Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 19
MARKAÐURINN 11MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2008
S K O Ð U N
Björgólfur Thor Björgólfsson er núna í sæti
307 á lista Forbes yfir ríkustu menn heims.
Hann hefur sjálfur lýst ferli sínum í nokkrum
viðtölum og þar kemur fram að hann hafi nán-
ast byrjað með tvær hendur tómar en sé nú
einn ríkasti Íslendingurinn. Velgengni hans í
fjárfestingum hefur verið mikil undanfarin ár
og virðist hann hafa tekið réttar ákvarðanir á
réttum tíma.
Björgólfur Thor er fæddur árið 1967 og
er sonur Björgólfs Guðmundssonar og Þóru
Hallgrímsson. Faðir hans var framkvæmda-
stjóri Gosan, sem framleiddi gosdrykki í vélum
sem voru í gömlu Sanitas-verksmiðjunum. Árið
1993 var Gosan-verksmiðjan flutt í heilu lagi
til Rússlands og sá Björgólfur Thor meðal ann-
arra um flutninginn. Björgólfur Thor skipu-
lagði markaðsstarf þar ytra og var árið 1994
ráðinn framkvæmdastjóri. Síðar eignuðust þeir
feðgar ásamt Magnúsi Þorsteinssyni meiri-
hluta í verksmiðjunni í Pétursborg.
Samkvæmt bók Pálma Jónas sonar um ís-
lenska milljarðamæringa var verksmiðjan ytra
seld til Pepsi árið 1997. Í janúar sama ár höfðu
sömu aðilar opnað nýja gosdrykkjaverksmiðju
í Pétursborg sem framleiddi gos og áfenga gos-
drykki. Síðar þróaðist framleiðslan í bjórverk-
smiðju sem náði sterkri stöðu á Rússlands-
markaði. Utan um eignarhaldið var svo Bravo
Holding stofnað sem selt var til Heineken árið
2002. Lagði það grunninn að auðæfum feðganna
og Magnúsar Þorsteinssonar.
Um svipað leyti keyptu félagarnir ráðandi
hlut í Landsbanka Íslands þegar bankinn var
einkavæddur í nafni Samson. Samhliða hefur
Björgólfur verið umfangsmikill í umbreyting-
arfjárfestingum í gegnum félag sitt Novator.
Hagnaðist hann gríðarlega við sölu á búlg-
arska landssímanum BTC og EI Bank. Þá hefur
hann fjárfest í nokkrum símafyrirtækjum,
meðal annars í Póllandi, Finnlandi, Tékklandi
og Grikklandi. Hann er stór eigandi í Straumi-
Burðarási og gerði yfirtökutilboð í lyfjafyrir-
tækið Actavis á síðasta ári.
Þessar fjárfestingar hafa skapað Björgólfi
Thor mikinn auð sem fleytir honum langt upp
Forbes-listann. Eftir að hafa byrjað nánast
með tvær hendur tómar árið 1993 eru eignir
hans metar á um 3,5 milljarða dala samkvæmt
Forbes.
BJÖRGÓLFUR THOR BJÖRGÓLFSSON Hann kallar sig
umbreytingarfjárfesti, sem fjárfestir í fyrirtækjum, breytir rekstr-
inum og selur síðar með hagnaði.
S A G A N Á B A K V I Ð . . . B J Ö R G Ó L F T H O R B J Ö R G Ó L F S S O N
Með tvær hendur
tómar í Rússlandi