Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN 12. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR10 S K O Ð U N ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRI: Björgvin Guðmundsson RITSTJÓRN: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Óli Kristján Ármannsson, Jón Skaftason, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@ posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. bjorgvin@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@ markadurinn.is l jsk@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Sögurnar... tölurnar... fólkið... O R Ð S K Ý R I N G I N Raunvextir Annar hfRekstrarverkfræðistofan Suðurlandsbr. 46 • Sími 568 1020 • Annar.is a ÁrsreikningarBókhald Skattframtöl Við val á framtíðarfyrirkomulagi stjórnar peningamála á Íslandi standa einungis tveir kostir til boða að mati Þórarins G. Péturssonar, forstöðu- manns rannsóknar- og spádeildar hagfræðisviðs Seðlabanka Íslands og staðgengils aðalhagfræðings bankans. Fyrri kosturinn er að halda núverandi fyrirkomulagi og taka slag- inn um verðstöðugleika til enda. Þórarinn telur að það muni skila lang- tímaábata en geti orðið sársaukafullt, sérstaklega ef almenn hagstjórn styðji ekki nógu vel við peningastefnuna. Einnig verði það erfitt ef stjórnmálamenn og hagsmunaaðilar reyni að grafa undan trúverðug- leika peningastefnunnar, sem sé mikilvægt stjórntæki, og sjálfstæði Seðlabankans. Seinni kosturinn sem Þórarinn nefnir er að láta einhvern annan seðlabanka, sem þegar hafi áunnið sér trúverðugleika, um framkvæmd peningastefnunnar. Slík stefna verði hins vegar ávallt með sama hætti og núverandi stefna sem Seðlabanki Íslands fylgir. Því fylgdi innganga í Evrópusambandið, myntsamstarf og upptöku evru. Aðrar leiðir eru ekki í boði eða ekki fýsilegar. Þórarinn tekur fram að þetta taki nokkur ár og leysi ekki núverandi vandamál sem blasi við í íslensku efnahagslífi. Þó gæti yfirlýsing um aðild haft áhrif á væntingar. Þórarinn færði fyrir þessu ágæt rök í fyrirlestri á stjórnarfundi Landssambands íslenskra útvegsmanna nýlega. Gagnrýnin beinist auð- vitað að hluta til að LÍÚ, sem hefur meðal annars gagnrýnt háa stýri- vexti Seðlabankans og hátt gengi krónunnar. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur undanfarið lækkað stýrivexti til að vega upp á móti efnahagssamdrætti sem blasir við. Þórarinn segir að við þær aðstæður þurfi verðbólguvæntingar að hafa trausta kjölfestu, væntingarnar megi ekki víkja langt frá markmiði seðla- banka um stöðugt verðlag. Annars geti vaxtalækkun leitt til þess að langtímavextir hækki í stað þess að lækka af ótta við vaxandi verð- bólgu í framtíðinni. Það sama eigi við þegar verðbólga stafi til dæmis af hækkandi hrávöruverðs eins og nú eru merki um. Séu verðbólguvænt- ingar með trausta kjölfestu þarf seðlabanki síður við þær aðstæður að óttast viðvarandi verðbólgu og því óhætt að slaka á peningastefnunni til að mýkja niðursveiflu þrátt fyrir tímabundna verðbólgu. Þórarinn segir að seðlabanki Bandaríkjanna hafi svigrúm til að lækka vexti nú vegna slagsins sem hann tók við verbólguna í upphafi níunda áratugarins á síðustu öld. Það hafi skapað honum trúverðug- leika sem geri stjórnendum bankans mögulegt að horfa á aðra þætti. Þó sé meginverkefnið áfram að skapa verðbóluvæntingum áfram trú- verðuga kjölfestu. Vandi Seðlabanka Íslands er að hann hefur ekki sama trúverðugleika og bandaríski seðlabankinn. Það dregur úr svigrúmi hans til að jafna efnahagssveiflur án þess að það hafi áhrif á langtíma verðbólguvænt- ingar. Eina leiðin til að vinna sér inn þennan trúverðugleika er að Seðla- bankinn sýni í verki að honum sé full alvara með að halda verðbólgu lít- illi og stöðugri. Þórarinn G. Pétursson segir allar hugmyndir um að afnema sjálf- stæði peningastefnunnar, breyta markmiðum bankans og víkja verð- bólgumarkmiðinu tímabundið til hliðar til þess fallnar að grafa alvar- lega undan viðleitninni til að skapa verðólguvæntingum hér á landi trú- verðuga kjölfestu. Það er ávísun á vaxandi og sveiflukennda verðbólgu sem kostnaðarsamara verður að ráða við síðar. Það er því ljóst að til þess að treysta trúverðugleika Seðlabanka Ís- lands verður að halda stýrivöxtum áfram háum þrátt fyrir blikur á lofti í íslensku efnahagslífi. Öðruvísi er ekki hægt að sannfæra fólk um að bankinn ætli sér sigur í baráttunni við verðbólguna. Svipað og banda- ríski seðlabankinn gerði 1981. Ekki er val um margar leiðir í peningamálum. Tveir valkostir Björgvin Guðmundsson Einföld skilgreining á raunvöxtum er sú tala sem fæst þegar verðbólga er dregin frá nafnvöxtum, þ.e. nafnvextir mínus verðbólga eru raunvextir. Því eru raunvextirnir að jafnaði lægri en nafn- vextirnir, eða sem verðbólgunni nemur. Raun- vextir eru nánar tiltekið kaupmáttarbreyting fjár sem ber ákveðna ávöxtun. „Í verðbólgu getur verðtrygging fjár verið nauðsynleg til þess að tryggja kaupmátt fjárins til lengdar,“ segir á vef Seðlabankans um raunvexti. „Til mikillar einföldunar má segja að ef vextir á óverðtryggðu láni eru 10 prósent og verðbólga er 3 prósent þá séu raunvextir ekki nema 7 pró- sent,“ segir í orðskýringum MP fjárfestingar- banka, en hin rétta formúla útreikningsins um leið gefin upp: Raunvextir = (1 + nafnvextir) / (1 + verð- bólga). Raunvextirnir væru heldur 6,79 prósent. Þeir sem skulda óverðtryggt lán hagnast því á mikilli verð- bólgu, en þeir sem hafa lánað óverðtryggð lán tapa á henni. Ekki þarf að koma á óvart að andrúmsloftið á heimsviðskipta- ráðstefnu Alþjóðlegu efnahags- stofnunarinnar (World Economic Forum) í ár var þungt. Sú skoðun að alþjóðavæðing, tækni og mark- aðsbúskapur geti leyst vandamál heimsins upp á eigin spýtur virð- ist hafa verið kveðin í kútinn. Skömmustulegastir voru banka- mennirnir. Í ljósi undirmálslána- kreppunnar, ófara margra fjár- málafyrirtækja og lélegs gengis á hlutabréfamarkaði virtust þessir „herrar heimsins“ ekki jafn alvit- rir og fyrir stuttu. En bankamenn- irnir voru ekki þeir einu sem voru settir í skammar krókinn í Davos í ár, heldur einnig þeir sem lögðu þeim línurnar – seðlabanka- stjórarnir. Þeir sem fara á alþjóðlegar ráðstefnur eru vanar að hlusta á Bandaríkjamenn messa yfir öllum öðrum um gagnsæi. Það var nokkuð um það í Davos. Ég hlustaði á þá sömu og venju- lega – þar á meðal fyrrverandi fjármálaráðherra sem hafði uppi háværar ávítur í þá átt meðan á fjármálakreppunni í Austur- Asíu stóð – hamra á nauðsyn þess að ríkissjóðir væru gagn- sæir (hann minntist hins vegar ekki á bandaríska eða evrópska vogunarsjóði). Þróunarlönd gátu þó ekki kom- ist hjá því að benda á tvískinn- unginn í þetta sinn. Það mátti jafnvel greina dálitla Þórðargleði vegna vandræðanna í Bandaríkj- unum – en áhyggjur af afleiðing- unum á efnahag annarra ríkja stilltu því vitaskuld í hóf. OF GOTT TIL AÐ VERA SATT Höfðu Bandaríkin virkilega ráð- lagt öðrum að fá bandaríska banka til sýna þeim hvernig þeir ættu að haga rekstri sínum? Höfðu Bandaríkin virkilega gort- að af yfirburðum sínum í áhættu- stýringu, sem gekk svo langt að þeir sömdu nýjar reikningsskila- reglur (sem heita Basle II)? Það reglugerðarverk er nú dautt – að minnsta kosti þar til minningin um ósköpin sem nú ríða yfir er gleymd og grafin. Bankamenn – og alþjóðlegu matsfyrirtækin – trúðu á efna- hagslega gullgerð. Þau töldu að uppfinningasamir fjármála- gjörningar gætu einhvern veginn breytt vondu veði í góð skulda- bréf, sem ættu skilið hæstu láns- hæfiseinkunn, AAA. En eins og nútíma fjármálakenningar gera ráð fyrir ætti það ekki að breyta miklu á virkum fjármálamarkaði þótt ótraustum fjárfestingum sé pakkað í nýjar umbúðir. Ef maður veit hvert verðið er á rjóma og á undanrennu getur maður reiknað út verðið á mjólk sem inniheldur eitt prósent rjóma, tvö prósent eða fjögur. Nýjar umbúðir kosta kannski sitt en ekki þá milljarða sem bankar græddu á að skera upp og vefja undirmálslánum í skuldavöndla, sem kostuðu miklu meira en þeir voru virði. Þetta virtist of gott til að vera satt – sem það var. Bankarnir litu meira að segja framhjá grund- vallarreglu áhættustýringar: áhættudreifing ber aðeins árang- ur ef áhættan tengist ekki inn- byrðis, og stórskjálftar (á borð við þá sem hafa áhrif á húsnæðis- verð og greiðslugetu lánþega) auka líkurnar á vanefndum allra skuldabréfa. Ég hélt því fram í Davos að seðlabankastjórar hefðu líka brugðist með því að vanmeta hættuna af niðursveiflu og ekki séð fjármálalífinu fyrir nógu góðum reglugerðum. Þeir biðu of lengi áður en þeir tóku í taum- ana. Þar sem það tekur yfirleitt um það bil ár þar til áhrifa pen- ingastefnu fer að gæta til fulls hefðu seðlabankarnir átt að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða í stað þess að bregðast við eftir á. VARAÐ VIÐ HÆTTUNNI Það sem verra er; Seðlabanki Bandaríkjanna og fyrrverandi bankastjóri hans, Alan Green- span, stuðluðu mögulega að vand- anum. Þeir hvöttu heimilin til að taka áhættusöm húsnæðislán á breytilegum vöxtum með því að fullvissa þá sem höfðu áhyggj- ur af fasteignabólunni að í mesta lagi væri smá „froða“ á markaðn- um. Undir venjulegum kringum- stæðum myndu gestir á ráðstefn- unni í Davos fylkja sér að baki seðlabankastjórunum. Atkvæða- greiðsla í lok ráðstefnunnar í ár leiddi í ljós að þrír af hverjum fjórum voru sammála mér. Afsökun eins seðlabankastjór- ans í þá veru að „enginn hefði getað séð þessi vandamál fyrir“ hreyfði við fáum – kannski vegna þess að margir í salnum höfðu á undanförnum árum, líkt og ég, varað sérstaklega við yfirvof- andi hættu. Það eina sem okkur skjátlaðist um var hversu slæm útlánastarfsemin var, hversu ógagnsæir bankarnir voru og hversu gagnlítil áhættustýring þeirra var. Það var áhugavert að sjá ólík menningarleg viðhorf í garð kreppunnar. Í Japan hefði for- stjóri stórs banka beðið starfs- fólk sitt og landa afsökunar, af- þakkað eftirlaun og kaupauka og látið peninganna ganga til þeirra sem óráðsía fyrirtækisins bitn- aði á. Hann hefði sagt af sér. Í Bandaríkjunum er eina spurs- málið hvort stjórnin neyði for- stjóra til að hætta, og ef svo er, hversu háan starfslokasamning hann fær. Þegar ég spurði einn forstjórann hvort það hefði verið rætt hvort til greina kæmi að skila kaupaukanum var svarið ekki að- eins þvert nei heldur fylgdi harð- vítug vörn fyrir kaupaukafyrir- komulaginu. Þetta er þriðja fjármála kreppan í Bandaríkjunum á undanförnum tuttugu árum. Einfaldara reglu- verk hefur ekki borið árangur. Óbeislaðir markaðir leiða ef til vill til hárra kaupauka fyrir for- stjóra en þeir leiða ekki endilega, eins og fyrir tilstilli ósýnilegrar handar, til félagslegrar velmeg- unar. Meðan ekki hefur náðst betra jafnvægi milli ríkisstjórna og markaðarins heldur heimur- inn áfram að gjalda þess dýru verði. Höfundur er Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og prófessor við Columbia-háskóla í Bandaríkjunum. ©Project Syndicate Þórðargleði í Ölpunum O R Ð Í B E L G Joseph E. Stiglitz Nóbels- verðlaunahafi í hagfræði MARKAÐURINN á www.visir alla daga Í DAVOS Í SVISS Ferðamannabærinn Davos í Sviss er rómaður fyrir skíðabrekkur, en hann er jafnframt vettvangur árviss fundar World Economic Forum og mætast þar marg- vísleg fyrirmenni, þjóðhöfðingjar og heimþekktar persónur, til að ræða heimsins gagn og nauðsynjar. MARKAÐURINN/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.