Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 8
MARKAÐURINN 12. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR8 Ú T T E K T Skattar eru hér að öllum líkindum hærri en hollt getur talist, að mati Ragnars Árna- sonar hagfræðiprófessors. Þetta á við um alla skatta, ekki síst aðflutnings- og vörugjöld og sérskatta ýmiss konar, en einnig tekjuskatta. Hann segir verulegt svigrúm til hagræðing- ar og endurbóta í tekjusköttum hér. Til dæmis telur hann óheppilegt að hér séu ólík skattstig eftir því hvort í ríkiskassann greiðir fyrirtæki eða einstaklingur. Einföldun tekjuskatts telur hann mikilvæga. Ragnar telur persónuafslátt efnahagslega og jafnvel félagslega skaðlegan og leggur til að jafnt fyrirtæki sem einstaklingar greiði sama skatt- hlutfall af öllum tekjum. Hlutfall- ið telur hann að gæti legið ná- lægt fimmtán prósentum eða jafn- vel lægra. Hann vekur athygli á því að þrátt fyrir verulega lækkun tekjuskatts sé síður en svo víst að skatttekjur hins opinbera minnki. Þær gætu jafnvel aukist. „Kemur þar margt til. Til dæmis myndi það sem fólk sparaði sér í tekjuskatti að talsverðu leyti koma til baka til ríkisins í formi virðisaukaskatts og annarra skattgreiðslna. Meira máli skiptir þó að lægri tekjuskatt- ur skapar meira hvata til vinnu og framtaks á markaðnum, aukinna fjárfestinga í hagnaðarskyni og að laða tekjuhátt fólk til landsins,“ segir hann og bætir við að því hafi lægri tekjuskattar ríka tilhneig- ingu til að auka þjóðarframleiðslu og jafnvel hagvöxt til frambúðar. „Reynslan sýnir, svo sem hjá Írum og okkur sjálfum, bendir til þess að þessi áhrif séu sterk.“ Ragnar segir markmiðið þó alls ekki að auka skatttekjur hins opinbera. „Markmiðið er að umsvif hins opinbera annars vegar og einka- aðila hins vegar sé í sem bestu samræmi við þjóðarhag.“ Ragnar telur að umsvif hins opin- bera, sem nú síga í fimmtíu prósent af lands- framleiðslunni, séu allt of mikil frá sjónar- miði velsældar og hagkvæmni. Hann bendir á að skattheimta og umsvif hins opinbera séu nánast sami hluturinn. Hið opinbera eyðir því sem það aflar og getur ekki til langframa eytt umtalsvert meira. Til að minnka umsvif hins opinbera sé því nauðsynlegt að minnka skatt- heimtu, ekki aðeins lækka skattahlutföll. „Almennt talað er ekki skynsamleg að hið opinbera sjái þegnunum fyrir gæðum, sem markaðsöflin geta boðið. Sennilega er stærst- ur hluti þeirra gæða sem fólk sækist mest eftir þannig að markaðurinn er fullfær um að bjóða þau fram á hagkvæmastan hátt. Hins vegar er það óneitanlega svo að það eru vissir hlutir eru þess eðlis að ríkið, eða annað sam- félagsskipulag getur frá fræðilegu sjónar- miði sinnt þeim betur en einkaaðilar,“ segir Ragnar, en þar undir falla verðmæti sem flokkast geta undir almannagæði. „Það er að segja gæði sem markaðsöflin eiga í erfiðleik- um með að sjá fyrir með hagkvæmum hætti og í réttu magni.“ Meðal slíkra gæða segir Ragnar kunna að vera menntun, löggæsla, landvarnir og varðveisla náttúruauðlinda, sem ekki geta með góðu móti verið í einka- eigu. Sammerkt þessum verðmætum er að notkun þeirra verður ekki afmörkuð við ein- hvern einn og þau rýrna ekki við notkun ann- arra. „Þetta eru gæði sem einn getur ekki úti- lokað aðra frá. Þannig njóta allir góðs af land- vörnum, hvort sem þeir leggja af mörkum eða ekki. Sama má segja um það ef einhver tæki sig til og verndaði ósonlagið, þá myndu allir njóta góðs af því.“ ÚLPUVERSLUN RÍKISINS Ekki er því að undra að í umræðum um skatta- mál steyti gjarnan á því hvar mörk almanna- gæða og sérgæða liggi, hvort ríki og sveitar- félög eigi að sinna málum eða einhver annar. „Í því samhengi ber að hafa í huga að vegna tækniframfara er mengi almannagæða að minnka og mengi sérgæða að vaxa,“ segir Ragnar og bendir á það sem gerst hefur varð- andi fiskistofna og mengun andrúmsloftsins. „Með nýrri tækni og nýju skipulagi, svo sem afla- og mengunarkvótum, er hægt að færa stór svið sem áður voru almannagæði yfir í sérgæði og alveg ljóst að tækifæri í þessa átt hafa langt því frá verið fullnýtt. Þess vegna kann að vera að meðan ríki upp á þrjátíu pró- sent af þjóðarframleiðslu kann að hafa verið réttlætanlegt fyrir hálfri öld, þá er kannski ekki nema tuttugu prósenta ríki réttlætanlegt í dag,“ segir Ragnar og bendir um leið á að þau gæði sem flokkist undir góða heilsu séu ekki nema að mjög litlu leyti almannagæði. Í nýjustu úttekt Efnahags- og samvinnu- stofnunarinnar (OECD) um íslenskt efnahags- líf er heilbrigðiskerfið tekið sérstaklega fyrir og bent á það sem vettvang hagræðingar hjá hinu opinbera. Ragnar bendir líka á að heil- brigðismál séu einn stærsti einstaki liður rík- isútgjalda í dag. „Útgjöld til heilbrigðiskerf- isins eru í námunda við fimmtán prósent af landsframleiðslu. Ef við gætum sparað um- talsverðan hluta af þessu fé, til dæmis með hjálp viðeigandi hvatningakerfis eða meiri einkarekstri, þótt ekki væri nema eitt pró- sent, þá væru það tíu milljarðar.“ Ragnar seg- ist hins vegar ekki halda því fram að fimmt- án prósent af þjóðarframleiðslu séu of há upphæð til að eyða í heilbrigðisþjónustu. „Í sjálfu sér tel ég að þjóðin myndi kjósa að eyða meiru, en það skiptir máli að gera það rétt og vel,“ segir Ragnar og bendir um leið á að í Bandaríkjunum séu útgjöld til heilbrigðis- mála sem hlutfall af þjóðarframleiðslu jafnvel meiri en hér. „En ef við viljum bæta hér heil- brigðisþjónustuna er kannski eina leiðin sú að einkavæða hana í miklu ríkari mæli og lækka þar með skatta.“ Ragnar telur vangaveltur í þá átt að nauð- synlegt sé að reka heilbrigðisþjónustu á sam- eiginlegum grundvelli, þar sem einkageirinn myndi ekki sjá fyrir sömu gæðum í réttum mæli og þar fram eftir götunum, ekki réttlæta umsjá ríkisins yfir málaflokknum. „Enda er réttlætingin í dag alla jafna sú að þótt einka- aðilar gætu séð fyrir þessum gæðum betur og SÉR TÆKIFÆRI TIL HAGRÆÐINGAR OG LÆKKUNAR SKATTA Ragnar Árnason, próf- essor í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að víða sé pottur brot- inn í skattkerfinu sem við búum hér við. Hann vill til að mynda sjá á braut margvíslegum gjöldum sem ríkið innheimtir, svo sem aðflutnings-, vöru- og stimpilgjöldum, auk þjónustugjalda sem hann segir á stundum jaðra við sjálftökurétt opinberra stofnana. MARKAÐURINN/ANTON Uppskriftin að fyrirmyndarsk Fyrirmyndarskattlagning felst í einföldu skattkerfi sem gengur út á að borga fyrir þá þjónustu sem aðrir en ríkið geta viðskiptahindrunum eða öðrum sjónarmiðum sé blandað inn í. Óli Kristján Ármannsson hitti Ragnar Árnason hagfræð um hagkvæmustu leiðir í skattlagningu og gullna meðalveginn þar sem skattar afla sem mestu fyrir ríkið, án þess að l Þá segir Ragnar tækniframfarir verða til þess að endurskoða þurfi skattlagningu á vissum sviðum. „Þær þjóðir sem leggja á rétta skatta, miðað við þá þjónustu sem þær veita, munu laða til sín fólk og fyrirtæki. ... Það þýðir að þau lönd sem ætla að halda uppi háum skött- um án þess að samsvarandi þjón- usta komi á móti eiga á hættu að missa skattgreið- endur úr landi og lenda oft í því.”

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.