Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 10
 12. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR2 ● fréttablaðið ● landbúnaður Að Sogni í Kjós búa Snorri Örn Hilmarsson og Sveinbjörg Þórdís Sveinsdóttir ásamt tveimur börnum sínum. Þau hirða um 300 holdanautgripi og hafa skapað sér einstakt heimili og umhverfi sem hæfir starfseminni. Það er eins og að detta inn í kú- rekamynd að koma að Sogni. Bein- vaxnar aspir umlykja húsið og við vélaskemmuna stendur mosa- grænn hertrukkur ásamt göml- um en gæjalegum Datsun Patrol jeppa. Tveir hundar fagna gesti á hlaðinu og fylgja upp að dyrum. Húsbóndinn Snorri Örn kynnir þá, þeir heita Wiský og Rock. Síðan býður hann í bæinn. Kvíguhúð hangir á vegg í for- stofunni ásamt fléttuðum snörum úr ekta skinni. Það er bara byrjun- in. Þegar gengið er til stofu eftir lökkuðu trégólfinu sést að heim- ilið allt er prýtt leðurmunum og áhöldum bæði íslenskum og er- lendum sem freistandi væri að skoða nánar. En nú á að ræða land- búnað en ekki húsbúnað og þegar unglingurinn á heimilinu hefur borið fram espressó kaffi er Snorri Örn spurður út í búskapinn. Fyrst hvort holdanautarækt sé skemmti- leg grein. „Já, og ekki spillir þegar hún er farin að borga laun,“ svar- ar hann. „Við erum búin að reka búið nánast í greiðslustöðvun í mörg ár því verð á nautakjöti féll langt niður fyrir framleiðslu- kostnað á tímabili en nú er þetta farið að skána.“ Snorri Örn segir þau hjón ekki hafa ætlað út í búskap þegar þau fluttu að Sogni 1988. „Það heill- aði okkur ekki að búa í fjölbýli þótt við séum bæði uppalin í borg- inni,“ segir hann. „Höfðum búið um skeið á sveitabæ í Reykjavík sem hét Brúnsstaðir og stóð þar sem Listhúsið í Laugardalnum er núna. Þar var hænsnabú en ég var með leðurverkstæði og saum- aði jakka, buxur, pils, töskur og hvað sem var. Hélt svo áfram að sauma lengi eftir að ég kom hing- að. Sveina kona mín er kokkur og hefur unnið mikið við sína grein utan heimilisins. Við tókum hér við 160 kindum og fimm árum síðar fengum við tíu holdakýr úr Gunn- arsholti. Svo hættum við sauðfjár- búskap og fjölguðum nautgripun- um.“ Kýrnar á Sogni ganga úti allt árið. Þær bera á vorin og fara oft upp í fjall til þess, því þær vilja bera afsíðis að sögn Snorra Arnar. „Svo þarf að handsama kálfana til að númera þá og það er gert með snörum. Best er að ná þeim á fyrsta degi,“ lýsir hann. „Maður verður að vera á hesti, bæði til að elta kálfana og verja sig gegn kúnum því þær geta verið mannýgar. Annars eru þær nú að grisjast úr þessar brjáluðu.“ Snorri segir kálfana ganga undir kúnum fram undir jól, þá séu nautin tekin inn og höfð inni þar til þau fara í sláturhús SS á Selfossi, tveggja vetra. Kvígun- um er slátrað á sumrin og fram á haust. En hvernig veit neytand- inn hvort hann er að kaupa kjöt af holdanauti eða mjólkurgrip? „Hann veit ekkert um það. Þetta er ekkert flokkað í kjötborðum. Það er til dæmis bara einn hakk- flokkur,“ svarar Snorri. „Hins vegar seljum við beint frá Slátur- félaginu í fjórðungum og hálfum skrokkum, snyrt og vakúmpakk- að, beint í kistuna. Þá veit kaup- andinn hvað hann er með.“ Sogn liggur vel við sól og Snorri Örn segir vora þar snemma. „Hvalfjörðurinn hitnar svona langt inni í landi og það grænkar fljótt í hlíðum,“ segir hann. Bend- ir líka á trén í garðinum sem eru ræktarleg. Segir þau næstum öll yngri en tuttugu ára. „Við sögðum í gríni þegar við plöntuðum trján- um að þegar við yrðum gömul ætl- uðum við að liggja í hengirúm- um milli þeirra. Nú eru fimm ár síðan við settum fyrst upp hengi- rúm þannig að trén eru áratugum á undan áætlun og við höfum ekki roð við þeim.“ - gun Eldhúsið er einstaklega heimilislegt og þar er matarlyktin góð enda húsfreyjan lærður kokkur. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Ekta kántríbær í Kjósinni Stofan er skreytt leðurmunum íslensk- um og erlendum enda ferðaðist Snorri Örn um allar jarðir fyrstu tuttugu æviárin en hefur þrisvar farið í frí síðan sveitabúskapurinn hófst. Forstofuveggurinn á Sogni er lýsandi fyrir búskapinn. Heimagerðar snörurnar eru notaðar til að handsama nautpen- inginn. Snorri Örn fóðrar kýrnar úti. Ný alþjóðleg rannsókn sýnir að blanda af gras- og belgjurtum gefur af sér betra og meira fóður. Áslaug Helgadóttir, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands, er í forsvari fyrir rannsóknina og kynnti fyrir skömmu fyrstu niður- stöður. „Rannsóknin kannaði ólíkar tegundir í túnrækt. Til þess not- uðum við fjórar tegundir af gras- og belgjurtum. Árangurinn var sláandi góður og greinilegt að blandan gefur af sér meira og betra fóður,“ segir Áslaug Helga- dóttir, prófessor við Landbúnaðar- háskóla Íslands. Áslaug er í forsvari fyrir rann- sóknina, sem hófst 2002 og lauk formlega 2006. Þar tók þátt 21 land í Evrópu auk hópa í Kanada og Ástralíu en rannsóknin fór fram á 42 stöðum. „Í Evrópu hefur mikil áhersla verið á einræktun þar sem algengast er að rækta fjölært rý- gresi í túnum með miklum áburði. Með rannsókninni var verið að leita leiða til að varðveita vist- fræðilegan fjölbreytileika og nota minni áburð, sem bæði er dýrt og getur valdið umhverfisspjöllum,“ útskýrir Áslaug, sem segir niður- stöður sýna að vistkerfið veiti betri þjónustu þegar fleiri tegund- ir koma saman. „Þessar fjórar teg- undir henta vel í túnrækt og vinna vel saman. Belgjurtirnar virka til dæmis sem lifandi áburðarverk- smiðja fyrir grasið þar sem þær vinna nitur úr andrúmsloftinu.“ Áslaug segir að grös hafi áður verið ræktuð með belgjurtum en ekki sé algengt að mörgum tegund- um sé blandað saman í túnrækt. „Við erum með niðurstöður frá 28 tilraunastöðum vítt og breitt um heiminn. Þar kemur skýrt fram að fóðrið er mun betra en þegar um hreinrækt þessar tegunda er að ræða,“ segir Áslaug og bætir við að í fljótu bragði sé ekkert sem mæli gegn slíkri ræktun. „Við erum búin að finna góðar belg- jurtir fyrir íslenskar aðstæður. Eina áskorunin er ræktunin, sem er vandasöm og bændur þurfa að læra hana,“ útskýrir Áslaug og segir aðferðina gagnast öllum landbúnaði. Fram undan er rann- sókn á samspil við áburð og kynn- ing fyrir Evrópska grasræktar- sambandinu í vor sem án efa mun vekja mikla athygli. rh@frettabladid.is Betra fóður með nýrri blöndu „Niðurstöðurnar eru sláandi góðar,“ segir Áslaug Helgadóttir, prófessor við Land- búnaðarháskóla Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR                       !"#$%&' $  #( )*+,   $-,   $.../0( /+ 1#2*3 4 &+2* (55 +2#6 6 +778+ ' 96 

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.