Fréttablaðið - 12.03.2008, Blaðsíða 17
H A U S
MARKAÐURINN 9MIÐVIKUDAGUR 12. MARS 2008
Ú T T E K T
á hagkvæmari hátt en ríkið, myndi í markaðs-
færslu einkaaðila hugsanlega felast einhver
mismunun sem til dæmis birtist í því að ein-
hverjir hefðu ekki efni á að kaupa jafngóða
þjónustu og einhverjir aðrir.“
Ragnar segir hins vegar eðlilegt að horfast í
augu við að tekjur fólks séu misjafnar og þar
með kaupmáttur mismikill. „Með nákvæm-
lega sömu rökum og höfð eru fyrir opinberum
rekstri heilbrigðisþjónustunnar mætti segja
sem svo að föt skipti miklu máli og hví skyldu
sumir ganga í betri fötum en aðrir? Væri ekki
langbest að hér hefðum við einhvern opinber-
an aðila sem skammtaði föt og hér gæti maður
farið í eina biðröð þegar vantaði ný jakkaföt og
aðra til að fá hæfilega þykka úlpu? Við getum
hugleitt hvort þetta sé nokkuð betra eða verra
kerfi en heilbrigðis kerfið er í dag. Það er engin
hagkvæmnisástæða, nema síður sé, fyrir því
að hið opinbera reki flesta þætti heilbrigðis-
þjónustu,“ segir Ragnar. Undan tekningar frá
þessu segir hann vera þar sem kemur að vörn-
um gegn faröldrum og smitsjúkdómum þar
sem þurfi meiri heildaryfirsýn.
Ragnar segir að hafa verði í huga við hvaða
aðstæður opinbert heilbrigðiskerfi verði til, en
þá séu þjóðir gjarnan bláfátækar og stór hluti
íbúanna fái ekki heilbrigðisþjónustu sem hægt
sé að lynda við. „Hafi verið ástæða í gamla
daga til að hafa eitthvert velferðarkerfi er sú
ástæða orðin miklu minni í dag.“
SKATTASAMKEPPNI SKILAR SÉR
Helstu brotalöm skattkerfisins eins og því er
nú háttað segir Ragnar fólgna í þeim skött-
um „sem mest brengli efnahagsstarfsemina“
og telur kerfið um leið óþarflega flókið og
viðamikið. „Skattkerfið samanstendur af ara-
grúa mismunandi gjalda. Það eru aðflutn-
ingsgjöld, vörugjöld, gjöld fyrir ekki neitt
svo sem stimpilgjöld, sérstök gjöld til að
stýra neyslu og margt fleira. Þá eru líka
gjöld fyrir þjónustu sem opinber eftirlits-
fyrirtæki iðka og jaðra oft við sjálftökurétt
þeirra. Stærstu tekjustofnar ríkisins eru svo
virðisauka skatturinn annars vegar og tekju-
skattur hins vegar. Í þessu kerfi eru þeir skatt-
ar verstir sem brengla mest hegðun manna
miðað við það sem þeir hefðu kosið öðrum
kosti.“ Efst á blaði yfir brengl andi skatta segir
Ragnar vera aðflutnings- og vörugjöld sér-
stök og gjöld á viðskipti, svo sem stimpilgjöld.
„Tekjuskatturinn er þarna örugglega ekki í
fremstu röð, en hann er bara svo stór að hann
skiptir miklu máli, og fer vaxandi. Brenglandi
áhrif tekjuskatts eru mörg, en helst að hann
dregur mjög úr hvatningu fólks til að hafa
tekjur. Allir skattar leiða til þess að fólk forð-
ast í einhverjum mæli þá hegðun sem skatt-
lögð er.“ Ragnar segir tekjuskatt því hvetja
fólk til að draga úr vinnu og hafa lægri tekjur
en ella væri, um leið og í háum skatti væri
fólgin hvatning til að skjóta tekjum undan með
ýmsum hætti sem geti verið kostnaðarsamt,
eða skrá tekjur erlendis, sem hann segir vax-
andi vandamál. „Mjög sterkar vísbendingar
eru um að brenglunaráhrif þessi séu talsvert
mikil og þeim mun meiri eftir því sem skatt-
prósentan er hærri, ekki síst í samanburði við
skattprósentu annarra landa.“
Rannsóknir hafa enda leitt í ljós, að sögn
Ragnars, að skattasamkeppni á milli þjóða sé
af hinu góða, rétt eins og önnur samkeppni um
veitta þjónustu. „Þær þjóðir sem leggja á rétta
skatta, miðað við þá þjónustu sem þær veita,
munu laða til sín fólk og fyrirtæki. Í sívaxandi
heimsvæðingu hefur komið í ljós að menn fara
hiklaust á milli landa til að greiða sína skatta
og velja sér þá auðvitað þau lönd sem lægsta
hafa skattana. Það þýðir að þau lönd sem ætla
að halda uppi háum sköttum án þess að sam-
svarandi þjónusta komi á móti eiga á hættu
að missa skattgreiðendur úr landi og lenda
oft í því.“
Ragnar segir um leið ljóst að meðalvegurinn
milli skattstigs og veittrar þjónustu sé vand-
fundinn. „Svo er líka gallinn sá að þeir sem
borga háa skatta fá næstum aldrei þá þjónustu
til baka frá hinu opinbera sem nemur sköttum
þeirra. Af þessu leiðir að eftir því sem skatt-
prósenta er hærri er ólíklegra að hátekju-
fólk haldist í landinu, jafnvel þótt þjónustan
sé fín og skattfé vel nýtt, og um leið líklegra
að streymi lágtekjufólks inn í landið vaxi.“ Í
þessu segir Ragnar fólginn vanda þeirra sem
halda vilji úti sérstöku velferðar ríki umfram
það sem annars staðar gerist. „Þjóðir sem
haldið hafa uppi lágum sköttum og laðað til
sín útlendinga, svo sem Sviss og Írland, eru
meðal þeirra sem staðið hafa sig hvað best í
heiminum, með hæsta þjóðarframleiðsluna,
bestu afkomu ríkissjóðs og jafnvel mestu vel-
ferð borgaranna sem þar eru,“ segir hann og
minnir á dæmi Svíþjóðar, sem fyrir tuttugu
árum var með allra ríkustu löndum heims.
„Núna er Svíþjóð fátækast Norðurlandanna
og að rembast við að vera í hópi tuttugu rík-
ustu þjóða heims. Almennt eru menn sammála
um að þetta sé vegna þess að velferðarríkið
og skattheimta þar fór umfram þau mörk sem
samfélagið þoldi.“
NÝTT OG EINFALDARA KERFI
Ef Ragnar mætti teikna upp nýtt skattkerfi
þjóðinni til handa myndi hann byrja á að fella
niður öll aðflutnings- og vörugjöld, auk allra
sértækra og neyslustýrandi gjalda. „Því af
þessu sem er til þess fallið að ná einhverjum
velferðarmarkmiðum, svo sem neyslustýrandi
gjöld, og viðleitni til að styrkja íslenskan land-
búnað, væri mun hagkvæmara að mæta með
öðrum ráðum.“ Hann myndi vilja hafa hér
einn hlutfallslegan tekjuskatt fyrir alla, jafnt
einstaklinga sem fyrirtæki, og engan persónu-
frádrátt. „Í þessu fælust margir kostir. Skatt-
kerfið yrði til dæmis mjög einfalt og auð-
velt að telja fram til skatts. Þar er strax kom-
inn umtalsverður sparnaður,“ segir hann, en
bætir um leið við að þarna sé langt því frá
komin veigamesta ástæða slíkrar einföldunar.
Stór kostur væri að með einföldun sem þess-
ari væri komið í veg fyrir það vandamál sem
tengist breytilegu skatthlutfalli. „Breytileg
skattahlutföll eftir tekjum mynda þrep í skatt-
byrði, sem oft geta verið ótrúlega há. Þrep
myndast við persónuafsláttinn og þar sem
skattahlutfall hækkar, til dæmis við stighækk-
andi skatta. Þessi þrep safna upp tekjuþegum,
líkt og laxar safnast við laxastiga, vegna þess
að fólk segir sem svo að það borgi sig ekki að
vinna meira vegna þess hve stór hluti af við-
bótinni fari bara í skatt.“ Þriðja atriðið segir
Ragnar svo að búa til þá tilfinningu hjá fólki
að allir leggi sitt af mörkum til samfélagsins.
„Allir hafa þá hagsmuni af því að peningarnir
sem greiddir eru til hins opinbera séu vel nýtt-
ir. Þetta er félagssálfræðilegt fyrirbrigði.“
Ragnar segir vel hægt að ímynda sér að
ef hér yrði tekið upp fast skatthlutfall frá
núlli í tekjum gæti meðalskattprósentan verið
fimmtán prósent eða jafnvel lægri. „Reikna
þyrfti út hvort það myndi duga, en ef við
höfum í huga að lækkun skatta og betra skatt-
kerfi myndi sömuleiðis auka þjóðarfram-
leiðslu til lengri tíma litið er mjög líklegt að
skatttekjur myndu vaxa. Reynsla þjóða af því
að lækka skatta, þar á meðal okkar, er að skatt-
tekjur hins opinbera aukast. Þetta er ákveðið
dæmi um Laffer-kúrfuna frægu og margt sem
bendir til þess að skattheimta hér, sem og
víðast annars staðar, sé umfram hámarkið á
henni.“ Um leið áréttar Ragnar að hann telji
að skattheimtan eigi ekki endilega að miðast
við hámark kúrfunnar, heldur líklegast miklu
neðar. „En við erum mjög líklega komin á það
stig að við séum hér með tekjuskattshlutföll
verulega umfram það sem hámarkar skatt-
tekjur hins opinbera.“
Í Háskólanum vinna nemendur undir leið-
sögn kennara að rannsóknum þar sem gerð er
tilraun til að meta Laffer-kúrfuna, en nokkuð
í land að niðurstöður liggi fyrir, að sögn
Ragnars. „En viljum við Íslendingar verða
ríkari er nánast örugg leið til þess að lækka
tekjuskattinn. Það vekur hins vegar spurning-
una um hvernig við förum að
því að fjármagna útgjöld hins
opinbera, til skamms tíma að
minnsta kosti. Til lengri tíma
litið myndi skattheimta senni-
lega vaxa en í millitíðinni gæti
orðið ákveðið gap,“ segir hann,
en bendir um leið á að gapið sé
líklega mun minna en margur
kynni að ætla. „Þegar fólk
hefur meira milli handanna af
peningum, sem annars hefðu
farið í tekjuskatt, þá fer stór
hluti af þeirri viðbót í neyslu
og annað í fjárfestingar.“
RÉTTI TÍMINN TIL LÆKKUNAR
Ragnar segir ekki heldur
mega gleymast að nýting á
vissum náttúruauðlindum
gæti orðið þjóðhagslega hag-
kvæmari ef hún væri skatt-
lögð með ákveðnum hætti.
„Ef ekki er hægt að koma við
eignarrétti kemur til greina að
skattleggja ofnýtingu á verð-
mætum náttúruauðlindum,
svo sem hreinu lofti og vatni,
og þær skatttekjur gætu orðið
verulegar.“ Slíkir skattar,
segir Ragnar, hafa þann mikla
kost að þeir séu ekki skekkj-
andi heldur leiðréttandi, enda
sé hófs gætt í álagningu. „Þar
er verið að skattleggja hluti
sem ætti að selja á markaði ef
það væri bara einhver eigandi.
Til dæmis má nefna að þegar
fólk spillir ósonlaginu eða
andrúmsloftinu með einhvers
konar útblæstri er það að not-
færa sér ákveðin gæði án þess
að borga fyrir það beint. Því
má segja að ef einhver ætti
þessa hluti og vildi varðveita
þá hefði hann rukkað fyrir
þetta. Úr því þessi aðili er ekki
til staðar, hví þá ekki að láta
hið opinbera rukka rétt gjald
fyrir?“ Tekjurnar getur ríkið
svo notað til framleiðslu á al-
mannagæðum, segir Ragnar.
„Gæði á borð við menntun,
hugsanlega heilbrigðisþjón-
ustu að einhverju leyti og al-
menna velferð, hjálpa þeim
sem minna mega sín; það vilj-
um við öll.“
Ragnar segir hins vegar
óvíða mikilvægara en hér að
skattkerfið sé hagfellt. Hann
segir vísbendingar um að há-
markið á Laffer-kúrfunni sé
við lægra skatthlutfall í fá-
mennum og fábrotnari lönd-
um með einfalda atvinnustarf-
semi, en það er í fjölmenn-
ari löndum með þróað mannlíf
og atvinnustarfsemi. „Ísland
er sker úti við norðurheim-
skautsbaug með vondu veðri
og fáu við að vera. Við þær að-
stæður er fólk ekki ginnkeypt
að dvelja nema hin efnahags-
legu skilyrði séu góð og þess
vegna er það fljótara að flytja
til útlanda þegar skattheimta
verður há, bæði fyrirtæki og
einstaklingar.“
Varðandi hvenær eigi að
ráðast í umbætur á skattkerfi
þjóða segir Ragnar að ekki
eigi að horfa á þær í ljósi
stöðu hagsveiflunnar hverju
sinni, enda ráði langtímamark-
mið för. „Hitt er síðan annað
mál að enn betra getur verið
að ráðast í svona hluti þegar
niðursveifla er í aðsigi, líkt og
núna, eða jafnvel þegar hún
er hafin. Það sem hins vegar
er sorglegt við þetta er að á
slíkum skeiðum er ríkissjóð-
ur alla jafna kominn í, eða er
við að sigla inn í vandræði, og
það hljómar ekki vel í huga
löggjafans og þeirra sem að-
hyllast einfalda talnafræði að
lækka tekjuprósentuna á sama
tíma og hallarekstur er á ríkis-
sjóði. Ég myndi hins vegar segja að í stöðu
efnahagsmála eins og hún er í dag væri grá-
upplagt að jafna og lækka tekjuskattinn.“
kattríkinu
a ekki veitt, án þess að neyslustýringu,
ðiprófessor að máli og ræddi við hann
letja menn eða fyrirtæki til athafna.
Skattalækkanir
til kjarabóta
Skattar hafa löngum verið bit-
bein í opinberri umræðu. Hér
getur að líta stutt yfirlit yfir efni
nýjasta innleggsins í þá umræðu
í formi fræðirita sem hér hafa
komið út.
Í febrúarlok kom út ritgerðasafnið Cutting taxes to
increase prosperity, eða „Skattalækkanir til kjarabóta“,
sem er ný bók í ritröð fræðirita frá Rannsóknarmiðstöð
um samfélags- og efnahagsmál (RSE). Ritstjórar eru
Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórn-
málafræði við Háskóla Íslands, og dr. Tryggvi Þór
Herbertsson, hagfræðingur og bankastjóri Aska fjár-
festingarbanka.
1 Edward Prescott, nóbelsverðlaunahafi í hag-fræði, og Johanna Wallenius doktorsnemi setja fram þá kenningu að vinnuframlag fólks ráðist í miklum mæli af skattlagningu
vinnutekna þess. Þannig vinni Evrópubúar minna en
Bandaríkjamenn vegna þess að þeir beri hærri skatta.
2 Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við HÍ, telur vænlegra til skilnings að skoða hverjir bera í raun skatta en hverjir ættu að gera það. Gefa verður gaum að hreinni skattbyrði
ekki síður en vergri. Greiðslur frá ólíkum tekjuhópum
í skatta skipta ekki aðeins máli, heldur líka útgjöld til
þeirra eða þjónusta við þá.
3 Fredrik Bergström, framkvæmdastjóri rann-sóknarseturs verslunarinnar í Svíþjóð, bendir á að verg landsframleiðsla á mann sé lægri í flestum ríkjum Evrópu en flestum hinna
fimmtíu ríkja Bandaríkjanna og segir Evrópuþjóðir hafa
dregist aftur úr Bandaríkjamönnum vegna hárra skatta
og mikilla ríkisumsvifa.
4 Pascal Salin, hagfræðiprófessor við Parísarháskóla Dauphine, andmælir rök-semdum fyrir skattasamræmingu milli ríkja og telur ríki ekki þurfa að óttast skattasam-
keppni. Slík samkeppni sé raunar nauðsynleg til að
hafa hemil á útþenslu ríkisrekstrar og hnattvæðingin
hafi ekki haft mikil áhrif í þá átt að minnka skattstofna
einstakra ríkja.
5 Pierre Bessard, forstöðumaður Constant de Rebecque-stofnunarinnar í Lausanne í Sviss, lýsir hvernig Svisslendingum hafi tekist að verða ríkasta þjóð í heimi og segir
skýringarnar ekki síst opið hagkerfi, lága skatta og virkt
aðhald að ríkisvaldinu. Kantónur landsins fara í raun
með mestallt skattlagningarvald og reglur ólíkar milli
þeirra. Þannig er virk skattasamkeppni innan landsins,
en opinber þjónusta um leið góð.
6 Brendan Walsh, hagfræðiprófessor við University College í Dublin, rifjar upp að fyrir nokkrum áratugum var Írland eitt fátækasta ríki Vestur-Evrópu og bendir á viðsnúninginn
sem þar varð eftir stefnubreytingu í lok 9. áratugar.
Meðal annars voru skattar lækkaðir og kom í ljós að
því léttari sem skattbyrðin varð, því örar óx atvinnulífið.
Nú eru tekjur á mann á Írlandi einhverjar hinar hæstu
í Evrópu.
7 Daniel Mitchell, skattasérfræðingur hjá Cato-stofnuninni í Washington, rekur breyt-ingar sem hér urðu árið 1991 þegar horfið var af braut ríkisafskipta og hárra skatta.
Grein hans byggir á erindi sem hann flutti á ráðstefnu
um skattamál í Háskóla Íslands í fyrrasumar, en hér
hefur hann áður haldið fyrirlestra og einnig skrifað um
„íslenska efnahagsundrið“ í bandarísk blöð.
8 Hannes Hólmsteinn Gissurarson stjórn-málafræðiprófessor heldur því fram að Íslendingar hafi frá 1991 farið aðra leið en hinar norrænu og engilsaxnesku þjóðir.
„Íslenska leiðin“ felist í víðtæku atvinnufrelsi, lágum
sköttum og rausnarlegri velferðaraðstoð, sem sé þó
markvissari en annars staðar á Norðurlöndum.