaða átt
er vestur,” svaraði Taylor og
virtist áhyggjufullur og jafnvel
hræddur. „Þaö er eitthvað að...
Allter svo skrytið. Viö vitum ekki
hvar við erum. Við erum ekki
vissir á áttunum . Meira að segja
sjórinn er ekki einsog hann á að
vera.”
Skyndilega rofnaði sambandið
við Taylor og i nokkrar minútur
riktialger ringulreið I flugturnin-
um. Er aftur náðist samband við
Flug 19 var Taylor ekki lengur við
stjórnina. Maðurinn i talstöðinni
var greinilega dauðhræddur.
„Við skiljum ekki hvar við er-
um... viö hljótum að vera... Allt
er svo... Skil þetta ekki...” Háð-
villtum flugstjórnarm önnum i
Fort Lauderdale varð litið hver á
annan. Þessi maður var aö þrot-
um kominn. Svo heyrðist . aftur i
honum.
„Ekki vissir um hvar við er-
um... höldum viðséum 225 milur
norðaustur af flugvellinum... Það
er einsog við séum á leiö inní...”
Röddin þagnaði og allt varð
hljótt i' talstöðinni.
Meðan þetta gerðist var Robert
Cox, liðsforingi, að hringsóla
kringum flugvöllinn i Fort
Lauderdale. Hann náði sending-
um miUi Flugs 19 og turns og áleit
sighafaóljósa hugmynd um hvar
flugvélarnar væru aö finna. Hann
kallaðiuppitalstöðinni: „Flug 19
látið vita af ykkur. Ég fiyg suður
á bóginn til móts við ykkur.”
Eftir nokkurra minútna þögn
heyröist rödd Taylors: „Ekki
koma á eftir díkur! Það er eins-
og...”
Ekki einasta orö heyrðist fram-
ar frá Avenger-vélunum.
Flugturninn íysti nú yfir neyð-
arástandi og örfáum minútum
siðar hóf risastór flugbátur sig
upp frá Fort Lauderdale og
stefndi þangað sem talið var að
Flug 19 væri að finna. Skömmu
siðar hafði flugturninn samband
við flugbátinn en þá kom ekkert
svar. Flugbáturinn var jafnhorf-
inn og vélarnar fimm.
„Þeir eru utan
úr geimnum”
NU var hafin umfangsmesta leit
sem um getur. ótal flugvélar og
skip kembdu 250 þUsund fermílna
svæði f leit að flökum vélanna
eða braki en ekkert fannst. Flug
19 og flugbáturinn höfðu horfið af
yfirborði jarðar. Einsog alltaf er
hlutir hverfa i Bermúdaþrihyrn-
ingnum fundust engin lik, ekkert
brak, engin merki um hvað gerst
hafði. Það þóttimjög dularfullt og
alls konar sögusagnir komust
fljóttá kreik. Sagt var að Taylor
liðsforingi hefði sagt ýmislegt
fleira viö flugturninn en þaö sem
látið var uppi. Allar rannsóknir á
málinu fóru fram i kyrrþey og
voru flokkaðar undir hernaðar-
leyndarmál. Maöur nokkur, fyrr-
verandi blaðamaður að nafni Art
Ford, létsérþaðekkilynda. Hann
vann að málinu i mörg ár, gróf
upp dálftið hér og dálitiö þar og
fékk smátt og smátt heildarmynd
yfirþað sem hent hafði Avenger-
vélarnar fimm. Meðal þeirra sem
hann talaði við voru radióama-
törari'Florida og viðar og nokkrir
þeirra höfðu heyrt samtal Flugs
19 við turninn. Einn þeirra hafði
heyrt Taylor liðsforingja segja:
„Ekki koma á eftir okkur! Það er
einsog þeir séu utan Ur geim-
num!”
Engin leið var að sanna svo
yggjandi teldist að Taylor hefði i
raun og veru sagt þetta en þetta
myndi skýra mjög margt. Þetta
skyrði hvers vegna Taylor hefði
hafnað aðstoð, hvers vegna hann
var svo skelfingu lostinn og hvers
vegna vélarnar höföu horfið spor-
laust. Með timanum festist þessi
skýring i hugum fólks: Taylor
liðsforingi og menn hans höfðu
rekist á eitthvað sem ekki var
upprunnið á þessari jörð.
Flug 19 og hvarf þess er það
sem flestir BermUdaþrihyrnings-
rithöfundar byggja kenningar
sinar á. Það var einmitt vegna
hins dularfulla hvarfs flugsveit-
arinnar sem Bermddaþrihyrn-
ingurinn varð svo frægur sem
raun ber vitni. í sérhverri bók um
þetta hafsvæði eru rakin orða-
skiptin sem fóru milli Flugs 19 og
turnsins i Fort Lauderdale cg
menn eru farnir að ganga Ut frá
þvi sem vi'su að þar sé rétt haft
eftir. En raunin er bara sú að alls
ekki er rétt haft eftir. Staðreynd-
irnar i' málinu hafa verið Ur lagi
færðar til að gera málið dular-
fyllra en það i verunni er. tJr
opinberum skjölum og öðrum
skýrslum héðan og þaðan má
púsla saman þvi sem raunveru-
lega gerðist þennan desemberdag
árið 1945.
Hvers vegna
vildi Taylor
ekki fljúga
Klukkan eitt þennan dag
söfnuðust 13 flugnemar saman i
flugstöðinni I Fort Lauderdale og
biðu þess að yfirmaður sveitar-
irmar, Taylor liðsforingi, gæfi
skipanir fyrir flugferð dagsins.
Nemarnir hefðu átt að vera 14 en
þannan dag hafði Allen Kosnar
beðið um fri. Hann hefur löngum
siðarhaldið þvi fram að hann hafi
fengið hugboð um að eitthvað
myndi fara Urskeiðis. Sjálfur var
Taylor 15 minUtum of seinn en
það þýddi að fresta varð fluginu
til klukkan tvö. Taylor baðst af-
siScuriar á töfinni en kom ekki
með neinar skýringar á fjarvist
sinni og sfðan kom hann öllum á
óvart er hann kvaðst ekki vilja
stýra flugsveitinni þennan dag.
Hann bað um að annar færi i sinn
stað. Þvi varð ekki við komiö og
Taylor ákvaö að láta sig hafa það
aö fljUga. Ekki er vitað hvers
vegna Taylor treysti sér ekki til
að fljUga og siðan hefur verið
giskað á aðhann hafi verið veikur
eða jafnvel drukkinn. Allir sem
hittu hann áður en lagt var af stað
eru hins vegar sammála um að
Taylor hafi verið hinn eðlilegasti i
alla staði og sérstök rannsóknar-
nefnd friaði hann siðar af allri á-
byrgð á örlögum flugsveitar-
iirnar.
Mennirnir 14 sem þátt tóku i
Flugi 19 voru ekki þrautreyndir
kappar einsog þeir sem skrifa
Þrihyrningsbækumar gefa jafn-
an i' skyn. Að Taylor undanskild-
um höfðu flugnemarnir aðeins
flogið 350—400 flugtima og þar af
aðeins 55 ti'ma i Avenger-vélum.
Taylor haföi tekið þátt I striðinu
og var með 2509 flugtima en hann
haföi ekki flogið i hálft ár og
aldrei þá leið sem Flug 19 átti aö
fara. SU flugleið var heldur ekki
venjuleg leið sveitarinnar einsog
oft er haldið fram. FljUga átti
austur (091 gráðu) I 56 milur, þá
beygja i norður (241 gráðu) og
fljUga þannig i 73 milur og loks
snUa i vestsuðvestur (241 gráðu)
þær 120 mflur sem eftir voru til
flugvallarins. A leiðinni átti að
æfa sprengjukast. Veðrið var
sæmilegt: skUrir og skýjahæð
2500 fet, skyggni um það bil 10
milur, vindhraði milli 20—31
hnUtar á yfirborði sjávar. Þetta
var ekki skárra en sæmilegt veð-
ur.
Flugsveitin fór i loftið klukkan
tvö einsog áður var getið. Farið
hafði verið nákvæmlega yfir öll
tól og tæki vélanna og gengið Ur
skugga um að allt væri i lagi.
Áætlað varað flugið tæki tvo tíma
en i hverri vél voru eldsneytis-
birgðir til fimm og hálfs tima
flugs. Hins vegar var klukka ekki
i neinni vélanna og enginn flug-
manna bar Ur. Flug 19 hafði þvi
enga möguleika á að fylgjast með
timanum.
„Ekki koma
á eftir mér„.”
Nokkrum minUtum eftir
klukkan hálf þrjú heyrði f lugturn-
inn i Fort Lauderdale samtöl
milli flugvélanna i sveitinni. „Ég
á eina sprengju eftir”, sagði
einhver. „Varpaðu henniþá,” var
svarið. Samkvæmt frásögnum