Fréttablaðið - 17.02.2008, Page 11

Fréttablaðið - 17.02.2008, Page 11
SUNNUDAGUR 17. febrúar 2008 11 UMRÆÐAN Bókaforlög Nýleg ákvörðun Sam-keppniseftirlitsins um samruna JPV og Vegamóta (Eddu útgáfu) í útgáfufyrirtækið For- lagið hefur vakið nokkra og verðskuldaða athygli og sýnist sitt hverjum um gagnsemi ákvörðunarinnar. Ákvörðun Samkeppniseftirlits- ins var tekin að undangenginni ítarlegri gagna- og upplýsinga- öflun sem leiddi í ljós að samrun- inn kynni að verða skaðlegur samkeppni ef ekki yrði gripið til íhlutunar vegna hans. Samkeppn- iseftirlitið reisti þetta mat á því að hið sameinaða forlag myndi að óbreyttu verða markaðsráð- andi á almennum bókamarkaði, með 55-60% markaðshlutdeild. Til yrði markaðsráðandi fyrir- tæki með verðmæt útgáfurétt- indi og birgðir af bókum í eigu sinni, styrkari stöðu en keppi- nautar í samskiptum við bóksala, einkum smærri bóksala, og sterka stöðu gagnvart rithöfund- um og öðru fagfólki sem vinnur við bókaútgáfu. Rannsókn Sam- keppniseftirlitsins sýndi að önnur bókaforlög en Forlagið voru með mun minni hlutdeild á markaðnum en hið sameinaða forlag og yrði ekkert þeirra með meiri markaðshlutdeild en 0-5% eftir samrunann. Í stað þess að láta reyna á það fyrir áfrýjunarnefnd samkeppnis- mála og eftir atvikum dómstól- um hvort þetta mat Samkeppnis- eftirlitsins á markaðsráðandi stöðu Forlagsins væri rétt, ákváðu forsvarsmenn þess að leggja fyrir Samkeppniseftirlitið tillögur að skilyrðum sem Forlagið myndi hlíta og væru til þess fallin að ryðja samkeppnishindr- unum úr vegi. Leiddu viðræður til þess að For- lagið gekkst undir sátt um tiltekin skilyrði sem miða að þessu. Með því sýndu forsvarsmenn Forlagsins ábyrga afstöðu. Annars vegar er um að ræða skilyrði sem fela í sér að For- lagið selji frá sér tiltekin útgáfu- réttindi ásamt bókabirgðum. Til- gangurinn með því er að draga úr markaðsstyrk Forlagsins gagnvart keppinautunum. Um leið er nýjum og smærri keppi- nautum í bókaútgáfu gefið betra tækifæri en ella til þess að gera sig gildandi á þessum mikilvæga markaði. Þannig fá þeir nú tæki- færi til þess að eignast mikilvæg útgáfuréttindi sem geta styrkt stöðu þeirra og eflt samkeppni, ef vel er á málum haldið. Tíminn leiðir í ljós hvort og þá hvernig þeir nýta það tækifæri. Hins vegar eru sett ýmis önnur skilyrði með ákvörðuninni sem tryggja eiga að Forlagið geti ekki neytt aflsmunar í samskiptum við rithöfunda, smásala og aðra sem starfa að bókaútgáfu, í því skyni að hindra samkeppni. Þannig er svigrúm rithöfunda til samninga við önnur bókaforlög tryggt, einnig er tryggt að For- lagið mismuni ekki endurselj- endum með ýmsum hætti og loks mun Forlagið ekki lengur að miklu leyti ákveða smásöluverð bóka sinna, með svonefndu leið- beinandi smásöluverði, eins og hingað til, heldur munu bóksalar ákveða smásöluverð bóka sem þeir selja neytendum líkt og almennt tíðkast í samkeppnisum- hverfi. Í umræðu um þessa ákvörðun hefur því m.a. verið haldið fram að allt önnur sjónarmið gildi um bókaútgáfu en aðra markaði. Lífsnauðsyn sé fyrir bókaútgáf- una í landinu að forlögin séu stór, ella fái þau ekki þrifist. Þrátt fyrir augljósa þversögn halda sömu aðilar því oft fram að smærri aðilum sé í lófa lagið að hefja bókaútgáfu og gera sig gildandi á þessum markaði. Ekki er hægt að fallast á að almenn markaðslögmál eigi ekki við á bókamarkaði. Markaðsráð- andi staða eða einokun leiðir almennt til hærra vöruverðs og minna úrvals. Virk samkeppni stuðlar að lægra verði og aukinni fjölbreytni og gæðum. Sam- keppniseftirlitið hefur gert sitt til þess að nýir og smærri keppi- nautar fái þrifist á bókamarkaði, samkeppninni og neytendum til heilla. Neytendur eiga það skilið. Höfundur er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. BRÉF TIL BLAÐSINS PÁLL GUNNAR PÁLSSON Eiga neytendur ekki skilið samkeppni í bókaútgáfu? Heilbrigði búfjár Sigurður Sigurðsson skrifar: I. Kopareitrun Ástæða er til að vara bændur við því að nota viðbótarfóður og efni fyrir aðrar dýrategundir en þau eru fram- leidd fyrir. Það getur haft óheppilegar afleiðingar. Vitað er um sauðfjár- bændur, sem ekki hafa gáð nógu vel að sér í þessum efnum, ekki lesið leiðbeiningar á pakkningunum. Sérstök hætta er á kopareitrun fyrir sauðfé af steinefnablöndum, steinum og stömpum sem ætlaðir eru öðru búfé, t.d. nautgripum og svínum. Kindur þola miklu minna af kopar en fyrrnefndar dýrategundir. Koparinn safnast fyrir í líkama þeirra og bráður bani er þeim vís, þegar magnið er komið yfir þolmörk. Fóðurfræðingar, ráðunautar, dýralæknar, afgreiðslumenn á slíkum vörum, eftirlitsaðilar og ekki síst fram- leiðendur og seljendur slíkra vara: Hugið að því, hvort ástæða er til að grípa til frekari viðvarana. II. Heyflutningar og smithætta Nýlega hefur orðið vart við heyflutn- inga til Rangárvallasýslu austur yfir Þjórsá. Sumt hefur verið unnt að upplýsa, annað er óupplýst eða ekki unnt að sanna. Þetta er að sjálfsögðu brot á reglum og glæfralegt vegna þess að riðuveiki er talin geta borist með heyi og riðuveiki hefur verið að finnast í Árnessýslu um árabil, bæði í uppsveitum og Flóa og einnig í Ölfusi fyrir fáum árum. Mest er þó hættan af flutningi á lifandi fé í óleyfi, en það hefur verið gert og flutt þessa sömu leið. Vonandi tókst að afstýra því þá að riða bærist austur yfir Þjórsá. Rangæingar verða að standa saman og verja sitt svæði, aðrir geta það ekki betur, en þeir geta leitað aðstoðar og upplýsinga hjá héraðs- dýralækni, ef óvissa er. Sama gildir um menn annars staðar á landinu. Verjið ykkar svæði og leitið aðstoðar, ef á þarf að halda. Þetta á ekki bara við hey frá sýktum svæðum til ósýktra, ósótthreinsuð landbúnaðar- tæki og reyndar allt, sem óhreinkast hefur af sauðfé á sýktum svæðum getur borið með sér smitefni. Goran superform á 4 vikum Grand Spa | Sigtúni 38 | 105 Reykjavík | Sími 578 8200 | grandspa@grandspa.is Námskeiðin byrja 18. febrúar! VILT ÞÚ: Efla orku þína og komast í form? Léttast og bæta meltinguna? Styrkja ónæmiskerfi og heilbrigði? Koma jafnvægi á hormónana? Auka andlega vellíðan? Bæta minni og einbeitingu? Þú getur æft hvar sem er. Það eina sem þú þarfnast eru fáeinir fermetrar. Það er ástæðulaust að slá slöku við. Líkami þinn er á sama máli. Þú þarft ekki á neinum tækjum að halda. Aðeins eigin líkamsþyngd. Fimm tímar í viku – brennsla – styrking – liðleiki. Takmarkaður fjöldi. Einkaráðgjöf og uppbygging hjá Goran. Persónuleg næringarráðgjöf. Ráðgjöf við matarinnkaup. Fræðsla og eftirfylgni – 2 fyrirlestrar. Frábær spennandi lífrænn matur. Næringardrykkur í lok hvers tíma. Slökun og herðanudd í pottum að æfingu lokinni, kl. 6:30, 7:30, 10:00, 16:30 og 18:30. Kinesis - nýtt æfingakerfi sem eykur styrk, jafnvægi og liðleika. Skráðu þig strax í síma 578 8200 Grand Spa | Grand hótel | Sigtúni 38 | 105 Reykjavík | Sími 578 8200 | grandspa@grandspa.is GORAN SUPERFORM er raunhæft heilsunámskeið sem tryggir þér fullkominn árangur frá byrjun. Tilgangur þess er að þú takir hröðum líkamlegum og huglægum framförum og stígir örugg en einföld skref til betri skilnings á eigin heilsu. Þú kynnist nýjum möguleikum í matarvali, mat sem örvar fitubrennslu. Hvernig þú átt að glíma við matar- og sykurþörfina. Hvernig þú ferð að því að brenna meira og léttast.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.