Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 2
MARKAÐURINN 12. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR2
F R É T T I R
„Iceland gengur frábærlega og
hefur greitt niður mikið af skuld-
um sínum. Við erum mjög ánægð
með stöðuna,“ segir Gunnar Sig-
urðsson, forstjóri Baugs Group,
stjórnarmaður í bresku lágvöru-
keðjunni Iceland. Afkoman er
langt yfir væntingum og stefnir
í að rekstrarhagnaður aukist um
rúm þrjátíu prósent frá í hitteð-
fyrra. Horfur eru góðar á árinu,
að sögn Gunnars.
Miklar líkur eru á að breska
lágvörukeðjan Iceland greiði um
300 milljónir punda vegna af-
komunnar á síðasta ári. Þetta
jafngildir 41,5 milljörðum ís-
lenskra króna og er álíka mikið
í pundum talið og fjárfestar
fengu í arðgreiðslu í fyrra.
Gangi það eftir fá íslenskir fjár-
festar, sem eiga um 80 prósent
í keðjunni, jafnvirði 33,2 millj-
arða íslenskra króna fyrir hlut
sinn. Greiðslan í fyrra var ein
sú hæsta sem erlent fyrirtæki
hefur greitt íslenskum fjárfest-
um. Til samanburðar fékk Ex-
ista 13,7 milljarða fyrir um 15
prósenta hlut sinn í finnska fjár-
mála- og tryggingafyrirtækinu
Sampo í fyrra. Baugur tekur
þessu samkvæmt 16,6 milljarða
króna en Fons 12,4 milljarða af
arðgreiðslunni.
Yfirstandandi rekstrarári
lýkur í bókum Iceland í enda
þessa mánaðar og verður arður-
inn greiddur út í kjölfarið. Rekst-
urinn hefur í tvígang verið end-
urfjármagnaður á þremur árum
og hafa hluthafar fengið út-
greiddan arð í hvert sinn. Sjötíu
milljónir punda voru greiddar
út eftir fyrstu endurfjármögnun
í hitteðfyrra og fengu fjárfest-
ar þá allt kaupverðið til baka.
Verðmæti verslunarinnar er
talið nema 100 milljörðum króna
í dag. - jab
G E N G I S Þ R Ó U N
Vika Frá ára mót um
Atorka -0,5% -18,7%
Bakkavör -0,5% -31,6%
Exista -1,9% -40,9%
FL Group -1,4% -37,1%
Glitnir 1,2% -22,6%
Eimskipafélagið -0,3% -16,1%
Icelandair -1,2% -11,0%
Kaupþing -0,00% -17,5%
Landsbankinn 3,8% -22,8%
Marel -1,4% -12,9%
SPRON -7,2% -46,2%
Straumur -4,2% -26,8%
Teymi -2,9% -16,2%
Össur -2,9% -8,8%
Miðað við gengi í Kauphöll á mánudag
Björgvin Guðmundsson
skrifar
Heildar launagreiðslur við-
skiptabankanna þriggja á síðasta
ári námu rúmum 112 milljörð-
um króna. Hækkuðu launatengd
gjöld bankanna um tæp 53 pró-
sent milli ára eða um 38,5 millj-
arða króna.
Miðað við fjölda starfsmanna
við lok árs 2007 greiddi Lands-
bankinn hæstu meðallaunin; 14,3
milljónir á ári. Það gerir um 1,2
milljónir á mánuði að meðaltali á
hvern starfsmann. Meðal árslaun
Kaupþings voru tæpar 14 millj-
ónir og 12,4 milljónir hjá Glitni.
Árið 2004 voru meðallaun í bönk-
unum 620 þúsund og stöðugildin
samtals 3.800.
Mest fjölgaði í starfsliði Glitn-
is í fyrra, um 730 starfsmenn. Þar
starfa nú um 2.250 starfsmenn.
Hjá Landsbankanum fjölgaði um
523 starfsmenn og starfa þar
2.640 einstaklingar. Langflestir
starfa hjá Kaupþingi, eða 3.334,
og fjölgaði starfsfólki um 605.
Samtals starfa því hjá bönkunum
þremur 8.222 manns hér heima
og erlendis. Fjölgun starfsmanna
á síðasta ári var bæði vegna ný-
ráðninga og eins yfirtöku bank-
anna á erlendum félögum.
Mest greiddi Kaupþing, um
46,6 milljarða króna í laun og
hlunnindi á síðasta ári, næst
kom Landsbankinn með 37,7
milljarða og síðast Glitnir með
27,9 milljarða. Frá árinu 2006
hækkuðu launagreiðslur Lands-
bankans hlutfallslega mest, um
23,6 prósent. Hlutfallsleg hækk-
un hjá Glitni nam 19,6 prósent-
um en 13,7 prósentum hjá Kaup-
þingi.
Miðað við þetta má segja að
hver viðbótar starfsmaður Lands-
bankans hafi verið hlutfallslega
dýrastur.
Hæstu meðallaunin
í Landsbankanum
Bankarnir greiddu 112 milljarða króna í laun á síðasta ári.
Starfsmönnum fjölgaði um 1.858 og voru samtals 8.222 um
síðustu áramót. Meðalmánaðarlaun voru 1,2 milljónir króna.
L A U N A G R E I Ð S L U R B A N K A N N A
Kaupþing Landsbanki Glitnir
Meðallaun á mánuði 2007 1.165.942 kr. 1.189.646 kr. 1.034.104 kr.
2006 1.025.101 kr. 962.762 kr. 864.460 kr.
Hækkun milli ára 13,74% 23,57% 19,60%
Fjölgun starfsmanna milli ára 22,17% 24,70% 48,09%
„Viðræður um fríverslun við
Kína eru töluvert langt komnar.
Niðurstaðan fyrir vörusviðið er
í sjónmáli,“ segir Benedikt Jóns-
son, skrifstofustjóri skrifstofu
viðskiptasamninga í utanríkis-
ráðuneytinu.
Hann segir að stefnt sé að því
að ljúka tvíhliða viðræðum við
Kínverja um niðurfellingu tolla
og aukinn markaðsaðgang fyrir
vörur í næstu lotu samninganna.
Gunnar Snorri Gunnarsson,
sendiherra í Kína, segir að fundur
um þjónustuviðskipti verði hald-
inn í Kína í dag, en næsta samn-
ingalota fari fram hér á landi í
lok apríl. Hann bendir þó á að
þessi mál taki langan tíma. „Gott
er að hafa í huga að Ný-Sjálend-
ingar þurftu um 15 lotur.“
Samkvæmt tölum Hagstofunn-
ar fara viðskipti við Kína vax-
andi. Útflutningur til Kína nam
26 milljónum króna í janúar í
fyrra, en hátt í 140 milljónir í
sama mánuði í ár. Innflutning-
ur frá Kína hefur einnig vaxið.
Hann nam 1,7 milljörðum í jan-
úar í fyrra en 1,9 milljörðum í
þarsíðasta mánuði.
Norðmenn eru einnig að hefja
viðræður við Kínverja um tví-
hliða fríverslunarsamning. „Þeir
eru þó ekki komnir nærri eins
langt og við,“ segir Benedikt Jóns-
son og bætir við að fleira sé í píp-
unum í þessum efnum, í gegnum
EFTA. Búist sé við því að á þessu
ári hefjist viðræður við Indverja
um fríverslun. Hagkvæmniathug-
un á slíkri verslun sé lokið.
Enn fremur sé búist við því að
EFTA ljúki fljótlega samningi við
Kólumbíu, Perú, Alsír og ríki við
Persaflóa. - ikh
Fríverslun í sjónmáli
FJÖLMENNT STARFSLIÐ LANDSBANKANS Fleiri starfsmenn bankanna heima og
erlendis vinna nú sérhæfð störf og því hefur launakostnaður á hvern starfsmann hækkað.
V Æ N T U R A R Ð U R
Hluthafi Arðgreiðsla
Baugur (40%) 16,60
Fons (30%) 12,45
Malcolm Walker og fleiri (20%) 8,30
Aðrir (10%) 4,15
Alls 41,5
Allar tölur í milljörðum króna.
Iceland-lágvörukeðjan malar áfram gull
Baugur, Fons og fleiri hluthafar fá 41 milljarð króna í arð eftir gott ár hjá Iceland.
Minnihlutaeigandi í Vinnslustöð-
inni í Vestmannaeyjum, Stilla
með þriðjungshlut, þrýstir á um
að Eyjamenn, sem eiga meiri-
hluta, kaupi hlutinn. Samkvæmt
heimildum Markaðarins ber þó
mikið í milli hjá eigendum fé-
lagsins og miðað við þær verð-
hugmyndir sem verið hafa uppi
er ólíklegt að náist saman.
Forsvarsmenn Stillu höfðu
áður kært til OMX Kauphallar
Íslands fyrirætlanir um að af-
skrá Vinnslustöðina úr Kauphöll-
inni, en í byrjun síðasta mánað-
ar kom svar um að afskráning-
in væri heimil, en henni engu að
síður frestað um eitt ár vegna
andstöðu minnihlutaeigendanna
við hana. Fari sem horfir verður
félagið afskráð úr Kauphöllinni
14. nóvember á þessu ári.
Þá blandast einnig inn í málið
ólík sjónarmið varðandi nýleg
kaup Vinnslustöðvarinnar á 35
prósenta hlut í útgerðinni Ufsa-
bergi í byrjun mánaðarins, en
minnihlutaeigendum Vinnslu-
stöðvarinnar þykir hluturinn of
dýru verði keyptur. - óká
Í VINNSLUSTÖÐINNI Vinnslustöðin í
Vestmannaeyjum verður afskráð úr OMX
Kauphöll Íslands í nóvember næstkom-
andi. MARKAÐURINN/HARI
Þreifingar standa enn
Stillumenn þrýsta á Eyjamenn um kaup á hlut þeirra
fyrrnefndu í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum.