Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 20
MARKAÐURINN 12. MARS 2008 MIÐVIKUDAGUR12 H É Ð A N O G Þ A Ð A N Tíminn og vatnið Það eina sem er gaman við banka er að vera banki og það er bara vegna þess að bankar eru, ef allt er í lagi, fullir af peningum. Ís- lendingar hafa til skamms tíma búið sér til þá mynd að bankar séu hipp og kúl fyrirbæri. Stað- reyndin er sú að „banking is bor- ing“ og á að vera það. Að vera spákaupmaður er hins vegar eins og lífið sjálft, stund- um gaman og stundum leiðinlegt. Það er frekar leiðinlegt þessa dagana, enda þótt maður verði að segja að í niðursveiflunni hafa stöðurnar í olíu- og sojabauna- afleiðunum gefið ágætlega af sér. Ég mun þola langa kreppu og á fullan kjallara af niðursuðudós- um sem renna út 2040 og svo er ég með niðurgrafinn olíutank við sumarbústaðinn sem er fullur af dísil. Mér fær ekkert grandað. En af því að ég fékk í vöggu- gjöf þann eiginleika að geta fund- ið til með öðrum, þá er ég ekki áhyggjulaus þessa dagana. Ég les orðið sjaldan Moggann, en sú mynd sem birtist mér þar er að á sé skollin heimskreppa sem muni ekki láta neinn ósnortinn, nema Landsbankann og Björg- ólfsfeðga, sem munu þá væntan- lega halda Mogganum gangandi eins lengi og niðursuðudósirnar mínar endast. Af því að ég er einnig náttúr- aður þannig að mér leiðist að- gerðarleysi, þá ákvað ég að láta á þetta reyna og gíra meira eignar- haldsfélag sem ég er með. Nú þorir enginn að taka stöður og fyrst heimskreppan er ekki í Lansanum, þá er sniðugt að taka feita framvirka þar og veðja á að maður sé snemma inni og græði mikið. Mér til mikillar undrunar var sama sagan þar. Endalausar kröf- ur um hátt eigið fé og kjörin sem menn voru að bjóða sky high. Ég varð svolítið undrandi, og varð til þess hugsað að varla væri Bjögg- unum mikill greiði gerður með að búa til úr þeim einhver fyrir- bæri sem harmur heimsins hefði engin áhrif á. Staðan er ekki skemmtileg. Ég á marga vini sem héldu fyrir hálfu ári að þeir myndu ekki þurfa að lyfta litla fingri framar nema til að hreyfa veiðistöng eða golfkylfu. Nú fletta þeir atvinnu- auglýsingunum um helgar. Enginn mun sleppa við þessa kreppu ef hún verður langvar- andi. Skandínavarnir hafa reynt að sæta lagi og sparka í okkur. Þeirra draumur er að Danske og Nordea kaupi íslensku bank- ana á slikk þegar rofa fer til. Bankarnir eru allir í sama báti, eða vaskafatinu, væri kannski betra að segja. Því það skiptir engu máli ef maður er með fæt- urna steypta í vaskafatinu hvort vatnið er 20 cm yfir hausnum á manni eða 100 cm. Það er tíminn frá síðasta andardrætti til hins næsta sem ræður örlögunum. Spákaupmaðurinn á horninu S P Á K A U P M A Ð U R I N N Ingimar Karl Helgason skrifar „Ríkið verður ekki endilega af neinum tekjum, nema menn telji tekjurnar ekki fram. En þá eru menn að svíkja undan skatti,“ segir Elín Árna dóttir, yfir- maður skatta- og lögfræðisviðs Pricewaterhouse- Coopers. Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskatt- stjóri, hefur bent á að um þriðjungur skráðra fé- laga í Kauphöllinni sé í eigu félaga sem skráð eru erlendis. Indriði bendir á að tæplega 60 prósent eignar halds í Straumi séu erlendis, 56 prósent í Bakkavör Group, ríflega helmingur í Landsbanka og Exista, þriðjungur í Glitni og fimmtungur í FL Group, svo dæmi séu tekin. Vafalaust sé megnið af því í eigu Íslendinga. Meirihluti þessa sé í eigu fé- laga sem skráð séu í Hollandi, Lúxemborg og á lág- skattasvæðum. Indriði telur einnig að þetta geti haft áhrif á tekjur sameiginlegra sjóða. Elín Árnadóttir bendir á að einstaklingar, inn- lendir sem erlendir, greiði tíu prósenta fjármagns- tekjuskatt af arði. Þegar greitt sé til innlendra lög- aðila, beri þeim sem greiðir arðinn að halda eftir tíu prósenta skatti. Sé arðurinn greiddur til erlends lög- aðila beri að halda eftir fimmtán prósenta skatti. Ísland hafi gert tvísköttunarsamning við Holland og Lúxemborg. Tekjur séu skattskyldar þar. Fimm prósenta afdráttarskattur sé tekinn af arði, en félag geti fengið hann endurgreiddan ef það skilar fram- tali. Þetta eigi við um öll félög innan Evrópska efna- hagssvæðisins. En hvað græðir fólk á því að geyma hlutafjár- eign í skattaparadísum, Hollandi eða Lúxemborg? „Menn græða ekkert endilega á því. Þeir eru jafn- vel bara að skjóta sig í fótinn. Við erum ekki með tvísköttunarsamninga við skattaparadísir og þá eru tekjurnar skattskyldar á Íslandi. Afdráttarskatt- ur til þessara landa er til dæmis fimmtán prósent og fæst ekki endurgreiddur,“ segir Elín Árnadóttir. En hvað ef félag sem skráð er í Hollandi er í eigu félags sem skráð er í skattaparadís? „Í Hollandi er dreginn afdráttarskattur af arðgreiðslum til aflandssvæða. Þar er almennt ekki tekinn af neinn skattur. Þegar einstaklingurinn tekur svo arðinn eða söluhagnaðinn heim, þá greiðir hann sinn tíu prósenta skatt, rétt eins og arðurinn hafi komið beint frá íslensku félagi.“ Skjóta sig í fótinn í skattaparadísum Ekki er gefið að skattgreiðslur minnki eða hverfi þótt hluta- bréfaeign sé geymd í skattaparadísum. Sé eignin ekki talin fram til skatts er hins vegar um skattsvik að ræða. BRÝNT AÐ SKILA FRAMTALINU Ríkið verður ekki endilega af tekjum, nema menn svíkist um að telja fram. MARKAÐURINN/E.ÓL. „Mér vitanlega hafa upplýs- ingar ekki borist íslenskum yfirvöldum. Þær munu fyrst berast ríkisskattstjóra, sem sendir þær til skattrannsóknar- stjóra eftir atvikum sé grun- ur um skattsvik,“ segir Bryn- dís Kristjánsdóttir skattrann- sóknarstjóri. Íslensk skattyfirvöld hafa óskað þess við þýsk og dönsk yfirvöld að fá upplýsingar um hvort Íslendingar eigi aðild að umfangsmiklu skattsvika- máli sem tengist smáríkinu Liechten stein. Þýsk yfirvöld hafa flett ofan af hundruðum leynilegra reikninga í bönkum í smárík- inu. Þar hafa þýskir auðmenn, og fólk af öðru þjóðerni, falið gríðarlegar upphæðir án þess að greiða af þeim skatta. Ekki náðist í Skúla Eggert Þórðarson ríkisskattstjóra við vinnslu fréttarinnar. - ikh Óvíst um reikninga LIECHTENSTEIN Enn er óvíst hvort Íslendingar geymdu fé á leynireikning- um í Liechtenstein. Íslensk yfirvöld hafa óskað upplýsinga um málið. Tap HB Granda á fjórða ársfjórðungi síðasta árs nam rúmum 689 milljónum króna, miðað við rúmar 943 milljónir árið áður. Mikill viðsnúning- ur varð hins vegar á rekstrinum, horft til ársins í heild, samkvæmt nýbirtu ársuppgjöri. Hagnaður nam rúmum 1.867 milljónum króna, en árið áður skilaði fyrirtækið tapi upp á rúmar 1.980 millj- ónir. „Ef horft er á hagnað ársins hefur gengis- munur lána þar gríðarleg áhrif, breytist úr því að vera neikvæður árið 2006 í að vera jákvæður 2007. Hins vegar hefur afkoman af rekstrinum líka batnað milli ára,“ segir Eggert Benedikt Guð- mundsson, forstjóri HB Granda. Þar segir hann meðal annars koma til jákvæð áhrif vegna sölu- hagnaðar frystitogarans Engeyjar, upp á rúmar 600 milljónir króna. Eggert segir forsvarsmenn fyrirtækisins þó sæmilega ánægða með uppgjörið miðað við ár- ferði, aflaheimildaniðurskurð og fleira slíkt. „Því er hins vegar ekki að neita að snúist hefur til verri vegar á fjórða ársfjórðungi og rekstrarumhverfið er erfitt, meðal annars vegna niðurskurðar á kvóta.“ Á móti segir hann koma að í fyrra hafi gengi krónunnar verið nokkuð stöðugt, en hafi nú tekið að gefa eftir gagnvart öðrum gjaldmiðl- um þannig að útgerðin horfi fram á bjartari tíma í þeim efnum. Hann segir sveiflur í afkomu milli tegunda að nokkru vega hverja aðra upp og að verð á erlendum mörkuðum hafi verið viðunandi. „Mjölmarkaður hefur gefið eftir, en á móti kemur að lýsi hefur hækkað. Minna þorskframboð hefur ýtt undir hærra verð og karfi hefur átt undir högg að sækja.“ HB Grandi hefur nýverið farið í nokkuð sárs- aukafullar niðurskurðaraðgerðir, svo sem með uppsögnum á Akranesi. Eggert segir ekkert í píp- unum varðandi frekari niðurskurð í bili. „Menn horfa á hvernig árið myndast og hvað þarf hugs- anlega að gera til að laga reksturinn að þeim heim- ildum sem við höfum.“ Rekstrartekjur HB Granda námu í fyrra 12.821 milljón króna, en voru 13.658 milljónir árið 2006, drógust saman um rúm sex prósent milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 2.825 milljónir, eða 22 prósent af rekstrartekjum. Er það nokkur bati frá fyrra ári þegar EBITDA var 2.685 milljónir króna, 19,7 prósent. - óká S J Á V A R Ú T V E G U R Grandi snýr tapi í hagnað Hagnaður HB Granda nam tæplega 1,9 milljörðum króna í fyrra. Árið áður nam tap nærri 2 milljörðum króna. Tekjur drógust engu að síður saman um 6,1 prósent milli ára. Gengismunur og Engeyjarsala vega þungt. Á FUNDI HB GRANDA Árni Vilhjálmsson stjórnarformaður HB Granda sést hér í pontu þegar kynnt var uppgjör þarsíðasta árs. MARKAÐURINN/HEIÐA FISKVINNSLA Á AKRANESI Hópuppsagnir voru í byrjun ársins hjá HB Granda á Akranesi. Engar viðlíka aðgerðir eru í pípunum að sinni að sögn forstjóra fyrirtækisins. MYND/EIRÍKUR KRISTOFERSSON „Þetta er stuttur samningur. Við gefum þessu hálfs árs reynslutíma,“ segir Ólafur Magnússon, framkvæmda- stjóri Mjólku. Mjólka og Auðhumla, félag Mjólkursamsölunnar, hafa samið um að Auðhumla sjái um að sækja til bænda mjólk fyrir Mjólku. Samningur- inn er þegar kominn til fram- kvæmda. „Við vorum að sækja mjólkina alla leið norður í Húnavatnssýslu á okkar bíl. Kostnaðurinn af þessu er mik- ill og við sjáum ákveðna hag- ræðingu í þessu,“ segir Ólafur, en Mjólka kaupir mjólk af níu bændum. „Staða þeirra er óbreytt,“ segir Ólafur. Mjólka og Mjólkursamsal- an hafa átt í miklum átökum í samkeppninni, sem meðal ann- ars hafa leitt til húsleitar sam- keppnisyfirvalda hjá Mjólkur- samsölunni. „Átök fyrirtækj- anna eru enn fyrir hendi og það er ekki enn komin sátt. Það er ekki hægt að segja að þeir hafi sett út rauðan dreg- il þegar við fyrst vöktum máls á því að þeir sæktu mjólkina fyrir okkur,“ segir Ólafur. - ikh Enginn rauður dregill ÓLAFUR MAGNÚSSON Slagurinn við Mjólkursamsöluna hefur tekið á og honum er hvergi nærri lokið, þrátt fyrir samstarfssamning. MARKAÐURINN/VALLI L A N D B Ú N A Ð U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.