Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 22
MARKAÐURINN 12. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR14
F Y R S T O G S Í Ð A S T
7.00 Hundurinn Lucky vakinn, orðinn gamall, sextán ára, settur út
í band fyrir morgunþarfirnar. Á meðan næ ég í blöðin og „helli upp
á“ könnuna.
Síðan er sest yfir blöðin með kaffinu (að sjálfsögðu er búið að ná
í hundinn inn). Síðan er farið yfir tölvupóstinn og dagurinn skipu-
lagður.
8.00 Mætt í sundlaugina, eftir dálítið hlé ... Eftir sund„sprettinn“
lagt af stað niður í bæ – í Iðu.
9.00 Þegar í Iðu er komið – farið yfir gærdaginn með starfsfólkinu
og verkefni morgundagsins.
10.00 Samningur gerður, yfirfarinn og undirritaður, við nýjan eig-
anda veislusalanna á 3ju og 4ðu hæð Iðuhússins.
12.00 Hlaupið upp á 2. hæð Iðuhússins í heimsins besta sushi.
12.30 Pappírsvinna!!! Ekki undan því komist að sitja yfir pappírs-
vinnunni næstu tímana.
15.00 Fundir í Borgartúni með samstarfsaðilum, A4, í Iðuhúsinu um
sameiginleg markaðsmál, markmið og nýjar hugmyndir.
16.30 Aftur niður í Iðu og púlsinn tekinn á framvindu mála vegna
innkomu Súfistans. Meiriháttar breytingar á kaffihúsinu og mikil
tilhlökkun vegna opnunar í næsta mánuði.
17.00 Brunað heim á leið með viðkomu í matvöruverslun.
18.30 Fjölskyldan, Arndís, Bára og Lucky, leggur af stað upp í
sumar bústað.
21.30 Snæðum dýrindis risotto.
24.00 Sofnuð!
Ingimar Karl Helgason
skrifar
„Þetta er allt í lagi. Ég fæ SMS og þarf að meta það
sjálf hvort ég mæti í útkall eða ekki,“ segir Björk
Hauksdóttir byggingaverkfræðingur, sem starfar
á upplýsingatæknisviði Landsbankans. Hún er líka
félagi í Hjálparsveit skáta í Reykjavík. Hún hefur
af þeim sökum oft þurft að fara fyrirvaralaust úr
vinnu á miðjum degi, eða mæta um miðjan dag, hafi
hún tekið þátt í leit að næturlagi.
„Ég hef mætt góðum skilningi á vinnustaðnum,
enda lét ég vita um þetta strax þegar ég hóf störf,“
segir Björk. Hún fái launin sín þótt hún fari frá.
Atli Atlason, starfsmannastjóri Landsbankans,
segir að reynt sé að verða við kröfum fólks sem
ýmist taki þátt í starfi björgunarsveita, eða stundi
afreksíþróttir og keppi fyrir landslið.
Friðfinnur Freyr Guðmundsson, umsjónarmaður
aðgerðamála hjá Landsbjörg, segir að heilt yfir
gangi samskipti við vinnuveitendur mjög vel. Stund-
um reyni þó á þolmörkin. „Við höfum fundið fyrir
því að þetta verður erfiðara í löngum aðgerðum. Þá
hefur fólk ýmist gengið á fríið sitt eða ekki tekið
þátt í aðgerðinni.“ Hann segir fólk yfirleitt gera
vinnuveitendum sínum grein fyrir því strax við
ráðningu að það taki þátt í starfi björgunarsveitar.
„Flestum finnst enda kostur, þrátt fyrir að það þurfi
að hverfa skyndilega af vinnustað, að vera með fólk
hjá sér sem er í svo góðu formi sem björgunarsveit-
arstarf krefst.“ Friðfinnur segist aðeins muna tvö
tilvik á tveimur áratugum þar sem menn hafi kom-
ist upp á kant við vinnuveitenda vegna þessa.
Afreksfólk vinnur víða. Eitt þekktasta dæmið
er sjálfsagt Guðmundur Guðmundsson, þjálfari
karlalandsliðsins í handknattleik. Hann starfar
hjá Kaupþingi. Þaðan fást þær upplýsingar að
reynt sé að greiða leið afreksfólks og annarra sem
vinna mikilvæg störf annars staðar en í bankanum.
Einnig starfar Edda Garðarsdóttir knattspyrnu-
kona í Landsbankanum. Dæmin eru miklu fleiri.
„Þetta gengur almennt nokkuð vel, eftir því sem
ég veit best,“ segir Líney Rut Halldórsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Íþróttasambands Íslands. „Það er
líka oft þannig að afreksfólk leitar í þannig vinnu
að það geti sinnt íþróttinni samhliða.“
Hörður Oddfríðarson, formaður Sundsambands
Íslands, bendir þó á að íþróttin geti verið mjög
tímafrek. „Það eru ekki bara keppnisferðir, heldur
líka æfingarnar. Afreksfólk í sundi æfir kannski
tvisvar á dag í einn og hálfan og upp í þrjá tíma
í senn, á venjulegum virkum degi. Svo má ekki
gleyma því að fjöldi annarra hefur helgað sig svona
starfi án þess að vera lengur að keppa, til dæmis
stjórnarfólk og þjálfarar.“
Unnið á mörgum
vígstöðvum
Stundum þarf vinnan að víkja á miðjum degi, til dæmis þegar landslið eða
björgunarsveitir krefjast kraftanna af fólki.
Í BRATTANUM Björk Hauksdóttir, starfsmaður Landsbankans, hefur svigrúm til þess að sinna björgunarstöfum þegar á þarf að halda.
BJÖRK VIÐ BANKANN Björk starfar á upplýsingatæknisviði
Landsbankans en þarf stundum að bregða sér af bæ þegar minnst
varir. MARKAÐURINN/ARNÞÓR
„Á ráðningar-
stofum vinna að
stærstum hluta
konur og sam-
kvæmt rannsókn-
um virðast konur
bjóða öðrum
konum lægri laun
en körlum og því
hætta á að ákveð-
in kynjaslags-
íða myndist strax
við ráðningu. Þær
eru í raun drag-
bítur á launajafn-
rétti,“ segir Mar-
grét Kristmunds-
dóttir, formaður
Félags kvenna í
atvinnurekstri og
framkvæmda-
stjóri Pfaff. Hún ræddi þessi
mál á fundi Samtaka launafólks
um launajafnrétti á dögunum.
Margrét segir einkum þrennt
vera dragbítur á launajafnrétti.
Sá fyrsti sé blanda af gamaldags
uppeldi og ónógri fræðslu til
ungu kynslóðarinnar. Hún spyr
hvernig á því standi
að vel menntaðar
konur biðji enn um
mun lægri laun en
karlkyns jafnaldr-
ar. Annar dragbítur
sé ráðningar stofur;
miklu máli skipti að
þeir sem þar stýri
séu meðvitaðir um
ábyrgð sína og þá
pytti sem auðvelt
sé að falla í í þess-
um efnum.
„Launadragbítur
þrjú er síðan
við atvinnu-
rekendurnir og
okkar starfsmanna-
og mannauðsstjór-
ar,“ segir Margrét.
„En auðvitað spilar hér inn í
lögmálið um framboð og eft-
irspurn og hvort við lifum á
þenslu- eða samdráttartíma. Og
ég er fyrst til að viðurkenna að
með þessu dæmi er ég að ein-
falda miklu flóknari hlut.“
- ikh
Ráðningarstofur drag-
bítar á launajafnrétti
D A G U R Í L Í F I . . .
Arndísar B. Sigurgeirsdóttur, framkvæmdastjóra og eiganda Iðu
ARNDÍS BJÖRG SIGURGEIRSDÓTTIR Annasamur dagur í Iðu við Lækjargötu.
MARKAÐURINN/VILHELM
MARGRÉT KRISTMANNSDÓTTIR
Gömul viðhorf, ráðningarstofur og
atvinnurekendur eru dragbítar á
launajafnrétti.