Fréttablaðið - 02.04.2008, Page 14

Fréttablaðið - 02.04.2008, Page 14
 2. APRÍL 2008 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● tækni og afþreying Farsímar eru ekki lengur eingöngu hugsaðir sem samskiptatæki heldur miðstöð upplýsinga og afþreyingar. Símafyrirtæki bjóða upp á alls kyns afþreyingu fyrir farsíma og þar eru tölvuleikir vinsælir. Vodafone er eitt þeirra símafyrir- tækja sem bjóða viðskiptavinum að niðurhala leikjum í síma sína, en Síminn og Nova bjóða upp á svipaða þjónustu. Viðskiptavinir Vodafone hafa hingað til getað sótt leiki á Vodafone live en nú hefur fyrirtækið einnig opnað vefsíðu undir slóðinni www.leikir.voda- fone.is þar sem er hægt að nálgast sömu leiki og á Vodafone live. „Sex leikjaflokkar eru í boði en þeir eru kappakstur, heila- brot, íþróttir, þrautir, spilakass- inn og hasar. Úrvalið ætti því að henta bæði þeim sem hafa gaman af spennandi og hröðum leikjum sem og þeim sem vilja brjóta heil- ann yfir flóknum þrautum,“ segir Elva Guðrún Guðjónsdóttir, vöru- stjóri Vodafone. Ekki þarf að greiða fyrir GPRS- umferðina með Vodafone live en hún gerir símnotendum kleift að skoða margmiðlunarefni á netinu. „Það þýðir að ekki þarf að hafa áhyggjur af því að fá óþægilega bakreikninga fyrir notkun á Voda- fone live. Öll notkun er gjaldfærð annað hvort sem einingar eins og leikir eða sem áskrift og má nefna fótboltafréttir sem dæmi. Greitt er fyrir eitt stykki eða ótakmark- aðan aðgang í ákveðinn tíma,“ út- skýrir Elva Guðrún. Vodafone live styður öll nýj- ustu símtækin á markaðinum óháð framleiðanda þeirra. Þar komast viðskiptavinir á netið og hafa aðgang að afþreyingu og upplýsingum. Þar á meðal er fjöldi Java-leikja í boði. „Yfirleitt eru fáir leikir fáan- legir fyrir allra nýjustu símana, þar sem tíma tekur að þróa þá, en þeir bætast þó jafnóðum við,“ segir Elva. Í símum sem styðja Vodafone live er einnig hægt að vafra um nýju heimasíðuna og skoða lýs- ingar og skjámyndir fyrir leiki sem eru í boði. „Eins og þegar tónlist er keypt í gegnum sím- ann er hægt að senda WAP-push hlekk í símann með SMS til að kaupa leik og sækja,“ útskýrir Elva og nefnir þá leiki sem njóta hvað mestra vinsælda um þess- ar mundir. „Það eru samstæðu- leikurinn Slide-a-Lama Deluxe, kappakstursleikurinn The Fast and the Furious 4 3D og kapall- inn Café Solitaire.“ - ve Heilabrot, þrautir og hraðir leikir Elva Guðrún Guðjónsdóttir, vörustjóri Vodafone, segir sex leikjaflokka í boði. Flestir ættu því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Samstæðuleikurinn „Slide-a-Lama Deluxe“ er vinsælasti farsímaleikurinn hjá Vodafone um þessar mundir. Kappakstursleikurinn „The Fast and the Furious 4 3D“ er í öðru sæti á lista Voda- fone yfir vinsælustu farsímaleikina.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.