Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 1
Góður hagnaður | Hagnaður Landsvirkjunar nam 28,5 millj- örðum króna í fyrra. Þetta er 17,5 milljarða aukning á milli ára. Auknar tekjur má að verulegu leyti rekja til sölu á rafmagni til Fjarðaáls sem hófst á árinu. Viðskiptabönkum fjölgar | MP Fjárfestingarbanki ætlar að leggja til við aðalfund að sótt verði um viðskiptabankaleyfi. Bankinn opn- aði útibú í Litháen í fyrra. Greiðslan dæmd | Pálmi Har- aldsson var í Héraðsdómi Reykja- víkur á föstudag dæmdur til að greiða Sigurði Braga Guðmunds- syni, fyrrverandi framkvæmda- stjóra Plastprents, fimm milljónir króna fyrir milligöngu um kaup á um fimmtungshlut í Plastprenti fyrir fjórum árum. Sigurður Bragi krafðist nærri 165 milljóna króna. Engar ráðningar | Starfsfólki í fjármálageiranum mun fækka um 10-15 prósent á þessu ári, að mati Sigurðar Einarssonar, stjórnarfor- manns Kaupþings. Evra eða franki | Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, telur það að sumu leyti vel raunhæft að taka upp svissneskan franka hér á landi. Hann telur þó evruna miklu heppi- legri gjaldmiðil fyrir Íslendinga. Selja hluti | FL Group hefur selt 13,3 prósenta hlut sinn í norska innheimtufyrirtækinu Aktiv Kapi- tal fyrir 6,3 milljarða króna. Bók- fært tap á fyrsta ársfjórðungi nemur 400 milljónum króna vegna þessa. Lífsstíllinn Björgunarsveitir og atvinnumennska 14 Ríkasta fólkið Rosknir karlmenn og fáar konur 6 Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 12. mars 2008 – 11. tölublað – 4. árgangur 8-9 Veffang: visir.is – Sími: 512 5000 F R É T T I R V I K U N N A R Ragnar Árnason Fyrirmyndar- skattríkið að spara sér tap...??!! nánar www.lausnir.is Tíma - og verkskráning Flotastýring og eftirlit www.trackwell.com Ingimar Karl Helgason skrifar „Það eru allar líkur á því að heildargreiðslu byrðin af erlendu láni sé miklu minni en af verðtryggðu inn- lendu láni, að því gefnu að þar séu vextirnir lægri. En sú hætta er fyrir hendi, ef gengisfall verður, að fólk ráði ekki við afborganir tímabundið,“ segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusam- bands Íslands. Fyrirtækin í landinu, önnur en fjármálafyrir- tæki, skulduðu ríflega 3.946 milljarða króna um áramótin, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabank- anum. Af því námu erlend lán 626 milljörðum króna um áramót. Gengi krónunnar hefur lækkað um tæp tólf pró- sent frá áramótum. Miðað við það hafa skuldir at- vinnuveganna hækkað um 73 milljarða króna. Gengisbundin lán íslenskra heimila, lán í erlendri mynt, námu 234 milljörðum króna um áramótin. Þessi lán hafa hins vegar hækkað um 27 milljarða króna síðan þá vegna gengislækkunarinnar. Erlend lán fyrirtækja og heimila hafa því hækkað um 100 milljarða króna frá áramótum. Hins vegar hefur gengið verið hagstætt undan- farin ár gagnvart afborgunum af erlendum lánum. Gengi krónunnar hefur ekki verið jafn lágt frá því í mars árið 2002, en frá því að Seðlabankinn tók upp verðbólgumarkmið varð gengið lægst í nóvem- ber árið 2001. Sjá má þróun gengisins undanfarin ár á myndinni. Heildarskuldir heimilanna nema 1.552 milljörð- um króna. Innlendar skuldir þeirra námu 1.318 milljörðum. Samkvæmt upplýsingum Seðlabank- ans eru um 84 prósent skuldanna verðtryggð. Svo er einnig um mikið af skuldum fyrirtækjanna. Tólf mánaða verðbólga er nú 6,8 prósent. Verð- bætur leggjast við höfuðstól lána, svo þau hækka, eins og margir hafa tekið eftir á greiðsluseðlum íbúðalána sinna undanfarið. Ólafur Darri bendir á að gengissveiflur hafi líka áhrif á verðtryggð innlend lán. Lækki gengi krón- unnar um eitt prósent megi gera ráð fyrir að verð- bólgan aukist um 0,3 til 0,4 prósent. Ólafur Darri segir að líta megi á verðtrygginguna sem leið til að lifa við óstöðugleika. „Hún er heppilegri fyrir neytendur til skemmri tíma litið, ef litið er á málin út frá greiðslubyrði. Þeir geta í raun frestað því að greiða niður verðbólguskot, ef lánið er til langs tíma. Til lengri tíma litið er þessi leið hins vegar mjög dýr.“ Gengislánin upp um 100 milljarða króna Veiking krónunnar hækkar erlendar skuldir um tugi milljarða, eykur verðbólgu og hefur áhrif til hækkunar verðtryggðra skulda. 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 G E N G I S V Í S I T A L A N F R Á 2 0 0 1 - 2 0 0 8 160 150 140 130 120 110 100 Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkj- unum og Evrópu, meðal annars hér, tóku kipp upp á við skömmu eftir hádegisbil í gær eftir að bandaríski seðlabankinn ákváð að veita allt að 200 milljörðum dala, jafnvirði 13.642 milljarða íslenskra króna, inn á fjármála- markaði í formi nýrrar lánalínu. Ætlunin er að slá á lausafjár- þurrðina. Bankinn hefur veitt allt að 400 milljörðum inn á markað- inn í formi ýmissa skammtíma- lána. Ákvörðunin er í samráði við seðlabanka Evrópu, Kanada og Sviss. Associated Press-frétta- stofan segir aðgerðina koma í veg fyrir mjög snarpa lækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum á þriðjudag í næstu viku. - jab Seðlabankinn til bjargar BANDARÍSKI BANKASTJÓRINN Seðlabanki Bandaríkjanna brást við þreng- ingum á fjármálamörkuðum í gær og opn- aði pyngjur sínar. MARKAÐURINN/AP „Menn fara oft á skuldabréfa- markað á tímum sem þessum. Þar eru tækifæri,“ segir Kristín Jóhannesdóttir, samskiptastjóri Kauphallar Íslands. Velta á hluta- bréfamarkaði nam 1.816 milljón- um króna á mánudag, sem var með minnsta móti. Á sama tíma nam velta á skuldabréfamarkaði 6.300 milljónum. Heildarvelta með hlutabréf námu 133 milljörðum króna í síð- asta mánuði og hefur hún ekki verið minni síðan í nóvember árið 2006. Á sama tíma nam velta á skuldabréfamarkaði 372 milljörð- um króna og var mánuðurinn sá annar veltumesti frá upphafi. - jab Lítil velta á hlutabréfamarkaði Gengi krónunnar lækkar þegar vísitalan hækkar. Það þýðir að fleiri krónur þarf til að kaupa erlendan gjaldmiðil.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.