Tíminn - 19.07.1981, Síða 32
»
*
I
glefsur
Það var blásið i lúðra og ókjör
af vitnum kölluð til. Ferdiiiand
Marcos, forseti Filipseyja, lýsti
þvi yfir að fundist heföi hingaö til
óþekktur ættbálkur „steinaldar-
manna, sem bjuggu i hellum i
nánd við útbrunninn eldgig á suð-
vesturhluta eyjunnar Palawan.
Marcos heimsótti ættbálkinn I
fylgd meö fréttamönnum og um
heiminn bárust þær heitu fréttir
að mannfræðingar gætu þarna
rannsakað lifnaðarhætti fólks
sem aldrei hefði komist i snert-
ingu viö siðmenninguna. Viku sið-
ar viðurkenndi stjórn Filippseyja
að i raun hefði ameriskur vis-
indamaður fundið ættbálkinn árið
1963.
Kúnni i stórri verslanamiðstöð i
Utrecht i Hollandi týndist eitt
sinn þar inni i þrjá daga.
Það var sjötug kona sem fór að
kaupa inn fyrir páskana i þessu
ferliki kaupmennskunnar. Hún
sagði lögreglunni sem fann hana
að lokum að hún hefði ekki
kunnað við að spyrja einhvern
til vegkr þegar hún villtist.
Andrés Ond á i dómadags-
vandræðum i Finnlandi eins og
einhverjir hafa kannski heyrt. Al-
vörugefin æskulýðsnefnd i Hels-
inki komst að þeirri niðurstöðu að
þessi hugarfikja Disneys sé þjóð-
hættuleg og þvi eigi að banna
hana. Rökstuðningur nefndar-
innar er á þessa leið: Trúlofun
Andrésarog Andersinu Ond hefur
ekki enn leitt til hjónabands.
óljós uppruni „frænda” Andrés-
ar, Rips, Raps, og Rups. Ösæmi-
leg nekt Andrésar að neðanverðu.
Allt bendir þetta til óheftra lifs-
hátta utan ramma velsæmisins
sem gætu spillt viðkvæmri
finnskri æsku.
Andrés á sér þó formælendur.
Einn þeirra er Hans von Storch,
stærðfræðikennari i Þýskaiandi.
Hann er stofnandi 100 manna að-
dáendaklúbbs Andrésar Andar.
Von Storch skrifaði finnska sendi-
herranum i Þýskalandi harðort
bréf, þar sem hann mótmælti
þessari fáránlegu ákvörðun. Að
sögnhanser Andrés „siðprúðasta
önd i heimi”, hann reykir ekki,
drekkur ekki, notar ekki eiturlyf
og — „gerir aldrei hitt með
Ándersinu”. Akvöröun æskulýös-
nefndarinnar i Helsinki er greini-
lega hreint fjaðrafok.
Þetta er haft eftir prófessor N.
Samsonov við háskólann i
Yakutsk i Ráðstjórnarrikjunum.
Hann var að furða sig á þvi hvers
vegna rússneskir unglingar girnt-
ust gallabuxur, rokk, djass og
önnur sjúkdómseinkenni
vestrænnar hnignunar: „Trúið
mér, vesturlandabúar vegsama
tiskuna hér i Sovétíikjunum, þeir
eru sifellt á höttunum eftir so-
véskum vörum, þeir elska iistir
okkar og bókmenntir, og læra að
syngja sovésku lögin okkar”. Er
þetta ekki allt satt?
Rikisstj nin á Taiwan lýsti þvi
eitt sinn y .r aö hún væri óðfús aö
ræða við stjórn alþýöulýðveldis-
ins Kina um sameiningu land-
anna.
Forsætisráöherra þjóöernis-
sinna-stjórnarinnar á Taiwan,
Y.S. Sun setti þó fram eitt skilyrði
sem kommúnistastjórnin verður
að uppfylla áður en viöræðurnar
geta átt sér stað. Taiwanska
stjórnin mun hefja samningaviö-
ræður undir eins og stjórnin i
Peking afneitar kommúniskum
hugsjónum sinum.
Frú Ursala Beckley i Seaford i
New York fylki, ætlaöi eitt sinn
sem oftar að búa sér til omelettu
úr þremur ofur venjulegum eggj-
um. Nokkru siöar lagöi hún
skaðabótakröfu upp á 3.6 milljón-
ir dala fyrir dómstól i New York.
Þegar frú Beckley braut þriðja
eggið sá hún sér til óblandinnar
skelfingar að langur og mjór
snákur skreið úr þvi og út i skál-
ina. Lögfræöingur hennar segir
'• ••
Gædi..þægindi..saiuiialiæfni
TOYOTA
• ••
____________UMBOÐIÐ H/F.
ÁRMULA 23 • REYKJAVÍK • SÍMI
Póstsendum
81733
að „siðan geti hún ekki horft á
egg án þess að fá kligju”, enn-
fremur hafi hún fengið alvarlegt
áfall sem eingöngu sé á meðfæri
sálfræðinga.
Eigandi heildverslunarinnar
sem sá kaupmanni frú Beckley
fyrir eggjunum sagði við þetta
tækifæri: „Egfæekkiséðhvernig
snákur getur komist inn i egg”.
Nema það hafi verið slöngu-
egg....?
Kokusai Denshin Denwa er
stórfyrirtæki i Japan sem sér um
að hagnast á sima og fjarskipta-
þjónustu. Það flæktist i mikið
hneykslismál hér um árið þegar
varð uppvist að fyrirtækið hefði
getað krafist óhóflegra gjalda
fyrir þjónustu sina með þvi að
múta fulltrúum hins opinbera
með fé, eðalsteinum, myndavél-
um, bilum og öðru sem glepur
hugann. Félagið var innt eftir þvi
hvað heföi orðið af fjárveitingu
þess til skemmtana, sem alls
voru um 9 milljón dalir á ári,
hvort hún hefði staðið undir ljúfu
munúöarlifi á knæpum, spilavit-
um og hóruhúsum.
„Nei, peningarnir fóru bara i
kaffi og kökur”, svaraði forseti
fyrirtækisins, Manabu Itano.
Hann sagði siðar af sér og hefur
nú hljótt um sig.
Viðs vegar um heiminn eiga
hótel i mesta basli við aö hemja
ákafa minjagripasafnara sem
þau gista. Fólk hnuplar smámun-
um á borö við öskubakka, rúmföt
og hnlfapörum, en lika stærri og
fyrirferðarmeiri hlutum. Það
hefurfrést af gestum sem stela —
pottablómum, slökkvitækjum,
einkennishúfum buröarmanna,
öllusem ekki ernjörvað niður. Og
það er stundum ekki nóg. A hótel-
um Hilton hringsins var byrjaö aö
skrúfa málverk föst við veggi til
að stemma stigu við fárinu. Enn
hurfu myndirnar sporlaust.
Hótelfólkiö reyndi bæði að lima
og skrúfa. Nú er helsta vanda-
málið aö fylla upp i eyðurnar á
veggfóðrinu sem skemmist þegar
myndirnar eru rifnar af veggn-
um.
Colin Dangaard, fréttamaður
viö „Miami Herald” i Florida
lagöi lymskulegt próf fyrir landa
slna. Hann gekk að 50 borgurum
meö Sjálfstæðisyfirlýsingu
Bandarikjanna vélritaða upp á
nýttogbaðþáað skrifa undir. Aö-
eins einn hinna umbeðnu féllst á
það. Margir ávituðu hann fyrir að
ganga um með svo ó-amerlskt
skjal. Tveirkölluðu það „komma-
rusl”. Einn vildi kæra þetta fyrir
FBI. Aðrir kölluðu höfund skjals-
ins „hippa”, „byltingarsegg” og
„kommúnista, fjandsamlega
landinu okkar.”
Er rika fólkið öðruvisi en við
hin? Breski rithöfundurinn Alan
Jenkins færir nokkrar likur að þvi
i bók sinni „The Rich Rich”. Lit-
um á þessi dæmi:
Sir Philip Sassoon, breskur
aðalsmaður, missti eitt sinn af
lest. Hann skipaði stöðvarstjór-
anum umsvifalaust að koma með
aðra.
Þriðji greifinn af Hertford forð-
aðist stóran búgarð sem hann átti
i Wales eins og pestina. Samt lét
hann elda þar málsverð fyrir 12 á
hverju kvöldi. „Yfirþjónninn étur
hann”, var viðkvæðið.
Sjötti hertoginn af Devonshire
lét eyða heilu þorpi vegna þess að
það eyðilagði útsýnið úr einum
glugganum á sveitasetri hans.
Galouste Gulbenkian eyddi 2.5
milljónum dala i garð nokkurn,
hélt 61 garðmann i fullri vinnu
þar — en kom aðeins i sælunnar
reit tvisvar sinnum á ári.
Jenkins segir: „Sannur eyðslu-
seggur er sá sem eyðir pening-
unum i vitleysu en nýtur þess.
Anægjan verður að vera með i
spilinu.”